Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 31. desember 2001 áttu lög-
heimili hér á landi 18.338 íbúar fædd-
ir erlendis, eða 6,4% landsmanna.
Erlendir ríkisborgarar voru 9.850,
eða 3,4%. Árið 1991 voru 4,1% íbúa
fæddir erlendis og 2,1% íbúa var með
erlent ríkisfang, skv. upplýsingum
Hagstofunnar.
Í frétt frá stofnuninni segir: „Tala
fólks með erlent ríkisfang hækkar
árlega við flutning þess til landsins,
en lækkar við brottflutning þess síð-
ar og við það að því er veitt íslenskt
ríkisfang. Það skal tekið fram, að er-
lendir sendiráðsmenn og varnarliðs-
menn eiga ekki lögheimili á Íslandi
og koma því ekki í ofangreindar töl-
ur, og að hluti þeirra sem eru fæddir
erlendis, eru börn íslenskra foreldra
er dvöldust þar við nám eða störf.
Flestir erlendu ríkisborgaranir
koma frá Póllandi (1.666), Danmörku
(945), Bandaríkjunum (601), Þýska-
landi (591), Filippseyjum (547) og
Júgóslavíu (501).
Af þeim sem fæddust annars stað-
ar en á Íslandi, fæddust flestir í Dan-
mörku, eða 2.476 (þ.a. 1.965 íslenskir
ríkisborgarar), Póllandi 1.784 (þ.a.
187 íslenskir ríkisborgarar), Svíþjóð
1.679 (þ.a. 1.413 íslenskir ríkisborg-
arar), Bandaríkjunum 1.513 (þ.a.
1.088 íslenskir ríkisborgarar),
Þýskalandi 1.230 (þ.a. 654 íslenskir
ríkisborgarar), Filippseyjum 838
(þ.a. 310 íslenskir ríkisborgarar),
Bretlandi 820 (þ.a. 442 íslenskir rík-
isborgarar), Júgóslavíu 784 (þ.a. 154
íslenskir ríkisborgarar) og í Taílandi
667 (þ.a. 193 íslenskir ríkisborgarar).
Til samanburðar er fróðlegt að
vita hve margir íslenskir ríkisborg-
arar eða fólk fætt hérlendis býr í út-
löndum. Þessar upplýsingar er að
finna í manntölum viðkomandi ríkja
og hjá ýmsum alþjóðastofnunum. Í
Norrænu tölfræðihandbókinni birt-
ast tölur um íbúa Norðurlanda eftir
ríkisfangi samkvæmt tölum frá hag-
stofum viðkomandi landa.
Samkvæmt þessari heimild voru
5.873 íslenskir ríkisborgarar búsett-
ir í Danmörku árið 2000, 126 í Finn-
landi, 3.930 í Noregi og 4.057 í Sví-
þjóð. Árið 1990 voru í Danmörku
3.031, í Finnlandi 78, í Noregi 2.202
og í Svíþjóð 5.275.
Annars konar tölur, ófullkomnar
en samt fróðlegar á sinn hátt, má fá
úr töflum um fæðingarland og rík-
isfang fólks, sem skráð er hjá þjóð-
skrá með lögheimili erlendis. Sam-
kvæmt þeim áttu 21.089 menn
fæddir á Íslandi lögheimili erlendis
31. desember 2001, karlar 10.167 og
konur 10.922. Á sama tíma voru ís-
lenskir ríkisborgarar með lögheimili
erlendis 25.909, karlar 12.657 og
konur 13.252. Fyrir 1952 fengu kon-
ur ríkisfang eiginmanns síns við gift-
ingu, en eftir það hefur hjúskapur
ekki áhrif á ríkisfang. Fyrir 1982
fékk barn fætt í hjónabandi ævinlega
ríkisfang föður síns, en síðan þá fær
það íslenskt ríkisfang ef annað hjóna
er íslenskt. Með lagabreytingum frá
1998 öðlast nú börn, sem ógiftar er-
lendar konur fæða hér á landi, ís-
lenskt ríkisfang ef faðir þeirra reyn-
ist íslenskur samkvæmt barnalög-
um.“
6,4% landsmanna
eru fædd erlendis
9 -F í Digranesskóla í Kópavogi
stóð sig best allra íslenskra bekkja í
fyrstu lotu KappAbel stærð-
fræðikeppninnar hér á landi. Í
framhaldinu munu tvær stúlkur og
tveir piltar úr bekknum fara til
Noregs í apríl og keppa í undan-
úrslitum við einn bekk frá hverju
fylki í Noregi og einn danskan.
KappAbel stærðfræðikeppnin er
upprunnin í Noregi og hefur öðlast
miklar vinsældir þar á fáum árum,
en keppnin er fyrir nemendur í 9.
bekk. Í þessari keppni eru það
bekkir sem keppa en ekki ein-
staklingar og er markmiðið með
keppninni að vekja og viðhalda
áhuga nemenda á stærðfræði. Nem-
endur þurfa að leysa verkefnin í
smáum hópum og síðan að rökræða
um hverjar séu réttu lausnirnar.
Keppnin er kennd við stærðfræð-
inginn Niels Henrik Abel sem fædd-
ist árið 1802 og varð heimskunnur
fyrir afrek sín í stærðfræði, þótt
hann hafi látist aðeins 26 ára.
Níundi bekkur F í Digranesskóla
náði í fyrstu lotunum 75 stigum
réttum af 80. Alls hafa 29 íslenskir
9. bekkir, eða nálægt 600 nem-
endur í 9. bekk, tekið þátt í fyrstu
lotu og 24 bekkir luku einnig ann-
arri lotu. Þessi þátttaka er hlut-
fallslega svipuð og í Noregi.
Nemendur 9-F í Digranesskóla ásamt Þórði Guðmundssyni kennara og
Önnu Kristjánsdóttur, umsjónarmanni KappAbel-keppninnar.
9-F stóð sig best
í stærðfræðikeppni
ÞEGAR kólnar í veðri birtist mús-
arrindillinn, þessi smávaxni fugl,
sem virðist svolítið forvitinn.
Hann leitar oft inn í gripahús
þegar verulega kólnar í veðri.
Þessi músarrindill sem fréttarit-
ari rakst á var kominn út, enda
stóðst það að farið var að hlýna í
veðri og klakinn sem hann tyllti
sér á þegar myndin var tekin er
horfinn núna.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Músarrind-
ill á köldum
klaka
ÓÁNÆGJA er meðal margra landsbyggðarþing-
manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
með þingsályktunartillögu Valgerðar Sverrisdótt-
ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um aðgerðir í
byggðamálum á næstu árum. Beinist óánægjan
einkum að því að Eyjafjörður sé nefndur sérstak-
lega sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið og aðrir
landshlutar verði útundan. Einna hörðust virðist
gagnrýnin vera hjá þingmönnum Vestfirðinga
sem sætta sig t.d. ekki við að í greinargerð með til-
lögunum sé talað beinum orðum um að ekki sé
„ráðlegt að gera ráð fyrir að íbúum fjölgi á Vest-
fjörðum á næstu árum“.
Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, fyrsti
þingmaður Vestfirðinga, segist hafa vonað að mál-
ið fengi eðlilega umræðu innan þingflokkanna áð-
ur en það var gert opinbert af hálfu ráðherra.
„Yfirborðskennt snakk“
„Ég tel að mikið vanti á að í þessum tillögum séu
lagðar fram úrlausnir sem duga þeim byggðum
sem hafa orðið fyrir mestri fólksfækkun á und-
anförnum árum. Ég tel einnig að margt í þeim for-
sendum sem lagðar eru til grundvallar og birtast í
greinargerð með tillögunum sé yfirborðskennt
snakk og hreinlega rangt,“ segir Einar og tekur
dæmi um að látið sé í veðri vaka að ekki sé hægt að
snúa við neikvæðri byggðaþróun á Vestfjörðum og
víðar á landinu. Það sé alrangt, ekki stutt neinum
rökum og lýsi „ekki öðru en fordómum og sleggju-
dómum höfunda þessa plaggs“.
Einar segist hafa komið þessari gagnrýni sam-
viskusamlega á framfæri við iðnaðarráðherra.
Reiknar hann með frekari umfjöllun í þingflokk-
unum og að tillögunni verði breytt töluvert áður
en hún verður afgreidd frá Alþingi.
„Fyrir liggur í athugunum sem hafa verið gerð-
ar, að meginástæða búseturöskunar á lands-
byggðinni er skortur á fjölbreyttum atvinnutæki-
færum. Augljóslega þarf að bregðast þarna við og
ríkið getur gert það m.a. með því að setja opinbera
starfsemi niður á landsbyggðinni. Á það er minnst
í tillögunum en með yfirborðskenndum og ótrú-
verðugum hætti. Ekkert er þar handfast og því
þarf að breyta,“ segir Einar.
Beinskeyttari tillögur skortir
Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, átti sæti í verkefnisstjórn
sem vann að byggðaáætluninni. Hann er eigi að
síður ósáttur við margt sem þar kemur fram og
bendir á að tillögurnar hafi tekið breytingum í rík-
isstjórninni eftir að verkefnisstjórnin skilaði af
sér. Atvinnumálahópur verkefnisstjórnar hafi t.d.
lagt til að áhersla yrði lögð á þrjá byggðakjarna á
landinu; Ísafjörð, Akureyri og Mið-Austurland. Sú
tillaga hafi átt að vera inni. Einnig skorti á bein-
skeyttari tillögur um aðgerðir til að jafna búsetu-
skilyrði og styrkja stoðkerfi atvinnulífsins. Krist-
inn, sem er einnig stjórnarformaður Byggða-
stofnunar, segir að tillaga um að koma ný-
sköpunarmiðstöð á fót á Akureyri skjóti skökku
við þegar ákvörðun liggi fyrir um uppbyggingu
Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Klaufalegt orðalag
Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki, fyrsti
þingmaður Norðurlands vestra, segist almennt
vera fylgjandi því að byggja Akureyri upp sem
mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Slík áform séu
ágæt eins langt og þau nái. Meira hafi þó mátt
vera af áþreifanlegum aðgerðum í tillögum iðn-
aðarráðherra sem geti almennt komið öðrum land-
svæðum til góða. Vilhjálmur segir ennfremur að
orðalag í greinargerð með tillögunum sé klaufa-
legt á sumum stöðum.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar-
flokksins á Vesturlandi, bendir á að tillögurnar
séu almennt orðaðar nema hvað Eyjafjörð varðar
og um það hnjóti menn. Hann segist hafa átt von á
að fleiri byggðakjarnar á landinu yrðu nefndir á
nafn. Í tillögunum sé talað um að „skoða hitt og
þetta“ og „athuga“ þætti eins og búsetuskilyrði og
greiningu á þeim. „Ég hélt reyndar að það væri
búið að vinna svo mikið af skýrslum að þetta lægi
allt fyrir,“ segir Magnús og býst við að málið fái
frekari umfjöllun innan þingflokkanna.
Tillögur iðnaðarráðherra um aðgerðir í byggðamálum 2002–2005
Óánægja meðal þing-
manna stjórnarflokkanna
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm héraðsdóms um að ríkissjóði sé
skylt að greiða lögreglumanni í námi
í Lögregluskóla ríkisins vaktaálag,
dagpeninga og ferðakostnað meðan
á náminu stóð, í samræmi við ákvæði
í kjarasamningi ríkisins og Lands-
sambands lögreglumanna. Krafa
lögreglumannsins var að fullu tekin
til greina bæði af Héraðsdómi
Reykjavíkur og með dómi Hæsta-
réttar í gær, en hann fór fram á
710.000 kr. auk dráttarvaxta frá
febrúar 1999. Að auki var ríkissjóður
dæmdur til að greiða málskostnað
hans í héraði og fyrir Hæstarétti,
rúmlega 417.000 kr.
Lögreglumaðurinn var á sínum
tíma ráðinn tímabundið í starfsnám
til lögreglunnar á Akureyri. Áttu
laun hans að fara eftir gildandi
kjarasamningi Landssambands lög-
reglumanna frá 30. ágúst 1997. Í 1.
gr. þessa kjarasamnings var kveðið á
um að áður gildandi samningur ætti
að framlengjast. Hæstiréttur segir
því ákvæði fyrra samnings hafa gilt
áfram.
Ríkinu skylt að greiða
nemanda vaktaálag
HÁSPENNUSTRENGUR í Vest-
urbæ Reykjavíkur bilaði rétt fyrir
klukkan eitt aðfaranótt laugardags
og var rafmagnslaust á stóru svæði
í um klukkutíma.
Sex spennistöðvar frá stöðinni
við Meistaravelli að Árnagarði
duttu út og tók um klukkutíma að
finna bilunina, samkvæmt upplýs-
ingum frá Orkuveitu Reykjavíkur,
en viðgerð er ólokið. Hins vegar
eru tvær tengingar í hverja stöð og
því var aðeins rafmagnslaust á
svæðinu meðan verið var að finna
bilunina.
Rafmagns-
truflanir í
Vesturbæ