Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 51 ✝ Margrét Þor-grímsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12 ágúst 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 9. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- björg Illugadóttir frá Stóra-Lambhaga í Skilmannahreppi og Þorgrímur Jónsson múrarameistari úr Reykjavík. Margrét átti fimm systkini sem öll eru látin. Þau voru Ásta, Þórður, Ingigerður, Októ og Eygló. Eftirlifandi fóstursystir hennar er Gerður Gunnlaugsdóttir sem býr í Reykjavík. Fyrri maður Margréta var Eyjólfur Svein- björnsson frá Snorrastöðum í Laugardal, f. 12. september 1909, d. 19. ágúst 1966. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Erla, gift Sigurði Ágústssyni. Seinni maður Mar- grétar var Gísli Þor- leifsson frá Árhrauni á Skeiðum, f. 11. nóv- ember 1918, d. 8. ágúst 1976. Dætur þeirra eru Valgerður og Sigurbjörg. Mar- grét ólst upp í Reykja- vík og bjó þar til 1934 er hún fluttist austur í Laugardal með fyrri manni sínum. Reistu þau þar nýbýlið Skóga og bjuggu þar í fimm ár. Árið 1945 flutti hún á Selfoss ásamt seinni manni sínum og átti þar heimili til æviloka. Útför Margrétar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Elsku amma mín. Það var á laug- ardaginn var um hálfsexleytið, þegar ég var stödd í afmæli hjá Steinari, sem mér var sagt að mamma hefði verið kölluð upp á Ljósheima til þín því þú værir orð- in svo slöpp og lasin. Mín fyrstu viðbrögð voru: Af hverju var ég ekki látin vita? En eftir afmælið ákvað ég að koma til þín og vera smástund hjá þér þó að þú svæfir bara. Mamma og Lóló voru hjá þér en Erla og Siggi voru á leið heim úr bænum. Þau komu svo um hálf- níu og mamma og Lóló fóru og ætl- uðu að fá sér að borða. Ég vildi fá að vera lengur hjá þér, amma mín, sem ég og gerði en þótt ég vilji öllu ráða fékk ég ekki að hafa þig hjá mér lengur því um níuleytið sofn- aðir þú svefninum langa. Ég á margar góðar minningar um þig, elsku amma mín, sem mig langar að eiga fyrir mig. Þú hefur alltaf verið mér mjög góð og ég vona að ég hafi verið þér bæði góð og hjálpsöm því margar voru stundirnar sem við fórum í búðina saman. Málin atvikuðust reyndar þannig að fyrir um tveimur árum lærbrotnaðir þú og í framhaldi af því fórstu á Ljósheima. Innst inni finnst mér ég ekki hafa sinnt þér eins vel eftir að þú fórst á Ljós- heima en ég vona að þú erfir það ekki við mig. Ég var hjá þér, elsku amma mín, þegar þú kvaddir þenn- an heim og er mjög fegin því. En þó að ég vissi í hvað stefndi var mér mjög illa brugðið þegar þú fórst frá mér og ég finn svo til í hjartanu mínu og ég sakna þín al- veg rosalega mikið. En ég veit það samt að nú líður þér vel, elsku amma mín. Elsku mamma, Lóló, Erla og þið öll, Guð veri með ykk- ur. Ég elska þig, elsku amma mín. Þín Kristín. Okkur í fjölskyldunni langar til að skrifa nokkur minningar- og þakkarorð til hennar ömmu og langömmu uppi eins og hún var kölluð í fjölskyldunni. Við viljum þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar þegar við þöfnuðumst þín. Það voru ófá skiptin sem við kom- um upp til þín af neðri hæðinni til að kíkja í kaffi, til að spjalla eða til að leyfa börnunum að leika með dótið sem þú áttir í dótakassanum undir fatahenginu. Þær eru ótal fleiri minningarnar um þig en þetta eru þær minningar sem fyrst koma upp í hugum okkar og eru okkur kærastar. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Magnús, Linda, Dagur Fannar og Daldís Perla. Elsku amma, nú ert þú öll. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og veit að þú þekkir hug minn, þó svo þú lesir hann ekki hér og nú. Ég er þakklát fyrir þína hönd að þú fáir að fara, södd líf- daga, en sakna þín samt. Ég minn- ist þín heima á Austurvegi, innan um öll blómin þín, rós meðal rósa, svo fín til fara í fallegum blússum, pilsum, fínleg og falleg alla tíð. Það var gott að koma til þín, þú varst alltaf til staðar, innilega glöð, gestrisin og hlý, helltir upp á kaffi og tíndir veitingar á borð og spjall- aðir um heima og geima. Þú varst sístarfandi, stóri garð- urinn þurfti sinn tíma, svo þurfti að sulta úr rabarbaranum og rifsberj- unum, frysta kjöt og grænmeti á haustin, dekra við plönturnar, baka og ótalmargt fleira. Svo varstu skátastelpa alla tíð með ákveðnar stjórnmálaskoðanir og enginn skyldi reyna að fá þig til að skipta um skoðun! Ég veit, amma mín, að það var vel tekið á móti þér á endastöðinni og að þú finnur þér eitthvað að starfa og hugsa um á öðrum vett- vangi. Ég kveð þig að sinni. Þín Margrét. MARGRÉT ÞORGRÍMSDÓTTIR ✝ Kristín Gunn-laugsdóttir fæddist að Ytri-Kot- um í Norðurárdal 7. september 1912. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Skaga- fjarðar 9. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gunnlaugur Guð- mundsson frá Bási í Hörgárdal, f. 25. mars 1876, d. 7. maí 1938, og Friðbjörg Jóhanna Halldórs- dóttir frá Stóra- Dunhaga í Hörgárdal, f. 20. maí 1882, d. 18. ágúst 1961. Kristín átti fjögur systkini, Halldór, lát- inn, Lilju, sem dvelur á Dvalar- heimilinu á Sauðárkróki, Jón og Jóhann, sem báðir eru látnir. Árið 1934 giftist Kristín Tob- íasi Sigurjónssyni bónda í Geld- ingaholti, f. 10. október 1897, d. 23. ágúst 1973. Börn þeirra eru: 1) Guðmann, f. 29. apríl 1935, kvæntur Marsibil Þórðardóttur, f. 15. ágúst 1937, eiga þau tvær dætur og fimm barnabörn. 2) Brynleifur Sigmar, f. 20. janúar 1937, sambýliskona Jóna Gísla- dóttir, f. 18. septem- ber 1944, eiga þau tvö börn. 3) Jófríð- ur, f. 4 sepember 1939, gift Björgvini Jónssyni, f. 28. ágúst 1929, d. 17. september 2000, eiga þau tvo syni og fjögur barnabörn. 4) Sigurjón, f. 8. desember 1944, kvæntur Sólveigu Harðardóttur, f. 6. nóvember 1950, d. 17. mars 2000. Þau skildu, eiga þau tvær dætur saman og átti Sólveig eina dóttur áður. Núverandi sambýliskona hans er Kristín H. Ásbjörnsdóttir, f. 27. júlí 1968 og eiga þau einn son, Kristín átti tvö börn áður. Sigurjón á eitt barna- barn. 5) Gunnlaugur, f. 29. jan- úar 1950, kvæntur Gerði Hauks- dóttur, f. 10. maí 1949, og eiga þau einn son, Gerður átti eina dóttur áður. 6) Hjördís Jónína, f. 10. desember 1956, ógift og barnlaus. Útför Kristínar fer fram frá Glaumbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Með þessum orðum langar mig að kveðja ömmu mína. Eftir að hafa tal- að við mömmu hinn 6. feb. síðastlið- inn og fengið að vita að amma væri orðin mjög slöpp ákvað ég að fara strax norður og vera hjá ömmu minni síðustu dagana hennar. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa komist norður og fengið að vera hjá henni og kveðja hana. Það tók mig sárt að þurfa að kveðja hana og vita til þess að eftir stæðu einungis minningar um ástvin sem nú hefði kvatt þennan heim þó svo að ég vissi að hennar tími var kominn og að hún yrði hvíld- inni fegin. Amma mín var bæði dug- leg og sjálfstæð kona og það passaði henni einfaldlega ekki að vera upp á aðra komin en brosið sem hún gaf okkur rétt áður en hún kvaddi gaf mér mikinn styrk, og það, ásamt öll- um þeim fjölmörgu góðu minningum sem ég á áfram og enginn getur tek- ið frá mér, hjálpar mér eflaust í gegnum sorgina sem kemur þegar ástvinur hverfur á braut. Það kemur margt upp í hugann þegar ég hugsa til baka um þær stundir sem ég átti með ömmu. Þeg- ar ég flutti norður með mömmu sum- arið 1979, þá tveggja og hálfs árs gömul. Ég sofnaði í bílnum á leiðinni norður. Þegar ég vaknaði vorum við komin inn í forstofu í „gamló“ og þar sem ég var nývöknuð og ringluð í nýju umhverfi fór ég að gráta en þá var amma fljót að koma með opinn faðminn og segja: Viltu ekki bara koma upp á loft með ömmu? Og þar með voru öll tár horfin. Ég er mjög þakklát ömmu minni fyrir að hafa gefið mér gott og öruggt sæti í stóra barnabarnahópnum hennar strax og ég kom inn í fjölskylduna. Hún sýndi ótrúlega þolinmæði við að kenna okkur krökkunum bænir og vísur og óskiljanlega þolinmæði þegar hún kenndi mér að lesa, þar sem vildi læra að lesa á sama tíma og eldri frænkur mínar. Alltaf var auðvelt að fá ömmu til að spila og eru þau ófá skiptin sem við spiluðum t.d. lönguvitleysu. Við bjuggum í kjallaranum hjá ömmu til 1984 en þá fluttum við í næsta hús við hana og alltaf var jafn gott að geta hlaupið upp til ömmu eða yfir til ömmu til að spjalla og spila og eins var gott að geta leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á. Það voru ekki ófáar pönnsur, lummur og kleinur sem runnu ofan í mallann enda var amma mín meist- ari í öllu sem viðkemur bakstri og matseld. Hún gerði sérstaklega bestu kleinur, pönnsur og ostabrauð í heimi. Það var þó misvinsælt þegar það kom stundum fyrir að það var engan veginn pláss í mallanum fyrir hádegismatinn og þegar mamma spurði um ástæðuna var svarið yf- irleitt: Ég var að borða nokkrar kleinur hjá ömmu eða amma var að steikja nokkrar pönnsur handa mér. Amma tók prakkarastrikum okk- ar krakkanna yfirleitt með stökustu ró. Eitt sinn hafði amma verið að elda kjöt og allt var tilbúið, aðeins var verið að bíða eftir að pabbi kæmi inn í mat, en svo þegar átti að byrja að borða kom heldur betur babb í bátinn. Allt kjötið var horfið nema tveir góðir bitar sem var búið að færa á diskinn hans pabba. Svo kom í ljós að ég hafði gefið hundinum, hon- um Bósa, alla hina bitana og sagði að þeir sem ekki hefðu verið að vinna úti þyrftu ekkert að borða. Amma sagði ekki neitt heldur fór bara og gróf eitthvað annað upp. Sumu af því sem við púkarnir fundum upp mótmælti hún þó, t.d. máttum við ekki setja hænurnar hennar inn í hundakofa, sem ég og Elfa höfðum smíðað og hundarnir vildu ekki vera inni í, og ekki lagði hún í að ferðast í loftbelgnum sem við smíðuðum. Ég man að það var líka alltaf gam- an að fara með ömmu í kirkju. Þá klæddum við okkur upp á, fórum svo þrjár saman, ég, mamma og amma, og stundum kom það fyrir að mamma hafði ekki ætlað að fara. Þá var bara að fara til ömmu og fá hana með mér í lið og þá voru tveir á móti einum. Síðustu árin dvaldi amma á sjúkrahúsinu á Króknum og eftir að ég flutti suður kíkti ég oftast í heim- sókn til hennar þegar ég kom norður og við áttum gott spjall og alltaf átti amma eitthvað til að stinga upp í mann. Þegar ég fór að kveðja ömmu áður en ég fór til Bandaríkjanna haustið 1997 man ég að amma sagði að hún væri alveg viss um að ég myndi finna mér mann og giftast úti og sagði að það væri allt í lagi svo framarlega sem hann talaði íslensku því að hún sagði að hún yrði að geta talað við hann. Ég giftist nú reyndar ekki úti en stuttu eftir að ég kom til landsins aftur haustið 1998 kynntist ég Ella og þegar hann kom með mér í fyrsta skipti til ömmu skaut ég á hann að nú kæmi í ljós hvort að hann fengi grænt ljós frá ömmu sem og hann fékk. Þegar ég kom næst til hennar var Elli ekki með mér en amma var fljót að spyrja eftir honum og talaði mikið um það hvað hárið á honum væri fallegt á litinn enda passar háraliturinn hans beint inn í stráka- hópinn hennar ömmu. Jólin sem ég var úti hringdi ég í ömmu og þegar ég heyrði hana segja: Hvað er síminn til mín? Hver nennir að hringja í mig? var það í eina skiptið sem ég fann að það vott- aði fyrir smáheimþrá hjá mér. Að lokum vil ég þakka þér, elsku amma mín, allar stundirnar sem við áttum saman og alla þá ást, tryggð og vináttu sem þú gafst mér. Guð geymi þig. Kæru vinir, við vitum að amma var tilbúin að kveðja þennan heim og hennar er beðið af þeim sem eru farnir á undan henni og þótti vænt um hana. Við hin varðveitum í hjarta okkar minninguna um góða konu. Þín Sigurlaug Dóra. Ég á margar minningar um systk- inahópinn á Ytri-Kotum og svífur hlý birta yfir þeim öllum sem aldrei ber skugga á. Skýrust er minningin um Kristínu sem litla, brosandi leiksyst- ur sem aldrei hafði rangt við í leik en vildi allt bæta og lét sér snemma annt um blóm og dýr. Í þennan tíma mátti kalla að allir bæir væru fullir af fólki, fjórir bæir í byggð í Norðurárdal og sex á Kjálka. Samgangur milli bæja var mikill og ýmisleg greiðasemi. Heimboð tíðk- uðust um hátíðir og á sunnudegi að sumri. Skírnarveislur og erfidrykkj- ur voru haldnar á heimilum. Víða biðu vinir í varpa, og ekki minnist ég þess að fólk setti fyrir sig þótt vega- lengdir milli bæja væru nokkrar. „Ég rölti nú þetta að gamni mínu,“ sagði fólk og brá sér bæjarleið, oft lítilla erinda, ýmist á hestum eða fót- gangandi, fór úr sokkum og óð ár, ef litlar voru. Konur voru oft bornar á baki yfir ár, þegar heim var haldið. Við Kristín vorum systkinabörn. Móðir mín hét Kristín og var systir Gunnlaugs. Vinátta var milli bæj- anna. Ævinlega var gaman að koma að Ytri-Kotum. Þar var allt hreint, sópað og hvítskúruð gólf. Gestrisni var mikil, enda bærinn í þjóðbraut. Á þeim bæ var ævinlega nóg pláss og ekki óvanalegt að krökkum væri troðið niður í milli eða til fóta, jafnvel tveimur í rúm. Börnin á Kotum voru ævinlega hrein og snyrtilega til fara, jafnvel þótt flíkur væru saumaðar upp úr öðrum fötum sem vel gat hent. Á þessum árum varð okkur börn- unum nánast allt að leik, þótt útileik- irnir væru líklega fyrirferðarmestir svo sem eyjuleikur, pottaleikur og saltabrauðsleikur. Þá var líka gaman að setjast niður, velta sér í grasinu og hlæja saman að engu eða bara að bulla einhverja vitleysu. Vorið 1924 fluttist Gunnlaugur frá Ytri-Kotum með fjölskyldu sína, bjó leiguliði á Uppsölum í Blönduhlíð eitt ár, síðan á ýmsum stöðum í hér- aðinu, síðast á Bakka í Vallhólmi. Þar lést Gunnlaugur 17. maí 1938. Kristín var með foreldrum sínum eitthvað fram yfir fermingu en fór þá að vinna utan heimilis, m.a. kaupa- kona hjá bændum. Hún réðst kaupa- kona að Geldingaholti og giftist Tob- íasi Sigurjónssyni bónda þar 14. des. 1934. Geldingaholt er stórbýli að fornu og nýju og falleg jörð. Þarna bjuggu þau hjón við rausn og góðan hag, að ég ætla, allt þar til Tóbías lést 23. ág. 1973, og þar átti Kristín heimili æ síðan. Síðustu ævárin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu á Sauðárkróki. Þótt vík yrði milli vina vorið 1924 og fundum fækkaði, hélst vinátta okkar alla tíð. Síðast kom ég til þess- arar fornu leiksystur minnar ekki löngu fyrir síðustu jól. Þá var hún al- veg rúmföst og ekki mælandi, lá bara í rúminu sínu með bros á vör, virtist ekki þjást mikið. Þannig ætla ég, að hún hafi kvatt þennan heim. Kristín var fríð kona og nettvaxin, hélt ytra útliti ótrúlega vel fram í elli. Hún var starfskona mikil, ákaflega þrifin og fegurðardýrkandi. Allt var á sínum stað í Holti, fágað og hreint, myndum og fallegum gripum hvar- vetna haglega fyrir komið. Og af smekkvísi, þó bar blómagarðurinn hennar heima við húsið af. Þar var um að litast eins og komið væri í gróðrarstöð, fjölbreytilegar tegund- ir blóma, öllu smekklega fyrir komið og hirðing þannig að hvergi sást arfi eða illgresi. Þarna átti frænka mörg handtökin en einnig yndis- og gleði- stundir meðan heilsa gafst til. Ég óska þessari fornu leiksystur minni góðrar og gæfuríkrar farar inn á landið ókunna og vona að hún sé farin að hlúa að blómi. Aðstandendum votta ég virðingu og samúð. Guð blessi þig, frænkan mín góða. Guðmundur L. Friðfinnsson. KRISTÍN GUNN- LAUGSDÓTTIR                            "       4: /99 $ +&* @  ( 4 *#   <& ( *# &" ""   ' 4 **#$ #$  4 # %$" #$   % 4 *# #$   "3 $ 0 &"  % %$" 4 *# &" 4 **#$  4 *# &"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.