Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 25

Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 25 meistar inn. is HÖNNUN LIST SRX 700 1.000.000,- SX 700 R 1.000.000,- V-Max 700 DX 1.020.000,- Venture 500 800.000,- Yamaha árgerð 2001 Frábært verð! Skútuvogur 12a, 104 R.vík • Sími 594 6000 SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, sakaði í gær emb- ættismenn og friðargæslulið Sam- einuðu þjóðanna um aðild að „þjóð- armorði“ á Serb- um í Kosovo 1999. Hann lýsti einnig dómurum stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna í Haag sem „sökunautum“ í glæpum gegn serbnesku þjóð- inni og kvaðst ætla að stefna leiðtog- um Bandaríkjanna og nokkurra Evr- ópuríkja á þessum tíma sem vitnum fyrir dómstólinn. Á meðal þeirra sem Milosevic hyggst kalla fyrir réttinn eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, utanríkisráðherra hans, Madeleine Albright, og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Hann hyggst einnig stefna Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands, og Helmut Kohl, forvera hans í embættinu, auk leiðtoga Bretlands, Ítalíu og Frakklands og bandarískra embættismanna sem tóku þátt í frið- arviðræðunum í Dayton í Bandaríkj- unum árið 1995 þar sem bundinn var endi á átökin í Bosníu og Króatíu. Milosevic kenndi leiðtogum vest- rænna ríkja um umrótið og blóðs- úthellingarnar í gömlu Júgóslavíu og sagði að þeir bæru sjálfir ábyrgð á brottrekstri 800.000 Albana frá Kos- ovo árið 1999. „Þessari röngu ákæru er ætlað að sannfæra heimsbyggðina um að serbneskar hersveitir hafi hrakið fólkið í burtu, en það er hel- ber lygi.“ Hann sakaði einnig albanska skæruliða um „þjóðarmorð“ á serb- neskum íbúum Kosovo og fullyrti að friðargæsluliðar hefðu hjálpað Alb- önum að fela lík fórnarlambanna. „Undir verndarvæng þeirra voru 3.000 Serbar myrtir.“ Sýndi myndir af fórnarlömbum loftárása Milosevic, sem er sextugur, á yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Hann hefur meðal annars verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu í Króatíu og Kosovo og þjóðarmorð í Bosníu- stríðinu 1992–95. Hann sýndi meira en hundrað myndir af brunnum líkum, meðal annars barna, og rústum húsa sem hann sagði herþotur Atlantshafs- bandalagsins hafa ráðist á af ásettu ráði. Hann beindi síðan spjótum sín- um að dómurum og saksóknurum stríðsglæpadómstólsins. „Hvers konar dómstóll er þetta ef þið getið neitað að saksækja menn fyrir alla þessa glæpi?“ sagði hann. „Þið hafið skilgreint ykkur sem málsvara þeirra sem frömdu glæpina og sem sökunauta í glæpum gegn fólki sem varði sig á eigin landsvæði.“ Milosevic sagði hermenn sína hafa hlerað talstöðvarsamtal yfirmanna í stjórnstöð NATO og flugmanns sem hefði séð lest farartækja í Kosovo í maí 1999. „Flugmaðurinn sagði að þetta væru aðeins dráttarvélar, en svarið var: „Hlýddu samt fyrirmæl- unum.“ Og hann gerði árás á farar- tækin.“ Stjórn Júgóslavíu brást ókvæða við málflutningi Milosevic. „Það er svívirðilegt að Milosevic skuli sýna myndir af illa útleiknum líkum fórn- arlamba sprengjuárása NATO, blóðsúthellingum sem hann ber sjálfur ábyrgð á,“ sagði upplýsing- aráðherra Júgóslavíu, Slobodan Orl- ic. „Hvers vegna sýnir hann ekki myndir af fjölskyldu sinni frá þess- um þessum tíma, þegar hún faldi sig á öruggum stað? Hvers vegna sýnir hann engar myndir af því þegar úti- skemmtistaður sonar hans var opn- aður með mikilli viðhöfn meðan aðrir staðir í landinu urðu fyrir sprengju- árásum?“ Vænir gæslulið um þátt í „þjóðarmorði“ Haag. AP, AFP. Slobodan Milosevic ÖFUGT við það, sem flestir telja, virðist það lengja lífið að sofa ekki meira en sex eða sjö klukkustund- ir á sólarhring og stytta það að sama skapi að sofa átta klukku- stundir eða lengur. Kemur þetta fram í umfangsmestu rannsókn á þessu hingað til. Við rannsóknina voru kannaðar svefnvenjur 1,1 milljónar Banda- ríkjamanna í sex ár og gengur nið- urstaðan þvert á ráðleggingar svokallaðra „svefn“-lækna, sem telja, að fólk verði helst að sofa í átta eða níu klukkustundir. Meðalhófið er best „Það er gömul kredda, að fólk verði að sofa í átta klukkustundir á sólarhring en hún er jafnvís- indaleg og sagan um gullið undir regnboganum,“ segir Daniel Kripke, sálfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla í San Diego, en hann stýrði rannsókninni. „Þetta er bara eins og hver önnur kerl- ingabók.“ Rannsókninni var ekki ætlað að svara því hvers vegna mikill svefn getur verið skaðlegur eða hvort unnt er að lengja lífið með því að stytta svefntímann. Kripke getur sér samt til, að verið geti, að fólk, sem sefur mikið, þjáist oft af and- nauð en hún veldur auknu álagi á hjarta og heila. Þá segir hann hugs- anlegt, að þörfin fyrir svefn sé skyld matarlystinni en það er löngu sannað, að öllum er hollast að borða heldur minna en þá lang- ar til. Eins og við var að búast hafa margir orðið til að gagnrýna nið- urstöðurnar. Segja sumir svefn- sérfræðingar, að það, sem hrjái flesta hvað þetta varðar, sé svefn- leysi en ekki of mikill svefn. Svefnleysið geti síðan leitt til alls konar annarra kvilla en á það sé ekki minnst í rannsóknarniður- stöðunum. „Það ræðst af nætursvefninum hvort fólk er vel vakandi daginn eftir. Hvernig það stendur sig í vinnu og skóla og hvort það er lík- legra en ella til að verða fyrir slysi,“ segir James Walsh, for- maður Svefnstofnunarinnar, sam- taka, sem vinna að bættum svefn- venjum. „Þar fyrir utan ræðst lífsnautnin ekki af því hvort menn lifa einhverjum árum lengur eða skemur.“ Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær hvað konur varðar, að þær, sem sváfu átta, níu eða tíu tíma á sólarhring voru 13%, 23% og 41% líklegri til að deyja fyrir aldur fram en þær, sem sváfu sjö tíma. Hjá körlum voru líkurnar 12%, 17% og 34%. Konur, sem sofa í fimm stundir, eru hins vegar aðeins 5% líklegri til að deyja en þær, sem sofa í sjö stundir, og hjá körlum er talan 11%. Hjá konum, sem sofa aðeins í þrjár stundir, eru líkurnar 33% og 19% hjá körlum. Hagsmunir lyfjafyrirtækja Það kom einnig fram í könnun- inni, að líkur á ótímabærum dauða aukast um 25% taki fólk svefnpillu á hverju kvöldi en Kripke bendir hins vegar á, að rannsóknin hafi byggst á umfangs- miklum könnun- um bandaríska krabbameins- félagsins á árunum 1982 til 1988 og síðan hafi komið fram ný og vafalaust betri svefnlyf. Kripke segir, að hugsanlega sé áróðurinn fyrir átta tíma svefni runninn að einhverju leyti undan rifjum lyfjafyrirtækjanna. Nefnir hann í því sambandi á framleið- anda svefnlyfsins Ambien en upp- lýst hefur verið, að hluti af mark- aðssetningu þess var að gefa Svefnstofnuninni fé, sem nota skyldi til að vara fólk við „alvar- legum afleiðingum“ svefnleysis. Sofið minna, lifið lengur Los Angeles Times. ’ Þetta er baraeins og hver önn- ur kerlingabók ‘ VÍSINDAMENN í Texas hafa búið til fyrsta einrækt- aða köttinn, og hefur honum ver- ið gefið nafnið CC (sem skamm- stöfun fyrir „copycat“). Þessi flekkótta læða verður fyrsta ein- ræktaða heim- ilisdýrið. CC kom í heim- inn 22. desember í rannsóknarstofu og er sjötta teg- und spendýrs sem búin er til úr einni frumu – áður hafa vís- indamenn búið til kindur, mýs, nautgripi, geitur og svín. Að sögn vísindamanna getur einræktun katta komið til góða við frekari rannsóknir, en einnig er þetta svar við aukinni spurn eftir gælu- dýraeinræktun. „Það þýðir ekkert að fara í felur með það, að fjölmargir hafa áhuga á að [klóna] gæludýrin sín,“ sagði Mark Westhusin, sem stjórnaði verkefninu við A&M-háskólann í Texas. En fregnirnar vöktu harða gagnrýni dýraverndarsinna í Bandaríkjunum sem vilja draga úr fjölgun katta í landinu. „Það er al- veg fáránlegt að á hverju ári eru milljónir dýra aflífaðar í dýra- athvörfum um allt land og fólk er svo eigingjarnt að það vill láta ein- rækta meira af þeim,“ sagði Mary Beth Sweetland, varaforseti Sam- taka um siðlega meðferð á dýrum. Ekki alveg eins Einræktunarverkefnið var fjár- magnað af milljónamæringnum John Sperling, sem gaf A&M- skólanum um 3,7 milljónir dollara (um 370 milljónir króna) til að þróa aðferð til að einrækta hundinn hans, sem er honum mjög kær. Það hefur ekki enn tekist, þrátt fyrir tilraunir. Samskonar vinna með ketti gekk betur, sagði Westhusin, að nokkru leyti vegna þess að kattaegg vaxa betur í petrískálum en hundaegg. CC var klónuð úr frumu sem tek- in var úr fullorðnum ketti. Kettling- urinn er þó alls ekki nákvæm eft- irmynd þess kattar í útliti, þótt genauppbygg- ingin sé sú sama, vegna þess að litasamsetningin á hári katta ræðst af tilviljana- kenndum breyt- ingum á móli- kúlum sem verða á fósturstigi. „Þetta er tímg- un, ekki endur- sköpun,“ sagði Westhusin, og vill vara gæludýra- eigendur við því að þótt einræktuð dýr muni sennilega líkjast fyrir- myndum sínum í útliti og skaplyndi muni einræktun aldrei skila fólki nýju eintaki af sama gæludýri. Köttur klónaður The Washington Post. ÞESSI mynd danska ljósmynd- arans Eriks Refners var valin ljós- mynd ársins í hinni virtu ljós- myndasamkeppni World Press Photo. Myndin sýnir lík afgansks flóttadrengs búið undir jarðarför. Refer er ljósmyndari á Berlingske Tidende, og er þetta í annað sinn sem ljósmyndari þess blaðs sigrar í þessari keppni. Ljósmynd ársins Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.