Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 78
Kanar falla fyrir ævin-
týraheimi Tolkiens
HRINGADRÓTTINSSAGA var
frumsýnd vestanhafs 19. desember
og allnokkur met féllu í valinn.
Myndin halaði inn yfir 18 milljónir
dala á frumsýningardeginum en
engin mynd hefur skilað svo miklu í
kassann á miðvikudegi. Þegar litið
er til afkomu hinnar hefðbundnu
þriggja daga sýningarhelgar þá tók
hún inn ríflega 45 milljónir dala og
sló desembermet Ocean’s Eleven en
þá fimm daga sem frumsýning-
arhelgin stóð í reynd yfir komu inn
yfir 66 milljónir dala, sem einnig er
met. Myndin var frumsýnd í 15 öðr-
um löndum helgina fyrir jól, þ. á m.
Englandi og í heimalandinu Nýja-
Sjálandi og gaf samanlagt yfir 60
milljónir dala í aðra hönd þannig að
á heimsvísu hefur hún gefið af sér
nær 140 milljónir dala og er vel á
veg komin að borga upp hinar
myndirnar tvær.
Spekingar telja að sökum ein-
róma jákvæðra viðbragða við
myndinni, jafnt frá gagnrýnendum
sem áhorfendum, þá eigi hún eftir
að halda haus lengur en gengur og
gerist og jafnvel sýna úthald í lík-
ingu við vinsælustu kvikmynd sög-
unnar, Titanic, sem skilaði ekki
„nema“ 28 milljónum dala fyrstu
sýningarhelgina.
Annars vekja athygli dræmar
móttökur við nýjustu mynd Jims
Carreys, The Majestic, í leikstjórn
Franks Darabonts (The Shawshank
Redemption). Meginorsökin fyrir
áhugaleysinu ku vera efasemdir
gagnrýnenda um ágæti mynd-
arinnar.
!"#
$ %&'
( )*%
+,+
+ %-
& .#
. /
$)0%
. 12
Hringurinn
heillar
Fróða og hundtrygga ferðafé-
laga hans, Sámi, er að takast að
laða bíógesti með í leiðangur til
að farga hringnum örlagaríka.
FÓLK Í FRÉTTUM
78 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
22. 12. 2001
21
7 7 2 6 6
5 0 7 1 1
27 33 36 37
7Fjórfaldur1. vinningur
í næstu viku
Ísland
fékk 1. vinning
26. 12. 2001
1 12 15
38 42 44
11 47
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 11
Mögnuð mynd með stórleikurunum Bruce Willis,
Cate Blanchett og Billy Bob Thornton
Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6.
Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6.
Missið ekki af nýjasta
glæpaþriller Bruce Willis
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B. i. 16.Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30. Sýnd í Lúxussal kl. 2, 6 og 10.
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni
Stórkostlegasta kvikmynd ársins í ótrúlegri leikstjórn Peters Jacksons
með stjörnuliði leikara í aðalhlutverkum! Magnaður hugarheimur Tolkiens
var bók 20. aldarinnar og verður nú kvikmynd 21. aldarinnar.
Einstök upplifun!!
„Besta mynd ársins“
SV Mbl
„Þvílík bíóveisla“
HVS Fbl
DV
Ævintýrið lifnar við
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
20% afsláttur
og glæsilegur
kaupauki
*á meðan birgðir endast
Fing’rs
Flottar neglur yfir áramótin
„French manicure“
California Girlalifo ia i lrni r
BROADWAY Strákarnir í Ný dönsk
bregða aldrei þessu vant undir sig
ballfætinum – allt í senn einstakt og
kærkomið tækifæri. Miðasala í dag
frá kl. 13–19. 16 ára aldurstakmark.
Sveitin í stuði til kl. 3.
CATALINA, Kópavogi Ari Jónsson
og Hilmar Sverrisson leika fyrir
dansi.
CLUB 22 Dj Benni sér um djammið.
GAUKUR Á STÖNG Stuð með Sól-
strandargæjum.
LIONSSALURINN, Kópavogi Æfing
og myndakvöld hjá áhugahópi um
línudans. Elsa sér um tónlistina.
Hefst kl. 20.
NÝLISTASAFNIÐ, Vatnsstíg
Fjöllistamaðurinn Birgir Örn Thor-
oddsen hefur m.a. starfrækt eins-
mannssveitina Curver á listamanns-
ferli sínum. Þessi starfsemi hans á
tíu ára afmæli í kvöld og því verður
fagnað með pomp og pragt í Ný-
listasafninu. Þar koma fram ásamt
Curver Maus, Mínus, Singapore
Sling og Yukatan sem reist var upp
frá dauðum vegna þessa. Veislan
hefst kl. 20 og stendur til 23. Gestum
er gert að reiða fram 500 kr. í af-
mælisgjöf.
VÍDALÍN Gleðilistamennirnir í
BUFF taka létta upphitun fyrir
gamlárspartíið.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ný dönsk
Morgunblaðið/Jim Smart
Curver fagnar 10 ára starfsaf-
mæli á Nýlistasafninu í kvöld.