Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 30

Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ mjög grófa áferð og er fossinn t.d. ofinn úr koparþræði og ólituðum jútuþráðum. Í umgjörðina nota ég mismunandi tóna af bláum jurta- lit, sem vísar dálítið skemmtilega til breytileika, litbrigða og sífelld- rar hreyfingar vatnsins,“ segir Sigrún en jútan er efniviður sem hún notar mikið í textílvefnaði sínum. „Jútan er jurt sem vex í Sri Lanka og hefur mjög langa og grófa þræði, sem gott er að vinna með. Ég er einstaklega hrifin af þessum efniviði, og keypti heilan farm af honum sem komið hafði með skipi frá Sri Lanka og átti að selja norskri kaðalverksmiðju. Ég komst yfir farminn eftir að verk- smiðjan, sem farin var að notast við nælon í kaðlagerðina, hafnaði honum,“ segir Sigrún. Tengslin við ættjörðina Þann tíma sem Sigrún hefur verið búsett í Noregi hefur hún viðhaldið ákveðnum tengslum við Ísland, m.a. með reglulegri þátt- töku í sýningarverkefnum. „Ég hef verið meðlimur í Textílfélag- inu og FÍM og sýndi m.a. í Gerð- arsafni á afmælissýningu text- ílfélagsins árið 1999. Þá hef ég sýnt með föður mínum Steinþóri Marínó Gunnarssyni í Norræna húsinu, Hafnarborg og Listasafni ASÍ,“ segir Sigrún. „Ættjörðin hefur hins vegar togað í mig og hefur mig langað til að láta reyna á atvinnutækfæri heima á Íslandi. Ég flutti því alfarið heim í sumar og ætla að sjá hvernig málin þróast. Og hvernig finnst þér að starfa hér sem myndlistarmaður í sam- anburði við dvölina í Noregi? „Það hefur nú ekki reynt mikið á samanburðinn þar sem ég er ný- komin heim. Hins vegar er mark- aðurinn auðvitað mjög lítill hér heima, og eftirspurnin eftir text- íllist lítil í samanburði við það sem ég kynntist í Noregi. Hins vegar bý ég að því að hafa haslað mér völl úti, og hafa þau verkefni sem ég hef unnið undanfarið ár öll verið fyrir norska aðila, m.a. list- skreytingin fyrir Skagerak Nett. Um þessar mundir er ég að vinna að listskreytingu sem ég fer með til Sandefjord og þrjú önnur verk fyrir norskan markað bíða. Þann- ig hafa verkefnin í Noregi leitt eitt af öðru og hentar það mér mjög vel að vinna að þeim hér heima. Ég hef hins vegar fengið fyrirspurnir varðandi sýningu hér heima, og vonast því til þess að geta haldið sýningu áður en langt um líður,“ segir Sigrún að lokum. um byggingum.“ Meðal stofnana sem Sigrún hefur unnið listkreyt- ingar fyrir í nágrenni Stavern, eru Sjúkrahús Vestfold-fylkis í Tönsberg, ráðhúsið í Nötteröy kommune, Orkuveita Larvik og Lardal auk banka og hótelbygginga. Síðastliðið haust lauk Sigrún við að vinna listskreytingu í anddyri Orku- og rafveitustofnunar Sandefjord, Skage- rak Nett / Sand- efjord Engergiverk, og fjölluðu dagblöð lofsamlega um verk Sigrúnar og tveggja annarra listamanna er valin voru til verksins. Keypti heilan skipsfarm Sigrún segir reynsluna af list- skreytingarverkefnum ákaflega mikilvæga, enda kalli þau á ákveðna vinnu með samspil verks og rýmis. „Verkefnið sem ég vann fyrir Skagerak Nett fékk ég í byrjun árs 2001. Verkið er unnið inn í anddyri nýrra höfuðstöðva orkuveitunnar, sem þá voru enn í byggingu,“ segir Sigrún. Verkið nefnist einfaldlega „Orka“ og er á sjöunda metra á hæð og minnir á foss sem steypist fram af kletta- brún. Þannig leitaðist Sigrún við að tengja verkið þeirri starfsemi SIGRÚN Steinþórsdóttir hefur verið búsett í Stavern í Vestfold- fylki í Noregi þar sem hún hefur öðlast mikla viðurkenningu á sviði textíl- og myndvefn- aðar. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar á Norð- urlöndum og víðar og hefur unnið listskreyt- ingar fyrir opinberar og einkastofnanir víða í Vestfold-fylki. Síðast- liðið sumar flutti hún heim eftir hartnær þrjátíu ára dvöl í Nor- egi að loknu námi þar. Sigrún lætur mjög vel af búsetunni í Vest- fold, þar sem hún hef- ur tekið virkan þátt í myndlistar- og menn- ingarstarfi. „Það hefur verið mjög gott að búa í Stavern og enda hef ég haft í mörgu að snúast. Samhliða minni eigin listsköpun, hef ég jafnframt kennt handmennt og myndvefnað á ólíkum skólastigum og nám- skeiðum og hefur það starf ekki síður verið mér kært,“ segir Sig- rún. „Í Noregi er jafnframt mikil hefð fyrir veflist og listskreyt- ingar unnar úr textíl. Þar er því mikil eftirspurn eftir textíllist og hef ég haft talsvert mikið að gera á því sviði. Bæði hafa verið keypt eftir mig verk til ýmissa stofnana og fyrirtækja, og hef ég fengið listskreytingarverkefni í opinber- sem stofnunin stendur fyrir, um- hverfi hennar og sögu í Vestfold- fylki með vísun í vatn, strauma og þá orku sem beisluð er í fossum. „Um leið mótaði ég verkið með rýmið í huga, enda kom ég inn í verkefnið þegar enn var verið að vinna að smíði hússins. Það hefur Flutt heim eft- ir þrjá áratugi Textílverkið Orka eftir Sigrúnu Steinþórsdóttur prýðir anddyri ný- byggingar Orku- og rafveitustofnunar Sandefjord. Sigrún Steinþórsdóttir Sigrún Steinþórsdóttir textíllistakona er orðinn þekktur listamaður á sínu sviði í Noregi, þar sem hún hefur búið um langt skeið. Nú hefur Sigrún flutt heim og for- vitnaðist Heiða Jóhannsdóttir af því tilefni um störf hennar heima og heiman. heida@mbl.is SIGURÐUR Jónsson organleikari frá Seyðisfirði hlaut styrk úr Minn- ingarsjóði Karls J. Sighvatssonar á dögunum. Minningarsjóður Karls J. Sig- hvatssonar var stofnaður árið 1991 af vinum og velunnurum Karls en hann lést í bílslysi það ár. Sjóðurinn hefur úthlutað árlegum styrkjum síðan þá, einkum til þeirra sem hyggja á framhaldsnám erlendis í orgel- og hljómborðsleik. Á annan tug styrkþega hafa hlotið styrki úr sjóðnum til þessa, auk þess sem út- hlutað hefur verið til viðgerða á krikjuorgelum, útgáfu kennslugagna í organleik o.fl. Sigurður hyggur á nám hjá hinum kunna organmeistara J.E. Goettsche. Formaður sjóðsins er Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri en auk þess sitja í úthlutunarnefnd Sigrún Karlsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ellen Kristjánsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson. Morgunblaðið/Kristinn Haukur Guðlaugsson afhendir Sigurði Jónssyni styrkinn. Með þeim á myndinni eru Sigurður Rúnar Jónsson og Jakob Frímann Magnússon. Sigurður Jónsson organisti hlýtur styrk ÞAÐ er orðið langt um liðið síð- an undirrituð kom á tónleika í Gerðubergi. Með tilkomu nýrra tónleikahúsa, hefur þetta móður- hof ljóðatónleika á síðustu ára- tugum að ósekju nokkuð fallið í skuggann. Það var gott að koma aftur í hlýlegan sal Gerðubergs og rifja upp þá tíma, þegar þau Elísabet Þórisdóttir Gerðubergs- stjóri og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari ruddu brautina með því að kynna okkur hvert söng- efnið af öðru á reglubundnum tónleikum. Margt þeirra söngvara sem þar steig fram í fyrstu hefur síðar náð langt í sönglistinni, og má þakka Gerðubergi fyrir það að hafa gefið okkur tækifæri til að heyra í þessu fólki á þeim tíma þegar það var enn í mótun. Á sunnudag var það Ingveldur Ýr Jónsdóttir sem söng, og með henni var píanóleikarinn Richard Simm. Efnisskráin var samsett af lögum sem stillt var upp í þrjá flokka eftir viðfangsefni; söngvar meyju, móður og drósar. Sígaunaljóð Brahms voru heldur dauf í flutningi Ingv- eldar Ýrar. Þar var margt vel gert, en flutninginn vantaði þó þann hita og neista sem skilur á milli þess sem er gott og frábært. Þó skar sig úr fimmta lagið, þar sem sí- gauninn býður stúlk- unni sinni upp í dans; Ingveldur Ýr túlkaði það glæsi- lega. Richard Simm lék Brahms ákaflega fallega og músík- alskt, og hafði tilfinninguna fyrir stíl hans í hendi sér. Söngvar frá Auvergne eru ynd- isleg lög byggð á þjóðlögum og með texta á máli sem er horfið. Þessi lög eiga mjög vel við söng- konuna og í heild voru þau skín- andi vel flutt. Framúrskarandi pí- anóleikur Richards Simm hafði líka sitt að segja til að gera flutn- ing laganna góðan. Best var lagið um spunastúlkuna, þar sem Ingv- eldur Ýr túlkaði vel erótíska tví- ræðni ljóðsins þar sem spunast- úlkan, sem áður var saklaus hjarðmær, sýnir að hún er ekki öll þar sem hún er séð. Lög um mæður hófust með því að Ingv- eldur Ýr söng án undirleiks, Sofðu unga ástin mín. Það var hreint út sagt stórkostlegt að heyra þann söng í rökkvuðum salnum, og hápunktur tón- leikanna. Fleiri vögguljóð fylgdu, þar með lag úr Vöggu- ljóðum fyrir þýskar verkakonur eftir Hanns Eisler sem var mjög fínt í flutningi Ingveldar og Rich- ards. Drósarlögin voru þó þau lög þar sem hæfileikar Ingveldar Ýrar nutu sín best, enda er hún bæði húmoristi og afbragðs leikkona. Þar var hvert lagið öðru betra, og lokalagið um dívu heimsveldis- ins eftir Satie allra best, en þar sýndu listamennirnir snilldar- takta í kostulegum tilþrifum. Þetta voru skínandi góðir tón- leikar þótt Brahms hefði mátt vera örari og kvikari. Það sem þó truflaði gagnrýnanda var mynd- sýning á vegg ofan við flytjend- urna, þar sem brá fyrir eins og klippimyndum ýmist af lista- mönnunum á sviðinu eða skyggnumyndum í miklu litrófi og á kvikri hreyfingu, þannig að tónlistin og myndlistin stríddu hvor gegn annarri í stað þess að fallast í faðma. Sýningin hefði getað verið áhugaverð út af fyrir sig, en í þessu samhengi átti hún ekki við, og var beinlínis til þess fallin að draga athyglina frá tón- listinni. TÓNLIST Gerðuberg Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Richard Simm fluttu Sígaunaljóð eftir Brahms, Söngva frá Auvergne eftir Canteloube, þjóðlagið Sofðu unga ástin mín og Vöggukvæði eftir Emil Thoroddsen; sönglög og ljóðasöngva, aríur og kab- arettlög eftir Manuel de Falla, Hanns Eisler, Jacques Offenbach, Francis Poulenc, William Bolcom, Kurt Weill og Eric Satie. Sunnudag kl. 17.00. LJÓÐATÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir Ingveldur Ýr Jónsdóttir Dívur og drósir í Gerðubergi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.