Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 1

Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2002 TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 17. febrúar 2002 Eiður Smári Guðjohnsen þótti á sínum tíma eitthvert mesta efni í knattspyrnumann sem fram hafði komið hér á landi. Alvarleg meiðsli settu strik í reikninginn og virtust á tímabili hafa gert draumana að engu. Nú leikur Eið- ur með einu sterkasta liði Eng- lands og er eflaust orðinn verð- mætasti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar. Víðir Sigurðsson hitti Eið í London og ræddi við hann um hæðir og lægðir á stuttum en við- burðaríkum ferli. 12 „Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér“ Á erðalögEgyptaland bílarHyundai HCD-7 börnTeiknimyndanámskeiðbíóTony Scott Sælkerar á sunnudegi Íhaldssemi og ævintýragirni Siðlausir klám hundar eða listamenn nútímans? Prentsmiðja Morgunblaðsins B Krafan um afsögn er klámhögg 10 Við hliðargötu í Las Vegas 12 Sniglaveislan 16 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hélt í gær í sex daga ferðalag um Asíu en hann mun heimsækja Kína, Japan og Suður-Kóreu í för sinni. Mörg mikilvæg málefni eru á dagskrá forsetans en upphaflega hafði verið áætlað að Bush færi í ferðalag til Asíu í október sl. För hans þá var hins vegar frestað vegna hryðjuverkaárásanna 11. september. Ferð Bush núna kemur á mik- ilvægum tímamótum en Bush mun í heimsókn sinni til Suður-Kóreu m.a. heimsækja landamæri ríkisins að Norður-Kóreu, sem hann hefur farið hörðum orðum um að und- anförnu og telur hluta „öxuls hins illa“ í heimi hér. Sagði Bush áður en hann lagði af stað í gær að hann vonaðist jafnvel til að eiga viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu í för sinni til Asíu en að hann gerði sér þó engar grillur um ríkið og leiðtoga þess, Kom Jong Il. Kvaðst hann ætla að minna á það að Norður-Kórea ógnaði um- heiminum með tilraunum sínum til að framleiða gereyðingarvopn. Í heimsókn Bush til Japans er gert ráð fyrir að hann muni í við- ræðum sínum við Junichiro Koiz- umi einblína á efnahagsmál en Jap- anir eiga við mikinn vanda að etja í þeim efnum um þessar mundir. Heimsóknin til Kína er einnig mik- ilvæg því gert er ráð fyrir að á að- alfundi kínverska Kommúnista- flokksins síðar á árinu muni Hu Jintao, varaforseti Kína, taka við embætti forseta landsins af Jiang Zemin. Var haft eftir bandarískum stjórnarerindrekum í gær að Bush væri mjög áfram um að hitta vænt- anlegan arftaka0 að máli, en Jintao þykir nokkuð óskrifað blað í Wash- ington. George W. Bush Bandaríkjaforseti heldur í sex daga heimsókn til Asíu Ítrekar var- úðarorð sín um N-Kóreu Washington. AP. Reuters S-kóreskur verkamaður hrópar slagorð gegn Bandaríkjunum en marg- ir S-Kóreumenn eru ósáttir við nýleg ummæli Bush Bandaríkjaforseta um N-Kóreu, sem hann telur hluta „öxuls hins illa“ í heimi hér. INDVERSKUR drengur situr við útgang neðanjarðarlestarstöðvar í miðborg Nýju-Delhí í gær og betlar aur af vegfarendum. Mikill fjöldi barna í indversku höfuðborginni neyðist daglega til að betla til að hafa í sig og á sökum þess að for- eldrar þeirra hafa ekki bolmagn til að brauðfæða þau. Reuters Betlað fyrir brauði ÞRÍR Palestínumenn féllu í skot- bardaga við ísraelska hermenn ná- lægt flóttamannabúðunum El-Bur- eij á Gazasvæðinu í gærmorgun en Ísraelar höfðu áður jafnað við jörðu nokkrar byggingar Palest- ínumanna á þessu svæði. Síðar lést einn liðsmaður Hamas-samtakanna og þrjú börn meiddust illa þegar bifreið sprakk í loft upp í bænum Jenín á Vesturbakkanum. Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni en Palestínumenn kenndu Ísraels- mönnum um atburðinn. Palestínskir byssumenn Al-Aqsa-samtakanna höfðu fyrr um morguninn skotið Ísraelsmann til bana nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum. Hamas-menn skjóta flugskeyti á Ísrael Fulltrúar Ísraelshers greindu frá því að palestínskir skæruliðar hefðu skotið Qassam-2-flugskeyti á skotmark í Ísrael en þetta er í ann- að skipti sem Palestínumenn skjóta slíkum flaugum frá Gaza- svæðinu. Lenti flugskeytið á opnu landsvæði í Kfar Azza og engin meiðsl urðu á fólki. „Þetta er alvar- leg ögrun á ísraelsku landsvæði,“ sagði Olivier Rafowicz, talsmaður ísraelska hersins. „Við getum ekki liðið slíkar flugskeytaárásir sem nú er haldið áfram þrátt fyrir viðvar- anir okkar.“ Sögðu fulltrúar hinna herskáu Hamas-samtaka að þeir hefðu skotið flugskeytinu og sögðu það svar þeirra við því sem þeir kölluðu siðlausar loftárásir síonískra glæpamanna á Gazasvæðið á föstu- dagskvöld. Mannfall í Miðaust- urlöndum Gaza. AP, AFP. MIRA Markovic, eiginkona Slobodans Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu, sagði í gær að eiginmaður sinn væri al- ger „yfirburðamaður“ í dóm- salnum en réttarhöld hófust yfir Milosevic í Haag í vikunni. Sagði hún að bónda sínum hefði tekist vel upp við upphaf málsvarnar sinnar en Milosevic er sakaður um stríðsglæpi og þjóðarmorð í átökunum á Balkanskaga. „Ég undrast ekki yfirburða- frammistöðu Slobodans í Haag,“ sagði Markovic. „Hann trúir því sem hann segir þar, þannig að hann á auðvelt með að sýna yf- irburði sína á yfirvegaðan hátt. Hann er reiðubúinn til að þola ýmislegt til að koma á framfæri sannleikanum um atburði sem hafa valdið okkur öllum harmi.“ Markovic sagðist hafa talað við eiginmann sinn símleiðis á föstudag en þau hefðu lítið rætt um réttarhöldin. Segir Milosevic sýna yfirburði Belgrað. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.