Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN A. Jónsson,forstjóri Fangelsismála-stofnunar, er talsmaðurþess að í skilorðseftirlitifelist fyrst og fremst ráð- gjöf og aðstoð svo menn eigi auðveld- ara með að fóta sig úti í þjóðfélaginu. Hann hafnar þeirri skoðun alfarið að skilorðseftirlit hér á landi sé í molum og segir að þetta sé fullyrðing ein- staklinga sem ekki viti hvað þeir eru að tala um. Jafnframt verði þeir sem þessu haldi fram að skilgreina til hvers þeir ætlist af skilorðseftirliti. Hann segir að Fangelsismálastofnun hafi ekki tök á því, né heldur telji hann ástæðu til þess að, að hafa menn inni á gafli hjá þeim sem eru á skilorði. Grund- vallarspurningin sé sú hvað eigi að gera mikið í þessum efnum. Aukið eftirlit getur kallað á harkalegri viðbrögð Þorsteinn nefnir að víða í ná- grannalöndunum sé haldið nánu eft- irliti með því að menn neyti ekki áfengis eða fíkniefna á skilorðstíma til dæmis með því að fara heim til manna og láta þá blása í áfengismæla. „Aukið eftirlit getur kallað á harka- legri viðbrögð og er alltaf þörf á auknu eftirliti? Það er ekki til einfalt svar við þessari spurningu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að skilorðseftirlit sé fjölbreytt flóra úrræða. Í fyrsta lagi geta menn hlotið skilorðsbundna dóma sem almennt séð þýðir ekki annað en að fremji menn ekki refsi- verðan verknað á tilteknu tímabili, falli eftirstöðvar refsingar niður. Fremji menn á hinn bóginn refsiverð- an verknað á tímabilinu, ákvarðar dómstóll refsingu bæði út frá nýja af- brotinu og refsingum hins skilorðs- bundna dóms. Í þessu tilviki er ekki um neitt skilorðseftirlit að ræða. Í öðru lagi geta menn verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi en jafnframt verið dæmdir til að hlíta sérstöku eft- irliti starfsmanna eða fulltrúa Fang- elsismálastofnunar á skilorðstíman- um. Eftirlitið felst, að sögn Þorsteins, fyrst og fremst í því að viðkomandi einstaklingi er veitt aðstoð og ráðgjöf. Þörfin er misjöfn og ræðst af mati Fangelsismálastofnunar á aðstæðum viðkomandi einstaklings. Þeir sem afplána dóma sína með samfélagsþjónustu eru einnig háðir eftirliti sem felst í því að starfsmenn eða fulltrúar Fangelsismálastofnunar fara á vinnustaðina. Kannað er hvort menn hafi mætt til vinnu, hvort þeir hafi mætt á réttum tíma og í einstaka tilvikum er veitt frekari ráðgjöf við þessa einstaklinga ef á þarf að halda. Loks má nefna að þeir sem fá reynslulausn úr fangelsi eru jafn- framt háðir eftirliti stofnunarinnar. Þeir sem fá reynslulausn afplána ann- aðhvort helming eða tvo þriðju af refsingu. Reynslulausnin er háð því skilyrði að viðkomandi fremji ekki refsiverðan verknað á skilorðstíma, sem getur verið eitt til þrjú ár eftir aðstæðum. Sé ekki framið afbrot á þessum tíma fellur refsingin niður. Morgunblaðið/Golli Það er betra að rjúfa ekki skilorð vilji menn vera utan fangelsismúranna. Morgunblaðið/Ásdís Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Þær raddir hafa heyrst að betur mætti standa að skilorðseftirliti hérlendis en gert er. Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir í samtali við Guðjón Guðmundsson að þessi gagnrýni eigi ekki við rök að styðjast. Grundvall- arspurningin sé sú hve mikið eigi að gera í þessum efnum. Hafnar því að skilorðs- eftirlit sé í molum HELGI Gunnlaugsson, dósent ífélagsfræði við Háskóla Ís-lands, segir að beiting skil- orðsbundinna dóma hafi almennt heppnast vel hér á landi og ekki leitt af sér meiri síbrot en beiting annarra viðurlaga. Þrátt fyrir þennan árangur sé ýmislegt hægt að gera til að auð- velda brotamönnum farsæla aðlögun að samfélaginu og sérstaklega mik- ilvægt hvað varðar yngri brotamenn. Aðhald þyrfti að vera virkara með þeim sem fá ákærufrestun, en það er yfirleitt bundið við yngri brotamenn sem eru að brjóta af sér í fyrsta eða annað sinn. Hvað varðar eldri brota- mennina á skilorði eða reynslulausn getur eftirlitið verið tvíbent og huga verði vel að því hvernig því eigi að vera háttað. Í mörgum tilfellum fái menn á tilfinninguna að verið sé að bæta við dóminn og sífellt sé verið að fylgjast með sér í stað þess að þeim séu veitt raunhæf úrræði til að hjálpa sér sjálfir. „Við verðum ætíð að vera vakandi fyrir því á hvaða forsendum við vilj- um byggja skilorðseftirlitið og hvern- ig eftirlitinu eigi að vera háttað. Síðan verður að fylgja því eftir með mark- vissum hætti hvernig skilorðinu eigi að vera sinnt. Einnig þarf aðhaldið að felast í því að gera þeim sem hljóta dóma kleift að komast inn í samfélag- ið að nýju því oft er það mikil þrauta- ganga,“ segir Helgi. Helgi gerði rannsókn ásamt Krist- rúnu Kristinsdóttur lögfræðingi og tveimur bandarískum fræðimönnum á ítrekunartíðni afbrota á Íslandi. Rannsóknin birtist í ritinu Ítrekunar- tíðni afbrota á Íslandi sem var gefið út í febrúar 2001. Niðurstöðurnar hafa vakið talsverða athygli og í síð- asta mánuði birtist grein í British Journal of Criminology, sem er eitt virtasta fagrit á sviði afbrotafræða í heiminum, um niðurstöður þessarar rannsóknar. Úrtakið í rannsókninni er skil- greint sem allir þeir sem luku afplán- un dóms með fangelsisvist eða sam- félagsþjónustu, eða hlutu skilorðsbundinn dóm frá 1. janúar 1994 til 30. nóvember 1998. Notaðir voru þrír mælikvarðar á ítrekunar- tíðni til að fá heildarmynd af endur- teknum afbrotum á Íslandi; ný af- skipti lögreglu, nýr dómur og ný fangelsun. 37% þeirra sem luku fangavist eru fangelsuð á ný Fram kom að innan eins árs höfðu fimm prósent heildarúrtaksins verið fangelsuð á ný, innan þriggja ára 19,5 prósent og innan fimm ára 24 pró- sent. Um það bil tólf prósent þeirra sem luku afplánun á Íslandi voru dæmd á ný innan eins árs frá fullnustudegi, 29 prósent voru dæmd á ný innan þriggja ára og 35 prósent voru dæmd á ný innan fimm ára. Meira en þriðjungur (38,8 prósent) heildarúrtaks kom við sögu lögregl- unnar innan tólf mánaða frá því að hann lauk afplánun, 60 prósent komu við sögu lögreglunnar innan þriggja ára og 68,2 prósent komu við sögu lögreglu þegar þeim hafði verið fylgt eftir í fimm ár. Greiningin á umfangi ítrekunar sýnir að um fjórðungur allra þeirra sem lentu í úrtakinu var fangelsaður á ný, þriðjungur hlaut nýjan dóm og lögregla hafði afskipti af tveimur af hverjum þremur á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðni fyrir þá sem luku fangavist sýndi að 37 prósent voru Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Há ítrekun- artíðni af- brotamanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.