Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN10/2 –16/2
ERLENT
INNLENT
VÍSITALA neysluverðs
miðuð við verðlag í byrj-
un febrúar lækkaði um
0,3%. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra sagði að
þessi mæling yki líkurnar
á að rauða strikið héldi
sem aðilar vinnumark-
aðarins settu sér. Undir
þetta tóku talsmenn ASÍ
og Samtaka atvinnulífs-
ins.
FRUMVARP um að
heimila ólympíska hnefa-
leika að nýju hér á landi
var samþykkt á Alþingi á
mánudag. Boxáhugamenn
fögnuðu mikið.
RAPPSVEITIN XXX
Rottweiler-hundarnir
fékk flest verðlaun þegar
Íslensku tónlistarverð-
launin fyrir árið 2001
voru afhent í Borgarleik-
húsinu sl. sunnudags-
kvöld. Jónas Ingimund-
arson píanóleikari fékk
sérstök heiðursverðlaun.
ÞRÍR ungir Danir voru
handteknir í Leifsstöð á
fimmtudag þar sem á
tveimur þeirra fundust 5
kíló af hassi. Með sömu
vél kom Þjóðverji sem
synjað var um landvist
vegna fyrri fíkniefna-
dóms sem hann afplánaði
hér í fyrra.
GREIÐSLUAFKOMA
ríkissjóðs á síðasta ári
versnaði um rúma 13
milljarða króna frá árinu
2000. Útgjöld jukust um
26 milljarða milli ára og
tekjur urðu 14 milljörðum
lægri en ætlað var, þar
sem áform um sölu á hlut
ríkisins í Landssímanum
og ríkisbönkunum gengu
ekki eftir í fyrra.
Málefni Símans í
brennidepli
ENDURSKOÐANDA Landssímans
hefur verið falið að kanna reikninga
vegna gróðursetningar við sumarsbú-
stað fyrrverandi forstjóra Landssím-
ans, Þórarins V. Þórarinsson. Fram
kom gagnrýni í vikunni, m.a. frá Hall-
dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra
og Hreini Loftssyni, fv. formanni
einkavæðingarnefndar, á ráðningar-
samninginn við Þórarin. Samningur-
inn var ekki lagður fyrir stjórn Sím-
ans, að sögn formanns hennar.
Hreinn gagnrýndi einnig stjórnun
Landssímans og í kjölfarið taldi for-
maður Samtaka fjárfesta að forsendur
fyrir hlutafjárútboði Símans væru
brostnar. Í lok vikunnar ákvað Verð-
bréfaþing að setja Símann á svonefnd-
an athugunarlista vegna framkominn-
ar óvissu um sölu fyrirtækisins. Haft
var eftir Halldóri Ásgrímssyni að hann
teldi ólíklegt að Síminn yrði seldur á
þessu kjörtímabili.
Krafa um afsögn Sturlu Böðvars-
sonar samgönguráðherra kom fram
hjá formanni VG en Davíð Oddsson
lýsti yfir trausti á störfum Sturlu.
Flugumferðarstjórar
með samning til 2005
YFIRVINNUBANNI flugumferðar-
stjóra var aflétt á þriðjudag þegar nið-
urstöður atkvæðagreiðslu um miðlun-
artillögu ríkissáttasemjara lágu fyrir.
Tillagan var samþykkt með 68%
greiddra atkvæða og komst þar með á
kjarasamningur við ríkið til loka apríl
2005.
Hvorugur deiluaðili sagðist sáttur
við samninginn, ríkið mat hækkanir
flugumferðarstjóra á samningstíman-
um 10% meiri en hjá öðrum ríkis-
starfsmönnum en flugumferðarstjórar
sögðu niðurstöðuna langt frá sínum
kröfum.
RÉTTARHÖLD hófust yfir Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseta Júgó-
slavíu, fyrir Alþjóðastríðsglæpadóm-
stóli Sameinuðu þjóðanna í Haag í vik-
unni. Milosevic er sakaður um
stríðsglæpi í Króatíu 1991–1992, Bosn-
íu 1992–1995 og Kosovo 1998–1999.
Carla del Ponte aðalsaksóknari fór í
upphafi yfir ákæruatriðin á hendur
Milosevic, en þau eru alls 66, ásamt að-
stoðarfólki sínu. Á miðvikudag fékk
Milosevic síðan tækifæri til að taka til
máls og réðst hann harkalega að for-
ystumönnum Atlantshafsbandalagsins,
NATO. Sagði hann ásakanir á hendur
sér „hafsjó lyga“ og dró í efa lögmæti
dómstólsins. Sagði hann réttarhöldin
hreinan farsa og að búið væri að ákveða
niðurstöðuna fyrirfram. Hann réttlætti
aðgerðir Serba í Kosovo með því að
kalla þær baráttu gegn hryðjuverkum
og sagði NATO hafa framið stríðsglæpi
í Kosovo-stríðinu 1999.
Bandaríkjamenn
gagnrýndir
MIKIÐ bar á gagnrýni í garð Banda-
ríkjamanna vegna ummæla George W.
Bush Bandaríkjaforseta í fyrri viku um
að Norður-Kórea, Írak og Íran mynd-
uðu „öxul hins illa“ í heimi hér. Vladím-
ír Pútín, forseti Rússlands, varaði
Bandaríkjamenn við að fara með hern-
aði gegn Írökum og kvaðst andvígur
því að dregnir væru upp „svartir list-
ar“. Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, varaði Bandaríkja-
menn hins vegar við því að líta á
bandamenn sína í Evrópu sem „fylgi-
hnetti“. Þá sagði Amr Moussa, utanrík-
isráðherra Egyptalands, að arabaríkin
gerðu nú allt sem þau gætu til að koma
í veg fyrir að Bandaríkjastjórn hæfi að-
gerðir gegn Írak. Sagði hann að slíkur
hernaður yrði til að magna mjög
spennuna í Miðausturlöndum.
Réttarhöld hafin
yfir Milosevic MINNINGARATHÖFN
um Margréti Bretaprins-
essu, yngstu systur El-
ísabetar Englandsdrottn-
ingar, fór fram á
föstudag en hún lést um
fyrri helgi, 71 árs að
aldri.
EITT hundrað og
nítján manns fórust með
íranskri farþegaþotu sem
hrapaði á þriðjudag nærri
borginni Khorramabad í
vesturhluta Írans. Þotan
var af gerðinni Tupolev
154 og frá flugfélaginu
Iran Air Tours. Ekki er
vitað hvað olli slysinu.
LÖGREGLAN í Pak-
istan handtók á þriðjudag
hinn breskfædda sheikh
Omar en hann hefur við-
urkennt að tengjast hópi
sem talinn er hafa rænt
blaðamanni The Wall
Street Journal, Daniel
Pearl, fyrir þremur vik-
um. Pearls er nú leitað
dyrum og dyngjum en
óttast er að hann hafi
þegar verið líflátinn.
ENN er róstusamt í
Miðausturlöndum og fórst
á annan tug manna í
þessari viku. M.a. féllu
sex Palestínumenn á mið-
vikudag í árásum Ísraela
á Gazasvæðinu og þrír
Ísraelar féllu á fimmtu-
dag þegar sprengja
sprakk undir skriðdreka
á sömu slóðum.
FULLTRÚAR Banda-
ríkjastjórnar neituðu á
miðvikudag ásökunum um
að bandarískir hermenn
hefðu misþyrmt afgönsk-
um föngum, sem voru
teknir til fanga fyrir mis-
tök 23. janúar.
RANNSÓKNASTOFNUN landbún-
aðarins hefur gert nýtt jarðvegskort
af öllu Íslandi og var fyrsta kortið af-
hent Guðna Ágústssyni landbúnaðar-
ráðherra fyrir helgina.
Höfundar kortsins eru Ólafur Arn-
alds og Einar Grétarsson, í samvinnu
við aðra starfsmenn umhverfisdeildar
Rala. Ólafur segir að íslenskur jarð-
vegur sé afar sérstakur. Hann sverji
sig í ætt annars jarðvegs sem mynd-
ast á eldfjallasvæðum jarðar, svoköll-
uðum Andosol, en slíkum jarðvegi
fylgi sérstæðir eiginleikar. Á Íslandi
sé auk eldvirkninnar stöðugt áfok frá
svörtum söndum og rofsvæðum
landsins, en stærstu basalt-sandar
jarðarinnar séu einmitt á Íslandi.
Þetta áfok sé einstakt og geri íslensk-
an jarðveg trúlega einstæðan í heim-
inum.
Að sögn Ólafs hafa til þessa verið til
litlar upplýsingar um íslenskan jarð-
veg á landsvísu. Slíkar upplýsingar
séu þó afar mikilvægar. Jarðvegur-
inn, sem fóstri lífríkið, sé án efa mik-
ilvægasta auðlind jarðarinnar og
Spánn, sem nú fari með forsæti í Evr-
ópusambandinu, hafi sett verndun
jarðvegs í öndvegi baráttumála sinna.
„Þekking á eðli og myndun jarðvegs
er nauðsynleg á mörgum sviðum nátt-
úruvísinda, en þróun jarðvegsvísinda
hefur verið hæg á Íslandi,“ segir Ólaf-
ur.
Að undanförnu hefur mjög verið
kallað eftir upplýsingum um jarðveg-
inn vegna loftslagssamnings Samein-
uðu þjóðanna, þar sem hverju landi er
gert skylt að efna til bókhalds fyrir
kolefni í vistkerfum landanna. Ólafur
segir að það hafi ekki verið unnt fyrr
en nú, þegar jarðvegskortið komi
böndum á kolefnið. Ólafur segir að
önnur lönd hafi kallað hátt eftir þess-
um upplýsingum frá Íslandi, enda
hafi Ísland lengi vel verið eina land-
svæðið á jarðvegskorti Evrópu sem
hafi verið autt og þaðan engar upplýs-
ingar að hafa. Þá hafi rannsóknahóp-
ar sem vinni með heimskautasvæðin
og jaðar þeirra vanhagað um þessar
upplýsingar, en kolefni í jarðvegi á
heimskautasvæðunum sé mjög við-
kvæmt og gæti hæglega losnað og
aukið hratt við koltvísýring í and-
rúmsloftinu.
Nýja jarðvegskortið byggist á viða-
mikilli gagnasöfnun á undanförnum
15 árum, oft í tengslum við önnur
rannsóknaverkefni, bæði á Rala og í
samstarfi við aðrar stofnanir, en það
er fyrst og fremst unnið fyrir starfsfé
Rala auk þess sem Landsvirkjun hef-
ur styrkt vinnuna. Ólafur segir að
nauðsynlegt hafi verið að þróa nýtt
flokkunarkerfi fyrir íslenskan jarð-
veg og það hafi reynst erfiður starfi.
Flokkunin byggist þó á alþjóðlegum
hefðum og vinnu sem þegar hefur
verið unnin hér, m.a. af Þorsteini
Guðmundssyni við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri. Kortið byggist
einnig á þeirri þekkingu sem var aflað
við kortlagningu á rofi í landinu öllu á
vegum Rala og Landgræðslu ríkisins,
og að hluta er tekið mið af gróður-
kortum sem gerð hafa verið á Nátt-
úrufræðistofnun Íslands.
Jarðvegskortið er fyrst og fremst
gefið út á stafrænu formi. Íslensk út-
gáfa kortsins er vistuð á www.rala.is/
ymir. Ólafur segir að ætlunin sé að
kortið verði í stöðugri endurskoðun
og á þessu ári verði jarðvegi safnað á
Vestfjörðum og Austurlandi.
Ólafur segir að eldfjallajörð sé yf-
irleitt höfð rauð á alþjóðlegum jarð-
vegskortum. „Hið nýja jarðvegskort
fyrir Evrópu er nú komið með ein-
kennilega slagsíðu, þegar risin er eld-
rauð eyja í norðrinu, sem fangar at-
hyglina, svo stórveldi Evrópu verða
sviplaus smáríki í samanburði. Lík-
lega breytir Jarðvegsstofnun Evrópu
litum jarðvegsflokka á jarðvegskort-
um sínum nú á næstunni,“ segir hann.
Nýtt jarðvegskort
af Íslandi gefið út
Frá afhendingu jarðvegskortsins. Frá vinstri: Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra, Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri, Sigurður
Þráinsson, stjórnarformaður Rala, Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rala,
og Ólafur Arnalds, náttúrufræðingur hjá Rala.
Jarðvegskortið.
BRÝN þörf er á breyttri löggjöf hér á
landi þannig að samræmi verði milli
dóma í málum þar sem annars vegar
nauðgun hefur átt sér stað og hins
vegar misneyting, þ.e. nauðgun á
rænulausum konum. Endurskoðun
sem þessi hefur m.a. farið fram í
norskri löggjöf.
Þetta er meðal þess sem kom fram
á málþingi á vegum V-dagssamtak-
anna á Íslandi sem haldið var á litla
sviði Borgarleikhússins á föstudag.
Eins og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu er markmið samtakanna, sem
stofnuð voru í Bandaríkjunum árið
1998 í tengslum við uppfærslu á leik-
ritinu Píkusögum, að binda enda á of-
beldi gegn konum í heiminum.
Frummælendur á málþinginu voru
Siv Konráðsdóttir hæstaréttarlög-
maður, Sólveig Anna Bóasdóttir, sið-
og guðfræðingur, Guðrún Agnars-
dóttir, læknir á Neyðarmóttökunni á
Landspítalanum í Fossvogi, og Dís
Sigurgeirsdóttir lögmaður. Að erind-
unum loknum tóku þær þátt í pall-
borðsumræðum ásamt Svani Krist-
jánssyni, prófessor í stjórnmálafræði,
Ingólfi V. Gíslasyni félagsfræðingi og
Jóni Þór Ólafssyni lögfræðingi.
Ólík viðhorf kölluð fram
Markmiðið með málþinginu var að
kalla fram viðhorf ólíkra fræðigreina
til ofbeldis á konum og hvernig það er
meðhöndlað í samfélaginu. Meðal
þess sem kom fram var að orðræðan í
fjölmiðlum og samfélaginu varðandi
nauðganir væri farin að hafa áhrif og
misræmi væri milli hennar og t.d. úr-
skurða dómstóla í nauðgunarmálum
og öðrum ofbeldismálum gagnvart
konum. Þessi orðræða hefði m.a. haft
þau áhrif að konur legðu ekki fram
nauðgunarkærur.
Einnig kom fram á málþinginu að
tveir þriðju hlutar allra mála sem
bærust Neyðarmóttökunni í Fossvogi
féllu undir skilgreiningu um misneyt-
ingu. Konur sem hefðu orðið fyrir
slíku ofbeldi veigruðu sér við því að
leggja fram kæru á hendur gerand-
anum.
Edda Jónsdóttir, einn stofnenda V-
dagssamtakanna hér á landi, flutti
lokaorðin á málþinginu og sagði m.a.
að í dag stæði V fyrir vakningu, orð
væru til alls fyrst.
Málþing V-dagssamtakanna í Borgarleikhúsinu
Þörf á breyttri löggjöf
í nauðganamálum
Morgunblaðið/Þorkell
Siv Konráðsdóttir hrl. í pontu á pallborðsumræðum málþingsins á litla
sviði Borgarleikhússins.