Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 39

Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 39                                  ! " #$!%! &&  #$!%! '"() * +                                              !"                         !       #$ % &" % '(  ) $  '(  % #$  *   + *  , -  +  '(  %  *'( *+# %+    % . *+-  $ +"+  *  $ *+% /( * *+ 0'%   $ "                                           !"#               !        " !  " #  " $       % &  $   $   $%  $   $" &$'$"%()$ *+,- $ ()$ $,$# *+,%+(   $ ()$ . $ /01$' $  (+$ 2 3)()$ ' 1 $ 14$                                              ! "#     ! "   #  $" % & ! " '     ! " & #! ($" )*+   ! " ,-  ,- $"   $" .+/0( & ! " 1( '  ! " &   +($"  )0+   ! " ! '- $" **1$***1                                         ! "    !"#$%&& !"'##   (!" ) #$%&& ) '##  *#&+   $%&& %(' ,'#$%&&   -+##  !"'##  % * $%&& !" '#$%&&   ##  .'#$%&&  )$ / #&##  %&0($ '#$%&& -   ( ##  1!"(#($ við fórum á bakvaktir saman, en það var eitt það skemmtilegasta sem við gerðum á þeim tíma. Þegar við fórum á Gamla Brún niður í Sundahöfn og settum vatn á lyftarana. Seint gleymast þeir laugardagarn- ir sem við fórum í klippingu saman, alltaf á sömu gömlu góðu rakarastof- una í Vesturbænum og svo má auðvita ekki gleyma að bland í poka fyrir 100 kall varð að fylgja með á eftir. Það verður alltaf ofarlega í minn- ingunni þegar ég gisti hjá ykkur ömmu, þá sátum við lengi að tafli og var verst hvað þú varðst fúll þegar ég náði heimaskítsmáti. Okkur leiddist ekki þegar ég, þú og pabbi horfðum á Arsenal vinna og stundum tapa leikj- um. Þessir dagar ásamt öðrum góð- um dögum með þér voru þeir ánægju- legustu í lífi mínu. Afi, þú varst mér góður vinur og við gátum sagt hvor öðrum allt, t.d. þegar þú byrjaðir aftur að reykja þá var ég fyrstur til að vita það. Þegar ég var orðinn nógu gamall til að læra á bíl og fékk æfingarleyfi varst það þú sem varst fyrstur til að leyfa mér að keyra og hlakkaðir þú jafnvel meira til en ég. Því þú baðst mig sérstaklega um að spyrja öku- kennarann hvort það væri eitthvert mál að þú fengir að leiðbeina mér. Að sjálfsögðu var það ekkert mál. Það er verst að við getum ekki farið á rúnt- inn saman í eiginlegri merkingu en ég veit að þú átt auðvitað ávallt eftir að fylgja mér. Það er mér dýrmætt vegarnesti að eiga allar góðu minningarnar um þig. Ég mun ávallt hugsa til þín. Þinn Sigurður Sveinn. Elsku afi minn. Að hugsa til þess að þú sért ekki hér hjá okkur lengur, nema í hjartanu, er erfitt. En minn- ingarnar eru margar og þær ylja um hjartarætur og eiga eftir að gera það svo lengi sem við lifum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Guðleif Edda. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku bróðir. Nú ert þú búinn að kveðja, þú sem varst svo ákveðinn í að komast yfir þessi veikindi. Útlitið var gott þegar áfallið kom aðfaranótt föstudags og um hádegi á laugardag var allt búið. Það er svo erfitt að sætta sig við þetta en enginn ræður við al- mættið. Minningar hlaðast upp. Lítill drengur sem ég þóttist vera að passa, þú varst jú litli bróðir minn og ég að- eins þremur árum eldri. Ungur drengur, í fótbolta öllum stundum á gamla Melavellinum og síðar mikill Framari sem spilaði í meistaraflokki um árabil. Unglingur í Reykjaskóla í Hrútafirði sem ég sendi pakka. Síðar að læra rennismíði í Héðni, ungur maður sem fann ástina sína hana Hebbu og saman byrjuðu þau brauð- stritið. Hann í Vélskólanum en hún að vinna úti. Þau eignast þrjá drengi og síðan komu tengdabörn og barna- börn. Þið voruð hamingjusöm hjón með stóra fjölskyldu. Svo komstu al- kominn í land, elsku bróðir, eftir langa útiveru og þú varst svo ham- ingjusamur. Ég á eftir að sakna þín og ég mun minnast allra yndislegu stundanna, gamlárskvöldanna góðu og matarboð- anna hjá þér og þinni fjölskyldu. Þú hafðir svo gaman af að bjóða fólki í veislur og auðvitað stóð Hebba þér við hlið, þið gerðuð einfaldlega allt saman. Elsku Hebba, synir, tengdadætur og afabörn. Ykkar missir er mikill, góður drengur er búinn að kveðja en minning hans mun lifa. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug systir. Þá er komið að kveðjustund. Fall- inn er frá Lárus mágur minn og vin- ur. Þegar kallið kom, kom það snöggt. Lalli eins og hann var alltaf kallaður af vinum sínum var fljótur að gera það sem hann var beðinn um og var um- talað hvað hann var snöggur að skora mörkin fyrir Fram í knattspyrnunni. Kynni okkar hófust þegar hann fór að vera með Hebbu systur. Eftir giftingu hófu þau búskap í Bergstaðastræti 71, í húsi foreldra okkar. Sem unglingur naut ég góðs af að vera í návíst þeirra. Lalli var góður kokkur og kynntist ég þar mikilli matarmenningu. Lalli sagði oft hlæj- andi að hann hefði bjargað mér frá stjórnsemi systra minna. Er ég sjálf- ur kvæntist og byrjaði að búa í Berg- staðastrætinu áttu Hebba og Lalli strákana sína þrjá, Þórð Georg, Hall- dór og Lárus Hrafn. Var mikill sam- gangur á milli heimilanna og fór svo að fjölskyldurnar ákváðu að nema land fyrir austan læk. Árið 1967 hófum við að byggja saman raðhús í Hellulandi í Fossvogi og nutum við og börnin okkar Lillýjar góðs af nálægð þeirra, og oft kom það fyrir að Tóti og Dísa settust til borðs eins og þau væru hluti af fjölskyld- unni og enn í dag tala þau um fransk- brauðið og spægipylsurnar hjá Lalla. Það má segja að fjölskyldan í Hellu- landi 1 og 5 hafi verið eins og ein stór fjölskylda. Á þessari stundu streyma fram minningabrotin, þær stundir sem við höfum átt saman svo margar að það yrði að skrifa bók um allt sem við höf- um brallað. Ég veit að þér fannst gott að vita af okkur í næsta húsi til að líta eftir Hebbu og drengjunum þínum þau ár sem þú varst á sjónum. Aldrei þessi 50 ár hefur okkur orðið sundur- orða, þó helst þegar Fram og Víking- ur voru að keppa að við vorum ekki al- veg sammála. Það varð mikill söknuður þegar þið fluttuð héðan úr Helló en eftir standa minningarnar sem oft eru rifjaðar upp hjá okkur. Elsku Hebba systir, synir og fjöl- skyldur ykkar, við fjölskyldan í Hellu- landi 5 viljum þakka allar samveru- stundirnar í gegnum árin. Minningarnar lifa Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hjörleifur Þórðarson.  Fleiri minningargreinar um Lár- us Hallbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.