Morgunblaðið - 16.02.2002, Síða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 43
ÞAÐ er augljós ávinningur fólginn
í því fyrir Hafnfirðinga að fá jafn-
ágætan athafnamann og Harald Þór
Ólason í bæjar-
stjórn. Hann hefur
rekið fyirtæki sitt
Furu hf. með mikl-
um glæsibrag svo
eftir hefur verið tek-
ið. Haraldur er mað-
ur hógvær eins og
títt er um þá, sem
nokkurs eru megn-
ugir. Haraldur breytir járnarusli í
gull og leggur þjóðinni til drjúgan
skerf af gjaldeyri um leið og hann
leggur því lið að fegra landið.
Undirritaður hefur þekkt Harald
til margra ára, en efst er í huga
hversu öruggur og traustur hann er
í öllum viðskiptum svo viðbrugðið er.
Það er fátítt að menn, sem reka
einkafyrirtæki með góðum árangri,
gefi kost á sér til starfa fyrir það op-
inbera. Nú gefst gott tækifæri, sem
Hafnfirðingar ættu að nýta sér,
enda fátt til meiri prýði á lista Sjálf-
stæðisflokksins en að hann skipi
maður einkaframtaksins. Haraldi er
vel treystandi, því hann mun ekki
frekar en Kolskeggur forðum „níð-
ast á neinu því, sem honum er til trú-
að“.
Nú gefst Hafn-
firðingum gott
tækifæri
Árni M. Emilsson, Garðabæ, skrifar:
Árni M.
Emilsson
Meira á mbl.is/Prófkjör
MARGUR kann að
spyrja sig að því til
hvers fólk er að leggja
út í prófkjörsat. Þessum
prófkjörum fylgja
vissulega bæði kostir og
gallar. Kostirnir geta
verið þeir að þau vekja
athygli á flokkum,
stefnumálum þeirra og
frambjóðendum sem
kynna skoðanir sínar,
áherslur og kosti.
Framtíðarborgin
Í stjórnmálum er
gott að setja sér mark-
mið og finna svo leiðir
að því marki. Framtíð-
arsýn mín fyrir Reykjavíkurborg er
sú að hér við innanverðan Faxaflóa,
frá Esjurótum og suður fyrir Straum
muni mótast heildstætt byggðarsam-
félag, ein skipulagsheild sem samsett
er af nokkrum byggðarkjörnum, með
sterkri miðborg með aðsetri stjórn-
sýslu- og menningarmiðstöðva. Þetta
á að vera tiltölulega þétt byggð, þar
sem fólk þarf ekki að verja miklum
tíma til að komast frá heimili og fjöl-
skyldu í vinnu, þjónustu eða skóla.
Huga þarf vel að samgöngumann-
virkjum, þar sem ódýrar og aðgengi-
legar almenningssamgöngur gegna
veigamiklu hlutverki, enda eru þær
bæði þjóðhagslega hagkvæmar og
umhverfisvænar.
Hin nýja Reykjavík á að vera for-
ystuborg á alþjóðavísu í atvinnumál-
um, þar sem lögð er áhersla á að
skapa aðstöðu fyrir nýjar greinar og
ýmsar hátæknigreinar – jafnframt
því sem hlúð er að hefðbundnum und-
irstöðuatvinnugreinum og þjónustu-
greinum sem hafa átt þátt í að byggja
upp þá velferð sem við búum við. Á
þessu svæði á að vera
tryggð fjölbreytt at-
vinna fyrir alla sem vilja
og geta unnið, því at-
vinna og verðmæta-
sköpun er grundvöllur
velferðar.
Forgangsmál
Hið nýja borgarsam-
félag á að huga sérstak-
lega að þörfum yngstu
og elstu íbúanna. Margt
gott hefur verið gert, en
ýmislegt má efla. Í því
samfélagi sem ég sé
framundan er hugað að
þörfum fjölskyldna og
minnstu barna fyrir
góða dagvist, þar sem skólagangan
hefst. Skólakerfið á að gera fólk að
dugandi einstaklingum fyrir atvinnu-
líf framtíðarinnar, jafna hugsanlegan
aðstöðumun, mennta nemendur í
besta skilningi þess orðs og leiðbeina
þeim í umgengni hver við annan og
við sitt nánasta umhverfi, að kenna
þeim umburðarlyndi gagnvart því eða
þeim sem kann að virðast framandi og
forða þeim frá þeim hættum sem
kunna að leynast handan við hornið í
borgarsamfélaginu. Í þessu skóla-
kerfi á að huga að þörfum hvers og
eins, hvort sem nemandinn er gædd-
ur framúrskarandi gáfum eða hæfi-
leikum eða sé ekki jafnvel skapaður á
einhverja lund og meðal-Jóninn eða
-Gunnan.
Fleiri hjúkrunarrými
Í okkar borgarsamfélagi þarf að
huga mun betur að þörfum aldraðra
en gert hefur verið, og þá einkum
þeirra er hafa lágar tekjur eða geta
ekki vegna sjúkleika notið lengur
þeirra lystisemda sem lífið hefur upp
á að bjóða. Í þessu samfélagi þurfa
kynslóðir að standa saman og vinna
saman, en þegar hallar verulega und-
an fæti þarf hið opinbera að grípa inn
í með virkari hætti en gert hefur ver-
ið. Hversu margar dætur og hversu
margir synir hafa ekki lent í því hér í
Reykjavík að hafa þurft að eiga í
miklu stríði af ýmsu tagi með öldr-
uðum og sjúkum foreldrum sínum eða
ættingjum til þess að þeir fái notið
þeirrar þjónustu sem nútímaþjóð-
félag á að geta boðið upp á? Öldruðum
sjúklingum er vísað inn og út af
sjúkrahúsum þar sem hjúkrunarrými
eru ekki næg. Í þessu hefur byggða-
þróunin haft sitt að segja og reyndar
ber ríkisvaldið meginábyrgðina, en í
mínu framtíðarborgarsamfélagi verð-
ur þrýst á um verulegar úrbætur í
þessum efnum.
Þetta var eilítið um hina æskilegu
framtíð. Hvað fortíð og nútíð varðar
er ljóst að við sem stöndum að
Reykjavíkurlistanum erum eins og
langflestir borgarbúar ákaflega sátt
við Reykjavíkurborg undir stjórn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og
viljum að hún stýri borginni á næsta
kjörtímabili. Borgarstjórinn þarf sér
til liðveislu öfluga borgarfulltrúa. Af
þeim er nægt framboð. Þeir vilja
halda áfram á þeim grunni sem mark-
aður hefur verið. Til þess er prófkjör-
satið. Ég býð mig fram í 3. sæti í próf-
kjöri Samfylkingarinnar.
Til hvers allt
þetta at?
Stefán Jóhann
Stefánsson
Höfundur er hagfræðingur og for-
maður Kjördæmafélags Samfylking-
arinnar í Reykjavík.
Reykjavík
Reykjavík, segir
Stefán Jóhann Stef-
ánsson, á að vera for-
ystuborg á alþjóðavísu
í atvinnumálum.
VIÐ Hafnfirðingar
höfum ávallt lagt ríka
áherslu á að í bænum í
hrauninu sé fjölbreytt
mannlíf, lifandi um-
hverfi og öflug atvinnu-
starfsemi. Framtíð íbú-
anna byggist fyrst og
fremst á þeim einstak-
lingum sem munu móta
samfélagið á komandi
árum. Til þess að æska
bæjarfélagsins megi
búa við hin bestu skil-
yrði blómlegs félags-
og tómstundastarfs til
þroska, náms og árang-
urs, er ekki síst árangursríkt skóla-
starf brýn nauðsyn.
Fjölskyldan er kjarni hvers bæj-
arsamfélags og sannar-
lega er heimilið sá
hornsteinn sem mótar
góða og virka einstak-
linga. Það er hvetjandi
að stutt sé við frum-
kvæði einstaklinga sem
starfa í áhugamanna-
félögum óeigingjarnt
sjálfboðastarf á sviði al-
mannaheilla, það er
íþrótta- og tómstunda-
starf fyrir unglinga og
stuðla að virkri þátt-
töku aldraðra í sam-
félaginu.
Hefja ætti til vegs
gildi fjölskyldunnar og stuðla að for-
gangi framkvæmda og athafna sem
lúta að því að efla manngildi og fjöl-
skyldulíf. Ég tel markvissa upp-
byggingu í atvinnumálum brýnt
verkefni og að Hafnarfjörður verði
ennfrekar efldur sem menningar- og
ferðamannabær. Ágæti Hafnfirðing-
ur, ég hvet þig til þátttöku og óska
jafnframt eftir stuðningi í prófkjöri
sjálfstæðismanna í dag, laugardag,
sem fram fer í Víðistaðaskóla.
Fjölbreytt mannlíf
Helga
R. Stefánsdóttir
Höfundur er varabæjarfulltrúi, í
menningarmálanefnd og formaður
ferðamálanefndar og tekur þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Hafnarfjörður
Stuðla þarf að forgangi
framkvæmda og at-
hafna, segir Helga
Ragnheiður Stef-
ánsdóttir, sem lúta að
því að efla manngildi og
fjölskyldulíf.
Reykjavíkurlistinn
er tákn margs þess
besta sem jafnaðar-
menn geta fengið
áorkað. Með samstöð-
una að vopni unnum
við borgina úr klóm
Sjálfstæðisflokksins.
Síðan þá hafa verkin
talað og við höfum
lyft grettistaki á fjöl-
mörgum sviðum borg-
arlífsins. Nú býður
Reykjavíkurlistinn
fram í þriðja sinn og
æskir umboðs borgar-
búa að halda frum-
kvöðulsstarfi sínu
áfram. Að halda áfram að breyta
valdastofnun íhaldsins í þjónustu-
stofnun við borgarbúa.
Á heimsmælikvarða
Reykjavík er samkeppnishæf við
það besta sem gerist erlendis.
Uppbygging atvinnulífs og lífsgæði
borgarbúa til framtíðar byggjast á
því að Reykjavík tryggi enn betur
sess sinn sem heimsborg sem
standist samanburð við hvað sem
er. Reykjavík hefur nú þegar
sterka samkeppnisstöðu á alþjóða-
vísu. Borgin hefur aðdráttarafl
fyrir afburðafólk á mennta, rann-
sókna, viðskipta og menningar.
Þessa alþjóðlegu
stöðu verður að
treysta enn frekar.
Ekki með því að gera
upp á milli þessara
ólíku burðarása, held-
ur með því að búa
þeim öllum góð vaxt-
arskilyrði og styðja
fjölbreytileika í at-
vinnulífi jafnt sem
listum.
Fólkið fær
að velja
Nú stendur yfir op-
ið prófkjör Samfylk-
ingarinnar til vals á
fulltrúum okkar á
Reykjavíkurlistann. Nú ríður á að
velja öflugan og samhentan lista
sem skilar okkur sigursælu og
traustri liðsheild. Við í Samfylk-
ingunni gefum fólkinu færi á að
velja fulltrúa flokksins á Reykja-
víkurlistann en felum það ekki í
hendur lítillar klíku að hætti Sjálf-
stæðisflokksins. Samfylkingin er
breiðfylking jafnaðarmanna og
félagshyggjufólks sem byggir alla
sína tilveru á öflugu lýðræði. Það
lýðræði sýnum við í verki með því
að gefa stuðningsmönnum okkar
kost á að kjósa þá fulltrúa sem
þeir treysta best til verka í borg-
arstjórn Reykjavíkur.
Endurnýjað
umboð
Ég gef kost á mér í annað sætið
í prófkjöri Samfylkingarinnar
vegna vals á Reykjavíkurlistann
og óska eftir stuðningi þínum til að
vinna áfram eftir hugsjónum jafn-
aðarstefnunnar til að gera góða
borg betri.
Söguleg samstaða
félagshyggjufólks
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi og
er frambjóðandi í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar.
Reykjavík
Ég óska eftir stuðningi,
segir Sigrún Elsa
Smáradóttir, til að
vinna eftir hugsjónum
jafnaðarstefnunnar að
gera góða borg betri.