Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 15

Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 15 Íbúðirnar og húsin eru staðsett skammt frá strand- bænum Torrevieja. Verð íbúðanna með 2 svefnherb. er frá 7,5 millj. ísl. kr. Glæsileg einbýlishús kosta frá 14 millj. kr. 50% af kaupverði er lánað til 10-20 ára með 4,5% vöxtum. Golfvellir í næsta nágrenni. Verið er að byggja annað hverfi rétt við ströndina með fjölbreytilegum húsum. Euromarina er eitt þekktasta byggingafyrirtækið á Costa Blanca. Euromarina er 30 mínútur frá Alicante flugvelli, eina klst. frá Benidorm og ferð á baðströndina tekur 10 mínútur. Euromarina kynnir íbúðir og hús sín í fyrsta sinn hér á landi um helgina - í dag, laugardaginn 16. febrúar og sunnudaginn 17. febrúar í Ársal Hótel Sögu kl. 13.30-17.00 báða dagana. Myndbönd, teikningar og verðupplýsingar. Allar nánari upplýsingar um verð og kjör: Foss, fasteignasla, sími 533 1080. DRAUMAHÚSIÐ VIÐ MIÐJARÐARHAF ALLIR VELKOMNIR! SMÁGERÐIR fingur leika fimlega með tölvumús á meðan hópur sam- starfsaðila rýnir einbeittur á það sem fram fer á tölvuskjá fyrir fram- an hann. Verkefnið gengur út á að litsetja múmínfjölskylduna og hafa allir viðstaddir skoðanir á því hvern- ig best fari á því. Þessir tölvuspek- ingar eru ekki háir í loftinu. Þeir eru þriggja ára og eiga ekki í nokkrum vandræðum með að leysa verkefnið, enda tölvurnar sjálfsagður hluti af daglegu lífi þeirra á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi. Funaborg er einn af fáum leik- skólum á höfuðborgarsvæðinu sem býður börnum upp á tölvunám og hefur fengið styrk frá menntamála- ráðuneytinu fyrir þróunarverkefni sem kallast Tölvur, samskipti og leikskóli. Verkefnið er undir stjórn Fannýjar Heimisdóttur aðstoðar- leikskólastjóra en aðdragandann að því að skólinn réðst í þetta verkefni má, að sögn Sigríðar Jónsdóttur leikskólastjóra, meðal annars rekja til þess að Fanný sótti tölvu- námskeið í Kennaraháskólanum. „Þetta vakti hugmyndir og um- ræðu og við ákváðum að notfæra okkur þessa þekkingu og virkilega prófa hana áfram inni á leikskólan- um,“ segir Sigríður og Fanný tekur við: „Ég myndi segja að það sem hafi komið snjóboltanum af stað hafi ver- ið þegar við fengum nýja tölvu inn í húsið.“ Í ljós kemur að skólinn græddi á tvöþúsundvandanum svokallaða því ástæðan fyrir því að nýja tölvan var keypt var sú að tölvurnar tvær sem fyrir voru í húsinu voru ekki hæfar til að takast á við hann. Gera sem mest sjálf Fyrirkomulag tölvunámsins er með þeim hætti að börnin velja sér að fara í tölvuna, líkt og þegar þau velja aðra hluti til að vinna með í skólanum. „Við veljum að tala um tölvuleik af því að leikskólabörn læra í gegn um leik,“ segir Fanný og held- ur áfram: „Við höfum lagt áherslu á að þau geri sem mest sjálf og það gildir líka um tölvuna. Þau velja sér sjálf að fara í tölvuna, kveikja sjálf á henni og við höfum líka ákveðið að þau velji sjálf tölvudiska og setji í geisladrifið þó að af því sé slitkostn- aður. Við reynum þá frekar að kenna þeim að gera það rétt og varlega í stað þess að vissir hlutir séu eitthvað sem bara fullorðna fólkið gerir. Þannig hef ég orðið vitni að því hér að þriggja ára strákur sýni leik- skólakennara hvað á að gera.“ Fanný segir áherslu lagða á að hafa búnaðinn þannig að börnin ráði við hann og að valmyndir á skjánum séu svo skýrar að þau geti sjálf valið þær. „Síðan hvetj- um við til sam- starfs með því að setja fleiri stóla við borðið. Auk þess vita börnin að þau mega draga stólana á deildinni til eins og þau vilja og eru því sjaldnast færri en þrjú í tölvunum í einu og oft fleiri.“ Að sögn Fann- ýjar skrá leik- skólakennararn- ir svo hjá sér hvernig leikurinn fer fram. „Þetta er gert til þess að reyna að grípa inn í leikinn ef með þarf. Það er t.d. ekki gott að sami maður sé alltaf á músinni en það á heldur ekki að vera geðþóttaákvörðun hins fullorðna að þau skipti heldur reyn- um við að hvetja þau til samvinnu með jákvæðum leiðum.“ Sigríður segir þetta á sama hátt og í öðrum leik. „Tölvan er einfald- lega eins og hvert og eitt annað leik- fang. Hún er ekkert aðalatriði né undiratriði heldur eitt af valtilboðum til barnanna. Þannig að það er virkni í öðrum leik á deildinni þó svo að tölvan sé í gangi á sama svæði.“ Fanný undirstrikar að börnin læri ekki af tölvunni sem slíkri heldur af þeim samskiptum sem fara fram við og í tengslum við hana og tekur Net- ið sem dæmi um þetta. „Það kom upp umræða um leður- blökur núna í kring um öskudaginn því börnin vildu vita hvað Batman þýddi. Þá var komin tenging í annað tungumál, í dýrið leður- blöku og svo allt það sem þessi at- riði tengjast. Við fórum á Netið og leituðum að upp- lýsingum um leð- urblökur og þá kviknaði áhugi sem síðan tengist öllu öðru starfi. Nú heitir elsta deildin hjá okkur ekki lengur Höfði heldur Leður- blökuhellirinn. Þannig þarf tölv- an að tengjast inn í það sem við erum að gera. Hún á ekki að vera eitthvert undur heldur nýtist hún leik- skólabörnum í því sem þau eru að gera rétt eins og tölvan nýtist okkur fullorðna fólkinu í því sem við erum að gera.“ Börnin í tölvusamskiptum við foreldra sína Þeim Sigríði og Fannýju verður tíðrætt um tækjakostinn sem þær segja að mætti vera betri. „Við erum alltaf að vinna með gömul tæki og ónóga tækni fyrir hvern sem er,“ segir Fanný. „Það er alveg eins með leikskólabörn og alla aðra að tíminn er dýrmætur, þú átt ekki að sitja og bíða eftir einhverju hökti. Tæknin á einfaldlega að virka vel svo þú getir farið að gera eitthvað annað við þinn dýrmæta tíma. Eins er mikilvægt að leikskólabarn sitji ekki fyrir framan tölvu lengi í einu.“ Hún bætir því við að í nánustu framtíð vildi hún fá góða nettengda tölvu inn á hverja deild en þær eru þrjár talsins. Það kemur á daginn að tenging við Netið er nokkuð sem skólinn nýtir sér eins og kostur er en á þriðjudög- um er eina nettengda tölvan í húsinu dregin fram á deildirnar til barn- anna. „Nettengingin gefur okkur möguleika á að stækka okkar sam- félag þannig að maður sé ekki ein- angraður hér inni í leikskólanum,“ segir Fanný. „Við notum Netið til dæmis til að hafa samskipti við for- eldrana og gerum það reyndar alla daga. Þá förum við hingað inn þar sem nettengda vinnutölvan er og krakkar skrifa orðsendingar til for- eldra sinna eða við sendum þeim myndir úr leikskólastarfinu. Það hafa verið mjög jákvæð viðbrögð við þessu. Oft fáum við svör frá foreldr- um. Einn pabbinn, sem er með staf- ræna myndavél, sendi mynd úr sinni vinnu til baka. Það var mynd af ein- hverri vél úr vinnunni af því að svo- leiðis er hans vinna. Þetta verða svona upplýsingabrot sem kannski velta af stað einhverjum stærri bolta. Í það minnsta opna þau glugga inn í lífið fyrir utan.“ Prentað út heima Sigríður segir foreldra geta einnig fylgst með daglegu lífi í leikskólan- um í gegn um heimasíðu skólans en slóðin þangað er www.funaborg.is. Það er Fanný sem hefur átt veg og vanda að uppsetningu síðunnar en þar er m.a. að finna myndir úr starfi leikskólans. Myndasíðurnar eru læstar að hluta en foreldrar geta far- ið þangað inn með aðgangsorði og skoðað myndir af börnunum sínum. Sigríður segir sögu í tengslum við þetta. „Við förum auðvitað í vett- vangsferðir með börnunum og það er ein lítil tveggja ára dama hér sem fór með í húsdýragarðinn. Stafræna myndavélin var tekin með og það voru teknar nokkrar myndir sem voru settar inn á heimasíðuna okkar. Móðir barnsins fór síðan inn á heimasíðuna, fann myndina úr hús- dýragarðinum, prentaði hana út heima og setti hana upp á vegg. Þessi móðir sagði okkur frá því að myndin hefði orðið óþrjótandi upp- spretta að samtali milli þeirra mæðgna. Eflaust hefði hún aldrei fengið neitt frá stelpunni um hús- dýragarðinn nema vegna þess að hún gat farið þessa leið.“ Funaborg nýtir nettenginguna einnig til að vera í sambandi við aðra leikskóla og er nú komin með níu vinaleikskóla um allt land. Þessir leikskólar fá reglulega kveðju frá krökkunum á Funaborg en svörunin hefur ekki verið sem skyldi og segja þær Sigríður og Fanný það geta ráð- ist af tækjakosti vinaskólanna. Sig- ríður leggur áherslu á að tölvustarfið sé í þróun og starfsfólkið sé að prófa sig áfram með hvað það hefur mikinn tíma fyrir tölvustarfið og sömuleiðis sé verið að móta hvaða áherslur skól- inn vill leggja. Þær segja að vissu- lega sé Funaborg ekki eini leikskól- inn sem vinni með tölvur, margir fleiri séu að þreifa sig áfram með tölvunám á leikskólastigi. Tveggja til sex ára tölvuspekingar Morgunblaðið/Sverrir Fanný Heimisdóttir og Sigríður Jónsdóttir segja börnin læra mest af samskiptum sem fara fram við tölvurnar. Grafarvogur BERGUR Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir tölvu- kennslu fyrir leikskólabörn hafa verið til umræðu um hríð. „Við eigum ekki mikið af tölv- um inni á leikskólunum en það eru einstaka leikskólar sem hafa hugað meira að þessu en aðrir.“ Hann segist aðspurður verða var við að það sé aukin krafa um tölvukennslu fyrir börnin. „Þetta er meira að segja í nám- skrá leikskólanna þannig að við eigum að gera eitthvað í því en höfum ekki haft peninga til að tölvuvæða leikskólana. Það er á áætlun að gera meira í þessu og smátt og smátt eignist skólarn- ir lágmarkstækjabúnað til að fara í þetta.“ Tækjakost- ur hindrun Á YNGSTU deildinni eru þau Mar- íana Pálmey, Sigríður Þórdís og Victor Blær, sem öll eru um þriggja og hálfs árs, önnum kafin við tölv- una og líta varla upp þegar ókunn- ug kona með segulband sest hjá þeim. Konan áræðir þó að spyrja hvað sé skemmtilegast í tölvunni. „Þetta“ segja stöllurnar tvær og benda á skjáinn þar sem þær eru í óðaönn við að velja fagra liti á múmínsnáðann og félaga sína. „Nú, er múmínleikurinn skemmtilegastur?“ spyr blaðamað- ur hálfheimskulega en fær óvænt svar: „Nei, þetta er ekki múmínleik- urinn,“ segir Victor Blær hneyksl- aður. „Þetta er bara til að lita.“ Hann bætir því við að rauður sé flottasti liturinn. „Mig langar núna að vera í tölv- unni,“ segir Maríana og finnst greinilega tími til kominn að hún fái að stjórna. Sigríður upplýsir hins vegar að það sé hægt að velja mjög marga liti og kemur með gagnlegar ábendingar til músarstjórans. „Á vegg inni í stýrishúsinu er þokulúður hafrúnunnar...,“ segir tölvan spekingslega. Blaðamaður spyr hvort það séu til fleiri leikir í tölvunni og Maríana er nú hrædd um það: „Já, múmín- snáðaleikur og múmínálfarnir líka,“ segir hún og skilur viðmæl- anda sinn eftir í algjörri ringulreið því í fáfræði sinni hélt hann að það væri einmitt sá leikur sem hópurinn væri að skemmta sér við. En er tölvan það skemmtilegasta í leikskólanum? Krakkarnir eru ekkert of vissir um það og Sigríður segir að fyrir utan tölvuna sé líka skemmtilegt að leika sér með kubba og púða. Kubbar og púðar líka skemmtilegir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.