Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG er elstur, 74 ára, í fyrirtækinu og svo erum við með nokkra ung- linga um fimmtugt,“ segir Jóhann Jóhannsson í Fiskiveri á Eyr- arbakka í gamansömum tón en hann hefur verkað fisk á staðnum síðan 1964. Jóhann átti og rak fyr- irtækið ásamt Bjarna bróður sínum en á fyrirtækið einn núna. „Það er mikil breyting á þessu starfsumhverfi sem maður hefur verið í. Áður var unnið til miðnættis á vertíðinni en nú eru allir komnir heim klukkan fimm á daginn. Það var mikið um að fólk kom á kvöldin til vinnu og það þurfti engan verk- stjóra, fólkið kunni þessi verk sem unnin voru og gekk í þau,“ segir Jó- hann. „Það tollir hjá honum, fólkið“ Hann vísar með nokkrum sökn- uði til verðtíðaráranna þegar keppst var við að ná sem mestum verðmætum að landi og í gegnum verkunina á meðan á vertíðinni stóð, frá áramótum og fram í maí. „Svo var alltaf farið á ball í vertíð- arlok á Hótel Sögu, til hátíð- arbrigða. Þetta var mjög líflegur tími og hérna hjá okkur var hörkul- ið, alltaf sama fólkið,“ sagði Jó- hann. „Já, það er alveg á hreinu að það tollir hjá honum, fólkið, margir hafa verið í tugi ára hjá Jóhanni,“ sagði Óskar Magnússon, fyrrver- andi skólastjóri, sem starfar nú í Fiskiveri. Áður fyrr var Fiskiver með 20– 30 manns í vinnu og gerði út tvo báta. Nú vinna hjá fyrirtækinu 8–10 manns í verkuninni og 7 eru á bátn- um Álaborg sem er 138 tonn og gerður út frá Þorlákshöfn. Auk þess að taka fiskinn af bátnum kaupir Fiskiver nokkuð af fiski á mörkuðum þegar það gefst. Nú fara í gegnum húsið um 400 tonn á ári en að sögn Jóhanns væri hægð- arleikur að taka 2 þúsund tonn í gegnum húsið en vandinn við það væri bara að það vantaði fisk. „Það hefur verið mjög gott og gaman að starfa við þetta þótt það sé leiðinlegra núna eftir að þessi kvótavitleysa var sett á. Ég hef haft gaman af þessu og ætla að halda því áfram. Mér finnst ekki koma til greina að loka þessari vinnslu hérna,“ sagði Jóhann sem hefur staðið að rekstri Fiskivers á Eyr- arbakka í gegnum allar þær breyt- ingar og öldurót sem sjávarútveg- urinn og fiskvinnslan hafa farið í gegnum. Fyrirtæki í fiskvinnslu á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa komið og farið en Fiskiver hefur alltaf verið á sínum stað eins og klettur í hafinu. Jóhann í Fiskiveri við fiskvinnslu á Eyrarbakka í tæp 40 ár „Ég ætla að halda áfram að hafa gaman af þessu“ Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns Unnið af kappi í vinnslusalnum í Fiskiveri á Eyrarbakka. HEILSUGÆSLUSTÖÐ Þorláks- hafnar tók fyrir skömmu í notkun nýtt röntgentæki. Tækið er ítalskt af gerðinni Top 28. Bræðurnir Ormsson fluttu það inn. Samsvarandi tæki eru fyrir á tveimur stöðum á landinu og hafa gefist vel. Tækið kostaði um fjór- ar milljónir króna. Framköllunar- tæki, sem er nauðsynlegt með, kost- aði 500 þúsund. Heildarverð er um fimm milljónir þegar teknar hafa ver- ið með í reikninginn ýmsar rekstrar- vörur tengdar tækinu og kostnaður við útboð. Ríkiskaup önnuðust útboð vegna kaupanna og bárust fimm til- boð frá fjórum aðilum. Kiwanisklúbburinn Ölver í Þor- lákshöfn ákvað að gera eitthvað sem tekið væri eftir í tilefni af 25 ára af- mæli klúbbsins. Kiwanismenn ákváðu að leggja fram 1,5 milljónir til kaupa á röntgentæki og fá aðra með. Fjárveitingarvaldið lagði til tvær milljónir og sveitarfélagið Ölfus reiddi fram 300 þúsund krónur. Sam- tals eru þetta 3,8 milljónir og lagði stöðin fram 1,2 milljónir af uppsöfn- uðum sparnaði. Af þessu tilefni bauð stjórn heilsu- gæslunnar öllum viðkomandi til kaffi- samsætis og voru tækið og stöðin til sýnis. Í ræðu Baldurs Kristjánsson- ar, stjórnarformanns stöðvarinnar, kom fram að fyrirtæki og félagasam- tök hafa lagt hátt í 800 þúsund til stöðvarinnar á sl. þremur árum á nú- virði. Þetta er fyrir utan höfðinglegt framlag félaga í Kiwanis. Sjálfstæð heilsugæslustöð Eina af ástæðunum taldi hann vera þá að þetta væri lítil, sjálfstæð heilsu- gæslustöð sem íbúar litu á sem sína. Sameining í stórar einingar væri því ekki alltaf sjálfsögð. Baldur þakkaði öllum sem lagt hefðu kaupunum lið og sérstaklega Kiwanisfélögum, sem hrundu málinu af stað með myndar- legri peningagjöf og auðsýndum áhuga á verkefninu. Ægir E. Haf- berg, forseti Kiwanisfélagsins, flutti ávarp og það gerðu einnig Hjörleifur Brynjólfsson oddviti og Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra. Heil- brigðisráðherra skoðaði síðan stöð- ina. Í ræðu ráðherra kom fram að komugjald, sem nýverið var hækkað, myndi nú lækka verulega og yrði lægra en það var fyrir hækkun. Læknir við heilsugæslustöðina í Þor- lákshöfn er Helgi Hauksson og hjúkr- unarforstjóri Bergdís Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Frá vinstri: Ægir E. Hafberg, forseti Kiwanisklúbbsins Ölvers, Baldur Kristjánsson, formaður heilsugæslustjórnar, Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra, Helgi Hauksson læknir, Hjörleifur Brynjólfsson odd- viti og Bergdís Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri. Kiwanismenn komu boltanum af stað Þorlákshöfn BÍLSKÚR við býlið Stuðla í Ölf- usi, í nágrenni Selfoss, brann til grunna á miðvikudagskvöld. Skúrinn stendur rétt við íbúðar- húsið en vindátt stóð af íbúðar- húsinu þannig að það var ekki í bráðri hættu þó mikill eldur væri í skúrnum. Reykinn lagði af skúrnum og milli næstu húsa. Eigandi hússins, Páll Stefánsson dýralæknir, náði með snarræði tveimur bílum úr skúrnum og forðaði þeim frá eyðileggingu. „Um leið og ég varð var við eldinn hljóp ég út og inn í bíl- skúrinn. Önnur hurðin var opin og ég gat bakkað öðrum bílnum út en á meðan opnaðist hin hurð- in og ég gat náð þeim bíl út líka. Þegar ég hljóp inn í skúrinn var talsverður eldur kominn en síðan varð skúrinn alelda á skömmum tíma og eitt eldhaf sem ekkert varð við ráðið,“ sagði Páll Stef- ánsson. Morgunblaðið/Sig. Jóns Slökkviliðsmenn frá Selfossi vinna við að slökkva eldinn í bílskúrnum. Páll Stefánsson er hér framan við brunninn bílskúrinn. Náði tveimur bílum úr brennandi bílskúr Selfoss GESTIR Sundhallar Selfoss voru alls 150.385 á síðasta ári en aðsókn að Sundhöllinni jókst um 20% milli ára. Að meðaltali komu í sundlaugina 419 gestir á degi hverjum en laugin var á síðasta ári opin í 359 daga í samtals 4.760 klukkustundir. Frá því Sund- höll Selfoss var opnuð var heildar- fjöldi gesta um áramót orðinn 2.928.089 og má því gera ráð fyrir að þriðji milljónasti gesturinn komi í laugina um mitt árið. Að sögn Sig- mundar Stefánssonar verður þeim tímamótum fagnað með viðeigandi hætti. Sundhöll Selfoss nýtur greinilega mikilla vinsælda en laugin státar af innilaug, 25 metra útilaug, renni- braut, vaðlaug fyrir börn og þremur heitum pottum ásamt gufubaði á úti- svæði og innandyra auk ljósabekkja. Í rannsókn sem unnin var árið 2000 komu fram þau viðhorf gesta í Árborg að 37% nefndu sundlaugina sem eft- irsóknarverðustu afþreyinguna í Ár- borg. Einnig kom fram að fólk með börn er tvisvar sinnum líklegra til að fara í sund en þeir barnlausu. Þá voru 71% Íslendinga og 58% erlendra gesta mjög ánægð með þjónustu laugarinn- ar. Sigmundur Stefánsson hefur starf- að við Sundhöll Selfoss síðan 1977 og verið forstöðumaður síðan 1984. „Sundið er orðið meiri almenn- ingsíþrótt hin síðari ár. Það hafði mik- il áhrif á aðsóknina þegar útilaugin kom hér 1978 og heitu pottarnir. Þetta gerði að verkum að sundlaugin varð skemmtistaður og félagsmiðstöð í þeim skilningi að fólk hittist hér og sækir í það. Síðan þegar núverandi útisvæði var byggt upp 1997 varð enn ein breytingin og aðsóknin tók kipp. Við fáum mikið af barnafólki enda er hér gott að vera og auðvelt að hafa yf- irsýn yfir svæðið,“ sagði Sigmundur. Framtíðaráform varðandi Sund- höllina sagði Sigmundur vera að stækka búningsklefana og þjónustu- aðstöðuna með hliðargreinum í tengdum rekstri, líkamsrækt, ljósa- böðum og veitingaaðstöðu. Útfærsla á þessu kom fram við framkvæmdirnar 1997 og liggur þegar fyrir. Morgunblaðið/Sig. Jóns Hluti starfsfólks Sundhallar Selfoss á útisvæðinu í blíðviðrinu á dög- unum. Sigmundur Stefánsson, Svala H. Steingrímsdóttir, Högni Guð- mundsson og Sigríður E. Sigmundsdóttir. Gestir Sund- hallarinnar nálg- ast 3 milljónir Selfoss Heilsugæslan fær röntgentæki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.