Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 20
20 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
I.
Það bar til á miðju sumri ár-ið 1941, að Páll bóndiJónsson á Grænavatni(1890–1969) átti erindiaustur á Hólsfjöll, en þá
var engin brú komin á Jökulsá á
Fjöllum hjá Grímsstöðum (var vígð
10. júlí 1948). Fékk hann því Krist-
ján Þórhallsson í Vogum (f. 1915) til
þess að skjóta sér austur að Jökulsá,
þar sem Grímsstaðamenn biðu hans
með ferjubátinn. Við leikfélagarnir í
Vogum notuðum tækifærið að fá að
sitja í bílnum að Austara-Seli og
ganga þaðan á
Jörund (808
m.y.s.) og vera
aftur komnir í
veg fyrir Krist-
ján, þegar hann
kæmi frá Jök-
ulsá. Félagar
mínir voru þeir
Hallgrímur og
Pétur Jónassyn-
ir. Í frum-
bernsku voru þeir nefndir Hage og
Bebe, síðar Haddi og Pétur, en er
þeir urðu fullorðnir menn fullu nafni,
Hallgrímur Jónasson (1928–2000) og
Pétur Jónasson (1929–1994). Far-
kosturinn var nýr Ford-vörubíll, ár-
gerð 1941, sem kom til landsins á
grind, en síðan var smíðað á hann
fimm manna hús á Laugum í
Reykjadal, en þar var aðalsmiðurinn
Halldór Víglundsson (1911–1977).
Kristján vann einnig að smíðinni
með Halldóri, en bíllinn kostaði kr.
11.000 á grind, en hvað húsið kostaði
er mér ekki kunnugt. Bíllinn fékk
skráningarnúmerið Þ-11.
II.
Við félagarnir þurftum að hafa
hraðann á, því Kristján áætlaði að
koma að austan eftir um þrjá tíma.
Bæði var, að bílvegurinn var þá ófull-
kominn og sums staðar ólagður, allra
síst upphlaðinn, aðallega gamli reið-
vegurinn. Veður var hið fegursta, sól
og hiti, en okkur miðaði vel áfram,
fyrst að Litla-Jörundi, en síðan var
lagt á sjálfan Jörund. Vegagerðar-
menn höfðu gengið á fjallið skömmu
áður, svo við höfðum nokkuð góða
lýsingu á aðstæðum þarna. Sóttist
okkur gangan nokkuð vel, þar til
nálgaðist toppinn, þá var þar stór-
grýti mikið, sem var svo laust í skrið-
unum, að ég óttaðist mest að lenda
með fótinn niður á milli þessara
steina, og þá óvíst hvort hann kæmi
upp heill. Þó fór allt vel að lokum og
náðum við vörðunni á toppi fjallsins
fljótlega eftir ævintýrið í skriðunni.
Flaska var felld inn í vörðuna og þar
bréfmiði, þar sem stóð, að vega-
vinnuflokkur Péturs í Reykjahlíð
(1898–1972) hefði klifið fjallið á nýju
Íslandsmeti, 30 mínútum. Við skild-
um eftir okkar miða í flöskunni og
tilkynntum, að við hefðum slegið met
þeirra vegavinnumanna og gengið á
fjallið á 29 mínútum. Menn fóru létt
með sannleikann á þessum árum,
enda engin Omega-tímatökuúr með í
för. Eitthvert nesti höfðum við fé-
lagarnir haft með okkur, flatköku-
sneiðar og mjólkurflösku. Snæddum
við nestið á fjallstoppinum, en héld-
um síðan niður af fjallinu og völdum
nú skárri leið en upp á fjallið. Hröð-
uðum við ferð okkar sem mest við
máttum, því við vissum, að Kristján
yrði að líkindum kominn í Austara-
Sel, þótt við værum öruggir um, að
ekki færi hann til byggða án okkar.
Stóðst það nokkuð á endum, að við
náðum í áfangastað og Þ-11 kom
brunandi að austan. Þeir Páll höfðu
beðið eitthvað eftir ferjubátnum frá
Grímsstaðamönnum og Kristján
ekki haldið af stað til baka, fyrr en
hann sá, að þeir hefðu örugglega náð
landi hinum megin árinnar. Nema
hvað, til Reykjahlíðar komum við um
kvöldverðarleytið og man ég gerla,
hvað Sigurður bóndi Einarsson
(1884–1954) mælti til mín, er ég sté
út úr bílnum: „Leifur, á hvaða fjall
ætlið þið að ganga næst?“
III. Gengið á Eilíf
Ekki mátti ég til þess hugsa að
valda Sigurði í Reykjahlíð vonbrigð-
um, svo næst var stefnan tekin á Ei-
líf. Vorið 1941 stóðu yfir miklar girð-
ingarframkvæmdir á vegum Sauð-
fjárveikivarna ríkisins. Vinnuflokkur
úr Mývatnssveit var þar að störfum
að girða yfir Grjótháls sem liggur
milli Eilífs og Dettifoss og skilur
hreppsfélögin Kelduhverfi og Skútu-
staðahrepp (Mývatnssveit). Þetta
var nokkurra vikna verkefni. Um
flutning á girðingarefni og vistum til
vinnuflokksins sá Kristján í Vogum á
hinum nýja bíl sínum, Þ-11. Með
honum í eina slíka ferð fór ég og
komum við í tjaldbúðir girðingar-
manna síðla dags og sváfum í tjaldi
hjá þeim um nóttina. Vel gekk að af-
ferma bílinn og fegnir voru þeir að fá
nýja mjólk, smér, andaregg og fleira
góðmeti, því nokkuð var gengið á
matarbirgðir þeirra. Einnig höfðum
við meðferðis nokkra netstubba, sem
þeir Jónassynir í Vogum, Stebbi og
Nóni, höfðu pantað. Félagar þeirra
hlógu mikið að sendingu þessari,
„hvað á að gera við silunganet, þegar
enginn er báturinn“?
IV.
Eilífur er strýtulaga móbergs-
hnjúkur, 698 m.y.s. vestur frá Detti-
fossi. Sést hann víða að, því hann rís
þar einstakur upp af sléttum heiða-
löndum. Eilífsvötn er veiðivatn suð-
ur af fjallinu Eilíf og er vatnið aðeins
eitt, þótt nafnið sé í fleirtölu. Tjald-
búðir girðingarmanna voru á bökk-
um vatnsins, en í því var nokkur sil-
ungur. Eigi er mér kunnugt um,
hver kom fyrst með frjóvguð hrogn
eða jafnvel lifandi silung í vatnið, en
nafn Illuga Jónssonar (1909–1989) í
Reykjahlíð hefur oft verið nefnt í
sambandi við þessa tilraun til eldis.
Sennilega hefur þetta verið urriði,
sem nú var orðinn að vænum brönd-
um, sem Mývetningar kalla þessa af-
urð, hvort sem er urriði eða bleikja.
Nú fara Stebbi og Nóni að búa sig
undir að leggja netin á álitlegum
stöðum í vatnið og enn hlógu fé-
lagarnir að þeim, en þeir svöruðu
einum rómi: „Við leggjum þau á
sundi og vitjum um á sundi.“ Vatns-
hiti er ekki mikill í fjallavötnum Mý-
vatnsöræfa, en þetta afrek þeirra
bræðra var aðeins eitt af mörgum á
þeirra merku lífsleið, sem gerði þá
að þjóðsagnapersónum þegar á unga
aldri. Eilífsvötn liggja í 354 metra
hæð yfir sjávarmáli. Jón Jónasson
(Nóni) var fæddur í Vogum í Mý-
vatnssveit 24. okt. 1917 og dó 30. ág.
1990 í Reykjavík, en Stefán Jónas-
son (Stebbi) var fæddur í Vogum 11.
júní 1919 og dó í Reyjavík 22. ág.
2000. Þeirra kappa mun lengi verða
minnst, a.m.k. hættu girðingarmenn
að hlæja að þeim félögum, er þeir
hámuðu í sig nýsoðinn urriðann úr
vatninu, því vel hafði aflast. Urriða-
seiðum var sleppt í vatnið árið 1934,
en Þingvallableikju sleppt í vatnið
upp úr 1970. Bleikja er nú í miklum
meirihluta í vatninu (upplýsingar
Veiðimálastofnunar).
V.
Eftir góðan svefn í tjaldinu og
kjarngóðan morgunverð lögðum við
Kristján í fjallgönguna. Veður var
hið ákjósanlegasta, sól og hiti. Sótt-
ist okkur gangan vel og ekki urðum
við fyrir vonbrigðum með útsýnið,
enda sést Eilífur víða að eftir því sem
Ólafur Jónsson ritar í I. bindi Ódáða-
hrauns: „Lækur er kemur sunnan úr
Hágöngum rennur þar í vesturenda
vatnsins, en norðan við vatnsendann
rís einstakt, burstlagað fjall, sem Ei-
lífur nefnist og er hvorki fyrirferð-
armikið né hátt í lofti, en sést þó úr
órafjarlægð norðan úr Öxarfirði og
Núpasveit, austan af Hólsfjöllum og
langt sunnan úr Ódáðahrauni.“ Í
lægð spölkorn suður frá enda Eilífs-
vatna eru rústir af eyðibýlinu Hlíð-
arhaga, sem fór í eyði árið 1878, síð-
asti ábúandi Gottskálk Þorkelsson
(1840–1898) sem fyrst flutti að
Kelduneskoti í Kelduneshreppi, en
árið 1883 hélt hann til Kanada með
fjölskyldu sína, þar sem hann lést 1.
apríl 1898. Í Hlíðarhaga var lengi
leitarmannakofi eftir 1878, sem
byggður var upp úr rústunum og
komum við Haraldur bróðir minn
þangað ríðandi sumarið 1944, er
hann var að halda upp á stúdents-
próf sitt (lýðveldisstúdent). Við vor-
um vel ríðandi, Haraldur á Stóra-
Rauð Óskars Illugasonar í Reykja-
hlíð, en ég á Glófaxa Hallgríms
Þórhallssonar í Vogum. Var sú ferð
ógleymanleg, enda veður hið feg-
ursta.
VI. Efnistaka á Hrafntinnuhrygg
Í júlí 1941 berst Kristjáni í Vogum
pöntun á bílfarmi af hrafntinnu, sem
hann skyldi afla á Hrafntinnuhrygg,
sem liggur miðja vegu milli Kröflu
og Jörundar. Þar sem Þ-11, hinn
Minningar úr Mývatnssveit
Þriggjafjallasumarið 1941
Sumir hafa talið, segir
Leifur Sveinsson, að hrafn-
tinnan á Þjóðleikhúsinu sé
úr Hrafntinnuhrygg á Mý-
vatnsöræfum, en svo mun
ekki vera.
!
" # $
$
Leifur Sveinsson
Ljósmynd/Oddur Sigurðsson
Hrafntinnuhryggur.
Ljósmynd/Oddur Sigurðsson
Eilífur, Hrútafjöll og Eilífsvötn í forgrunni.