Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR Flugleiðir
eða Atlanta selja not-
aða þotu telst það út-
flutningur á hátækni-
vöru. Þegar Marel
selur háþróaðar,
tölvusjónstýrðar
vinnslulínur fyrir
kjöt og fisk telst það
útflutningur á miðl-
ungstækni. Þetta er
viska alþjóðlegs sam-
anburðar á hátæk-
niútflutningi þjóða.
Morgunblaðið hef-
ur nýlega birt
greinaflokk undir
heitinu – „Á hverju
munum við lifa?“.
Þetta er áhugaverð úttekt á fjölda
þátta í atvinnulífi og viðhorfum Ís-
lendinga til þróunar atvinnuvega
hér á landi. Við hjá RANNÍS
stöldrum við eina almenna ályktun
sem blaðamaður dregur og vakið
hefur umtal. En hún er á þann veg
að Ísland sé langt á eftir í al-
þjóðaþróun á sviði „hátækni“. Þessi
ályktun er studd með tölum frá Al-
þjóðabankanum sem sýna að út-
flutningur á hátæknivörum frá Ís-
landi sé aðeins brot af því sem
gerist í grannlöndum okkar og
virðist ekki aukast tiltakanlega
hratt gagnstætt því sem tölur frá
RANNÍS sýni. Þetta er í sjálfu sér
rétt en þar með er alls ekki öll sag-
an sögð og ber að líta á eftirfar-
andi.
Bankinn og raunar aðrar al-
þjóðastofnanir byggja tölur sínar
um hátækni á skilgreiningu Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD). Í þennan flokk falla þær
greinar sem taldar eru verja hæstu
hlutfalli tekna til rannsókna og þró-
unar. Þessar greinar eru fram-
leiðsla á loftförum, tölvum og skrif-
stofuvélum, rafbúnaði til fjarskipta
og lyfjum og lífefnum. Aðrar grein-
ar sem við daglega teljum til há-
tækni, svo sem framleiðsla bifreiða,
raftækja, vísindatækja og margvís-
legra tölvustýrðra véla svo og efna-
framleiðsla, eru flokkaðar undir
miðlungs hátæknigreinar og ekki
teknar með í umræddum saman-
burði Alþjóðabankans. Málm- og
plastiðnaður, skipasmíðar eru miðl-
ungs lágtæknigreinar en hreinar
lágtæknigreinar eru matvælaiðnað-
ur, textíl- og fataiðnaður, pappírs-
og tréiðnaður. Þessi flokkun felur
óbeint í sér gildismat og dómfell-
ingu sem orkar tvímælis. Hinn um-
fangsmikli matvælaiðnaður okkar
og útflutningur fiskafurða eru
þannig lágtæknigreinar þótt við
leggjum mikinn metnað í gæði og
tækniþróun á þessu sviði. Ljóst er
að einungis framleiðsla á lyfjum
fellur undir hátækniiðnað hér á
landi og er útflutningur nýlega haf-
inn en vaxandi. Reyndar telst það
líka hátækniútflutningur þegar Ís-
lendingar selja notaðar flugvélar úr
landi og hefur það numið 2-2,5 milj-
örðum árlega að undanförnu og er
inni í tölum bankans sem vitnað er
til. Samanburðurinn er okkur því
fremur óhagstæður og afar villandi.
Þess má þó geta að útflutningur
lyfja hefur fimmfaldast frá 1995 til
2000 og síðan tvöfaldaðist hann aft-
ur milli áranna 2000 og 2001. Hins-
vegar eru stolt okkar, fyrirtæki
eins og Marel, Flaga og Össur,
ekki talin til hátæknifyrirtækja
heldur miðlungs hátækni og út-
flutningur á hugbúnaði er reyndar
alls ekki talinn með vöruútflutningi
heldur þjónustu og birtist ekki í
hefðbundnum útflutningsskýrslum.
Í grannlöndum okkar eru það að
langmestu leyti alþjóðleg stórfyr-
irtæki sem framleiða hátækniafurð-
ir til útflutnings. Við eigum engin
fyrirtæki á borð við Nokia og Er-
icsson, SAAB eða Boeing, NOVO
Nordisk eða Pharmacia.
Sérfræðingar eru alls ekki á eitt
sáttir um skilgreiningu á hátækni,
miðlungs- og lágtækni. Þeir sem
ráða innan OECD telja hátækni-
afurð einungis vera þá afurð sem
veruleg hátækniþekking er byggð
inn í en ekki vöru sem framleidd er
með hátækni. Það dettur sjálfsagt
engum í hug hátækni þegar fiskur
er seldur þó að baki þess sé afar
hátæknilega þróað ferli. Bakkavör
hf. hefur þó nýlega sýnt fram á
gildi þess. Annað dæmi um þver-
sögn þessara skilgreininga er að
framleiðsla á tölvum sem skilgreind
er sem hátækni en framleiðsluferlið
er blanda af hátækniframleiðslu og
samsetningu mjög staðlaðra ein-
inga sem krefst engrar þekkingar
og fer gjarnan fram í láglaunaríkj-
um.
Með hliðsjón af þessum ann-
mörkum alþjóðlegrar tölfræði hefur
RANNÍS um árabil fylgst með þró-
un útflutnings á vörum og þjónustu
sem vitað er að byggist á umtals-
verðum innlendum rannsóknum og
innihalda verulega þekkingu á inn-
lendan og alþjóðlegan mælikvarða.
Er þar stuðst bæði við útflutnings-
tölur Hagstofunnar og tölur beint
frá viðkomandi fyrirtækjum og þær
bornar saman til að geta túlkað op-
inberu tölurnar rétt. Hefur RANN-
ÍS oft stutt rannsóknir þær og þró-
unarvinnu sem að baki búa.
Seðlabankinn hefur með aðstoð
samtaka hugbúnaðarframleiðenda
safnað tölum frá fyrirtækjum um
útflutning á hugbúnaði. Á mynd 1
er þessi þróun frá 1990 til 2001
sýnd eftir einstökum greinum og
þarf ekki mikið hugmyndaflug til
að sjá hvaða fyrirtæki standa að
baki þessum tölum. Á mynd 2 eru
tölurnar lagðar saman fyrir hvert
ár og sést að þessi íslenski „þekk-
ingarfreki iðnaður“ flytur nú út
verðmæti sem á árinu 2001 námu
um 14,5 milljörðum króna og svar-
ar það til um 8% af vöruútflutningi
landsmanna (hugbúnaður telst þó
ekki með í vöruútflutningnum). At-
hyglisvert er að hann hefur vaxið
mjög hratt frá árinu 1991 þegar
hlutur hans var aðeins 1% af and-
virði vöruútflutnings. Þetta bendir
til mjög örra breytinga á grunn-
gerð íslensks efnahagslífs ef svo
heldur fram sem horfir. Þá ber að
geta þess að greiðslur erlendra
samstarfsfyrirtækja Íslenskrar
erfðagreiningar hf. fyrir aðgang að
niðurstöðum þess fyrirtækis eru
ekki skráðar hér með. Má þó telja
þær til greiðslna fyrir útflutt þekk-
ingarverðmæti sem er afrakstur
vinnu býsna fjölmenns hóps ís-
lenskra og aðfluttra erlendra vís-
indamanna sem vinna hjá því fyr-
irtæki eða eiga samstarf við það.
Annar líftækniiðnaður er heldur
ekki farinn að segja til sín í þessum
tölum þótt allmörg sprotafyrirtæki
vinni nú að þróunarstarfi.
Til eru fleiri vísbendingar um
vaxandi vægi þekkingar í íslensku
atvinnulífi. Um 4 þúsund Íslend-
ingar vinna um 2,5 þúsund ársverk
á sviði rannsókna og þróunar. Út-
gjöld til þessa málaflokks eru í
fyrstu áætlun RANNÍS fyrir árið
2001 talin vera um 20 milljarðar
eða hátt í 2,8% af vergri landsfram-
leiðslu. Þar af nemur hlutur fyr-
irtækja í einkageiranum nú orðið
64% af heild. Með þessu er Ísland
að verða meðal þeirra þjóða sem
verja einna hæstu hlutfalli af land-
framleiðslu til rannsókna eins og
sést á mynd 3. Rétt er að benda á
að mjög stór hluti rannsókna í
einkageiranum fer fram í einu fyr-
irtæki sem ekki skilar beinum út-
flutningstekjum í þjóðarbúið. Það
tekur oft langan tíma fyrir rann-
sóknir að skila sér í arðbærri fram-
leiðslu. Vísbendingu um hvert
stefni má t.d. sjá á hækkandi tölum
um fjölda birtra vísindagreina,
einkaleyfisumsókna og veittra
einkaleyfa eins og fram kemur í
töflu 1 og mynd 4. Árin þar á und-
an voru leyfin örfá á hverju ári.
Þetta er einn mælikvarði á nýsköp-
un. Gera má ráð fyrir mikilli fjölg-
un einkaleyfa til íslenskra þekking-
arfyrirtækja á næstunni.
Að lokum er rétt að árétta mik-
ilvægi þess að fjölmiðlar geri vel
grein fyrir því hverju við lifum á nú
og í framtíðinni. Töluvert hefur
verið fjallað um rísandi og fallandi
gengi hlutabréfa frá degi til dags
án þess að reynt sé að skyggnast
inn í þá starfsemi sem að baki ligg-
ur. Við lifum ekki á sýndarverð-
mætum. Því er greinarflokkur
Morgunblaðsins á síðustu vikum af-
ar þýðingarmikill.
Vilhjálmur
Lúðvíksson
Sérfræðingar, segja
Vilhjálmur Lúðvíksson
og Þorvaldur Finn-
björnsson, eru alls ekki
á eitt sáttir um skil-
greiningu á hátækni,
miðlungs- og lágtækni.
Vilhjálmur er framkvæmdastjóri og
Þorvaldur er deildarstjóri hag-
tölusviðs Rannsóknarráðs Íslands –
RANNÍS.
Þorvaldur
Finnbjörnsson
,,ÞEKKINGAR-
FREKUR IÐNAÐUR“
Á ÍSLANDI!