Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nýr farði
Silkimjúk,
semi-mött áferð.
4 litir.
BIODROGA
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi.
Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri.
Jurta - snyrtivörur
Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson,
Sigurður Skúlason, Sólveig Arnars-
dóttir, Valdimar Örn Flygenring,
Valur Freyr Einarsson og Þórunn
Lárusdóttir. Aðstoðarmaður leik-
stjóra er Helga E. Jónsdóttir og
sýningarstjóri er Ingibjörg Elfa
Bjarnadóttir.
Veislan verður frumsýnt á
Smíðaverkstæðinu um miðjan apríl.
Veislan byggist á dönsku dogma-
myndinni Festen. Hún fjallar um
sextugsafmæli Helga en atburða-
rásin tekur skyndilega óvænta og
ógnvænlega stefnu. Frumsýning er
fyrirhuguð um miðjan apríl á
Smíðaverkstæðinu. Þýðandi er Ein-
ar Kárason, leikgerð Bo Hansen.
Tónlistarumsjón: Jóhann G. Jó-
hannsson. Búningar: Þórunn S.
Þorgrímsdóttir og Filippía Elísdótt-
ir. Leikmynd: Þórunn S. Þorgríms-
dóttir. Leikstjóri: Stefán Baldurs-
son. Leikendur eru Arnar Jónsson,
Brynhildur Guðjónsdóttir, Elva
Ósk Ólafsdóttir, Erlingur Gíslason,
Friðrik Friðriksson, Hilmir Snær
Guðnason, Inga María Valdimars-
dóttir, Kjartan Guðjónsson, María
Pálsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason,
Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Þóra Friðriksdóttir og
Achou Yapi Donatien. Aðstoðar-
maður leikstjóra er Guðný María
Jónsdóttir.
Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson, Viktoría og Georg, verður
frumsýnt á Litla sviðinu í vor. Sag-
an lýsir ástarsambandi sænsku
skáldkonunnar Victoriu Benedicts-
son og danska bókmenntajöfursins
Georgs Brandesar. Árið 1888
framdi Victoria sjálfsmorð á hót-
elherbergi í Kaupmannahöfn.
Leikmynd og búninga hannar
Rebekka A. Ingimundardóttir, lýs-
ingu Ásmundur Karlsson. Leik-
stjóri er Hlín Agnarsdóttir. Leik-
arar eru Guðrún S. Gísladóttir,
Nanna Kristín Magnúsdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson. Aðstoð-
armaður leikstjóra er Helena Stef-
ánsdóttir.
HJÁ Þjóðleikhúsinu standa nú yfir
æfingar á fjórum leikritum.Þrjú eru
eftir íslenska höfunda og eitt eftir
erlendan höfund, en það er Veislan,
Festen, eftir Thomas Vinterberg og
Mogens Rukov. Íslensku verkin eru
Jón Oddur og Jón Bjarni, byggt á
sögu Guðrúnar Helgadóttur,
Strompleikurinn eftir Halldór Lax-
ness, en það er sýnt í tilefni af ald-
arafmæli skáldsins og Viktoría og
Georg eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Æfingar á leikritinu Jón Oddur
og Jón Bjarni eru nú langt komnar
og er frumsýning fyrirhuguð 3.
mars.
Í byrjun apríl er ætlunin að
frumsýna Strompleikinn á Stóra
sviðinu. Þetta er skopleikur með al-
varlegan undirtón og segir frá
mæðgunum frú Ólfer og Ljónu sem
búa í niðurníddum bragga í Reykja-
vík. Þær hafa hin ótrúlegustu ráð til
að komast af.
Leikmynd og búninga hannar
Rebekka A. Ingimundardóttir, lýs-
ingu Páll Ragnarsson. Tónlist er
eftir Hilmar Örn Hilmarsson og
leikstjórn er í höndum Kristínar Jó-
hannesdóttur. Leikarar eru Atli
Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti
Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir,
Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sig-
urðarson, Kristbjörg Kjeld, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Linda Ás-
geirsdóttir, Marta Nordal, Ólafía
Fjögur leik-
verk æfð í Þjóð-
leikhúsinu
Morgunblaðið/Þorkell
Aðstandendur Veislunnar lesa verkið saman.
Morgunblaðið/Ásdís
Strompleikurinn samlesinn.
Morgunblaðið/Ásdís
Frá samlestri á Viktoríu og Georg.
HINN árlegi boðberi Sögufélags
Skagfirðinga, Skagfirðingabók,
kom út fyrr á þessu ári í 27. sinn.
Telst það vera lokahefti í IX.
bindi, því að allt frá upphafi hafa
ítarlegar manna- og staðanafna-
skrár fylgt þriðja hverju hefti, svo
og leiðréttingar fyrir þrjú hefti.
Föst hefð er á fyrirkomulagi
Skagfirðingabókar. Fremst er löng
ritgerð um einhvern látinn Skag-
firðing. Síðan koma ritgerðir og
frásöguþættir. Allt fjallar efnið um
liðna tíð eins og samir ársriti sögu-
félags.
Þetta ársrit hefst á langri rit-
gerð um kunnan Sauðárkróksbúa,
Jörgen Frank Michelsen, úrsmið.
Ber ritgerðin heitið Danski úr-
smiðurinn sem varð Skagfirðingur.
Sagt frá Jörgen Frank Michelsen,
úrsmið á Sauðárkróki. Höfundur
er sonur þess sem ritað er um,
Franch Michelsen, úrsmíðameist-
ari. Michelsen kom til Sauðár-
króks sumarið 1907, þá hálfþrítug-
ur. Hann átti eftir að búa og starfa
á Sauðárkróki til ársins 1945. Eftir
það var hann í Reykjavík með
stuttri viðkomu í Hveragerði, uns
hann lést árið 1954, 72 ára að
aldri. Michelsen var um margt
hinn merkilegasti maður. Hann
var prýðilegur fagmaður, en að
öðru leyti athafnasamur dugnaðar-
maður. Hann kom mikið við út-
gerðarsögu Sauðárkróks og rak
talsverðan búsakap af kaupstað-
arbúa að vera. Dýrahald hans var
fjölskrúðugt: Kýr, hestar, kindur,
geitur, gæsir, endur, svín og geit-
ur. Og verslun rak hann talsverða.
Michelsen kvæntist eyfirskri
ágætiskonu og eignuðust þau tólf
börn, fimm dætur og sjö syni. Öll
náðu þau fullorðinsaldri utan ein
dóttir. Franch, sem ritgerðina
skrifar, er elstur sonanna, fæddur
1913 og er því að verða 88 ára.
Ekki verða þó ellimörk á ritsmíð
hans séð. Hún er lipur og skýr í
framsetningu og raunsönn, að ég
hygg. Er þó ekki auðvelt að rita
um nákomna vandamenn, svo vel
fari á. Æviferill Michelsens er rak-
inn skilmerkilega. Lesandinn fær
góða innsýn í þetta stóra og starf-
sama heimili og jafnframt birtist
sýn yfir mannlíf á Sauðárkróki á
þessu tímabili. Mér virðist, að
Franch hafi verið öðrum færari að
skrifa þessa ritgerð vegna þess
hversu vel hann þekkti til.
Næsta ritgerð er eftir Hannes
Pétursson og nefnist Á fæðing-
arstað Stephans G. Stephan fædd-
ist á kotbýlinu Kirkjuhóli, skammt
frá Víðimýri. Kirkjuhóll hefur fall-
ið nokkuð í skugga Víðimýrarsels,
þar sem Stephan dvaldist nokkr-
um árum síðar. Er það að ósekju.
Hannes gerir glögga grein fyrir
því hvar Kirkjuhóll er og hvar
bæjarhúsin muni hafa verið, en
rústir þeirra hafa nú verið jafn-
aðar við jörðu. Leggur hann til að
staðurinn verði merktur eða það
sem betra væri, að bærinn yrði
endurreistur samkvæmt skýrum
heimildum, sem til eru um bygg-
inguna. Raunar telur hann að ann-
að verkefni ætti að hafa forgang.
Svo vill til að hjá Ytra-Skörðugili
er ungmennafélagslundur. Konráð
Gíslason, Fjölnismaðurinn og mál-
fræðingurinn, fæddist á Löngu-
mýri, en dvaldist um hríð í æsku
sinni á Ytra-Skörðugili. Þar í lund-
inum, sem hann vill nefna Kon-
ráðslund, mælist hann til að reist
verði minnismerki um Konráð. Það
finnst mér vissulega góð ábending.
Sigurjón Páll Ísaksson á hér
grein, sem ber heitið Skriðan á
Kjarvalsstöðum 30. maí 1994. Er
þar lýst mikilli aurskriðu, sem féll
á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Er
þessu mikla skriðufalli og afleið-
ingum þess nákvæmlega lýst og er
lýsingin studd góðum myndum.
Séra Björn Jónsson á Akranesi
(Blöndhlíðingur) skrifar hér grein
er hann nefnir Komstu skáld í
Skagafjörð. Þrjú vestur-íslensk
ljóðskáld úr Skagafirði. Eru þar
sögð deili á Kristni Stefánssyni,
Magnúsi Markússyni og Stephani
G. Stephanssyni. Tvö þau fyrr-
nefndu munu flestum gleymd og
er þarft að segja frá þeim og verk-
um þeirra. Kannski hefði fjórði
Skagfirðingurinn, Sveinn Símonar-
son frá Gauksstöðum, mátt fljóta
með.
Múrinn rauði á Hólum er at-
hyglisverð ritgerð eftir Ásgeir
Jónsson hagfræðing frá Hólum í
Hjaltadal. Hann færir rök að því
að múr einn fagurlega gerður í
kringum kór dómkirkjunnar á
Hólum, úr rauðu mógrýti úr Hóla-
byrðu, hafi verið gerður á 15. öld
af Gottskálki biskupi Kenikssonar
og hafi hann átt að vera til styrkt-
ar dómkirkju þeirri, sem Pétur
Nikulásson lét byggja. Fram til
þessa hafa menn talið að múr þessi
væri eldri eða frá tíð Auðunar
rauða og átt að vera upphaf að
nýrri kirkju. Það telur höfundur
varla geta staðist. Múr þessi var
brotinn um 1760 og steinarnir not-
aðir í kirkju þá er nú stendur.
Andrés H. Valberg á hér tvo
frásöguþætti. Annar þeirra segir
frá Áslaugu Sívertsen, sem fædd
og uppalin var á Selnesi á Skaga,
en fluttist síðar til Reykjavíkur.
Hinn þátturinn nefnist Loðsilung-
ur.
Magnús H. Helgason ritar stutt-
an þátt um framboðshugmyndir
Indriða Einarssonar í Skagafirði
árið 1883. Er þar stuðst við bréfa-
skriftir. Ekkert varð úr framboði
Indriða, enda varð honum fljótt
ljóst, að stuðningur yrði lítill.
Barnshvarf í Hornbrekku er
stutt frásögn eftir Axel Þorsteins-
son í Litlu-Brekku. Segir þar frá
því er sex ára drengur hvarf frá
nefndum bæ og fannst ekki fyrr en
ári síðar.
Í lok ritsins eru athugasemdir
og leiðréttingar við tvö undanfar-
andi hefti og að lokum skrár yfir
nöfn manna og staða.
Skagfirðingabók er nú eins og
jafnan einkar læsilegt og fróðlegt
rit og vandað í alla staði.
Ársrit Sögufélags
Skagfirðinga
BÆKUR
Þjóðfræði
Rit Sögufélags Skagfirðinga,
XXVII. árgangur
Ritstjórn: Gísli Magnússon, Hjalti
Pálsson, Sigurjón Páll Ísaksson,
Sölvi Sveinsson
Reykjavík 2001, 240 bls.
SKAGFIRÐINGABÓK
Sigurjón Björnsson