Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 8

Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt félag um Afríku sunnan Sahara Töfrar Afríku eru óendanlegir STOFNFUNDUR fé-lagsins Afríka 20:20– félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara verður haldinn næst komandi þriðjudag, 19. febrúar, í Alþjóðahús- inu, Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Hefst hann klukkan 19.30. Jónína Einarsdóttir mannfræðingur er ein þeirra sem unnið hefur að undirbúningi stofnfundar- ins. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. Hver eru þín tengsl við Afríku? „Ég hef sinnt málefnum tengdum Afríku á einn eða annan hátt í rúma tvo ára- tugi. Ég hef stundað nám, unnið með verkefni tengd Afríku og starfað og búið þar í nær átta ár. Ég sat um árabil í stjórn sænsku félagasamtakanna Afr- ikagrupperna og vann fyrir þau við ráðningar og fræðslustörf, en samtökin hafa fjölda sjálfboðaliða í álfunni og standa þar fyrir þró- unarverkefnum. Þá hef ég skrifað doktorsritgerð í mannfræði um barnadauða og viðbrögð mæðra við honum, en hún byggist á rann- sóknum í Gíneu-Bissá. Ég var einnig virkur meðlimur í vináttu- félagi Svíþjóðar og Gíneu-Bissá á þeim tíma sem ég bjó í Stokk- hólmi.“ Hvers vegna Afríkufélag? „Við sem stöndum að stofnun þessa félags eigum það öll sameig- inlegt að hafa á einn eða annan hátt tengsl við Afríku sunnan Sahara. Við teljum að umfjöllun um álfuna sé bæði takmörkuð og einhliða þar sem nánast eingöngu er fjallað um stríðsátök, volæði og eymd.“ Hvers konar félagsskapur á Afríkufélagið að vera? „Við viljum skapa okkur sjálf- um og öðrum sem hafa áhuga á málefnum Afríku sunnan Sahara vettvang til að fylgjast með því sem er að gerast þar, skiptast á skoðunum og samtímis stuðla að því að auka þekkingu um fjöl- breytilega menningu álfunnar.“ Hverjum er félagið ætlað? „Rétt til aðildar að félaginu á allt áhugafólk um málefni Afríku sunnan Sahara. Það er því á eng- an hátt skilyrði fyrir þátttöku að hafa verið í Afríku eða hafa á ann- an hátt tengsl við álfuna. Félagið er því öllum opið, jafnt Afríkönum sem eru búsettir á Íslandi og Ís- lendingum sem aldrei hafa komið þangað.“ Á að efna til Afríkuferða, halda myndakvöld, fyrirlestra og árshá- tíð? „Félagið á ekki að vera ferða- klúbbur. Aftur á móti stefnum við að því að halda fundi og málþing um málefni Afríku sunnan Sahara og stuðla að menningarlegum samskiptum. Þó árshátíð sé ekki á dagskránni segir mér svo hugur að tækifæri gefist til að skemmta sér og krydda tilveruna með góðri afrískri danstónlist.“ Hver telurðu að hljómgrunnurinn sé hér á landi fyrir svona félag? „Við höfum fundið fyrir áhuga á stofnun félagsins. Samskipti Ís- lands og Afríku sunnan Sahara hafa aukist verulega á síðasta ára- tug, að hluta til vegna starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands, Rauða krossins, Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og skipti- nemasamtaka, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eru viðskipti við álfuna vaxandi. Afrískir háskóla- nemar stunda hér einnig nám í auknum mæli og fjöldi nýinn- fluttra Afríkana býr hér á landi.“ Afríka virðist fremur róstusöm heimsálfa þar sem er mikil fátækt og heilbrigðisvandamál, sumir hafa talað um að því minna sem samneytið væri, því betra... hvað segirðu um það? „Stríðsátök eru ekki aðeins í Afríku þó að þar sé af nógu að taka. Þegar ég fór í frí til Evrópu spurðu nágrannar mínir í Gíneu- Bissá hvort mér og fjölskyldu minni væri nokkur hætta búin vegna Balkanstríðsins. Á Íslandi var ég hins vegar spurð hvort ég byggi í nágrenni Rúanda, en þá var stríðið þar í fullum gangi. Vissulega er fátækt meiri og heil- brigðisvandamálin erfiðari í Afr- íku en gengur og gerist annars staðar. Það mætti kannski segja að einmitt þess vegna ættum við að efla tengslin, ekki að minnka þau. Mannleg samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu eru ávallt af hinu góða. Þau eru forsenda umburðarlyndis, friðar og mannréttinda.“ Allir vita um það sem aflaga hefur farið í Afríku, en hverjir eru helstu töfrar álfunnar? „Töfrar Afríku eru ótæmandi. Það sem hefur heillað mig er mjög tengt persónulegri reynslu minni. Það er m.a. að vakna upp við hanagal og heyra taktfastan slátt- inn þegar konur steyta hrísgrjón. Að finna ilm- inn af kolagrillinu og borða velkryddaðan mat úr sameiginlegri skál meðal vina. Það er líka kæfandi hitinn og síðan að finna svalann sem fylgir hitabelt- isrigningunni og heyra vatnið berja bárujárnsþakið. Það er hár- fínn húmorinn og myndmálið. Svo er það iðandi mannlífið þar sem tunglið er eini ljósgjafinn og trommusláttur í fjarska. Þessa töfra er ekki hægt að endurskapa á Íslandi, en við munum gera okk- ar besta...“ Jónína Einarsdóttir  Jónína Einarsdóttir er fædd í Reykjavík 1954. Stúdent frá ML 1974, BS í efnafræði 1978 og kennsluréttindanám 1980 frá HÍ. Próf um málefni þróunarlanda frá Uppsalaháskóla 1987 og doktorspróf í mannfræði frá Stokkhólmsháskóla vorið 2000. Kenndi innanlands 1978–81, og við Meinatækniskóla Gíneu-Bissá 1982–85. Vann við mann- fræðideild Stokkhólmsháskóla 1988–93 og við mannfræðirann- sóknir í Gíneu-Bissá 1993–98. Starfar nú við rannsóknir og kennslu. Maki er Geir Gunn- laugsson barnalæknir og eiga þau þrjá syni. Stríðsátök eru ekki að- eins í Afríku Má Hjörvar litli koma út og leika, frú borgarstjóri? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 68 38 02 /2 00 2 Verið róttæk Verð frá 199 kr. Pottatilboð Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Nú er rétti tíminn til að umpotta 5 L 149 kr. 10 L 259 kr. Gróðurmold 1 lítri 499 kr. Græna þruman Áburður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.