Morgunblaðið - 17.02.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.02.2002, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2002 TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 17. febrúar 2002 Eiður Smári Guðjohnsen þótti á sínum tíma eitthvert mesta efni í knattspyrnumann sem fram hafði komið hér á landi. Alvarleg meiðsli settu strik í reikninginn og virtust á tímabili hafa gert draumana að engu. Nú leikur Eið- ur með einu sterkasta liði Eng- lands og er eflaust orðinn verð- mætasti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar. Víðir Sigurðsson hitti Eið í London og ræddi við hann um hæðir og lægðir á stuttum en við- burðaríkum ferli. 12 „Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér“ Á erðalögEgyptaland bílarHyundai HCD-7 börnTeiknimyndanámskeiðbíóTony Scott Sælkerar á sunnudegi Íhaldssemi og ævintýragirni Siðlausir klám hundar eða listamenn nútímans? Prentsmiðja Morgunblaðsins B Krafan um afsögn er klámhögg 10 Við hliðargötu í Las Vegas 12 Sniglaveislan 16 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hélt í gær í sex daga ferðalag um Asíu en hann mun heimsækja Kína, Japan og Suður-Kóreu í för sinni. Mörg mikilvæg málefni eru á dagskrá forsetans en upphaflega hafði verið áætlað að Bush færi í ferðalag til Asíu í október sl. För hans þá var hins vegar frestað vegna hryðjuverkaárásanna 11. september. Ferð Bush núna kemur á mik- ilvægum tímamótum en Bush mun í heimsókn sinni til Suður-Kóreu m.a. heimsækja landamæri ríkisins að Norður-Kóreu, sem hann hefur farið hörðum orðum um að und- anförnu og telur hluta „öxuls hins illa“ í heimi hér. Sagði Bush áður en hann lagði af stað í gær að hann vonaðist jafnvel til að eiga viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu í för sinni til Asíu en að hann gerði sér þó engar grillur um ríkið og leiðtoga þess, Kom Jong Il. Kvaðst hann ætla að minna á það að Norður-Kórea ógnaði um- heiminum með tilraunum sínum til að framleiða gereyðingarvopn. Í heimsókn Bush til Japans er gert ráð fyrir að hann muni í við- ræðum sínum við Junichiro Koiz- umi einblína á efnahagsmál en Jap- anir eiga við mikinn vanda að etja í þeim efnum um þessar mundir. Heimsóknin til Kína er einnig mik- ilvæg því gert er ráð fyrir að á að- alfundi kínverska Kommúnista- flokksins síðar á árinu muni Hu Jintao, varaforseti Kína, taka við embætti forseta landsins af Jiang Zemin. Var haft eftir bandarískum stjórnarerindrekum í gær að Bush væri mjög áfram um að hitta vænt- anlegan arftaka0 að máli, en Jintao þykir nokkuð óskrifað blað í Wash- ington. George W. Bush Bandaríkjaforseti heldur í sex daga heimsókn til Asíu Ítrekar var- úðarorð sín um N-Kóreu Washington. AP. Reuters S-kóreskur verkamaður hrópar slagorð gegn Bandaríkjunum en marg- ir S-Kóreumenn eru ósáttir við nýleg ummæli Bush Bandaríkjaforseta um N-Kóreu, sem hann telur hluta „öxuls hins illa“ í heimi hér. INDVERSKUR drengur situr við útgang neðanjarðarlestarstöðvar í miðborg Nýju-Delhí í gær og betlar aur af vegfarendum. Mikill fjöldi barna í indversku höfuðborginni neyðist daglega til að betla til að hafa í sig og á sökum þess að for- eldrar þeirra hafa ekki bolmagn til að brauðfæða þau. Reuters Betlað fyrir brauði ÞRÍR Palestínumenn féllu í skot- bardaga við ísraelska hermenn ná- lægt flóttamannabúðunum El-Bur- eij á Gazasvæðinu í gærmorgun en Ísraelar höfðu áður jafnað við jörðu nokkrar byggingar Palest- ínumanna á þessu svæði. Síðar lést einn liðsmaður Hamas-samtakanna og þrjú börn meiddust illa þegar bifreið sprakk í loft upp í bænum Jenín á Vesturbakkanum. Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni en Palestínumenn kenndu Ísraels- mönnum um atburðinn. Palestínskir byssumenn Al-Aqsa-samtakanna höfðu fyrr um morguninn skotið Ísraelsmann til bana nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum. Hamas-menn skjóta flugskeyti á Ísrael Fulltrúar Ísraelshers greindu frá því að palestínskir skæruliðar hefðu skotið Qassam-2-flugskeyti á skotmark í Ísrael en þetta er í ann- að skipti sem Palestínumenn skjóta slíkum flaugum frá Gaza- svæðinu. Lenti flugskeytið á opnu landsvæði í Kfar Azza og engin meiðsl urðu á fólki. „Þetta er alvar- leg ögrun á ísraelsku landsvæði,“ sagði Olivier Rafowicz, talsmaður ísraelska hersins. „Við getum ekki liðið slíkar flugskeytaárásir sem nú er haldið áfram þrátt fyrir viðvar- anir okkar.“ Sögðu fulltrúar hinna herskáu Hamas-samtaka að þeir hefðu skotið flugskeytinu og sögðu það svar þeirra við því sem þeir kölluðu siðlausar loftárásir síonískra glæpamanna á Gazasvæðið á föstu- dagskvöld. Mannfall í Miðaust- urlöndum Gaza. AP, AFP. MIRA Markovic, eiginkona Slobodans Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu, sagði í gær að eiginmaður sinn væri al- ger „yfirburðamaður“ í dóm- salnum en réttarhöld hófust yfir Milosevic í Haag í vikunni. Sagði hún að bónda sínum hefði tekist vel upp við upphaf málsvarnar sinnar en Milosevic er sakaður um stríðsglæpi og þjóðarmorð í átökunum á Balkanskaga. „Ég undrast ekki yfirburða- frammistöðu Slobodans í Haag,“ sagði Markovic. „Hann trúir því sem hann segir þar, þannig að hann á auðvelt með að sýna yf- irburði sína á yfirvegaðan hátt. Hann er reiðubúinn til að þola ýmislegt til að koma á framfæri sannleikanum um atburði sem hafa valdið okkur öllum harmi.“ Markovic sagðist hafa talað við eiginmann sinn símleiðis á föstudag en þau hefðu lítið rætt um réttarhöldin. Segir Milosevic sýna yfirburði Belgrað. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.