Morgunblaðið - 17.02.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.02.2002, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 25 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu far- arstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnis- ferðir á meðan á dvölinni stendur. Vorin eru fallegasti tími ársins á suð- ur-Spáni og hvergi er betra að dvelja en í þessum yndislega heimshluta og á báðum áfangastöðum bjóðum við þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 37.400 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Flug- sæti eingöngu. Alm. verð kr. 39.270. Verð kr. 51.900 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Pinar, 3 vikur, 7. apríl með 8.000 kr. afslætti. Skattar ekki innifaldir. Alm. verð kr. 54.495. Verð kr. 69.000 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 7. apríl, 3 vikur, með 8.000 kr. afslætti. Völ um aukaviku. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Almennt verð kr. 72.450. Vorferðir Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm 7. og 10 apríl frá kr. 37.400 Costa del Sol Verð kr. 41.000 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára El Faro, 2 vikur, 8. maí með 10.000 kr. afslætti. Alm. verð kr. 43.155. Verð kr. 56.100 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára El Faro, 10. apríl, 4 vikur með 10.000 kr. afslætti. Alm. verð kr. 58.905. Verð kr. 76.900 M.v. 2 í íbúð, El Faro, 4 vikur, 10. apríl með 10.000 kr. afslætti. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Alm. verð kr. 80.745. Benidorm ÞRÖSTUR Magn- ússon, grafískur hönnuður, var nýver- ið heiðraður af sam- tökum frímerkjasafn- ara í Kanada, Canadian Study Unit, fyrir hönnun á ís- lensku frímerki fyrir árið 2000. Fékk hann af því tilefni sent heiðursskjal frá sam- tökunum, þar sem segir að umrætt frí- merki þyki best hannaða frímerkið á árinu 2000. „Heiðursskjalið var sent Íslandspósti en síðan hefur Íslandspóstur sent skjalið til mín,“ segir Þröstur í samtali við Morgunblaðið. Hann kveðst því lítið vita um þessa viðurkenningu en telur líklegt að valið hafi stað- ið á milli frímerkja sem tengdust Kanada á einhvern hátt. Frímerk- ið er gert eftir málverki Árna Sigurðssonar frá árinu 1950 og sýnir íslenska landnema við Winnipegvatn í Kanada. „Frumgerð frímerkisins er handunnin með svo- kallaðri stálstungu sem er óhemju tíma- frek aðferð. Er það svipuð aðferð og er notuð við prentun peningaseðla. Það var sænski stál- stungumeistarinn Martin Mörck sem sá um stálstunguna.“ Þröstur hefur hannað frímerki í um tuttugu og fimm ár. „Ég hef sennilega hannað um 200 ís- lensk frímerki á þess- um tíma,“ segir hann. Þröstur bendir á að þótt frímerki séu notuð í æ minna mæli haldi þau ávallt gildi sínu sem góð landkynning. Hannaði íslensku myntina Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hönnun Þrastar á frímerkj- um vekur athygli, því sömu sam- tökin, Canadian Study Unit, veittu frímerki hans frá árinu 1992 viðurkenningu. „Það frí- merki tengdist fundi Ameríku. Var á því mynd sem minnti á Kristófer Kólumbus og Leif Ei- ríksson.“ Þá voru frímerki hönn- uð af Þresti valin fallegustu frí- merki ársins árið 1992, af franska tímaritinu Timbroloisirs. Auk þess sem Þröstur hefur hannað frímerki fyrir Íslandspóst hefur hann unnið fyrir Seðla- banka Íslands. Hann hannaði m.a. myntina sem notuð er í dag sem og fjöldann allan af minnispen- ingum. Hlýtur viðurkenn- ingu fyrir hönnun á íslensku frímerki Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Frímerki sem valin voru fallegustu frímerki ársins 1992 af franska tímaritinu Timbroloisirs. Frímerki sem Þröstur Magnús- son hannaði fyrir árið 2000. Frímerki sem Þröstur Magnús- son hannaði fyrir árið 1992. Þröstur Magnússon Í GALERI 19rouge í miðborg Lúxemborgar stendur nú yfir sýning Erlu Þórarinsdóttur. Verkin eru frá undanförnum tveimur árum, unnin með olíu- litum og silfurlaufum á striga. Titill sýningarinnar er „Tim- ings“ og skírskotar til tilurðar- tíma verkanna og birtingar- form tímans í oxunarferli silfurs. Sýningin stendur til 23. febr- úar. Verk eftir Erlu Þórarinsdóttur. Íslensk myndlist í Lúxemborg Norræna húsið Tvær kvikmyndir verða sýndar til minningar um rit- höfundinn Astrid Lindgren. Lína Langsokkur í Suðurhöfum, Pippi Långstrump på de sju haven verð- ur sýnd kl. 14 og Bræðurnir ljóns- hjarta, Bröderna lejonhjärta kl. 15.45. Myndirnar eru ekki text- aðar. Aðgangur ókeypis. Kennsluráðgjafar Norræna húss- ins bjóða nú nemendum í 5. bekk að koma í heimsókn í Norræna húsið og kynnast nokkrum verka Astrid Lindgren. Unnin verða margvísleg verkefni byggð á verk- um skáldkonunnar auk þess sem sýnt verður brot úr einni af þeim fjölmörgu kvikmyndum sem gerð hafa verið eftir sögum hennar. Kennarar geta bókað tíma hjá kennsluráðgjöfum Norræna húss- ins. Bíósalur MÍR Kvikmyndin Sannir vinir verður sýnd kl. 15. Myndin var gerð í Moskvu fyrir 48 árum og er þar sagt frá fullorðnum mönnum, sem rifja upp atvik úr bernskunni. Leikstjóri er Mihaíl Kalatozov, en hann leikstýrði kvikmyndinni Trönurnar fljúga. Tónlistin er eftir Tikhon Khrenni- kov, en meðal leikenda eru Vasilíj Merkúríjev, Boris Andrejev og Alexei Batalov. Skrýningar eru á ensku og er aðgangur ókeypis. Húnabúð, Skeifunni 11 Hún- vetningafélagið í Reykjavík gengst fyrir menningardegi og hefst dag- skráin kl. 14. Fram koma kunnir hagyrðingar að norðan; Pétur frá Höllustöðum, Jóhann í Holti, Gísli á Mosfelli, Óskar í Meðalheimi og Páll í Sauðanesi. Ágúst á Geita- skarði stjórnar þessum þætti dag- skrárinnar. Þá syngur Húnakór- inn, ungt fólk í söngnámi syngur ein- og tvísöng og tvítug stúlka leikur á píanó. Kynnir er Vilhjálmur Pálmason frá Holti á Ásum. Skriðuklaustur Einar Már Guð- mundsson rithöfundur heldur sögustund kl. 15. Þar mun hann segja gefa fólki innsýn í verk sín með upplestri og spjalli. Einar Már dvelst um þessar mundir í gestaíbúð Gunnarsstofnunar. Mánudagur Listaklúbbur Leikhúskjallarans Carlos Sánchez frá Perú og Al- berto Sánchez Castellón frá Kúbu sýna dans kl. 20.30. Þeir hafa báð- ir stundað dans frá unga aldri. Þeir kenna báðir salsa í Kramhús- inu. Í nokkur ár starfaði Alberto með kunnu götuleikhúsi í Habana á Kúbu, „La gigantería“ (Risunum), þar sem hann lék listir sínar á stultum. Hann mun taka á móti klúbbgestum fyrir utan Þjóðleik- húsið á stultum. Í DAG Astrid Lindgren
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.