Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 34
34 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MISMUNUN Í LÍFEYRISRÉTTINDUM
ÞÁTTASKIL Í STARFI ÍE
Í gær urðu ákveðin þáttaskil ístarfsemi Íslenzkrar erfða-greiningar hf., þegar ný-
bygging fyrirtækisins í Vatns-
mýrinni í námunda við Háskóla
Íslands var tekin í notkun. Segja
má, að þessi bygging sé eins kon-
ar staðfesting á því afreki, sem
unnið hefur verið með uppbygg-
ingu þessa fyrirtækis.
Starfsemi Íslenzkrar erfða-
greiningar hefur um skeið farið
fram á mörgum stöðum. Nú er
mestur hluti hennar sameinaður
undir einu þaki í glæsilegri bygg-
ingu, sem ein og sér markar
ákveðin tímamót í byggingarlist
hér á landi og á áreiðanlega eftir
að verða starfsmönnum fyrirtæk-
isins hvatning til nýrra átaka og
nýrra afreka.
Rúmlega 500 starfsmenn, flest-
ir hámenntaðir, munu starfa í
hinum nýju höfuðstöðvum ÍE.
Háskólahverfið mun njóta góðs af
nálægðinni við ÍE og ekki ósenni-
legt að þarna sé að verða til ný
uppspretta hugmynda og nýrra
viðhorfa, sem eigi eftir að hafa
mikil áhrif á íslenzkt þjóðfélag á
næstu árum og áratugum. Rann-
sóknarstarf á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi á þessu sama
svæði mun líka stuðla að því að
þarna verði til merkilegt vísinda-
samfélag.
Það er löngu orðið ljóst, að Ís-
lenzk erfðagreining er eitthvert
mesta ævintýri, sem íslenzka
þjóðin hefur upplifað í okkar
samtíma.
Samt sem áður var gestum,
sem skoðuðu nýbyggingu fyrir-
tækisins í gær, orða vant.
Í samtali við Morgunblaðið í
dag segir Kári Stefánsson, for-
stjóri ÍE, m.a.: „Byggingin sem
slík gerir ekkert, en hún hefur þó
það hlutverk að draga fólkið sam-
an … Öll starfsaðstaða er nú
gjörbreytt og ég er sannfærður
um að fyrirtækið verður allt
ennþá skilvirkara.“
Íslenzk erfðagreining hefur á
undanförnum mánuðum og miss-
erum skilað verulegum árangri af
þeim vísindarannsóknum, sem
þar eru stundaðar. Niðurstöður
mikilvægra rannsókna eru að
birtast um þessar mundir í virt-
um vísindaritum en slík birting
er staðfesting á því, að árangur
er að nást.
Forráðamenn Íslenzkrar erfða-
greiningar eru stórhuga. Þeir
keyptu nýlega fyrirtæki í Banda-
ríkjunum og stefna nú að upp-
byggingu lyfjaþróunardeildar,
sem hugsanlega verður staðsett á
Íslandi. Verði af því þarf að
þeirra sögn að hefjast fljótlega
handa við enn nýja byggingu á
þessu sama svæði. Það fer ekki á
milli mála, að ÍE er að verða eitt
af undirstöðufyrirtækjunum á Ís-
landi.
Sá mótbyr, sem mætti starf-
semi ÍE hér á Íslandi í byrjun, er
nú að baki. Langflestir Íslend-
ingar hafa sannfærzt um mikil-
vægi þeirra starfa sem unnin eru
á vegum fyrirtækisins.
Núverandi ríkisstjórn hefur
staðið fast að baki Íslenzkrar
erfðagreiningar. Það sýnir bæði
framsýni og kjark. Sá bakhjarl,
sem ríkisstjórnin hefur verið
fyrirtækinu, er mikilvægur og á
eftir að verða þýðingarmikill í
áframhaldandi uppbyggingu þess.
Það er ástæða til að óska Kára
Stefánssyni, manninum, sem mót-
aði þær hugmyndir, sem Íslenzk
erfðagreining byggir á, og sam-
starfsmönnum hans til hamingju
með þetta glæsilega hús.
Á baksíðu Morgunblaðsins ígær birtist frétt, sem hófst
á þessum orðum: „Sá munur,
sem er á lífeyrisréttindum op-
inberra starfsmanna og launa-
manna á almennum vinnumark-
aði, þýðir, að opinber starfs-
maður, sem hefur greiðslur í
lífeyrissjóð 25 ára og greiðir að
meðaltali af 250 þúsund kr. mán-
aðarlaunum um starfsævina fær
50 þúsund krónum meira í ellilíf-
eyri á mánuði við starfslok en
starfsmaður, sem greitt hefur í
almennan lífeyrissjóð miðað við
sömu laun.“
Í sömu frétt segir ennfremur:
„Með einföldum hætti má segja,
að lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna séu að meðaltali
55% verðmætari en sambærileg
réttindi á almennum vinnumark-
aði. Af launum almennra launa-
manna eru greidd 10% í lífeyr-
issjóð en af launum opinberra
starfsmanna eru greidd 15,5% í
lífeyrissjóð.“
Ráðamenn þjóðarinnar þurfa
að útskýra fyrir almennum laun-
þegum, hvernig þeir réttlæta
þennan ótrúlega og gífurlega
mun á lífeyrisréttindum – þá
miklu þjóðfélagslegu mismunun,
sem hér á sér stað.
Auðvitað er ekki hægt að rétt-
læta þennan mun. Auðvitað eru
engin rök fyrir þessari mismun-
un. Hvað veldur því að hvað eftir
annað koma upp svo hrópleg
dæmi um mismunun á milli þegn-
anna í þessu þjóðfélagi að fólk
stendur agndofa? Dettur ein-
hverjum í hug, að almennt launa-
fólk muni sætta sig við þetta fyr-
irkomulag? Er ætlunin að beina
fólki í stórum stíl í opinbera
þjónustu til þess að tryggja sér
viðunandi lífeyrisréttindi í ell-
inni? Almenningur á kröfu á
skýringum.
AÐALMEÐFERÐ í máliríkissaksóknara gegnmanni sem sakaður erum að hafa valdið dauða
níu mánaða gamals drengs hófst í
Héraðsdómi Reykjaness í gær en
hann og kona hans eru einnig sökuð
um að hafa haft mun fleiri börn í
gæslu en þau höfðu leyfi fyrir frá
janúar fram í apríl 2001.
Í ákæru ríkissaksóknara er mað-
urinn sakaður um að hafa hinn 2.
maí 2001 hrist drenginn „svo harka-
lega eða með öðrum hætti orðið
valdur að því að undir heilahimnur
drengsins blæddi, skemmdir urðu á
taugafrumum í heilastofni og háls-
hluta mænu, bjúgur myndaðist í
heila, sjónhimnublæðingar urðu í
báðum augum og mar hlaust vinstra
megin á hnakka“. Drengurinn var
fluttur á Landspítala – háskóla-
sjúkrahús þar sem hann lést tæp-
lega tveimur sólarhringum síðar.
Fljótlega vaknaði grunur um að
áverkarnir hefðu verið af manna-
völdum. Sama dag og komið var
með drenginn á sjúkrahús hafði
barnalæknir samband við barna-
verndaryfirvöld og rannsóknardeild
lögreglunnar í Kópavogi og tjáði
þeim að margt benti til þess að
áverkarnir stöfuðu af svonefndu
„shaken-baby syndrome“ þ.e. að
drengurinn hefði verið hristur
harkalega með þessum afleiðingum.
Sá grunur var staðfestur við krufn-
ingu og fékkst enn frekari staðfest-
ing frá bandarískum sérfræðingum.
Þetta er í fyrsta skipti sem tilfelli
af „shaken-baby syndrome“ er stað-
fest hér á landi. Þetta er ennfremur
í fyrsta skipti sem slíkt mál kemur
til kasta íslenskra dómstóla.
Hafði verið í gæslu
í 2 til 3 mánuði
Sakborningarnir gáfu báðir
skýrslu fyrir dómi í gær. Fyrir dóm-
inn komu einnig foreldrar drengs-
ins, læknir á neyðarbíl, félagsráð-
gjafi, tveir sjúkraflutningamenn,
sérfræðingur í barnalækningum,
röntgenlæknir og daggæslufulltrúi
Kópavogsbæjar.
Maðurinn og konan ráku saman
daggæsluheimili í Kópavogi á árun-
um 1998–2001. Drengurinn hafði
verið hjá þeim í gæslu í 2–3 mánuði
áður en hann hlaut þá áverka sem
drógu hann til dauða.
Í krufningarskýrslu segir að
drengurinn hafi hlotið áverkana á
því tímabili sem hann var í gæslu hjá
fólkinu hinn 2. maí 2001. Benti
krufningin eindregið til þess að
drengurinn hefði verið hristur til og/
eða höfði hans slegið utan í eitthvað.
Miðað við áverka hefði drengurinn
ekki getað sýnt eðlilegar hreyfingar
eftir að hann hlaut áverkana.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa af gáleysi valdið dauða drengs-
ins en hámarksrefsing fyrir slíkt
brot er sex ára fangelsi. Hann hefur
ávallt neitað sakargiftum.
Fyrir dómi í gær sagðist maður-
inn enga skýringu kunna á áverk-
unum, hann hefði hvorki hrist barn-
ið né á annan hátt valdið þessum
áverkum. Hann lýsti því að móðir
drengsins kom með hann að morgni
miðvikudagsins 2. maí. Sagði hún
drenginn hafa sofið illa um nóttina.
Maðurinn sagði drenginn hafa haft
litla matarlyst um morguninn og
ekki fest svefn, sem hvort tveggja
var óvenjulegt, en að öðru leyti hefði
hegðun hans verið eðlileg. Um
klukkan 9:45 fór maðurinn á fund í
Perlunni, sem lauk um kl. 11:30, og
sneri hann þá aftur á heimilið. Eig-
inkona hans gætti barnanna á með-
an. Hann var síðan einn með börnin
þegar konan fór í mæðraskoðun, en
hún var þá gengin 8½ mánuð á leið.
Af þessum sökum var konan fjar-
verandi frá því um kl. 12:50 til 14:00.
Sofnaði undir eins
Um það leyti sem konan kom
heim var drengurinn farinn að dotta
og lagði maðurinn hann til svefns í
barnavagni sem stóð inni í upphit-
uðum bílskúr. Sofnaði drengurinn
undir eins. Maðurinn kveðst hafa
gætt nokkrum sinnum að drengnum
en einnig fylgst með allnæmu hlust-
unartæki sem komið hafði verið fyr-
ir í bílskúrnum. Hvorki hann né
konan sögðust hafa orðið vör við
neitt óeðlilegt fyrr en maðurinn tók
drenginn upp úr vagninum um 2½
klukkustund síðar eða um klukkan
16:30. Þá hefði hann ekki vaknað eða
hreyft sig. Maðurinn fór með dreng-
inn inn og lét hann í hendur kon-
unnar en fór sjálfur að taka á móti
fólki sem var að sækja börnin sín.
Konan byrjaði að skipta á drengn-
um en hann fékk þá krampakast og
bað hún þá manninn að hringja á
sjúkrabíl. Í þann mund kom móðir
drengsins til að sækja hann og fór
svo að hún gaf Neyðarlínu upplýs-
ingar um drenginn s.s. varðandi
þyngd og heilsufar. Sigríður Jósefs-
dóttir saksóknari spurði hve langur
tími hefði liðið frá því hann tók
drenginn upp úr vagninum og þar til
hringt var í Neyðarlínu. Sagði mað-
urinn að skammur tími hefði liðið,
örugglega minna en fimm mínútur,
en upplýst var að hringt var í Neyð-
arlínu klukkan 16:55. Nánar að-
spurður um tímasetningar sagðist
maðurinn ekki muna þær vel enda
væri langt liðið frá atburðum.
Jón Pétursson sjúkraflutninga-
maður var um borð í neyðarbílnum
sem sinnti útkallinu. Hjá lögreglu
og fyrir dómi sagðist hann hafa talið
sig heyra einhvern á heimilinu segja
að um hálftími hefði liðið frá því
barnið var tekið upp úr vagninum
þangað til hringt var í Neyðarlínu.
Hann hefði ekki veitt því frekari at-
hygli heldur einbeitt sér að björg-
unarstörfum.
Einkenni koma strax fram
Kristleifur Kristjánsson, sér-
fræðingur í barnalækningum, ann-
aðist drenginn eftir að hann var
fluttur á Landspítala – háskóla-
sjúkrahús. Rannsóknir voru gerðar
og strax um kvöldið taldi Kristleifur
að áverkar bentu helst til „shaken-
baby syndrome“. Byggðist það
einkum á þeim áverkum sem sáust á
heila drengsins en líka á því að eng-
in eðlileg skýring hefði fengist á
áverkunum. Þá væru engir ytri
áverkar sjáanlegir með berum aug-
um. Sagðist hann telja að 95–99%
líkur væru á að þessi skýring væri
rétt. Aðspurður hvort hægt væri að
slá því föstu hvenær drengurinn
hlaut áverkana sagði Kristleifur
ljóst að barn sem hefði hlotið viðlíka
þungt höfuðhögg gæti ekki verið
eðlilegt í langan tíma á eftir. Það
færi ekki framhjá fólki ef slíkt gerð-
ist. Aðspurður hvort drengurinn
gæti hafa fengið þessa áverka áður
en hann kom í daggæslu hjá fólkinu
sagði hann það útilokað. Barn gæti
hvorki borðað né leikið sér eftir að
hafa hlotið slíka áverka. E
höfuðhöggsins kæmu fram
Bent var á að í barnavagnin
drengurinn svaf í hefði ve
stykki við höfðalagið, en ba
tjóðrað við vagninn. K
sagði útilokað að barnið he
reigt sig upp en síðan s
járnstykkinu og þannig hl
rædda höfuðáverka. Örn
hrl., verjandi mannsins,
Kristleif hvort C-vítamí
kynni að hafa valdið blæð
augnbotna. Svaraði hann a
benti til þess að barnið hef
af C-vítamínskorti.
21 barn í gæslu
umræddan dag
Í krufningarskýrslunni k
að hluti af beini í vinstri fr
legg drengsins hafði þykkn
getur bent til eldri áverka
vel handleggsbrots. Kristjá
jónsson röntgenlæknir sag
ana a.m.k. mánaðargam
mögulegt væri að lengri t
liðið. Sagði Kristján eins l
beinið hefði verið aflagað
ingu. Hvorki foreldrar dren
fólkið sem gætti hans sögð
tekið eftir því að drenguri
kveinkað sér út af handlegg
Maðurinn og konan báru
engir aðrir en þau hefðu
barnið þennan dag. Aðsp
hvort einhver hefði getað f
bílskúrinn, þar sem drengu
í vagni, án þess að þau heyr
þau að það væri afar ólíkleg
unartækið í bílskúrnum he
næmt og nefndi maðuri
dæmi að eitt sinn hefði dre
kastað upp í svefni og h
heyrst í tækinu, sem hefði v
í húsi. Aðspurð hvort dre
hefði getað dottið innand
slasað sig á annan hátt sög
vera viss um að það hefði ek
gerst. Hvorugt hafði tek
áverkum á drengnum og sö
að foreldrar hans virtus
mjög vel um hann. Fram
unglingsstúlkur gættu d
nokkrum dögum áður, en f
drengsins sögðu að ekke
hent drenginn þá.
Umræddan dag var 21
gæslu hjá fólkinu, þar af ní
voru hjá þeim meirihluta
Ljóst er að börnin voru allt
en skv. reglugerð um dag
heimahúsum er dagmæðr
ungis veitt leyfi til að gæ
barna. Fólkið er ákært fyri
haft átján börn í gæslu í ja
Dauðsfall vegna „shaken-baby syndrome“ í fyrsta sin
Segja bæjary
irvöld hafa vi
að að börnin
voru of mörg
Morgunbl