Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ N ÝBYGGING Íslenskr- ar erfðagreiningar við Sturlugötu 8 í Reykjavík, nánar til- tekið í Vatnsmýrinni, sem er alls rúmlega 15 þúsund fer- metrar að stærð, var reist á 12 mán- uðum. Hún er nú nánast fullbúin og í dag verður opnunarhátíð. Bygging- arkostnaður er kringum þrír millj- arðar króna og er um helmingur kostnaðarins vegna margvíslegs tækni- og lagnabúnaðar sem starf- semin krefst og er þá tölvubúnaður- inn ekki talinn með. Starfsemi fyrirtækisins er nú öll komin undir sama þak en síðast var hún komin í hús á fimm stöðum, við Lyngháls og Krókháls í Reykjavík og í þremur húsum við Hlíðasmára í Kópavogi. „Byggingin sem slík gerir ekkert en hún hefur þó það hlutverk að draga fólkið saman. Þegar menn ganga um miðjuskálann og sjá hvað allt iðar af lífi fá menn eins konar þorpstilfinningu. Öll starfsaðstaða er nú gjörbreytt og ég er sannfærður um að fyrirtækið verður allt ennþá skilvirkara,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um húsið. „Mér fannst ég hafa losnað svolítið úr tengslum við fyrirtækið síðustu misserin eftir að skrifstofan var flutt í Kópavog en nú get ég byrj- að daginn á að ganga um og ræða við starfsmenn og mér finnst gott að komast nú aftur í þessa nánu snert- ingu.“ Hús ÍE er þrjár álmur, tvær hýsa rannsóknastofurnar og sú þriðja er skrifstofuálma. Á milli þeirra er mikið miðrými og kemur góð birta gegnum glerþakið. Í miðrýminu er mötuneyti á jarðhæð og eru efri hæðirnar síðan tengdar með brúm á stálbitum. Þannig geta starfsmenn gengið milli álmanna eftir brúnum og veggirnir sem snúa að miðrýminu eru að mestu úr gleri. Sést vel hvar starfsmenn eru að sýsla og segir Kári þetta meðal annars gefa mönnum þá tilfinningu að þeir séu hluti af stórri heild, jafnvel þótt menn vinni að mjög afmörkuðum verkefnum á litlum rannsóknastof- um. Lokuð samkeppni um hönnun Efnt var til lokaðrar samkeppni um hönnun hússins og varð Ingi- mundur Sveinsson hlutskarpastur. Samstarfsmenn hans voru Ólafur Axelsson og Jóhann Einarsson. Tvær aðrar tillögur voru keyptar. Aðalverktaki byggingarinnar var Eykt hf. auk allmargra undirverk- taka sem verktakinn fékk til liðs við sig. Kári Stefánsson segir að ÍE hafi lengi haft uppi áform um að byggja yfir starfsemina. Þeim hafi verið hrundið af stað fyrir alvöru með því að efna til samkeppni og var Hjör- leifur Stefánsson arkitekt ráðinn til að vera hönnunar- og byggingar- stjóri hússins. Segir Kári hann hafa drifið verkið áfram af miklum krafti og vakað yfir hverjum áfanga. „Það skipti verulegu máli að hafa fagmann til að fylgjast svo náið með verkinu og tel ég það bæði hafa sparað fé og orðið til þess að byggingin reis á mettíma.“ Hjörleifur Stefánsson segir að tvær aðalforsendur hafi legið fyrir við hönnun hússins. Annars vegar að það yrði sem auðveldast að breyta því og hins vegar að innri skipan þess myndi skapa hvetjandi vinnu- anda og örva samskipti. „Ég tel þetta hafa tekist því álmunum er skipað kringum innra rýmið og starfsmenn sjá vel hver til annars gegnum glerveggina og þeir hittast mikið í miðrýminu,“ segir Hjörleifur. „Hvenær sem einhver fer frá starfs- svæði sínu hittir hann samstarfs- mann og þetta er hrein bylting frá því að menn voru dreifðir á fimm hús fyrirtækisins áður. Þannig fá menn enn betur á tilfinninguna að þeir séu hluti af stórri heild og þátttakendur í sameiginlegu verkefni.“ Auðvelt að færa til innveggi Húsið er að mestu úr járnbentri steinsteypu en lítið er um steypta innveggi. Innveggir eru úr verk- smiðjuframleiddum einingum sem Hjörleifur segir að veiti góða hljóð- einangrun og sé auðvelt að færa til. Mikill hluti veggjanna er klæddur plasthúðuðum plötum en veggir á þriðju hæð skrifstofuálmu eru klæddir spónlögðum plötum. Gólf í skrifstofuálmu, göngum í miðrými og stigar í rannsóknastofuálmunum eru lögð gegnheilu eikarparketi. Gólf rannsóknastofa eru lögð gúmmídúk og í miðrými eru sandsteinsflísar á gólfi. Byggingarkostnaður hússins er um þrír milljarðar króna. Nálega helmingur kostnaðarins er vegna margs konar tæknibúnaðar, svo sem Rúmlega 15 þúsund fermetra hús Íslenskrar erfðagreiningar Kostnaður við hús og tækni- búnað um þrír milljarðar Í nýjum aðalstöðvum Íslenskrar erfða- greiningar í Vatnsmýrinni í Reykjavík starfa yfir 500 manns. Er þar bjartur og líf- legur vinnustaður eins og Jóhannes Tómasson komst að þegar hann gekk þar um gáttir með forráðamönnum fyrirtæk- isins. Morgunblaðið/Þorkell Hús Íslenskrar erfðagreiningar er þrjár álmur sem tengdar eru saman með brúm. Á neðstu hæð í miðrýminu er veitingaaðstaða starfsmanna. Morgunblaðið/Þorkell Margar rannsóknastofur eru í álmunum tveimur og blasa þær við gestum og gangandi frá miðrýminu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.