Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 53
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 53
MÁNUDAGINN 18. febrúar nk. kl.
20 verður helgistund á léttu nót-
unum í Fella- og Hólakirkju. Talað
orð verður í lágmarki en þeim mun
meiri verður þáttur tónlistarinnar
sem hinn landsþekkti Þorvaldur
Halldórsson sér um ásamt org-
anista kirkjunnar Lenku Mátéová.
Sóknarprestarnir sr. Guðmundur
Karl Ágústsson og sr. Hreinn Hjart-
arson sjá um þjónustuna. Eftir
helgistundina, sem er í tæpan
klukkutíma, verður boðið upp á
kaffi og djús í safnaðarheimilinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir en
sérstaklega er vænst þátttöku
fermingarbarna og fjölskyldna
þeirra. Það er von okkar í Fella- og
Hólabrekkusóknum að við getum
átt notalega kvöldstund saman í
kirkjunni okkar.
Fella- og Hólakirkja.
Gospel- og lúxuskvöld
á Ömmukaffi
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 16. febr-
úar verður gospel- og lúxuskvöld á
Ömmukaffi.
Ömmukaffi er staðsett í hjarta
borgarinnar í Austurstræti 20.
Kaffihúsið opnar kl. 21:00 og þá
mun Kanga kvartettinn syngja fyr-
ir gesti og gangandi. Í Kanga
kvartettinum eru systurnar Ólöf og
Heiðrún Kjartansdætur og Agla
Marta og Helga Vilborg Sigurjóns-
dætur. Það er frábært að koma á
Ömmukaffi, vinalegt andrúmsloft
og ljúfar veitingar.
Ömmukaffi og
Miðborgarstarf KFUM&K
Kvöldmessa í
Grensáskirkju
KVÖLDMESSA verður í Grensás-
kirkju annað kvöld, sunnud. 17.
febr., kl. 20.
Að venju ræður einfaldleikinn
ríkjum í kvöldmessunni. Form at-
hafnarinnar er sérlega aðgengilegt
þeim sem ekki teljast til fastra
kirkjugesta. Tónlistin er lífleg og
ljúf. Kirkjukórinn leiðir almennan
söng, auk þess að syngja sérstak-
lega nokkur lög undir stjórn org-
anistans, Árna Arinbjarnarsonar.
Þá er líka bænagjörð og orð Guðs
er lesið og íhugað. Altarisganga er
í lok messunnar.
Stundin í kirkjunni tekur tæpan
klukkutíma. Eftir á verður á boð-
stólum kaffi, djús og kex. Væri ekki
alveg tilvalið að taka þátt í nota-
legri stund í húsi Guðs í lok helgar-
innar?
Taize-messa í
Seltjarnarneskirkju
SUNNUDAGINN 17. febrúar verð-
ur Taize-messa kl. 11. Kammerkór
Seltjarnarneskirkju mun leiða
stundina áfram í ljúfum Taize-
tónum undir stjórn Vieru Manasek
organista. Taize-söngurinn er
nefndur eftir bænum Taize í Frakk-
landi, þar sem þessi fagri íhugunar-
söngur á sér langa hefð. Hér eru
trúartextar íhugaðir í fögrum líð-
andi tónum, þar sem textinn fær að
njóta sín. Að þessu sinni mun Svan-
hildur Blöndal guðfræðinemi lesa
predikun. Linda Margrét Sigfús-
dóttir flautuleikari spilar í guðs-
þjónustunni.
Sunnudagaskólinn er á sama
tíma þar sem börnin eru hvött til að
mæta með yngri og eldri systkini.
Verið öll velkomin.
Seltjarnarneskirkja.
Góð heimsókn til
Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 17. febrúar hefst
kirkjustarfið í Hallgrímskirkju með
fræsðslumorgni kl. 10. Lára V. Júl-
íusdóttir hrl. flytur erindi um rétt-
arstöðu ólíkra sambúðarforma.
Messa og barnastarf hefst kl. 11.
Þar munu koma fram tveir barna-
kórar, þ.e. Barnakór Selfosskirkju
undir stjórn Glúms Gylfasonar og
Barnakór Hallgrímskirkju undir
stjórn Magneu Gunnarsdóttur.
Einnig verður öllum 5 ára börnum
úr sókninni boðið til messunnar
ásamt foreldrum sínum, en þeim
verður afhent bók sem gjöf frá
kirkjunni. Magnea Sverrisdóttir
mun stýra barnastarfinu sem fer
þannig fram, að fyrst koma allir til
kirkju og taka þátt í messugjörð-
inni, en þegar prédikun hefst fara
börnin í safnaðarsalinn og fá
fræðslu og söng við sitt hæfi.
Organisti í messunni verður Lára
Bryndís Eggertsdóttir, sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði
Pálssyni.
Ævintýri Kuggs
og Málfríðar
Á MORGUN, sunnudag, kl. 11 mun
Stoppleikhópurinn flytja leikritið
„Ævintýri Kuggs og Málfríðar“ í
Fríkirkjunni í Reykjavík.
Leikritið segir frá Kugg litla sem
er fluttur í nýtt hverfi. Þar býr bara
gamalt fólk en engir krakkar. Þá
kynnist hann Málfríði sem er gömul
kona en ung í anda eigi að síður.
Frá þessum degi gerist alltaf eitt-
hvað nýtt, skrýtið og skemmtilegt
og áður en þau vita af, eru þau dott-
in inn í ævintýri þar sem allt getur
gerst. Með hjálp barnanna (áhorf-
enda) tekst þeim síðan m.a. að plata
ævintýradrekann, frelsa prinsinn
úr kastalanum og halda heim á leið.
Þetta er hlý og falleg saga um
vináttu barns og fullorðins, hvernig
brúa má kynslóðabilið þar sem
ímyndunaraflið finnur sameig-
inlegan leikvöll.
Leiksýningin hefur hlotið lofsam-
lega dóma gagnrýnenda og áhorf-
enda. Allir velkomnir. Aðgangur er
ókeypis.
Safnaðarstarf
Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Námskeið um trúvörn
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg
heldur námskeiðið „Talað um
trúna“ næstu þrjú mánudagskvöld
frá 18. febrúar. Markmið nám-
skeiðsins er að hjálpa fólki að tala
um trúna, vitna fyrir öðrum, svara
erfiðum spurningum og stunda trú-
vörn. Fjallað verður sérstaklega
um ýmsar erfiðar spurningar varð-
andi kristna trú og hverju sé til að
svara. Fyrirlesarar verða Henning
E. Magnússon guðfræðinemi, sr. Ír-
is Kristjánsdóttir prestur og Ragn-
ar Gunnarsson kristniboði. Innritun
og nánari upplýsingar eru í síma
588 8899. Námskeiðsgjald er 2.200
kr.
Hjónakvöld í
Digraneskirkju
Á MORGUN sunnudag kl. 20:30
mun Benedikt Jóhannson, sálfræð-
ingur, reyfa efnið „Farsælt hjóna-
band. Hvað þarf til?“ Eftir fram-
sögu verður kaffihlé en síðan
gefinn tími til fyrirspurna. Kvöld-
inu lýkur með helgistund í kirkju.
Kl. 11 árdegis, er messa þar sem
fermingarbörnin leiða safnaðar-
söng og lesa ritningarlestra. Org-
anisti er Kjartan Sigurjónsson, en
kór Digraneskirkju fær frí þennan
dag. Sr. Magnús Björn Björnsson,
mun þjóna fyrir altari og prédika.
Á sama tíma verður sunnudaga-
skólinn á fullri ferð í kapellunni á
jarðhæð kirkjunnar.
Barnasöngur
í Háteigskirkju
YNGRI barnakór Háteigskirkju
syngur í Barnaguðsþjónustu í Há-
teigskirkju í dag klukkan ellefu. Í
kórnum eru yfir 35 börn sem hafa
æft í allan vetur undir
stjórn Birnu Björns-
dóttur. Mikil uppsveifla
hefur verið í barna-
kórastarfi Háteigs-
kirkju í vetur en þetta
er sjötti veturinn sem
Birna Björnsdóttir sér
um barnakórana í Há-
teigskirkju. Það eru
Pétur Björgvin Þor-
steinsson og Guðrún
Helga Harðardóttir
sem stjórna barna-
guðsþjónustunni.
Organisti er Douglas A Brotchie.
ABC í Hafnar-
fjarðarkirkju og
tónlistarmessa
KYNNING á ABC-hjálparstarfi fer
fram í safnaðarheimili Hafnarfjarð-
arkirkju, Strandbergi, sunnudag-
inn 17. febrúar nk., fyrsta sunnu-
dag í föstu, eftir guðsþjónustu í
kirkjunni sem hefst kl. 11.
Guðrún Margrét Pálsdóttir,
framkvæmdastjóri hjálparstarfs-
ins, mun gera grein fyrir skipulagi,
markmiðum og árangri starfsins.
Það miðar að því að liðsinna fátæk-
um börnum í svokölluðum þriðja
heims ríkjum með því að kosta
skólagöngu þeirra og veita heim-
ilislausum börnum heimili og skjól.
Meðal annars er íslenskum fjöl-
skyldum boðið að taka að sér fá-
tækt erlent barn til framfærslu og
stuðnings og bæta því þannig við
fjölskylduna. Samstarfsaðilar ABC-
starfsins eru áþekk samtök erlendis
sem taka höndum saman við að
miðla menntun og bæta þroskaskil-
yrði barna víða um heim.
Stofnað hefur m.a verið heimili
fyrir götubörn í Madras og víðar á
Indlandi og einnig í Kambódíu og
skólabyggingar reistar þar og í Úg-
anda og hefur starfsemin verið
mjög árangurs- og blessunarrík.
Þetta er fyrsta kynningin af þessu
tagi í Hafnarfjarðarkirkju. En
stefnt er að því að kynna þar mann-
ræktarsamtök þegar tækifæri gefst
til sem byggja á kristnum lífs-
gildum og lífsvirðingu fyrir eða eft-
ir árdegisguðsþjónstu á sunnudegi.
Síðar um daginn kl. 17 fer fram
tónlistarmessa. Þar syngur ung
söngkona, Ragnheiður Sara Gríms-
dóttir, einsöng.
Gunnþór Þ. Ingason,
sóknarprestur.
Kvöldhelgistund
í Fella- og
Hólakirkju
Fella - og Hólakirkja
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Neskirkja. Félag aldraðra kl. 14. Pálmi V.
Jónsson, sérfræðingur í öldrunarlækning-
um gefur góð ráð um listina að eldast vel.
Borinn verður fram léttur málsverður. Allir
velkomnir. Umsjón sr. Frank M. Halldórs-
son.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05 alla virka daga nema mánudaga.
Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrund-
ar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir
mæður, góð upplifun fyrir börn. Sálgæsl-
unámskeið kl. 17.30–22. Teo van der
Weele. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.)
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera í dag,
laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópavogi.
Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lofgjörð,
barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar
sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og
svarað. Á laugardögum starfa barna- og
unglingadeildir. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir hjartanlega velkomnir. Biblíu-
fræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á
FM 105,5.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón-
usta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmunds-
son.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Halldór
Ólafsson. Samlestrar og bænastund á
mánudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega
velkomnir.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Sam-
lestrar og bænastund í safnaðarheimilinu
á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartanlega
velkomnir.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Guðný Kristjánsdóttir. Biblíu-
rannsókn/bænastund á miðvikudags-
kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfstraust
verður haldið í Foreldrahúsinu í
Vonarstræti 4b 21. febrúar kl. 18:00–
21:00 og 23 febrúar kl. 11:00–14:00.
Þetta námskeið er fyrir alla for-
eldra sem vilja styrkja sig í að verða
sterkar fyrirmyndir fyrir börnin sín.
Kenndar eru aðferðir til að efla
sjálfstraust, hvað einkennir mikið/
lítið sjálfstraust. Fjallað verður um
áhrif hugarfars, viðhorfa og hugs-
unar á hegðun og líðan. Einnig verð-
ur fjallað um leiðir til að byggja sig
upp og taka ábyrgð á eigin lífi og
heilsu.
Höfundar námskeiðsins eru Jó-
hann Ingi Gunnarsson og Sæmund-
ur Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir
flytja námsefnið á myndbandi og
hafa þjálfað starfsfólk Foreldra-
hússins til að hafa umsjón með nám-
skeiðunum. Námskeiðsgögn eru
vönduð vinnubók og geisladiskur
sem höfundarnir hafa lesið inná.
Þetta námskeiðsform gefur foreldr-
um tækifæri á að halda áfram þjálf-
uninni þegar heim er komið.
Allar nánari upplýsingar eru í
Foreldrahúsinu.
Forvarnar-
námskeið í
Foreldra-
húsinu
AÐSÓKN að Kringlunni í janúar á
þessu ári var nánast sú sama og í
janúar 2001. „Aðeins vantar 0,7%
upp á að janúar núna sé sambæri-
legur við sama mánuð í fyrra. Þessi
góða aðsókn að Kringlunni er langt
umfram væntingar, því fyrirfram
hafði verið búist við að tilkoma
Smáralindar mundi draga úr
henni.
Í síðustu viku fyrir jól var að-
sókn að Kringlunni 6% meiri en í
sömu viku árið á undan. Í heildina
var desember mjög góður versl-
unarmánuður í Kringlunni. Því
virðist svo að áhrifa af opnun
Smáralindar hafi fyrst og fremst
gætt fyrstu tvo mánuðina, en þá
minnkaði aðsókn í Kringluna að
jafnaði um 6% miðað við sömu
mánuði árið áður,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Kringlunni.
Kringlan
Aðsókn í janúar
svipuð og 2001
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til
gönguferðar í Bláfjöll sunnudaginn
17. febrúar. Gengið verður frá skíða-
skálanum í Bláfjöllum og gengið að
Þríhnúkum, þar sem verður skoðað-
ur dýpsti hraunhellir landsins. Síðan
verður gengið niður í Grindaskörð
þar sem rútan sækir fólk á Bláfjalla-
veg.
Áætlaður göngutími er um 3-4
klst. Fararstjóri er Björn Finnsson.
Verð kr. 1.000/1.300. Lagt verður af
stað frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í
Mörkinni 6.
Gönguferð
í Bláfjöll
OPIÐ hús Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna, SKB, verður
haldið mánudaginn 18. febrúar kl.
20.30 í Hlíðasmára 14, Kópavogi.
Umræðuefni kvöldsins verða
niðurstöður tveggja rannsókna
sem gerðar hafa verið á árangri
meðferðar og síðbúnum afleiðing-
um æxla í miðtaugakerfi í æsku
annars vegar og síðkomnar og
langvinnar aukaverkanir eftir hvít-
blæðismeðferð í æsku hins vegar.
Rannsóknirnar gerðu læknarnir
Hilma Hólm og Valur Helgi Krist-
insson og munu þau kynna niður-
stöður sínar. Auk þeirra munu
barnalæknarnir Jón R. Kristins-
son, Guðmundur Jónmundsson,
Ólafur Gísli Jónsson og Ásgeir
Haraldsson svara fyrirspurnum
gesta.
Síðbúnar afleiðingar brenna
mjög á foreldrum barna sem eru í
eða hafa lokið krabbameinsmeð-
ferð og því mjög þarft að fá tæki-
færi til að fræðast um þessi mál,
segir í fréttatilkynningu.
Kaffiveitingar verða í boði og
eru allir velkomnir.
Opið hús
hjá SKB
NÆSTKOMANDI mánudag, 18.
febrúar, kl. 15.30, verður haldin mál-
stofa í Sölvhóli. Að þessu sinni verð-
ur fjallað um BIS-reglur, áhættu-
stjórnun og íslenska banka. Fram-
sögumenn verða Guðmundur Magn-
ússon, prófessor og fyrrum háskóla-
rektor, og Saso Andonov.
Málstofa í Seðla-
banka Íslands
NÝ stjórn Félags íslenskra fræða
var kjörin á aðalfundi félagsins ný-
lega. Dagný Kristjánsdóttir pró-
fessor er nýkjörinn formaður Fé-
lags íslenskra fræða en með henni
sitja í stjórn Erna Erlingsdóttir
ritari, Halldóra Björt Ewen gjald-
keri og í varastjórn María Anna
Garðarsdóttir, Þorgerður Þor-
valdsdóttir og Soffía Auður Birg-
isdóttir.
Mun þetta vera í fyrsta sinn sem
aðeins konur sitja í stjórn Félags
íslenskra fræða en það var stofnað
árið 1947.
Fráfarandi stjórn var fyrst kosin
á aðalfundi árið 1999. Hana skip-
uðu Ármann Jakobsson formaður,
Steinunn Inga Óttarsdóttir ritari,
Örn Hrafnkelsson gjaldkeri og í
varastjórn sátu Sigríður Baldurs-
dóttir, Guðrún Theódórsdóttir og
Eiríkur Guðmundsson, segir í
fréttatilkynningu.
Ný stjórn í Félagi
íslenskra fræða