Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
!"
!!"
! "# !#"$$%#
# !&'
'(##) !$%#
* ! + %, !$%#-
!
! ""#
"
# "!"$ % "
&" % "
'"" (" )" !
%"
* % " )*+"* %, "
"
# "!"$
'"% "
," # " )*+"% "-
!"
#$$"
%
&
&
&'
(
!
"
#$% &&
' () '
#
*' & &&
$%+ &&
&'+ (%! '
, ,% , , , -
✝ Lárus Hallbjörns-son fæddist í
Reykjavík 26. ágúst
1929. Hann lést á líkn-
ardeild Landakots 9.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hallbjörn Þórarins-
son trésmiður, látinn,
og Halldóra Sigur-
jónsdóttir húsfrú, lát-
in. Lárus var yngstur
sjö systkina. Hin
voru: Þórarinn, Sig-
urjón, Ingi, Sigurður,
Ólafur og Guðlaug en
hún lifir bræður sína.
Lárus kvæntist Hrafnhildi Þórð-
ardóttur bókaverði 10. október
1953. Foreldrar hennar voru Þórð-
ur Georg Hjörleifsson skipstjóri,
látinn, og Lovísa Halldórsdóttir
húsfrú, látin. Lárus og Hrafnhildur
eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1)
Þórður Georg, rafvirki og sölu-
maður, kvæntur Unni Kristínu Sig-
urðardóttur og eiga þau þrjú börn,
Hrafnhildi Láru, Guðleifi Eddu og
Sigurð Svein. 2) Halldór Randver
auglýsingahönnuður, í sambúð
með Guðlaugu Jónasdóttur og eiga
þau tvö börn, Jónas og Ásdísi
Lovísu. 3) Lárus Hrafn kaupmað-
ur, kvæntur Rósu Hallgeirsdóttur
og eiga þau tvö börn, Hildi Dag-
nýju og Tinnu Gná,
og eitt barnabarn,
Aron Örn.
Lárus lauk námi
frá Héraðsskólanum
á Reykjum í Hrúta-
firði 1946, Iðnskólan-
um í Reykjavík 1952,
iðnnámi frá Vél-
smiðjunni Héðni
1953 og vélstjóra-
prófi frá Vélskólan-
um í Reykjavík 1955
og rafmagnsdeild
1956. Hann vann hjá
Togaraafgreiðslunni
og á hvalbát að námi
loknu, síðan hjá Eimskipafélagi Ís-
lands hf. Hann var vélstjóri á skip-
um Hafskips hf. frá upphafi til
enda þess félags, þ.e. árin 1959 til
1985, og var eini starfsmaðurinn
sem náði því. Eftir það vann hann
hjá Eimskip við eftirlit og viðhald
frystigáma í Sundahöfn þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs-
sakir árið 1997.
Lárus var sæmdur gullmerki
knattspyrnufélagsins Fram og var
meðlimur í Oddfellow-stúkunni nr.
11, Þorgeiri.
Útför Lárusar fer fram frá Bú-
staðakirkju á morgun, mánudag-
inn 18. febrúar, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Pabbi var mín stærsta hetja þegar
ég var lítill. Hann var fyrsti vélstjóri
hjá Hafskipum, þéttur á velli, bursta-
klipptur og eini pabbinn, sem ég vissi
um, sem var með tattú; það var mynd
af skútu og nafni mömmu.
Pabbi var á sjó þegar við bræður
vorum að vaxa úr grasi svo að uppeld-
ið lenti mest á mömmu. En þegar
pabbi kom í land þá voru jólin (og úr
því að ég minnist á jólin þá vorum við
bræður einu börnin í hverfinu sem
fengum útlenskt gott í skóinn og ein-
hverra hluta vegna fannst okkur
bræðrum það ekkert skrítið).
Geymslan heima var oft eins og lítill
stórmarkaður á meðan pabbi var í
siglingum.
Þegar pabbi kom heim héldu þau
mamma oft partí. Þá komu vinir í
heimsókn og það var gleði fram undir
morgun. En þegar við bræður vökn-
uðum um morguninn var ekki að sjá
að neitt hefði verið um að vera. For-
eldrar okkar höfðu þann sið að laga
alltaf til í húsinu áður en þau fóru að
sofa.
Við bræður sigldum allir með
pabba og það nokkuð oft. Fyrsta ferð-
in var farin á sjöunda ári og síðan þeg-
ar við vorum níu ára og svo ellefu og
þrettán. Ég var svo til sjós með pabba
sem dagmaður í vél sumarið 1974. Þá
fannst mér ég vera maður með mönn-
um. Ég hafði hugsað mér að vinna
næsta vetur en pabbi sagðist gefa
mér steríógræjur ef ég drifi mig í 5.
bekk í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann
hafði sjálfur verið þar á stríðsárunum
og átti þaðan góðar minningar. Ég sló
til og fékk þessa fínu Toshiba sam-
stæðu með öllu. Og ekki var skólinn
slæmur, langt í frá. Þar kynntist ég
afbragðs fólki, þar á meðal konunni
minni þó svo að það tæki okkur rúm
tuttugu ár að ná saman.
Pabbi var alltaf boðinn og búinn að
rétta hjálparhönd og átti það ekki
bara við um okkur bræður. Það var
gott fyrir svona skussa eins og mig að
hafa pabba sem gat leyst öll vanda-
mál.
Hann hafði gaman af að búa til góð-
an mat, var afbragðskokkur og gilti
þá einu hvaða matur það var sem
hann tók að sér að elda. Hann var
svona „smakksjeff“, smakkaði sig
áfram, þar sem hann stóð yfir pott-
unum, þar til honum fannst rétturinn
tilbúinn.
Vegna veikinda pabba var engin
rjúpnaveisla um síðustu jól. Lalli
bróðir útvegaði rjúpur og átti að
halda veislu þegar hann kæmi heim.
En úr því varð ekki. Fljótlega mun-
um við bræður setjast niður og rífa í
okkur rjúpurnar. Sósumeistarann
vantar en við munum gera okkar
besta.
Pabbi hafði alla tíð gríðarlegan
áhuga á fótbolta og var Framari alla
ævi þó svo að hann væri fæddur í
Vesturbænum. Arsenal var hans lið í
ensku deildinni. Pabba tókst að smita
báða bræður mína af þessu fótbolta-
klikki en ekki mig. Mínum knatt-
spyrnuferli lauk í 5. flokki. En kvik-
myndaáhuga áttum við feðgar
sameiginlegan og fórum oft saman í
bíó.
Pabbi var yndislegur afi og var
börnum okkar bræðra afar góður.
Dóttir mín hefur alltaf haft mikið
gaman af að fá að sofa hjá afa og
ömmu því að þar var þjónustan í lagi,
farið í bakarí og á skyndibitastaði og
annað í þeim dúr. Ég trúi því að pabbi
hafi verið að bæta sér það upp að hafa
verið svona mikið fjarri okkur bræðr-
um á meðan við vorum að alast upp.
Þegar pabbi lagðist inn á Borgar-
spítalann 2. október s.l. grunaði ekk-
ert okkar í fjölskyldunni að hann
kæmi ekki heim aftur. En hann
reyndist fársjúkur og óvíst með bata-
horfur. Næstu tvo mánuði var pabba
haldið sofandi á gjörgæslu þar sem
hann naut frábærrar umönnunar
yndislegs fólks. Hann var loks vakinn
um miðjan desember.
Hann var fljótur að ná sér andlega
en hægar gekk að koma skrokknum í
lag. Vel horfði með bata allt fram í
janúarbyrjun en þá varð ljóst að
hverju stefndi. Eftir skamma dvöl á
sjöundu hæð Borgarspítalans var
pabbi fluttur á Grensás þar sem hann
var settur í endurhæfingu. Hann gat
gengið með aðstoð göngugrindar en
ekki lengi í einu. Þróttinn vantaði þó
gamli keppnisandinn úr boltanum
væri til staðar. Allan þennan tíma
heyrði ég hann aldrei kvarta eða bera
sig illa. En 8. febrúar var svo af pabba
dregið að hann var fluttur á líknar-
deild Landakots þar sem hann lést
um hádegisbil laugardaginn 9. febr-
úar, á vetrardegi sem var yndislega
bjartur og fallegur eins og minningar
mínar um pabba.
Eftir að hafa fylgst með þessu
stríði pabba áttaði ég mig á því að
pabbi minn var og er ennþá stærsta
og mesta hetja mín.
Ég vil að lokum þakka öllum þeim
er komu að umönnun pabba í erfiðum
veikindum hans. Megi Guð vera með
ykkur öllum.
Halldór.
Elskulegur pabbi minn og kær vin-
ur er látinn. Pabbi var alltaf til taks
fyrir mig og studdi mig í öllu.
Við nafnarnir höfum átt samleið í
hinum ýmsu félögum, t.d. báðir miklir
Framarar og Oddfellowar. Pabbi var
gífurlegur Framari og lék með Fram
og gekk undir nafninu „Lalli pot“ og
var hann stoltur af þeirri nafngift. Í
einu félagi vorum við þó bara tveir, en
það var félagsskapurinn „tveir Lall-
ar“. Í hvert skipti sem pabbi kom í
land fórum við á flakk, niður í skip, oft
út í Sæbjörgu að ná í nýja ýsu, á skrif-
stofuna hjá Hafskip og alltaf var kom-
ið við í Lúllabúð og fengið sér Malt og
Prins Polo.
Pabbi var góður pabbi og ótrúlegur
fjölskyldumaður. Hann tók okkur
strákana oft með sér í siglingar en
það var ekki algengt á þessum árum.
Það var pabba mikið áfall þegar
Hafskip var dæmt á hausinn á ein-
hvern óskiljanlegan hátt. Hjá Hafskip
eignaðist hann marga af sínum bestu
vinum, ótrúlegum ævifélögum sem
hafa alltaf haldið sambandi og látið
vita af sér síðustu daga. Hann var þó
heppinn að komast að hjá Eimskip í
Sundahöfn og á rafmagnsverkstæð-
inu þar eignaðist hann góða félaga
sem honum þótti vænt um.
Sem afi var hann stórkostlegur og
skipti þá ekki hvaða barnabarn um
var að ræða. Sérstakt var þó samband
hans og Sigga, bróðursonar míns, en
þeir voru eins og samlokur síðustu ár-
in enda hafði pabba ásamt Þórði bróð-
ur tekist að innræta honum trúna á
Arsenal, þótt ég sem „United-maður“
gefi ekki mikið fyrir þá trú.
Takk fyrir mig og mína.
Þinn sonur,
Lárus.
Ástkæri afi minn og vinur. Allt frá
því að ég var pínulítill hefur þú verið
einn af mínum bestu vinum og ég naut
góðs af því að vera þinn eini sonarson-
ur. Alla tíð höfum við verið mjög góðir
vinir og aldrei hefur skugga borið á þá
vináttu. Alltaf þegar ég mun minnast
þín á ég eftir að hugsa til þess þegar
LÁRUS
HALLBJÖRNSSON
! "
#
! "# $#
"# %&'$$%"
() *"! #
) %&'$#
+" ( % $$%"
, -! %&'$#
" . "$ "
/ " /"!% !/ " / " / "
& !%"
0 , 1
!
"#$" %"&"#''(#
#)%*" +'',$%"
" '%"&"#''(# " )(""#'#-
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is