Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 19

Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 19
Fremji menn á hinn bóginn brot kem- ur málið til umfjöllunar og fá menn þá refsingu fyrir nýja brotið og skilorðið bætist þá við. Eftirlitið felst í ráðgjöf og einnig er fylgst með högum manna. Þorsteinn segir að tilgangur eftirlitsins sé fyrst og fremst sá að veita stuðning og að- stoða menn við að ná rétti sínum í þjóðfélaginu sem frjálsir borgarar. Þeir sem afplána dóma á áfanga- heimili Verndar eru í starfi úti í sam- félaginu. Starfsmenn eða fulltrúar Fangelsismálastofnunar fara á vinnu- staði þeirra einu sinni til tvisvar í viku og auk þess er farið á heimilið einu sinni í viku og rætt við einstaklingana. Í skilorðseftirliti felist fyrst og fremst ráðgjöf og aðstoð Þorsteinn segir að grundvallar- spurning í þessu máli sé hvað eftirlitið eigi að vera mikið. „Ég er persónu- lega ekki á því að við eigum að vera eins og lögregla yfir fólki eða fylgjast með öllu einkalífi þess. Ég er talsmað- ur þess að í skilorðseftirliti felist fyrst og fremst ráðgjöf og aðstoð svo menn eigi auðveldara með að fóta sig úti í þjóðfélaginu. Stundum felst hlutverk okkar í því að veita þeim sem eru í samfélagsþjónustu aðhald. Sam- félagsþjónusta er vægasta úrræði af afplánun fangelsisrefsingar. Til þess að úrræðið sé samþykkt í þjóðfélag- inu er mjög mikilvægt að menn kom- ist ekki upp með kæruleysi. Þarna höfum við því mjög virkt eftirlit. Einnig erum við með samninga við viðkomandi vinnustaði sem hafa skyldu til að tilkynna okkur um það ef viðkomandi mætir ekki til vinnu. Okkar eftirlit er til viðbótar við þessa skyldu,“ segir Þorsteinn. Þeir sem ekki mæta til vinnu fá í fyrstu áminningu. Komi það fyrir aft- ur teljast þeir hafa rofið skilyrði þess að sinna afplánun með samfélags- þjónustu. Þorsteinn segir að menn rjúfi almennt ekki skilorð nema með afbroti. Það séu endanlega dómstólar sem meti það hvort skilorð hafi verið rofið. Velta megi þeirri spurningu upp hvort eðlilegt sé að fara með skil- orðsrofið sjálfstætt fyrir dóm til að meta hvort upphefja eigi skilorðið og menn eigi að fara í afplánun. Svo er þó ekki gert núna heldur kemur málið til úrlausnar um leið og metin er sekt og refsing fyrir hið nýja brot. fangelsuð á ný, 44 prósent hlutu nýj- an dóm og 73 prósentum þurfti lög- regla að hafa afskipti af á ný innan fimm ára. Af þeim sem hlutu skilorðsbundinn dóm voru 15 prósent fangelsuð á ný, 29 prósent voru dæmd á ný og 66 pró- sentum hafði lögregla afskipti af á ný innan fimm ára frá þeim degi þegar dómur féll í upphafi. Þeim sem luku samfélagsþjónustu var fylgt eftir í þrjú ár eftir fullnustu og voru 17 prósent þeirra fangelsuð á ný, 22 prósent hlutu nýjan dóm og af 55 prósentum hafði lögreglan afskipti á ný. Skilar réttarkerfið nægilega góðum árangri? „Ítrekunartíðnin hjá okkur virkar því mjög há og stór hópur virðist hverfa aftur til afbrota eftir að hafa afplánað sinn dóm. Það er einnig at- hyglisvert að niðurstöðurnar sýna að í það heila tekið er tiltölulega lítill munur á síbrotum milli þeirra sem hljóta ólíkar tegundir refsinga þegar tillit hefur verið tekið til þess að hér er um ólíka hópa að ræða með ólíka brotasögu. Þetta vekur því óneitan- lega spurningar um hvort réttarkerf- ið hjá okkur skili nægilega góðum ár- angri. Í alþjóðlegu samhengi sjáum við þó að ítrekunartíðni þeirra sem ljúka fangavist á Íslandi er mjög svip- uð því sem tíðkast meðal annarra þjóða, jafnvel þó að sumar þessara þjóða beiti talsvert þyngri refsingum en Íslendingar og búi við harðneskju- legra fangelsisumhverfi en er hér á landi. Engin merki sjást um að þyngri refsingar dragi úr ítrekunartíðni en vísbendingar eru um hið gagnstæða. Þyngri refsingar eru því ekki lík- legar til að draga úr líkum á ítrekun. Niðurstöður benda til þess að beiting skilorðsbundinna viðurlaga og sam- félagsþjónustu, sem að jafnaði fela í sér minni tilkostnað en vistun í fang- elsi, er ekki tengd aukinni tíðni brota í framtíðinni og hljóta það að teljast merkar niðurstöður,“ segir Helgi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 19 NÍTJÁN ára gamall piltur,sem hér verður nefndurJón, er nú í annað sinn í meðferð við fíkniefnavanda sínum. Hann er faðir eins árs drengs en framtíðarhorfurnar eru ekkert sérlega bjartar þótt hann sé allur af vilja gerður til að taka sig á og hefja nýtt líf. Hann er á skilorði og ef hann rýfur það á hann yfir höfði sér þriggja mánaða fangelsi. Kald- ur veruleiki bíður Jóns þegar með- ferð lýkur því hann stundaði sölu á fíkniefnum til að fjármagna eigin neyslu og tókst að efna til hálfrar milljónar króna skuldar við þann sem útvegaði honum fíkniefnin. Innheimtuaðgerðir handrukkar- anna eru hrottafengnar, eins og lýst var í grein í Morgunblaðinu 27. janúar sl. Við ræddum við Jón um þann veruleika sem blasir við hon- um. Rændi bát á fylliríi og eyðilagði hann „Ég var dæmdur í skilorð til tveggja ára og ef ég rýf það fer ég þrjá mánuði í fangelsi. Ég rændi bát á fylliríi í Kópavogshöfn og eyðilagði hann. Ég fékk kröfur á mig upp á 4,2 milljónir kr. Ef ég geri eitthvað af mér og er dæmdur fyrir einhverja smáhluti er tekið harðar á því vegna þess að ég er á skilorði en líkast til fer ég ekki í fangelsi strax. Það er ekki fyrr en ég geri eitthvað stórt af mér að ég er dæmdur eins hart og hægt er fyrir það brot og auk þess koma þá allir hinir dómarnir líka í kjölfarið. Það er annað mál ef maður hefur setið inni og fær reynslulausn. Þá er fylgst með manni. Ég hef sjálfur ekki miklar áhyggjur af skilorði mínu. Ég er í meðferð og ætla ekki að gera neitt af mér,“ segir Jón. Hættan við skyndiákvarðanirnar Jón seldi allar tegundir fíkni- efna; kannabisefni, kókaín, am- fetamín og e-töflur. Jón segir að það sé mjög hart gengið eftir því að fíkniefnaskuldin verði greidd. „Ég er þó líklega búinn að ná að tala hann til en núna er ég að vinna í því hvernig ég fer að því að borga þetta. Það er engin leið fyrir mig að vera edrú með einhverja karla á eftir mér. Það á eftir að kýla mig alveg niður. Ég er búinn að vera hræddur um að vera laminn til óbóta upp á síðkastið en síðan ég kom hérna inn til meðferðar líður mér betur og ráðgjafar mínir mæla með því að ég hugsi þetta eins og ég sé kominn í frí. Hérna er ég á vernduðu svæði og fæ minn tíma til að hugsa hvað ég get gert í málinu. Annars væri hættan sú að ég tæki einhverjar skyndiákvarð- anir, eins og t.d. að brjótast ein- hvers staðar inn eða jafnvel fyrirfara mér. Ég held í von- ina og ég hef trú á því að mér takist þetta,“ segir Jón. Hann segir að það taki langan tíma að greiða skuldina með venjulegri launa- vinnu og þess vegna þurfi hann á láni að halda. Hann segir að fíkni- efnaskuldin sé eins og myllusteinn um hálsinn. Fjármagnaði neysluna með fíkniefnasölu Fyrir ári var Jón einnig í með- ferð og þá með 300.000 kr. skuld á bakinu. Þá voru sendir tveir af hættulegustu handrukkurum landsins á hann til þess að inn- heimta skuldina. „Það sem bjarg- aði mér var að þeir vissu ekki hvernig ég leit út. Ég svaraði ekki í símann á kvöldin en þetta átti stór- an þátt í því að ég féll aftur. En ég náði samt að borga skuldina með ýmsum aðferðum. En þetta varð til þess að ég datt í það og allt byrjaði upp á nýtt. Maður fær engan frið frá þessum heimi. Ég lenti í sama klúðrinu, bara aðeins stærra núna, og ég varð ennþá þunglyndari.“ Jón kveðst hafa verið fíkill frá 14 ára aldri. Hann byrjaði að drekka 12 ára gamall. Síðustu fimm árin hefur hann notað kannabisefni á hverjum degi. 16 ára byrjaði hann að taka e-töflur og selja fíkniefni. „Ég fjármagnaði allt sem ég gerði með fíkniefnasölu. Ég kom mér í þessa stóru skuld með því að nota peninga sem ég átti ekki. Ég fór kannski með 150–200 þúsund kr. út að skemmta mér og það er auðvelt að láta þá peninga hverfa fljótt þegar ruglið er svo mikið að maður veit ekki lengur hvað maður heitir. En ég ætla að losna út úr þessu núna. Ég á árs gamlan strák. Ég er búinn að lifa í þessum heimi og lenda í þessu og ég veit að ég verð alltaf fíkill en ég hef trú á því að mér takist þetta núna.“ Lifað í ótta við hand- rukkarana „Jón“ er 19 ára gamall fíkill í meðferð og á skilorði, en hrýs hugur við 500 þúsund kr. fíkniefnaskuld sem bíður hans þegar hann kemur út í samfélagið á ný. ’ Jón seldi allar tegundirfíkniefna; kannabisefni, kók- aín, amfetamín og e-töflur ‘ UM SÍÐUSTU áramót gegndu 15 ein- staklingar samfélagsþjónustu, sem er eitt refsiúrræðanna. Á sama tíma voru 125 manns á reynslulausn og fjórir með skilorðsbundna náðun. Þá voru 25 einstaklingar á skilorði með sérstökum skilyrðum samkvæmt skilorðsbundnum dómum. Árið 1998 voru veittar reynslu- lausnir 100. Þar af rufu 18 skilyrði reynslulausnarinnar. Sama ár voru dæmdir skilorðsbundnir dómar 478. Þar af rufu 85 einstaklingar skilyrði dómsins, eða 17,8%. Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, leggur það mat á þessar tölur að það sé ekki hátt hlutfall, 18%, sem rauf skilyrði reynslulausnar. Þetta sé því góður árangur. Hið sama megi segja um skilorðsbundnu dómana. Þegar rætt sé um virkni úrræða sé það greini- lega ekkert síður virkt úrræði að dæma menn skilorðsbundið en óskilorðsbundið. Mjög margir haldi almennt skilorð dóma og fremja ekki afbrot á skilorðstímanum. Þetta þýði að ekki þurfi að kosta meiru til sem refsiúrræði og af þessu hlýst samfélagslegur sparnaður. Fáir rjúfa skilorð Öflug vörn í vetur freyðivítamín Með gæðaöryggi 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. Omega 3 6 9 Jurtalýsi Talið gott fyrir hjarta- og æðakerfið. Smyr liðina. Opti L Zinc Öflugt gæðasink Sólhattur Gott fyrir ónæmiskerfið? Acidophilus Fyrir meltinguna og maga Megrun vatnslosun, brennsla Lið-a-mót Tvöfalt sterkara Borgarnesapótek FRÍHÖFNIN Apótek Suðurnesja (Keflavík) Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD DI H F IO 72 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.