Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 36

Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorlákur Þórð-arson fæddist í Reykjavík 10. júní 1921. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 9. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Ágústa Ólafs- dóttir, f. 19. septem- ber 1898, d. 25. apr- íl 1983, og Þórður Sigurðsson, f. 23. september 1886, d. 12. júní 1980. Systk- ini Þorláks eru Helga Ólafía, f. 15. janúar 1920, Margrét Lára, f. 20. ágúst 1924, d. 19. júní 2001, Sig- urður Árni, látinn, Sigurður Ragnar, f. 16. júlí 1926, d. 15. maí 1954, og Halldóra Fríða, f. 24. febrúar 1929. Systkini Þorláks samfeðra eru Óskar, f. 29. desem- ber 1908, d. 2. mars 1995, Lilja, f. 22. apríl 1910, d. 5. júní 1988, og Sigurður, f. 18. nóvember 1911, úar 1962, gift Árna Jörgensen. Börn þeirra eru Þórunn og Þorri. Þorlákur hóf störf við Þjóðleik- húsið 20. apríl 1950, fyrst sem sviðsmaður og leiktjaldasmiður en var ráðinn forstjóri Litla sviðs Þjóðleikhússins er það var sett á laggirnar árið 1974 og starfaði við það þar til hann fór á eft- irlaun. Áður hafði Þorlákur starfað við leigubílaakstur hjá BSR og starfaði við það jafnframt störfum sínum við Þjóðleikhúsið. Þorlákur var formaður knatt- spyrnufélags Víkings árin 1947 og 1957–1958. Hann var formað- ur fulltrúaráðs árin 1965–1966, 1973–1974 og 1981–1982, auk þess sem hann sinnti fjölda ann- arra starfa fyrir félagið. Hann var gerður að heiðursfélaga Vík- ings fyrir réttum tíu árum. Þá var hann kunnur knattspyrnu- dómari og lék sjálfur knatt- spyrnu um skeið. Undanfarin tuttugu ár hefur Þorlákur verið virkur félagi í Lionshreyfingunni, í Lions- klúbbnum Baldri. Útför Þorláks fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 18. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 15. d. 28. september 1963. Árið 1949 kvæntist Þorlákur Björgu H. Randversdóttur, f. 30. mars 1929. For- eldrar hennar voru Randver Hallsson, f. á Hornafirði 1898, d. 1944, og Margrét Benediktsdóttir, f. á Sauðárkróki 1903, d. 1994. Þorlákur og Björg eiga þrjú börn. 1) Randver, f. 7. októ- ber 1949, kvæntur Guðrúnu Þórðardótt- ur. Börn þeirra eru Halla Björg og Árni Þórður. 2) Sigríður, f. 24. október 1952, gift Ingvari Georgssyni. Dóttir þeirra er Hólmfríður. Frá fyrra hjóna- bandi á Sigríður börnin Ástu Björgu og Friðrik Þór. Sambýlis- maður Ástu Bjargar er Magnús Már Nilsson, dóttir þeirra er Katrín. 3) Margrét Þóra, f. 9. jan- Góður maður, duglegur, hófsamur, staðfastur, spaugsamur og stríðinn eru orðin sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um tengdaföður minn Þorlák. Ég var aðeins 17 ára þegar ég kynntist Randver og kom inn í hans góðu fjölskyldu sem ég féll vel inn í frá fyrstu stundu. Það hefur alla tíð verið sterkur strengur milli mín og tengdaföður míns sem aldrei verður rofinn, þó svo Þorlákur sé ekki lengur í efnislíkama. Nú hefur hann farið í sinn ljóslíkama og sál hans lifir að eilífu. Kallið kom afar snöggt og það er mikið högg fyrir fjölskylduna sem alls ekki var und- irbúin því Þorlákur var heilsuhraust- ur og hress fram á síðustu mínútu, en ég hef á tilfinningunni að hann sjálfur hafi verið undirbúinn og ég veit að hann óttaðist ekki dauðann. Það er ekki langt síðan að hann sagði mér að hann gæti ekki hugsað sér að veikjast eða fatlast á einhvern hátt og þurfa að vera upp á aðra kominn. Það er því Guðs blessun að fá að fara með þess- um hætti þó svo okkur í fjölskyldunni finnist það auðvitað allt of fljótt því ég held að allir hafi búist við að hann yrði að minnsta kosti 100 ára. Þorlákur var maður spaugsamur og stríðinn í meira lagi. Þegar ég var yngri þótti honum afar gaman að espa mig upp og oft var leikhúsið, leiksýn- ingar eða einhver þjóðfélagsmál um- ræðuefnið. Ég unga „hugsjónakonan“ varð æstari og æstari og þegar um- ræðurnar voru á suðupunkti þá glotti Þorlákur, og ég áttaði mig á leikara- skapnum. Það voru ófá skiptin sem hann náði mér upp á þennan hátt, en í seinni tíð spjölluðum við oft um sam- eiginleg áhugamál svo sem náttúru- lækningar, heilsufæði og ýmis andans mál. Hann var alltaf áhugasamur um mína hagi og fylgdist vel með hvað ég var að starfa hverju sinni. Ég veit að hann hafði miklar áhyggjur af mér þegar ég gekk í gegnum veikindi fyrir tæpum tveim- ur árum en þá skynjaði ég vel kær- leikann og væntumþykjuna sem hann bar í brjósti. Þorlákur var dulur og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hófsemi og staðfesta einkenndi allt hans líf og hann hélt sínu striki á hverju sem dundi. Seinni árin hafði hann komið sér upp rútínu í daglega lífinu sem fátt fékk haggað. Hann var árrisull og morgunninn hófst á því að fara út með köttinn Nana til að viðra hann, lesa Moggann og að hella upp á kaffi fyrir tengdamömmu, klukkan tíu fór hann niður í Ráðhús til að hitta félaga sína, en þeir hafa hist reglulega í morg- unkaffi frá árinu 1947, eftir að hafa skemmt sér með félögunum tóku Sundlaugarnar í Laugardal við. Fréttirnar í sjónvarpinu voru líka ómissandi og allir þeir íþróttaþættir sem hann komst yfir að fylgjast með. Hann átti mörg áhugamál, var m.a. virkur meðlimur í Lions-hreyfingunni og í íþróttafélaginu Víkingi. Fjöl- skyldan var honum mikils virði og þá ekki síst barnabörnin. Hann lagði ríka áherslu á að þau menntuðu sig og hvatti þau áfram. Sjálfur átti hann ekki kost á að ganga menntaveginn og því held ég að þetta hafi verið hon- um svo mikið kappsmál, enda var hann afar stoltur af sínu fólki þó svo ekki væri verið að hafa neitt of hátt um það. Björg tengdamóðir mín var honum afar kær og umhyggjusemi hans fyrir henni mikil. Þau voru dug- leg að ferðast og síðustu 7–8 árin hafa þau heimsótt Helgu systur Þorláks, sem býr í Californiu, á hverju ári og átt þar einstakar ánægjustundir. Lífið er breytingum undirorpið og nú þarf fjölskyldan og þá ekki síst Björg tengdamóðir mín að takast á við þær af hugrekki. Þegar maður stendur frammi fyrir dauðanum áttar maður sig á hversu mikilvægt það er að hafa góð tengsl við sína nánustu, að lifa í sátt við sjálf- an sig og aðra og að leyfa kærleik- anum að ráða för. Guð blessi fjölskylduna alla. Guðrún Þórðardóttir. Þau voru fimm systkinin og ólust upp í Reykjavík. Þorlákur fæddist 10. júní 1921. Þá var verið að sýna gam- anleikinn Vasapeningar konunnar hans í Nýja bíói, Planters-margarínið og Sunlight-sápan (mun ódýrari en áður) aftur fáanlegt hjá Ásgeiri Sig- urðssyni. Í Gamla bíói var Skóara- prinsinn sýndur í þrem þáttum, sterl- ingspundið var í 22,35, dollarinn í 6,04 og sænska krónan í 131,15 krónum. Svanur hafði farið til Skógarness og fleiri staða, tekið farþega og flutning. Inflúensan hafði verið allskæð á Vest- urlandi og átta menn lágu á sjúkra- húsi á Þingeyri – flestir sjómenn. Einn maður hafði látist í Arnarfirði. Lagarfoss fór frá Leith deginum áður og Gullfoss að öllum líkindum kominn til Leith. Sigurður Guðmundsson magister hafði fengið skólastjóra- embættið á Akureyri og Halldór Her- mannsson prófessor var á leið til landsins frá New York með Botníu. Þorlákur átti að heita Árni, að því er hann sagði sjálfur, en það dróst að skíra og í millitíðinni dó móðurbróðir hans sem hét Þorlákur. Eftir honum var hann skírður. Þorlákur ætlaði að verða húsa- smiður, en auraleysi kom í veg fyrir það. „Ég hefði líkast til farið í sönginn hefði ég mátt ráða. Annars var því spáð fyrir mér fimm ára gömlum að ég yrði prestur.“ Þorlákur Þórðarson var hrifnæm- ur, gamansamur, söngelskur og sér- deilis stríðinn. Hann var fjölskyldu- rækinn og hjálpsamur og hafði sjálfur ákveðið að verða 94 ára gamall. „Þú færð ekkert hjá mér við þessu,“ sagði læknirinn þegar Þorlákur kvartaði undan verk í bakinu fyrir skömmu. – „Ertu vitlaus maður, ætlarðu að láta mig vera svona næstu 14 árin?“ Þor- lákur var lífsglaður, föðurlandsvinur, sem stóð upp og lagði hönd á hjarta þegar þjóðsöngurinn var fluttur – reyndar gerði hann það líka með þýska þjóðsönginn, en það er önnur saga. Hann hélt sér vel; var í góðu formi og var snar í snúningum. Þorlákur var vinmargur og reynd- ist mörgum þeirra vel. – „Hann gerði mig að manni,“ sagði einn þeirra sem færði Björgu blóm við fráfall Þorláks. Knattspyrnufélagið Víkingur og vin- irnir þar allt frá 1938; í því starfi og í þeim vinskap sem hélt alla ævi voru engin vindhögg. Lions-starfið í klúbbnum Baldri og svo Þjóðleikhús- ið sem var honum hvort tveggja í senn vinnan og áhugamálið – allt unn- ið af heilum hug og af áhuga. Hann var flottur maður sem fór sínar leiðir og sagði sína skoðun umbúðalaust. Áfram veginn í vagninum ek ég inn í vaxandi kvöldskugga þröng. Ökubjöllunnar blíðróma kliður hægur blandast við ekilsins söng. Og það ljóð, sem hann ljúflega syngur, vekur löngun og harmdögg á brá, og það hjarta, sem hart var og dofið, slær nú hraðar af söknuði og þrá. Nú er söngurinn hljóður og horfinn, aðeins hljómar frá bjöllunnar klið. Allt er hljótt yfir langferðaleiðum þess, er leitar að óminni og frið. (Þýð. Freysteinn Gunnarsson.) Við söknum sárt vinar sem gott var að leita til og hafa hjá sér; Þórunn og Þorri biðja guð og Jesús að taka vel á móti afa sínum: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) – Elsku góði guð og Jesús, hjálpið öllum þeim sem eiga bágt og takið vel á móti afa og látið honum líða vel – amen. Árni Jörgensen. Að hitta afa Þorlák hressan og kát- an að vanda seinni hluta dags en horfa síðan upp á hann heyja dauðastríð sitt nokkrum klukkustundum síðar minn- ir okkur á hversu skammt er milli lífs og dauða. Eitt af því helsta sem einkenndi afa var hversu mikill fjölskyldumaður hann var. Hann var alltaf mjög fast- heldinn á fjölskylduhefðir og má þar helst nefna jólaboðin hjá ömmu og afa á jóladag. Þessi jólaboð einkennast af miklum galsa og er hápunktur kvöldsins þegar bingóið hefst. Þá var afi alltaf búinn að byggja upp mikla spennu, einkum hjá börnunum og var að sjálfsögðu búinn að stilla bingó- vinningum upp á vísan stað. Bingóið hefst svo með miklum látum og gegndi hann ávallt hlutverki bingó- stjóra sem er ábyrgðarmikið starf þar sem upp getur sprottið mikill keppn- isandi hjá okkur keppendum, þar sem afi hafði að sjálfsögðu úrslitavaldið ef upp kom ágreiningur. Afi hefur alla tíð hugsað vel um heilsuna. Hefur hann síðustu ár verið duglegur að mæta í sundlaugarnar til að synda sína 200 metra. Okkur eru mjög minnisstæðar sérkennilegar lík- amsæfingar hans heima við sem eng- inn viðstaddur slapp við að taka þátt í. Þegar við vorum börn tókum við oft þátt í þessum æfingum með honum. Við gerðum með honum mjaðm- asveiflur, sveifluðum handleggjunum í hringi og út og suður, slógum létt undir hökuna til að vera viss um að fá ekki undirhöku og svo tók við elting- arleikur í kringum borðstofuborðið. Afi starfaði lengstum sem for- stöðumaður Litla sviðs Þjóðleikhúss- ins og höfðum við bæði þá ánægju að fá að starfa með honum þar í nokkur ár. Alltaf var gaman að sjá hversu mikillar virðingar hann naut meðal samstarfsmanna sinna í leikhúsinu og er það ekki síst að þakka einstakri kímnigáfu og áreiðanleika hans. Hann hafði einstakt lag á að sjá hlut- ina í spaugilegu ljósi og kom hann fólki alltaf jafnmikið á óvart með stríðni sinni og var þar enginn undan- skilinn. Afi var maður skoðana sinna og var ekki mikið fyrir að hringla með hlut- ina. Alltaf vissi hann hvað við barna- börnin höfðum fyrir stafni, hann meira að segja lagði okkur lífsregl- urnar. Hvort sem um var að ræða áhugamál, nám eða vinnu hafði hann alltaf eitthvað til málanna að leggja og lét það sig varða. Aldrei hafði það hvarflað að okkur að þurfa að kveðja hann svo fljótt og að hafa haft slíkan mann sem fyrir- mynd í lífinu er ómetanlegt. Börnin okkar fá ekki tækifæri til að alast upp með honum eins og við gerðum en minning hans lifir svo ljóst innra með okkur og munum við halda henni á lífi meðal barna okkar. Ásta Björg og Friðrik Þór. Þó svo að ekkert í lífinu sé jafn víst og dauðinn erum við sjaldnast viðbúin þegar þeir nánustu kveðja þennan heim. Það er jafnvel enn erfiðara að ná áttum þegar sá sem kveður er hress og heilsuhraustur, þó svo að aldurinn hafi færst yfir. Ég kveð Adda frænda í dag, en Þorlákur móðurbróðir minn var alla tíð kallaður Addi innan fjölskyldunn- ar. Addi frændi hefur alltaf skipað stóran sess hjá okkur systkinunum. Það var alla tíð mjög náið samband á milli móður minnar og Adda og mikill samgangur við hann og hans fjöl- skyldu á mínum uppvaxtarárum og allar stórhátíðir haldnar sameigin- lega. Addi var lánsamur maður og naut þess að eiga góða konu, hana Boggu, og væn börn, þau Randver, Siggu og Möggu Þóru. Það var alltaf gott að heimsækja og umgangast Adda og Boggu, og þau hjónin höfðu þann góða eiginleika að láta manni alltaf líða vel í návist þeirra. Maður finnur það sterkar, er maður vex úr grasi og fullorðnast hversu mikilvægt það er og hversu vel maður býr að því að eiga, og hafa átt, góða að. Addi frændi var ein þessara stoða. Alltaf til staðar og tilbúinn að styðja við fjöl- skylduna, bæði í blíðu og stríðu. Að- eins eru tæpir átta mánuður síðan systir hans, móðir mín, dó og ég minnist þess hversu hugulsemi hans og styrkur þá var okkur hinum mikil stoð. Addi var sérstaklega skemmtileg- ur maður, hafði næma kímnigáfu, var glettinn og góðlátlega stríðinn og átti auðvelt með að vekja gleði, hlátur og kátinu hjá fólki. Það var því ætið ánægjulegt að vera í nálægð hans, enda mjög vinmargur maður. Þau hjónin nutu þess að ferðast og undanfarin árin voru ótaldar ferðirn- ar sem þau fóru, ásamt móður minni, til Bandaríkjanna til að heimsækja systur sínar tvær, þær Helgu og Fríðu, sem þar búa. Ég minnist þess þegar þau Addi og Bogga heimsóttu okkur hjónin til Kaupmannahafnar. Það var eins og að fá unglinga í heimsókn, því lífs- gleðin og krafturinn var svo mikill hjá þeim báðum. Saman þræddum við margar sveitakrár í nágrenni Kaup- mannahafnar og var einstaklega ánægjulegt að njóta samverunnar og gaman að sýna þeim um borgina og nágrenni í góðu sumarveðri. Ég kveð Adda frænda í dag, með söknuði, og þakka honum fyrir sam- fylgdina. Hilmar. Látinn er í Reykjavík góður vinur og félagi Þorlákur Þórðarson. Kynni okkar Þorláks og vinátta hófst er við ungir að árum vorum kjörnir í stjórn Knattspyrnufélagsins Víkings. Féll okkur vel að starfa sam- an og nú á þessum tímamótum kemur í hugann fjöldi minninga um störf okkar og samverustundir. Fyrir Vík- ing var unnið að venjubundnum fé- lagsstörfum auk stórra framkvæmda og undirbúnings að byggingu knatt- spyrnuvallar og félagsheimilis. Allt er það í minningu geymt og ekki er mér síst í huga er við af mikilli bjartsýni í félaginu hófum félausir byggingu skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsskarði við Kolviðarhól. Þorlákur var handlaginn og liðtækur við smíðina og átti þar mörg og góð handtök. Einnig voru farnar margar göngu- ferðir um Hengilssvæðið að sumri og hausti til hressingar og útiveru. Ekki má gleyma kvöldvökunum er haldnar voru er skálinn var risinn, en þá var Þorlákur að sjálfsögðu hinn nauðsyn- legi forystumaður í léttleika og gamni. Þorlákur vann félagi okkar Víkingi vel og dyggilega um áratuga skeið, þar var ekki um neinn tíma- bundinn áhuga að ræða. Hann var tryggur og fórnfús ef á þurfti að halda. Þorlákur var einarður og hrein- skiptinn, góður vinur sinna vina, létt- ur og glaður á góðri stund, en raun- sær og heilbrigður í skoðunum og gjörðum, tók fleipri og umsögnum fólks ekki allt of hátíðlega. Við sem höfum verið kaffifélagar Þorláks til margra ára söknum nú vinar í stað og finnst tómarúmið stórt sem hann skilur eftir sig í hópnum. Fráfall hans bar snöggt að og menn því ekki viðbúnir slíkum fréttum, einkum vegna þess að okkur virtist hann mjög ern og við góða heilsu, en það sannast ætíð hin forna sögn að enginn ráði sínum næturstað. Við kaffiborðið eru dægurmálin rædd og krufin til mergjar, aðeins sannar sögur sagðar og kafað djúpt í rökum og ályktunum. Þorlákur var félagslega sinnaður og naut þess eins og við hinir að hitt- ast, ræða málin og heyra hin ýmsu sjónarmið sinna viðmælenda. Það er með eftirsjá að við félagarnir við borðið kveðjum Þorlák Þórðarson og þökkum honum samfylgdina. Við Áslaug þökkum Þorláki góðar stundir og sendum eiginkonu hans og fjölskyldu okkar fyllstu samúðar- kveðjur. Agnar Ludvigsson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi Heiðursfélaginn Þorlákur Þórðar- son lést aðfaranótt 9. febrúar. Lát hans kom Víkingum mjög á óvart, því hann sat að venju hress með góðum félögum sínum á Ráðhúskaffi degin- um áður. Þess utan bar hann aldur sinn svo vel að ætla mátti að þar færi mun yngri maður. Þorlákur gekk til liðs við Víking árið 1938 og var ætíð mikill og einlægur stuðningsmaður félagsins. Hann sýndi stuðning sinn í verki og taldi aldrei eftir sér að taka að sér fjölmörg verkefni, stór sem smá. Þor- lákur var kjörinn til fjölda trúnaðar- starfa fyrir Víking; formaður aðal- stjórnar árin 1947 og 1957–1958; í aðalstjórn árin 1941–1943, 1947–1948 og 1952–1953; formaður knattspyrnu- deildar árin 1943 og 1950–1951 og for- maður fulltrúaráðs Víkings árin 1959–1960, 1965–1966 og 1973–1974. Þá á Þorlákur sér merkilega sögu sem knattspyrnudómari. Hann byrj- aði að dæma árið 1945 og er talið að hann hafi dæmt á annað þúsund kappleiki í öllum aldursflokkum á um 20 ára ferli. Á þessum árum fengu dómarar engar greiðslur fyrir vinnu sína. Þor- lákur taldi hinsvegar ekki eftir sér að sinna dómgæslunni þegar á þurfti að halda, þótt þá ekki síður en nú væri meira gagnrýnt en þakkað. Þorlákur tók þátt í félagsstarfi dómara og hafði mikinn áhuga á að auka skilning á mikilvægi dómarastarfsins, faglega, sem og á nauðsyn þess að dómarar fengju sanngjarna þóknun fyrir störf sín. Á árinu 1943 var Þorlákur einn í hópi góðra félaga sem höfðu forystu um að gefa Víkingi veglegan fé- lagsfána. Til að standa straum af kostnaði söfnuðu félagarnir fé innan eigin raða og lögðu mikinn metnað í ÞORLÁKUR ÞÓRÐARSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.