Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 10
10 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ hefur ekki verið neinlognmolla í kring umSturlu Böðvarsson sam-gönguráðherra síðustumisseri. Upp hafa komið
umdeild mál í hans ráðuneyti og
margir hafa gagnrýnt hann.
Nú síðast krafðist Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar, þess að sam-
gönguráðherra segði af sér.
Sturla sagðist ekki kveinka sér
undan gagnrýninni. Hann sagðist
hafa gert sér grein fyrir því þegar
hann settist í stól samgönguráð-
herra fyrir tæpum þremur árum
að hann væri að taka að sér viða-
mikið en jafnframt áhugavert
verkefni. Stjórnmálamenn mættu
eiga von á því að lenda í mótbyr í
einstökum málum. Það hefði hann
lært á þeim tæpum 30 árum sem
hann hefði verið í stjórnmálum,
sem bæjarstjóri, alþingismaður og
ráðherra. Aðspurður um sitt bak-
land, segist Sturla finna fyrir öfl-
ugum stuðningi, bæði í kjördæm-
inu og innan flokksins. Umfjöllun
fjölmiðlanna um einstök mál kæmi
sér heldur ekkert á óvart. Hún
væri af hinu góða og veitti stjórn-
málamönnum jákvætt og nauðsyn-
legt aðhald.
Sturla sagðist lítið gefa fyrir
kröfur Steingríms J. enda væri
eftirtektarvert að Samfylkingin
tæki ekki undir þær. „Það eru allir
sem til þekkja sammála um það að
þessi krafa um afsögn er fráleit.
Hún var auðvitað hugsuð sem póli-
tískt útspil og upphrópun, en flest-
ir eru sammála um að í þetta
skiptið hafi verið hrópað of hátt
yfir of litlu. Þessi krafa formanns
Vinstri grænna er að mínu mati
fullkomið klámhögg.“
Unnið að sölu Landssímans
við erfiðar aðstæður
Áform ríkisstjórnarinnar um
stærstu einkavæðingu til þessa,
þ.e.
sölu Landssímans hafa ekki
gengið eftir og í vikunni sagði ut-
anríkisráðherra að ekkert benti til
þess að Síminn yrði seldur á þessu
kjörtímabili. Sturla var spurður
hvers vegna svona hefði til tekist.
„Stóra ástæðan fyrir þessari
framvindu er óróleikinn í veröld-
inni. Í fyrravor þegar við vorum að
undirbúa sölu leit þetta allt bæri-
lega út en með atburðunum í
Bandaríkjunum 11. september fór
allt á annan endann á öllum mörk-
uðum. Samhliða höfðu fjarskipta-
fyrirtæki og tölvu- og margmiðl-
unarfyrirtæki lent í niðursveiflu.
Símafyrirtæki út um allan heim
höfðu fjárfest ótæpilega, m.a. í
þriðju kynslóð farsíma. Við vorum
því að vinna að sölunni við erfiðar
aðstæður. Það skipti ekki síður
máli að margir hér heima töluðu
mjög gegn því verði sem sett hafði
verið á fyrirtækið og ég tel að það
hafi haft mikil áhrif á hvernig til
tókst. Engu að síður gerðist það
að yfir 600 starfsmenn Símans
keyptu hluti í fyrirtækinu. Þetta
voru þeir einstaklingar sem
þekktu þetta fyrirtæki best og
báru greinilega mikið traust til
þess.
PriceWaterhouseCoopers vann
mjög vandað verðmat á Símanum.
Við treystum á þessa vinnu og trú-
um því að fyrirtækið sé þess virði
sem það hefur verið verðmetið á.
Ég vek athygli á því að Price-
WaterhouseCoopers endurskoðaði
verðmat sitt á fyrirtækinu í fyrra-
haust, m.a. í ljósi breyttra mark-
aðsaðstæðna frá upphaflega verð-
matinu sem lá fyrir í upphafi
sumars, en niðurstaðan varð
óbreytt. Ekkert bendir til annars
en að afkoma síðasta árs og horfur
þessa árs verði í samræmi við
áætlanir.“
Getur þú lýst því fyrir mér í
stórum dráttum hvernig viðræður
við mögulega kjölfestufjárfesta
hafa gengið?
„Þessar viðræður fóru af stað af
mikilli bjartsýni. Það voru 17 að-
ilar sem sýndu því áhuga að kaupa
ráðandi hlut. Samkvæmt upplýs-
ingum frá einkavæðingarnefnd
gengu viðræðurnar bærilega en
mál þróuðust á þann veg að ekki
náðist samkomulag um verð. Það
er hins vegar áfram unnið að
þessu máli, nú undir forystu Ólafs
Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í
forsætisráðuneytinu, sem ég ber
mikið traust til.“
Hefur eitthvað verið rætt við
bandaríska fjárfestingasjóðinn
Providence sem einnig sýndi því
áhuga að kaupa í Landssímanum?
„Einkavæðingarnefnd er að
stokka upp spilin og endurmeta
málið. Nefndin hefur verið í við-
ræðum við TDC og Providence og
þeim viðræðum hefur ekki enn
verið slitið. Stundum gerast hlut-
irnir hratt í svona viðræðum þann-
ig að ég tel ekki útséð um hver
niðurstaðan verður þó vissulega
hafi dregið úr líkum á að þær leiði
til jákvæðrar niðurstöðu.“
Framganga Hreins
óforsvaranleg
Það hafa ýmsir bent á að það
hafi verið mistök að fresta sölunni
til hausts. Halldór Ásgrímsson
segir að framsóknarmenn hafi
hvatt til þess að gengið yrði frá
sölunni sem fyrst. Hvers vegna
var þessi tímasetning valin?
„Mér finnst það broslegt að
heyra framsóknarmenn halda því
fram að ekki hafi verið farið nægi-
lega hratt í einkavæðingu Símans.
Menn verða að muna að það var
ekki fyrr en undir lok vorþingsins
sem tókst að ná lendingu í málið á
Alþingi. Þingið afgreiddi heimild
til sölu Símans á grundvelli til-
lagna einkavæðingarnefndar og í
meðförum þingsins voru ekki gerð-
ar breytingar á frumvarpinu. Hins
vegar voru undirstrikaðar þær
kröfur sem ég hafði áður sett fram
um að fyrirtækið tryggði áfram-
haldandi uppbyggingu fjarskipta-
kerfisins, að símaþjónusta yrði
áfram boðin á hagstæðu verði og
að jöfnuður yrði í verðlagningu á
gagnaflutningum og þjónusta
tryggð um allt land.
Þegar menn ræða um tímasetn-
ingar í sambandi við söluna mega
menn ekki gleyma því að Síminn
var kærður til Eftirlitsstofnunar
EFTA vegna þess að gerðar voru
athugasemdir við stofnefnahags-
reikning fyrirtækisins. Það var
mat okkar að það væri mjög hæpið
að hefja sölu á meðan þessi kæra
væri óafgreidd. Við áttum á hættu
að fá niðurstöðu um að efnhags-
reikningur Símans væri rangur og
menn geta séð í hendi sér í hvaða
stöðu við hefðum þá verið. Við
hefðum getað lent í þeirri stöðu að
þurfa að taka fjármuni út úr fyr-
irtækinu eða jafnvel bæta inn í það
fjármunum eftir að við vorum bún-
ir að selja það.
Auk þess var það mat okkar í
ráðuneytinu og einkavæðingar-
nefndar að undirbúningurinn væri
ekki nægilega langt kominn. Allt
tal manna núna um að við hefðum
getað farið fyrr af stað, stenst ein-
faldlega ekki.“
Hreinn Loftsson, fyrrverandi
formaður einkavæðingarnefndar,
hefur gagnrýnt Landssímann
harðlega og m.a. haldið því fram
að honum hafi verið illa stjórnað.
Hvað finnst þér um yfirlýsingar
Hreins?
„Ég undrast mjög yfirlýsingar
hans, og átta mig í raun ekki á því
hvaða tilgangi þær eiga að þjóna.
Þær skaða bæði hann sjálfan og
fyrirtækið. Þeir sem þekkja til til-
lagna einkavæðingarnefndar og
skýrslu hennar, sjá að fullyrðingar
hans síðustu daga stangast í veiga-
miklum atriðum á við fyrrnefndar
tillögur nefndarinnar og skýrslu
um sölu Símans. Slík framganga
er óforsvaranleg, ekki síst af
manni sem hefur gegnt jafnmik-
ilvægum trúnaðarstörfum fyrir
ríkisstjórnina.“
Hver er kostnaður við einka-
væðingu Símans?
„Ég hef ekki handbærar upplýs-
ingar um það á þessari stundu.
Þær hafa eftir því sem ég best veit
ekki enn verið teknar saman.
Einkavæðingarnefnd mun væntan-
lega gera grein fyrir þessum
kostnaði.“
Þórarinn með mjög
háar launakröfur
Hvers vegna tókst þú ákvörðun
um að ráða forstjóra að Landssím-
anum til fimm ára þegar fyrir lá að
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segist ekki kveinka sér undan gagnrýni
Krafan um afsögn
er klámhögg
Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra segir kröfu
um afsögn fráleita. Hann
segist í viðtali við Egil
Ólafsson hafa náð miklum
árangri í samgönguráðu-
neytinu á mörgum sviðum.
Stjórnmálamenn megi hins
vegar búast við að lenda í
mótbyr í einstökum málum.
Aðalatriðið sé að verkin
standist skoðun.
Morgunblaðið/Sverrir
Sturla Böðvarsson segir að óróleikinn í veröldinni sé stærsta ástæðan fyrir því að áform um sölu hlutabréfa í Landssímanum hafi ekki enn gengið eftir.