Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 31
SIGUR!
Prófkjör Samfylkingarinnar er opið fyrir þá sem vilja velja í sigurlið Reykjavíkurlistans.
Kosið í Hótel Vík við Ingólfstorg laugardag og sunnudag frá kl. 10-17.
Gamla góða
Reykjavíkurlistastemmningin
er komin
Við vitum að sigur getur unnist í vor
Komdu á kjörstað og veldu
Stefán Jón Hafstein í fyrsta sæti
ÖNNUR listafléttan sem Listráð
Langholtskirkju gengst fyrir á
þessu ári verður haldin í dag og
hefst kl. 17.00. Þar verður tvinnað
saman ýmsum listgreinum og er
þjóðardrykkur Íslendinga, kaffið,
rauði þráðurinn í gegnum dag-
skrána.
Listafléttan hefst með fyrirlestri
Hauks Inga Jónssonar guðfræðings
um kaffi og trú og að því búnu mun
hópur tónlistarfólks flytja Kaffikant-
ötuna eftir Johann Sebastian Bach,
gamansamt tónverk sem talið er
samið um 1735 til flutnings á kaffi-
húsi. Margrét Bóasdóttir söngkona
er einn flytjenda verksins og segir
hún þar á ferðinni barokktónlist eins
og hún gerist skemmtilegust. „Kaffi-
kantatan er í raun nokkurs konar
gamansöm, stutt ópera, sem segir
frá áhyggjum föður af dóttur sinni,“
segir Margrét, en hún mun bregða
sér í barokklegan búning við flutn-
ing kantötunnar ásamt þeim Snorra
Wium og Jóhanni Smára Sævars-
syni. „Þetta er ein af þessum verald-
legu kantötum eftir Bach og er hann
þar að taka á vandamálum síns tíma
þegar nýjungar í formi einhverra
lystisemda og spillingar eru að halda
innreið sína í menninguna. Á þessum
tíma var kaffið að koma til sögunnar,
og því fylgdi alveg nýtt samkomu-
form, þ.e. kaffihúsamenningin. Ung-
ar stúlkur fóru að sækja þessi kaffi-
hús, feðrum mjög til skapraunar,
sem gátu ekki haft á þeim gætur á
meðan. Kaffikantatan dregur á gam-
ansaman hátt upp mynd af slíkri við-
ureign dóttur og föður og tilraun
eldri kynslóðarinnar til að hafa hem-
il á unga fólkinu.“ Margrét bendir á
að sérstök barokksveit skipuð þeim
Hildigunni Halldórsdóttur konsert-
meistara, Martial Nardeau, Guð-
rúnu Óskarsdóttur, Sigurði Hall-
dórssyni, Richard Korn, Lilju
Hjaltadóttur og Söruh Buckley leiki
í kantötunni á sams konar hljóðfæri
og notuð voru á dögum Bachs. Eftir
að hafa hlýtt á Kaffikantötuna gefst
gestum færi á að bragða á þeirri
kaffitegund sem fyrst barst til Evr-
ópu, þ.e. hinu sögufræga Jemen-
mokkakaffi. Mun Birgir Finnboga-
son frá kaffihúsinu Súfistanum
kynna kaffitegundir og sögu þeirra
og fá gestir að drekka kantötukaffi
Bachs úr handunnum bollum sem
tólf leirlistamenn sýna í tilefni dag-
skrárinnar.
Að lokum mun kvartettinn
„Djúsí“ flytja nokkur verk, þar á
meðal sönginn „Ég vil kaffi“, en
texta hans hefur Þorsteinn Gylfason
þýtt. Kvartettinn er skipaður fjórum
ungum stúlkum sem allar sungu með
Gradualekór Langholtskirkju og
syngja nú í Graduale Nobili-kórnum.
Myndlistarsýning þeirra Krist-
jáns Davíðssonar og Ásgerðar Búa-
dóttur, sem opnuð var í tengslum við
listafléttuna, stendur enn og verður
umgjörð hluta þess efnis sem boðið
verður upp á á laugardaginn.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 og kr.
1.000 fyrir eldri borgara og skóla-
fólk.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá æfingu á Kaffikantötunni eftir J.S. Bach, sem hljóma mun innan um kaffiilm á listafléttu Langholtskirkju.
Listaflétta með kaffikeimLeiðsögn áListasafni
Íslands
LEIÐSÖGN um sýninguna Huglæg
tjáning – máttur litarins í Listasafni
Íslands verður í dag og annan laug-
ardag, kl. 14, báða dagana.
Á sýningunni má sjá hvernig fjórir
íslenskir listmálarar, Jóhannes S.
Kjarval, Finnur Jónsson, Jóhann
Briem og Jón Engilberts, máluðu í
anda expressjónismans. Meðal
mynda er Fjallamjólk, ein frægasta
mynd Kjarvals sem er í eigu ASÍ en
hefur ekki verið sýnd opinberlega á
Íslandi um langt skeið.
Í tengslum við heimsóknir skóla-
nemenda stendur nú einnig yfir í
safninu verkefnið „Ljósaleikur – lita-
smiðja“ og lýkur því á mánudag.
Sýningin Huglæg tjáning – mátt-
ur litarins stendur til 14. apríl. Safn-
ið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11–17. Aðgangur er ókeypis á
miðvikudögum.
Tónlistarnám-
skeið í Salnum
HVAÐ ertu tónlist? er yfirskrift
námskeiðs sem hefst í Salnum á
mánudagskvöld kl. 20, á vegum End-
urmenntunar HÍ í samvinnu við Sal-
inn og Kópavogsbæ.
Jónas Ingimundarson er við slag-
hörpuna og gestur kvöldsins er
Guðni Franzson, klarinettuleikari.
Fyrir hlé er dagskrá sem í tónum og
tali er byggð á hugleiðingum um
ljóðið Sigling (Hafið bláa hafið) eftir
Örn Arnarson.
Eftir hlé fjalla þeir Guðni og Jónas
um valda kafla úr tónbókmenntum
slaghörpunnar og klarínettunnar og
leika verk eftir Mozart, Schumann,
Brahms, Saint-Saëns, Jón Þórarins-
son, Hauk Tómasson og Poulenc.
Aukatónleikar
með Kristni og
Gunnari
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda
aukatónleika með þeim félögum
Kristni Sigmundssyni, Gunnari Guð-
björnssyni og Jónasi Ingimundar-
syni, en uppselt er á báða tónleika í
Salnum í næstu viku. Þriðju tónleik-
arnir verða 23. febrúar kl. 17.
Á efnisskránni eru aríur og dúett-
ar úr Töfraflautu Mozarts, Ástar-
drykknum eftir Donizetti, Seldu
brúðinni eftir Smetana, Faust eftir
Gounod o.fl. óvænt.
Tónleikum
frestað
PÍANÓTÓNLEIKUM Halldórs
Haraldssonar sem vera áttu í Tíbrá
Röð 1 í Salnum á þriðjudagskvöld er
frestað til þriðjudagsins 12. mars kl.
20.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Prjónaaðferðir
á Mokka
ÍRIS Elfa Friðriksdóttir opnar sýn-
ingu á Mokka á morgun, sunnudag.
Hún opnar aðra einkasýningu í
gryfju Listasafns ASÍ við Freyju-
götu 23. febrúar. Kveikjan að verk-
unum sem hún sýnir er sótt í prjóna-
aðferðir og fatamerki. Hún hefur á
undanförnum árum einbeitt sér að
einföldu símynstri í verkum sínum.
„Framleiðsluferlið í verkunum er
oftar en ekki í höndum iðnaðarfólks.
Þá skapast í verkin ófyrirsjánleg
sérkenni sem gera hverja mynd ein-
staka. Þannig má segja að símynstr-
ið sé taktur verksins,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Íris Elfa hefur áður haldið sex
einkasýningar og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum. Hún hefur
verið búsett í Danmörku og mun á
næstunni opna einkasýningu í Wind-
ow Space í Kaupmannahöfn.