Morgunblaðið - 16.02.2002, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 13
Sýnd kl. 2, 6 og 10.
Sýnd í LÚXUS kl. 4 og 8. B.i. 12.
DV
Mbl
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.coml
i i .
Gwyneth Paltrow Jack Black
SV Mbl
DV
Sýnd kl. 10.20 og 12.10. B.i 14.
Dúndrandi gott
snakk með
dúndrandi góðri
gamanmynd
Sýnd kl. 3, 5.40 og 8.
Sýnd kl. 2 og 4.
Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 á miðnætti. B. i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára.
Spennutryllir
ársins
Dóttur hans er rænt! Hvað er til
ráða? Spennutryllir ársins
með Michael Douglas.
tilnefningar til
Óskarsverðlauna13 il i ill
Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni
FRUMSÝNING
Powersynin
g
kl. 12. á miðnættil. . á i t
ti
Drepfyndin mynd sem gerir miskunnarlaust grín
af öllum uppáhalds unglingamyndunum þínum!
Fílaðir þú „Scary Movie“...Hverjum er ekki skítsama!
Fyndnasta mynd ársins og rúmlega það!
EINS og fram kom í gær í Morg-
unblaðinu lést sveitasöngvarinn
Waylon Jennings síðasta miðviku-
dag, 64 ára að aldri.
Fullyrða má að með fráfalli Jenn-
ings sé einn af risum sveitatónlist-
arinnar fallinn í valinn.
Hann byrjaði kornung-
ur að fást við tónlist,
var plötusnúður aðeins
12 ára gamall og var
undirleikari hjá Buddy
Holly um skeið. Þá átti
hann þátt í að skapa og
móta hið svokallaða
útlaga-kántrí,
ásamt þeim
Johnny Cash,
Willie Nelson og
Kris Kristoffer-
son – tónlistar-
stefna sem
hefur í raun
og veru meira
að gera með
hugarfar
fremur en
hljóma, en í því
felst andstaða
við það tangar-
hald sem höf-
uðborg
sveitatón-
listar-
innar,
Nash-
ville,
hefur á
tónlist-
arforminu.
Jennings fór
ávallt eigin leiðir og
verður framlag hans til
þróunar sveitatónlistarinn-
ar seint vanmetið en hann
hljóðritaði yfir 60 plötur.
Hann var fyrsta flokks laga-
höfundur, um margt van-
metinn gítarleikari og sagði
Kris Kristofferson hann
vera dæmigerðan Amer-
íkana: „Hann er frakkur
fýr með stórt hjarta.“
„Í honum sá ég alla þá
þætti sem ég tel að eigi að prýða
heila manneskju og sannan lista-
mann,“ segir Travis Tritt sveita-
söngvari. „Hann gerði hlutina eftir
eigin sannfæringu og stóð á sínu og
var sama um afleiðingarnar,“ sagði
Rodney Crowell lagahöfundur.
„Hann var einn af fyrstu Nashville
listamönnunum sem flutti lögin
eins og um ljóðabálka væri að ræða.
Hann og Johnny Cash hafa náðar-
gáfu sögumannsins.“
„Hann var yndislegur vinur,
og einn sá besti sem ég
átti,“ segir Cash um fall-
inn félaga, „ég mun
sakna hans mjög.“
Þá hefur George
Jones lýst því yfir að
fráfall Jennings sé
sveitatónlistinni
harmdauði og
Emmylou Harris
sagði hann hafa
nálgast tónlistina
„á einstakan
hátt“.
Plötuheiti eins og
Lonesome, On’ry
and Mean, Ladies
Love Outlaws og I’ve
Always Been Crazy
segja kannski sitthvað
um þennan litríka mann.
En hann tók þessa út-
lagaímynd aldrei alvar-
lega sjálfur.
„Að vissu leyti er ég
þannig,“ sagði hann.
„Ef þú ruglar í tón-
listinni minni þá
verð ég illskeyttur.
En svo framar-
lega sem þú ert
heiðarlegur er
ég það líka. En
ég geri þó allt-
af hlutina eftir
mínu höfði.“
Frakkur fýr
með stórt hjarta
Waylon Jennings 1937–2002
arnart@mbl.is
Reuters
RAKEL Sif Sigurðardóttir er nýja
söngkonan í Buttercup. Hún seg-
ist hvergi bangin að stíga á svið
með sveitinni í fyrsta sinn í kvöld á
Gauknum. Enda hefur Rakel svo
sem verið á sviði áð-
ur, tók þátt í
nemendasýn-
ingum Versl-
unarskólans.
Nú er hún
hins vegar
komin
með
stúd-
ents-
próf
og
stundar undirbúningsnám fyrir
arkitektúr í FB. Rakel segist sjálf
semja tónlist og að í sameiningu
muni hún og strákarnir í Butter-
cup semja ný lög. Það verður
þó ekkert nýtt efni frumflutt
í kvöld á Gauknum, heldur
munu gömlu góðu lögin fá
að hljóma. „Ég fíla strák-
ana rosalega vel, þetta er
góður hópur og við náum
mjög vel saman,“ sagði
Rakel, nýja söngkonan í
Buttercup.
Hvernig hefurðu það í
dag?
Ég hef það bara ofboðs-
lega fínt.
Hvað ertu með í vösunum
í augnablikinu?
Hmm, ég er með c-vítamín-
töflu og teygju. Góð samsetn-
ing.
Ef þú værir ekki söngkona
hvað myndirðu vilja vera?
Ég myndi vilja vera hann þarna
Arne í Adrenalín og strætóauglýs-
ingunum, hann er þokkalega flipp-
aður.
Nirvana eða Pearl Jam?
Já, þú segir nokkuð ... má maður
segja bæði?
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir
sem þú fórst á?
Ég fór á David Bowie tónleika.
Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga
úr eldsvoða?
Ég myndi bjarga tígrisdýrinu mínu,
bréfunum mínum og albúmunum.
Hver er þinn helsti veikleiki?
Ég er stundum aðeins of viðkvæm.
Hefurðu tárast í bíó?
Já, ég hef oft tárast í bíó, eins og
ég sagði þá er ég viðkvæm.
Finndu fimm orð sem lýsa per-
sónuleika þínum vel.
Einlæg, hrifnæm, rómantísk, frek
og upptekin...
Hvaða lag kveikir blossann?
How does it feel med D’Angelo, ég
held ad það sé ekki til meira sexí
lag.
Hvert er þitt mesta prakkara-
strik?
Ég og Hildur vinkona erum alltaf
eitthvað að prakkarast, ég man
reyndar ekki eftir neinu sérstöku í
augnablikinu...
Hver er furðulegasti matur sem
þú hefur bragðað?
Súrir hrútspungar eða eitthvað
álíka.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Nýju plötuna med Mary J. Blige.
Hvaða leikari/leikkona fer mest í
taugarnar á þér?
Julia Roberts fer stundum í taug-
arnar á mér.
Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég
trúi ekki á það að sjá eftir hlut-
unum.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Já, tvímælalaust.
C-vítamín og
súrsaðir pungar
Rakel Sif
Sigurðardóttir
SPURT & SVARAÐ
SOS
Morgunblaðið/Þorkell