Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 33

Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 33 ar hér var komið sögu réð Standard Oil yfir 80– 90% af veigamiklum þáttum olíumarkaðarins í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu spáðu talsmenn fjármálafyrirtækjanna á Wall Street öllu hinu versta fyrir atvinnulífið í Bandaríkjunum vegna aðgerða Roosevelts, eins og fjármálafyrirtæki gera alltaf, bæði hér og þar og annars staðar, af því að þau horfa jafnan á mál af þessu tagi út frá mjög þröngu sjónarhorni. Hinn 15. maí 1911, rúmlega 20 árum eftir að Shermanlögin höfðu verið sett, kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna upp dóm í þeim málaferlum, sem Roosevelt hafði hleypt af stað fimm árum áður. Þegar forseti réttarins hafði á tæplega klukku- tíma lesið upp dómsorðið var ljóst að dagar Standard Oil voru taldir. Dómurinn gaf fyrir- mæli um, að fyrirtækið skyldi leyst upp, forráða- menn þess fengu sex mánuði til þess og þeim var bannað að endurreisa það í nokkurri mynd. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur hér í blaðinu 26. janúar sl. kemur fram, að dómurinn í máli Standard Oil er ekkert einsdæmi í Bandaríkj- unum. Árið 1983, fyrir tæpum tuttugu árum, var símafyrirtækinu AT&T skipt upp í eitt langlínu- fyrirtæki og sjö staðbundin fyrirtæki. Áður hafði málaferlum gegn IBM verið hætt vegna þess, að markaðurinn sjálfur hafði tekið völdin af því fyr- irtæki. Fyrir nokkrum mánuðum kom ákveðin niðurstaða í málaferli á hendur Microsoft, sem knúði fyrirtækið til þess að veita samkeppnisfyr- irtækjum aðgang að ákveðnum upplýsingum, sem eiga að bæta markaðsstöðu þeirra. Skyldur stjórn- málamanna EINS og sjá má af þeirri sögu, sem hér hefur verið rakin, að vísu á þann veg, að einungis er drepið á örfá atriði, er það ekkert nýtt að stjórnmálamenn velti fyrir sér stöðu fyr- irtækja með ráðandi hlutdeild á markaði. Og það er síður en svo fráleitt að þeir geri það. Þvert á móti má segja, að þeim beri skylda til þess, vegna þess, að um gífurlega almannahagsmuni getur verið að tefla. Við Íslendingar búum að mörgu leyti í mikilli einangrun. Við getum ekki haft þann hátt á eins og Norðurlandaþjóðir og Evrópuþjóðir að keyra yfir landamæri til næsta lands ef okkur mislíkar við þá sem selja vörur og þjónustu hér. Við eigum fárra kosta völ. Verzlunaraðilar eiga líka fárra kosta völ í sín- um viðskiptum. Þeir geta t.d. tæpast flutt vörur til landsins nema með tveimur skipafélögum og ef samkeppni er ekki virk þeirra í milli er úr vöndu að ráða fyrir þá, ef þeir telja að flutnings- gjöldin séu of há. Neytendur almennt kvarta undan því, að ekki sé samkeppni milli olíufélag- anna, a.m.k. ekki í verði eins og alþjóð veit. Og svo mætti lengi telja. Fyrir áratug var að mati almennings mjög virk samkeppni á matvörumarkaði og sagt var að Pálmi í Hagkaup hefði tryggt launþegum meiri kjarabætur en verkalýðsfélögin hefðu nokkru sinni gert. Nú er upplifun almennings sú, að þessi samkeppni sé að mestu horfin. Þetta er hins vegar ekkert nýtt hér á Íslandi. Meiri hluta 20. aldarinnar litu einkarekstrar- menn svo á, að Samband íslenzkra samvinnu- félaga væri orðið einokunarveldi, sem vildi leggja undir sig hverja smáatvinnugrein, sem til var í landinu. Sambandið og kaupfélögin réðu allri matvöruverzlun á landsbyggðinni og forráða- menn þess töldu sjálfsagt að þeir hefðu a.m.k. þriðjung alls matvörumarkaðar á höfuðborgar- svæðinu. Kaupfélögin tóku meira að segja ákvarðanir um hvað bændur keyptu eins og frægt varð, þegar þau ákváðu hverjir skyldu vera áskrifendur að dagblaðinu Tímanum og drógu áskriftargjöldin frá innleggi bændanna í kaup- félögin. Þegar Sambandið var fallið lýsti Morgunblaðið þeirri skoðun, að einokun einkafyrirtækja væri ekkert betri en einokun sambandsfyrirtækja. Blaðið varð fyrir miklu aðkasti vegna þeirra skrifa fyrir áratug og því haldið fram, að Morg- unblaðið væri á móti stórum fyrirtækjum, sem auðvitað var tómt rugl. Hið rétta var að Morg- unblaðið tók á þeim tíma sömu afstöðu og Ida Tarbell, sem áður var vitnað til, og Davíð Odds- son í ummælum sínum á þingi í janúar sem getið er um hér að framan, að stórfyrirtæki mættu ekki misnota aðstöðu sína á markaðnum eins og dæmi voru um á þeim tíma og eru enn. Þegar þetta mál er skoðað í þessu sögulega ljósi fer ekki á milli mála, að Davíð Oddsson er að gera skyldu sína, sem forsætisráðherra og for- maður stærsta stjórnmálaflokksins, þegar hann varar menn við, að til uppskiptingar geti komið á stórum fyrirtækjum misnoti þau aðstöðu sína. Umbjóðendur hans eru fólkið í landinu en ekki nokkur stór fyrirtæki. Meiri ástæða er til að undrast að fleiri stjórnmálamenn skuli ekki hafa tekið undir með formönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í þessum efnum. Fyrirtæki, sem verða fyrir gagnrýni af þessu tagi, geta hins vegar brugðizt við á ýmsan hátt. Þau þurfa ekki endilega að bregðast við á sama hátt og Standard Oil og berja höfðinu við stein- inn. Þau geta t.d. ákveðið að hafa sjálf frumkvæði að því að minnka markaðshlutdeild sína með því að selja ákveðnar einingar úr rekstri sínum. Það væru skynsamleg viðbrögð í umræðum sem þessum og mundi styrkja þau til lengri tíma. Í áþekkum umræðum fyrir áratug benti Morg- unblaðið á það að stór fyrirtæki ættu að gæta þess að verða ekki of fyrirferðarmikil í okkar litla samfélagi. Þau ættu heldur að fá útrás fyrir krafta sína með því að beina þeim í uppbyggingu í öðrum löndum. Frá því að þau orð voru látin falla hér í Reykjavíkurbréfi hafa umsvif ís- lenzkra fyrirtækja í öðrum löndum stóraukizt. Þar er vettvangur fyrir þá, sem vilja auka við- skipti sín, því að markaðurinn hér er svo lítill að fyrr en síðar koma menn að endapunkti í þeim efnum. Umsvif Baugs á Norðurlöndum, í Bret- landi og í Bandaríkjunum eru raunar skýrt dæmi um þetta. Umræður sem þessar eru mjög gagnlegar. Þær stuðla að því að þeir sem stunda viðskipti hér átti sig á því hvar mörkin liggja. Þær eiga líka þátt í því að neytendur geri sér betri grein en ella fyrir þeirri staðreynd, að markaðurinn hér er svo lítill, að það er nánast óhugsandi að sam- keppnin geti orðið jafn virk og í mörgum öðrum löndum. En einmitt sú staðreynd kallar á að stjórnvöld fylgist vel með því, sem er að gerast á markaðnum hér, og grípi í taumana, ef nauðsyn krefur. Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurborg böðuð ævintýralegum ljóma. „Hinn 15. maí 1911, rúmlega tuttugu ár- um eftir að Sher- manlögin höfðu ver- ið sett, kvað Hæstiréttur Banda- ríkjanna upp dóm í þeim málaferlum, sem Roosevelt hafði hleypt af stað fimm árum áður. Þegar forseti réttarins hafði á tæplega klukkutíma lesið upp dómsorðið var ljóst að dagar Standard Oil voru taldir. Dómurinn gaf fyrirmæli um, að fyrirtækið skyldi leyst upp, for- ráðamenn þess fengu sex mánuði til þess og þeim var bannað að end- urreisa það í nokk- urri mynd.“ Laugardagur 16. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.