Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 24
LISTIR
24 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
veturinn 1998. Eins og nafnið ber
með sér er verkið samið með ensku-
mælandi flautuleikara í huga. Þetta
verk er einskonar rapsódía, byrjar í
eftirhermuformi, léttu og lipru, þá
tekur við flókin tilraun til að ná fram
margskonar hugblæ og hrynmynstr-
um í samspili sem rennur inn í hressi-
legan kafla. Verkið endar með ein-
faldri raddsetningu á þekktu íslensku
þjóðlagi,“ segir Eiríkur Árni um
fyrra verk sitt. Um Aldarsól segir
hann: „Aldarsól var samið í Keflavík á
vordögum 1999. Verkið byrjar í mik-
illi birtu á efsta hluta píanósins, og
eftir mikið ferðalag endar verkið á
dýpstu nótum þess. Á ferðalaginu
birtast margs konar músíkmyndir í
formi íslenskra þjóðlaga, pólyfóníu,
mjúks flautudúetts, píanósóló sem
rennur aftur inn í þrenndarleikinn.
Þá tekur við smáblús, svo endar allt í
þrástefsleik sem deyr smám saman
út.“
FIMM verk fyrir flautu verða frum-
flutt á tónleikum Myrkra músíkdaga í
Listasafni Íslands á morgun, mánu-
dag, kl. 20. Eftir Eirík Árna Sig-
tryggsson verða flutt tvö verk, Ice &
fire fyrir tvær flautur og Aldarsól fyr-
ir tvær flautur og píanó, Dropaspil
fyrir flautudúó eftir Þorkel Sigur-
björnsson, Þættir ’01 fyrir flautu og
píanó eftir Finn Torfa Stefánsson og
Afagull fyrir flautudúó eftir Mist Þor-
kelsdóttur. Flytjendur eru flautuleik-
ararnir Martial Nardeau og Guðrún
S. Birgisdóttir. Þeim til fulltingis er
Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari.
„Afagull er samið fyrir Guðrúnu og
Martial sl. vor. Það er númer 3 í röð
þriggja flautuverka sem tengjast
börnunum mínum þremur. Afagull er
skemmtileg blanda af systkinum sín-
um en er þó alveg einstakur,“ segir
Mist um Afagull.
Um verk sitt Þættir ’01 fyrir flautu
og píanó segir Finnur Torfi: „Ég
hafði um hríð haft hug á því að semja
verk fyrir hinn ágæta flautuleikara
Martial Nardeau og lét verða af því í
lok árs 2000. Verkinu lauk ég í byrjun
2001 og er nafnið af því sprottið.
Þættirnir eru tveir. Sá fyrri er frekar
hægur með fjörugri sprettum. Sá síð-
ari er allur hægur.“
„Ice and Fire er samið í Keflavík
Fimm flautuverk frumflutt
á Myrkum músíkdögum
Morgunblaðið/Sverrir
Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir og Snorri Sigfús Birgisson ásamt tónskáldunum Eiríki Árna Sigtryggs-
syni og Finni Torfa Stefánssyni.
nema í allra víðtækustu merkingu
orðsins.
Við blasir að „Uppgufaðir vatns-
litir á pappír“ Sólveigar – vatnslit-
aðar arkir í plastsvuntum sem
teygja sig óreglulega eftir endi-
löngum veggnum á miðgangi Kjar-
valsstaða – er röð vatnslitamynda
og þar af leiðandi meir í ætt við tví-
víðar, litaðar teikningar og málverk
en höggmyndir. Með því að vísa til
þeirra sem „Uppgufaðra vatnslita“
fær hún þó áhorfandann til að gæla
með sér við þá hugmynd að verkin
séu þrívíð. Litarefnið er alltént þrí-
vítt, eins og vel má sjá í smásjá.
Hitt er látið liggja milli hluta að
samkvæmt þessari skilgreiningu
eru allar vatnslitamyndir að stofni
til úr uppgufuðum vatnslitum því
varla er það nokkurn tíma til siðs að
sýna blautar vatnslitamyndir. Sól-
veigu hefur þó tekist ætlunarverk
sitt með ágætum, sem er að fá okk-
ur til að hugsa skilgreiningu efni-
viðarins upp á nýtt og efast um
óskorað réttmæti fyrri flokkunar.
Að þessu leyti er hún í ætt við Der-
rida, sem hafnar ekki viðteknum
skilgreiningum en leyfir sér þó að
afhjúpa takmarkanir þeirra.
Níels hafnaði snemma viðteknum
forsendum höggmyndarinnar, þótt
hann hafi sýnt sig vera fæddur
verkmaður á því sviði. Ólíkt end-
urreisnarmönnum fimmtándu aldar
sem yfirgáfu unnvörpum gullsmíð-
ina til að gerast myndhöggvarar
eða arkitektar, nema hvort tveggja
væri, nálgaðist Níels æ meir sýn-
ingarkassana eftir því sem á feril
hans leið. Að hann skyldi enda uppi
sem safnstjóri, Safnasafnsins á
Svalbarðsströnd, ætti ekki að koma
svo mjög á óvart. Raðtækni hans,
eða seríalismi, og rík tilfinning fyrir
möguleikaleik með einfaldar form-
breytur, tilbrigði og útúrdúra hent-
ar afbragðsvel fyrir sýningarkassa.
Hins vegar er Níels einnig málari
eins og Sólveig. Sýningarkassinn
með penslunum í regnbogans litum,
eða marglit kubbabyggðin í öðrum
kassa, undir gleri, ber vott um lit-
ræna þörf í meiri mæli en gerist og
gengur meðal myndhöggvara.
Svartur litur verkanna í enn einum
kassanum – sum þeirra eru úr
gúmmíi – dugar ekki til að draga
fjöður yfir málarann sem Níels
fóstrar með sér. Eins og Adorno
hélt fram þá er svart raunlitur nú-
tímans. Litagleðin sem brýst fram
sem andstæða svarta litarins felur
einungis kolað eðli nútímahyggj-
unnar. Þessir þættir virðast aug-
ljósir þegar sýningarkassar Níelsar
eru bornir saman.
Þannig er sýning Níels Hafstein
og Sólveigar Aðalsteinsdóttur í til-
efni af þrjátíu ára afmæli Mynd-
höggvarafélagsins í Reykjavík frá-
bær vottur um útvíkkun hugtaksins
höggmynd í listþróun á síðustu ára-
tugum.
MYNDHÖGGVARAFÉLAG
Reykjavíkur er þrjátíu ára. Af því
tilefni hefur sýningarstjórn þess –
skipuð þeim Pétri Erni Friðriks-
syni, Ólöfu Nordal og Helga Hjal-
talín – valið sex listamenn – tvo og
tvo í senn – til að halda sýningar í
miðrými Kjarvalsstaða. Það eru
þau Sólveig Aðalsteinsdóttir og
Níels Hafstein sem ríða á vaðið með
yfirlætislausa sýningu, sem þó
leynir á sér, ekki síst vegna þess
hve þeim starfsfélögunum þykir
augljóslega gaman að vinna saman.
Þau Sólveig og Níels eru bæði af
þeim skóla sem álítur list vera ein-
lægustu tegund sjálfstjáningar,
hafna yfir allt veraldlegt þras á
borð við smekkvísi, markaðsgildi
eða aðra ytri verðleika. Það þýðir
að verk þeirra verða ekki metin eft-
ir forskrift um það hvernig góð
myndlist á að vera. Það skondna við
val sýninganefndarinnar á þeim
Níels og Sólveigu er sú staðreynd
að hvorugt þeirra er myndhöggvari
Höggmyndin
vítt skilgreind
Verk eftir Níels Hafstein.
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Til 24. febrúar. Opið daglega
frá kl. 10–18.
HÖGGMYNDALIST
NÍELS HAFSTEIN & SÓLVEIG
AÐALSTEINSDÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson
Á miðgangi Kjarvalsstaða er röð vatnslitamynda eftir Sólveigu. KATRI Vala (1901–1944) lést ung á
heilsuhæli. Hún hefur verið talin í
fremstu röð finnskra skálda og er
jafnvel skipað við hlið Edith Söder-
gran.
Skáldsystir Vala og vinkona, Helvi
Hämäläinen (1907–1998), á grein um
hana í Books from Finland 4/2001 og
er greinin þáttur endurminninga
hennar.
Hún minnir á að þrátt fyrir fátækt,
erfiðleika og veikindi hafi Vala verið
trú einkunnarorðunum Memento viv-
ere! Mundu að lifa!
Þjóðfélagsgagnrýni og bölsýni
setja svip á verk Vala, en hún til-
heyrði hópi svokallaðra Kyndilbera í
finnskum skáldskap og hún orti á
finnsku. Eitthvað hefur verið þýtt á
íslensku eftir hana. Meðal þess er
þýðing eftir Jóhannes úr Kötlum sem
birtist í Annarlegum tungum (1948).
Hvíta hjartað nefnist ljóðið.
Það hefst á þessu erindi:
Einhver hefur grátið í sífellu.
Dag og nótt hef ég heyrt ekkann.
Til einskis hef ég hlaupið burt:
ég fékk ekki umflúið hann.
Lokaerindið er ástríðufyllra,
myndmálið ríkt:
„Úr hverju hefur hún dáið?“
Aftureldingin beygði roðnandi ásjónu sína
yfir hvítt hjarta
sem lá útflennt innan um smárana.
Einhver hafði drukkið úr því.
Hämäläinen segist strax hafa
heillast af Katri Vala og þótti hún
snemma bera af öðrum samtíma-
skáldum. Sjálf var hún stundum í vafa
um skaldskap sinn, var ekki alltaf viss
um hvort hún væri gott skáld eða
vont.
Sjálf var hún ekki viss um pólitískt
gildi verka sinna en það hafði sín áhrif
að eiginmaður hennar var eindreginn
kommúnisti og sat lengi í fangelsi fyr-
ir Sovétvináttu.
Berklarnir lögðu Katri Vala að velli
og hún dó áður en hún fékk viður-
kenningu að ráði. Harmleikir voru
allt í kringum hana og mannlegur
harmleikur varð hlutskipti fjölskyldu
hennar. Hún gladdist þó yfir litlu í fá-
tækt sinni og var trú vinum sínum og
velunnurum.
Eftir lát hennar gerðist enn einn
harmleikurinn. Eiginmaður hennar
myrti hjúkrunarkonu, gamlan vin
fjölskyldunnar, sem hann hafði boðað
heim til sín og sonur hennar framdi
sjálfsmorð í Svíþjóð, 29 ára að aldri.
Bréf frá henni sem birtast í tímarit-
inu sýna persónugerð hennar vel.
Alltaf er hún jákvæð og vongóð þrátt
fyrir allt.
Ljóð Katri Vala eru óvenju kraft-
mikil og full af lífsvilja. Hún gleðst yf-
ir náttúrunni og tilfinningar hennar
eru sterkar. Þetta eitt og sér nægði
ekki ef vantaði skáldlegt myndmál.
En af því hefur Katri Vala nóg og það
skipaði henni meðal brautryðjenda í
finnskum skáldskap.
Mundu að lifa! var kjörorð sem hún
fór eftir þótt dauðinn væri ávallt í ná-
munda við hana. Á berklahælinu í
Svíþjóð eygði hún sem áður von, en
þangað hafði hún komist fyrir hjálp
sænskra skáldbræðra. Dvölin varð
aftur á móti ekki löng því að dauðinn
tók í taumana og hún sá ekki Finn-
land aftur.
Það var kannski eins gott vegna
þess að von hennar um skáldabústað
og viðurkenningu var tekin frá henni
en án vitundar hennar sem betur fer
eins og vinkona hennar, Hämäläinen,
minnir á.
MUNDU
AÐ LIFA!
Finnska skáldkonan
Katri Vala hefur verið
talin meðal helstu
skálda Finna. Jóhann
Hjálmarsson bendir á
nýleg skrif um hana eft-
ir skáldsystur hennar
og vinkonu.
johj@mbl.is