Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 29
Um hvað
snúast stjórnmál?
Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðis-
flokksins í Valhöll mánudags-, þriðjudags- og
fimmtudagskvöld frá 18. febrúar til 7. mars.
Fyrirlestrar og umræður, m.a. um:
borgarmálin
fjölmiðla og stjórnmál
flokksstarfið
hlutverk sveitarfélaga
menntun og menningarmál
heilbrigðisþjónustu
áhrifaríkan málflutning
listina að vera leiðtogi
Ísland í samkeppni þjóðanna
Dagskráin er kynnt á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins,
www.xd.is á hnapp Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari
upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi
disa@xd.is.
LAUGARNESKIRKJA verður vett-
vangur tónleika þriggja kvenna í
kvöld kl. 20.00. Konurnar eru
Gerður Bolladóttir sópransöng-
kona, Berglind María Tómasdóttir
flautuleikari og Júlíana Rún Indr-
iðadóttir píanóleikari. Þær flytja
verk eftir frönsk og íslensk tón-
skáld sem öll eiga það sameiginlegt
að vera samin við ljóð þar sem nótt-
in er vegsömuð í öllum sínum fjöl-
breytileika. Gerður Bolladóttir
segir að fyrst verði leitað í sjóði
meistaranna Debussys og Faurés.
„Þar verðum við með lög eins og
Eftir draum og Stjörnubjört nótt.
Þetta eru allt fallegar og grípandi
laglínur og lýsa vel rómantískri
næturstemmningu. Við brjótum
prógammið upp með lögum eftir
Albert Roussel, en lög hans hafa
ekki verið mikið sungin hér á landi.
Annað verkið, Næturgalinn, er ein-
göngu fyrir rödd og flautu. Í því er
mikill húmor og þar eru dregnar
upp skemmtilegar andstæður, ann-
ars vegar glaða og ástfangna næt-
urgalans og óhamingjusama unga
mannsins, sem er alltaf að bera sig
saman við söng næturgalans. En í
niðurlagi lagsins er komið að stúlk-
unni sem ungi maðurinn elskar;
hún heldur fyrir eyrun til að þurfa
ekki að hlusta á hann syngja. Hitt
verk Roussels er við ljóð eftir Rons-
ard og heitir Himinn, loft og vind-
ur. Það er falleg náttúrulýsing.
Ungur maður horfir á fegurð nátt-
urunnar og biður himininn, vind-
inn, hæðirnar, slétturnar, runnana,
árbakkana, hellana, skógana, túnin
og blómin að bera ástinni sinni
kveðju. Þetta er sem sagt mjög
rómantísk og falleg landslagslýs-
ing og í fornum þjóðlegum stíl.“
Gerður segir að þótt Roussel hafi
verið samtímamaður Debussys og
Faurés, sé tónlist hans gjörólík tón-
list þeirra og stíll hans frekar ný-
klassískur. Það verður ekki bara
sungið á tónleikunum, því Berglind
María leikur tvö flautuverk, annað
eftir Roussel og hitt eftir Fauré. Þá
syngur Gerður íslensk lög þar sem
nóttin er enn í öndvegi. Þetta eru
Vögguvísa og Þei, þei og ró, ró eft-
ir Björgvin Guðmundsson, Nótt eft-
ir Árna Thorsteinsson og Sofnar
lóa eftir Sigfús Einarsson.
Nóttin í
öllum
sínum
myndum
Morgunblaðið/Þorkell
Júlíana R. Indriðadóttir, Gerður Bolladóttir og Berglind Tómasdóttir.
LÍFIÐ er mótsagnakennt og
margslungið. Tilbrigði þess eru fleiri
en sandkorn á sjávar-
strönd. Og trúin á
svar við öllu. Svör Sig-
urbjörns eru að sínu
leyti einföld. Trúar-
traustið eitt búi manni
öruggan samastað í
hörðum heimi. Aðeins
þar muni skjól að
finna fyrir lífsins
hrakviðrum. Í trúnni
finnurðu sannleikann
og lífið. Eigi að síður
ber að varast að
leggja í trúna ein-
hvers konar verald-
legan skilning. Guð er
staðreynd. En hver
skilur almættið?
Þessu svarar Sigur-
björn svo:
En þú getur skynjað hann,
í náttúrunni, í náunganum,
í sjálfum þér
og í allri sköpuninni,
allt í kringum þig.
Það er sem sagt fagnaðarerindi
trúarinnar og þar með trúin á lífið
sem Sigurbjörn boðar í ljóðum sín-
um. Trúarjátning hans er því jafn
einföld og fáorð sem hún er auðskilin:
Jesús er lífgjöfin
þín og mín.
Hvort heldur horft er til hvers ein-
staks ljóðs fyrir sig eða bókar þess-
arar í heild er ljóst að boðskapurinn
verður til á undan ljóðinu. Ljóðform-
ið er höfundinum aðeins farvegur eða
tjáningarleið til að segja það sem
honum liggur á hjarta. Það styrkir
boðskapinn en veikir ljóðið. Þar við
bætist að Sigurbjörn fer hefðbundn-
ar leiðir í boðun sinni. Vanabundin
orð og hugtök kristinna fræða eru
honum meira mál en svo, að hann
hætti á endurnýjun eða breytingar.
Þar að auki er trúarvissa hans svo
sterk að efi kemst naumast að. Krist-
indómur Sigurbjörns einkennist af
fyrirgefningartrú og farsældar-
hyggju. Efasemdamanninum er bent
á að einnig hann sé guðsbarn sem
eigi í vændum náð og miskunn. Í
samræmi við það lifir
maður svo best, að hann
festist ekki í fortíðinni
heldur horfi fram á veg-
inn. Sterk áhersla er
lögð á jákvætt hugarfar
og kærleika manna á
meðal. Ennfremur er
minnt á að ævi og líf séu
tvö aðskilin hugtök. Æv-
in sé skammvinn en lífið
sé eilíft.
Af þessu er ljóst að
hugarheimur höfundar-
ins er bjartur og friðsæll.
Hann er ekki að glíma
við andstæður og mót-
sagnir. Hann veit af tog-
streitu þeirri og mis-
sætti, sem einatt kemur
upp í daglega lífinu. En lausnin er
jafnan einföld fyrir þann sem trúir. Í
stöku ljóði er vikið að tómleika þeim
sem hljóti að umlykja hinn vantrúaða
sem »þumbast í gegnum daginn« í
leiðindum og sljóleika. Og sá, sem
fortakslaust hafnar ljósi trúarinnar,
á þetta í vændum:
Sú ógæfa er uppspretta,
kulda, sjálfshöfnunar,
ósigurs, ófullkomleika,
eilífs dauða.
Sigurbjörn Þorkelsson býr yfir
ærinni mælsku og eindregnum vilja
að koma boðskap sínum á framfæri.
Stíll hans ber hvors tveggja merki.
Að ytri gerð er bókin hin vand-
aðasta. Kápuna prýðir mynd af skín-
andi sól yfir blikandi haffleti. Myndin
sú má vera táknræn fyrir leiðarljós
trúarinnar eins og það birtist lesand-
anum á síðum bókarinnar.
Boðskapur ljóðs
BÆKUR
Ljóð
Ljóðabók eftir Sigurbjörn Þorkelsson.
124 bls. Útg. Sigurbjörn Þorkelsson.
Prentun: Offset ehf. 2002
LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM
Sigurbjörn
Þorkelsson
Erlendur Jónsson
Á horni Skólavörðustígs og
Klapparstígs, sími 551 4050
Útsalan
stendur yfir