Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 31

Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 31 SÝNINGIN Hús í hús í vestursal Kjarvalsstaða er í rökrænu framhaldi af öðrum verkum Hannesar Lárus- sonar frá síðustu árum. Skipanin er samsett úr ellefu módelhýsum, kof- um eða skálum, sem minna töluvert á smáhýsi þau sem prýddu einmitt þennan sama sal fyrir ári eða svo, þegar heimsþekktum arkitektum var boðið að hanna lítil hús í anda alþýð- legra sumarskála í útjaðri evrópskra stórborga á 19. öld. Skálarnir ellefu eru tengdir með köplum eftir hverjum upplestur Hannesar hleypur hús úr húsi. Orð, setningar, hendingar og stuttir textar berast innan úr einu húsi í senn. Til að fylgjast með upplestrin- um þurfa gestir að ramba á réttan skála og opna dyrnar að honum. Inn- gangurinn er þrengsti hluti vistar- veranna og sá hinn eini sem sker sig úr því hver hurð er í sínum sérstaka lit. Eins og ætíð blandar Hannes sjálfur litina sem hann notar. Fyrir honum er blöndun lita ein af grund- vallarathöfnum myndlistarmannins. Grunnform skálanna er ekki ósvip- að lögun hylkis þess sem hýsir geim- fara sem skotið er út fyrir gufuhvolf- ið. Innandyra er stigi upp á svefnloft, en hurðarhúnarnir eru í formi hnúaj- árns. Af svefnloftinu sést út um kúpt- an plastglugga, en þakið er gert að því er virðist úr álþynnum, ekki ósvipuðum þeim sem notaðar eru í offset-prentun dagblaða. Þá er fram- an á hverju húsi steypt málmausa með hreyfanlegu skafti í formi púka- hauss. Upp úr þakinu gægjast spjóts- oddar sem tákna eiga vafurloga. Önn- ur húshlið hvers skála er máluð líkt og um grófan krossvið væri að ræða, en hin hliðin er líkust hlöðnum múr- steinum. Og hvað skyldi þessi skipan svo fyrirstilla? Næsta auðvelt er að geta sér til um það hvað tala skálanna táknar. Í knattspyrnuliði eru ellefu manns svo líkast til er um liðsheild sé að ræða. Klefaform skálanna bendir þó til þess að liðsheildin sé ekki mjög mann- blendin. Í hverjum þeirra eru ástund- aðar klifkenndar einræður fjarri öll- um félagsskap. Varla er hægt að verjast þeirri hugsun að um þjóð- félagsgagnrýni sé að ræða þar sem okkur Íslendingum er líkt við ein- angraða liðsheild þar sem hver þenur sig í sínu horni. Eins mætti skoða skipanina sem allegoríu, eða tákn- rænt ígildi íslenska listaheimsins. Annar veggur skálanna heldur varla vindi, ekki frekar en kofa- ræksni lötu grísanna sem úlfurinn blés um koll. Hinn veggurinn er eins rammgerður og steinhús atorkusama grísabróðurins sem bjargaði letingj- unum tveim frá því að lenda í gini vargsins. Um ausuna og vafurlogann er erfiðara að spá. Þessi postmódern- íski skrautauki er ofhlæði eða lang- sótt viðbót án nokkurra viðhlítandi skýringa; eða hvað? Styrkur Hannesar opinberar gjarnan veikleika hans. Rismikilli skálaþyrpingunni í vestursal Kjar- valsstaða, með áleitnum textaflutn- ingi listamannsins – óborganlega áþekkum hreintunguþáttum Út- varpsins – sem gefur gestum meira en nægilegt fóður til heilabrota þar sem þeir þjóta frá einni hurð til ann- arrar, er ógnað af litlum, merking- arrýrum útúrdúrum. Þannig geldur hið markvissa fyrir fremur ólöguleg- ar ausur og loga sem ógna sprengi- krafti heildarinnar. Sem betur fer eru þessar viðbætur ekki nægilega áleitnar til að draga úr ágæti þorps- ins sem heildar en þar er tilviljuninni ef til vill meira fyrir að þakka en ásetningi listamannsins. Alltént má fínstillt sjón starfsbræðra Hannesar ekki við svona samræmisskelfi. Þeir geta þó skekið úr sér hrollinn yfir ágætri sýningarskrá sem rekur feril Hannesar í prýðilegum texta Gunnars J. Árnasonar, fagurfræð- ings, og endar á nokkur konar rúsínu í pylsuendanum; dúkkulísuskála í smækkaðri mynd með öllu tilheyr- andi. Þar er meira að segja listamað- urinn sjálfur íklæddur sérkennileg- um fangabúningi með fjórdera derhúfu; bráðsmellinni táknmynd ístöðulauss eltingarleiks okkar við skyndilausnir og einnota frelsunar- kenningar. Af þessu má ráða að sýn- ing Hannesar er alltof margræð til að framhjá henni verði gengið. Litlir kassar… allir eins? MYNDLIST Kjarvalsstaðir Til 1. apríl. Opið daglega frá kl. 10–18. BLÖNDUÐ TÆKNI HANNES LÁRUSSON Morgunblaðið/Sverrir Skálaþorp Hannesar Lárussonar í vestursal Kjarvalsstaða. Halldór Björn Runólfsson ENSKA ER OKKAR MÁL Innritun í fullum gangi Ensku talnámskeið Einnig önnur fjölbreytt enskunámskeið Susan Taverner Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is Julie Ingham Sandra Eaton Edward Rickson Susannah Hand Joon Fong Kennsla í Reykjavík, Selfossi og á Akureyri Opið í dag sunnudag kl.1-5 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun á útsölunni Allt að 70% afsláttur Þú getur gert góð kaup á þessari útsölu... ...enn er mikið til af vönduðum og spennandi vörum á miklum afslætti. Nýtt kortatímabil eva Laugavegi 91, 2 hæð, sími 562 0625 Dæmi: Ozone trékylfur ....kr. 3.000 ZO-ON barnaregngalli jakki + buxur ........kr. 8.500 Loksins loksins - GOLF - útsala Allt að 50% afsláttur Dæmi: PING TiSI dræver...kr. 39.000 Footloy skór .............kr. 5.900 Titleist 990 golfsett kr. 69.000 GOLFBÚÐIN, Strandgötu 28, Hafnarfirði, símar 565 1402, 898 6324

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.