Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ingólfur Krist-inn Eyjólfsson
fæddist á Buðlungu í
Grindavíkursókn 24.
júlí 1915. Hann lést á
Hjartadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 11. febrúar síð-
stliðinn. Foreldrar
hans voru Eyjólfur
Jónsson útvegsbóndi
á Buðlungu í Grinda-
vík, f. 8. júlí 1866, d.
13. október 1932, og
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja, f. 25. júní
1874, d. 2. maí 1962.
Ingólfur var yngstur fimm systk-
ina sem voru, auk hans, Albert,
Jón, Guðbjörg og Margrét. Ingólf-
ur kvæntist Fjólu Benediktsdóttur
f. 17. janúar 1921, þau slitu sam-
vistir, dóttir þeirra er Ingibjörg
E., f. 26. nóvember 1940, gift Pétri
Þórarinssyni. Ingólfur hóf sam-
búð 1955 með Ingigerði Guðjóns-
dóttur, f. 9. apríl 1923, d. 24. ágúst
1986. Fóstursynir Ingólfs eru Karl
I. Karlsson, f. 25. október 1942,
kona hans er Kristrún Sam-
úelsdóttir, f. 7. apríl
1944, Sigurður
Karlsson, f. 19. jan-
úar 1945, kona hans
er Hjördís Ólafsdótt-
ir, f. 5. júní 1949, og
Rúnar Karlsson, f. 1.
maí 1953, kona hans
er Ingibjörg Þór-
hallsdóttir, f. 13.
febrúar 1953.
Ingólfur sleit
barnsskónum í
Grindavík, en fluttist
eftir vélstjóranám til
Keflavíkur og var á
sjó í nokkur ár, síðar
vélstjóri í Hraðfrystihúsi Kefla-
víkur og síðan verkstjóri hjá Ís-
lenskum aðalverktökum á Kefla-
víkurflugvelli. Hann var
ráðsmaður við húsmæðraskólann
á Staðafelli í Dölum 1962-1975 og
fluttist þá til Keflavíkur og vann
hjá Keflavíkurbæ þar til hann
hætti störfum 71 árs gamall.
Útför Ingólfs fer fram frá
Keflavíkurkirkju á morgun,
mánudaginn 18. febrúar, og hefst
athöfnin klukkan 14.
Hann afi minn er dáinn. Einhvern
veginn sá maður þetta ekki gerast í
náinni framtíð, hann var alltaf svo
heilsugóður. Samt, þegar ég hugsa
um það eftir á, þá var það andlega
hliðin sem var við svona góða heilsu
og var hann alltaf með eindæmum
jákvæður og bjartsýnn. Það gerði
það kannski að verkum að maður
gleymdi því hvaða líkamlegu erfið-
leika hann hafði þurft að berjast við
undanfarin ár.
En í staðinn fyrir að vera sorg-
mæddur langar mig að rifja nokkrar
af þeim fjölmörgu góðu stundum
sem við afi áttum saman. Ég gerði
mér kannski ekki grein fyrir því, en
hann afi minn hefur kennt mér mjög
margt í gegnum tíðina, og hef ég
verið einstaklega lánsamur að hafa
eytt mörgum stundum með honum
og fengið að þekkja hann vel.
Á mínum yngri árum í Keflavík
var afi minn besti vinur. Ég fór nær
daglega heim til afa og ömmu eftir
skóla og spilaði við ömmu eða fór í
bíltúr með afa víðsvegar um Suð-
urnesin. Ég fór oft í „helgarferð“ til
afa og ömmu, gisti þar og eyddi
helginni með þeim, þó ég ætti heima
í sama bæjarfélagi. Ég var svo mikið
hjá þeim að ég átti orðið marga vini
sem bjuggu í sömu götu og þau. Afi
flutti í minna húsnæði eftir að amma
dó, og nokkrum árum seinna flutt-
um við til Reykjavíkur. Ég hélt hins-
vegar áfram að heimsækja afa um
helgar og gisti hjá honum. Um helg-
ar gerðum við síðan margt saman.
Við fórum oft út á bryggju að veiða,
fórum ýmist til Grindavíkur, út í
Hafnir eða út á bryggju í Keflavík.
Það var síðan venjan að skreppa á
pulsuvagninn í Keflavík eftir að hafa
sleppt þeim fáu fiskum sem við
veiddum. Það var þá sem ég vandi
mig á að fá mér eina með öllu „og
mikið sinnep“, alveg eins og afi. Það
var fleira sem við afi gerðum saman.
Þau voru nokkur skiptin sem við fór-
um út i Grindavík á skytterí á Buðl-
ungu, gamla bóndabænum þar sem
hann fæddist og ólst upp. Það var
einnig þar sem ég fékk að keyra bíl í
fyrsta skipti.
Ég er feginn að afi fékk að hitta
barnabarnið sitt, hann Sebastian
Frey, þó að þau kynni hafi ekki ver-
ið löng og Sebastian hafi ekki áttað
sig á hversu mikilvægur langafi var
fyrir pabba hans. En ég vona að son-
ur minn og pabbi minn verði jafn
miklir félagar og ég og afi vorum,
því þetta eru afar dýrmæt kynni.
Það eina sem ég sé eftir nú þegar
ég á ekki eftir að hitta afa aftur er
að ef til vill var ég ekki nógu dugleg-
ur að segja honum hvað mér þætti
vænt um hann og að þakka honum
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman, því geri ég það nú.
Þinn
Kári.
INGÓLFUR
KRISTINN
EYJÓLFSSON
✝ Rune VernerSigurðsson vél-
stjóri fæddist í Vir-
um í Danmörku 27.
apríl 1961. Hann
fórst með Ófeigi VE
hinn 5. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Sol-
vejg Bisballey, f.
26.3. 1941, og Sig-
urður Karlsson, f.
9.3. 1931. Systur
hans eru Linda
Laufey, f. 23.8.
1954, Minný Ber-
nódía, f. 2.5. 1963,
d. 11.1. 1966, Halla María, f. 20.
3. 1965.
Eftirlifandi eigin-
kona Rune er Theo-
dóra Einarsdóttir,
f. 2.9. 1961. Börn
þeirra eru: Sigrún
Ósk, f. 7.10. 1996,
látin sama dag, Sig-
urberg Óskar, f. 21.
10. 1999. Fyrir átti
Rune dótturina
Tönju Rut, f. 16. 1.
1986.
Útför Rune fer
fram frá Áskirkju á
morgun, mánudag-
inn 18. febrúar, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Það er undarleg staða að sitja einn
inni í stofu seint á sunnudagskvöldi
þegar allir eru að fara að sofa og
skrifa minningargrein um mann sem
var fullur af lífskrafti, hugmyndum
og draumum og var duglegur að láta
hlutina verða að veruleika, mann
sem hvarf af sjónarsviðinu án nokk-
urs fyrirvara.
Að morgni 5. desember síðastlið-
inn hringdi faðir minn í mig og sagði
að báturinn sem Rúni væri á, Ófeigur
VE, hefði farist um nóttina og Rúna
væri saknað. Óteljandi hugsanir
komu í kollinn: Af hverju hann?
Hvað kom fyrir? Hans var mikið leit-
að og biðin var erfið, okkur dreymdi
um að fá hann til okkar og við lifðum í
voninni. Nú í byrjun febrúar fáum
við þær fréttir að Rúni sé fundinn,
það er eins og hann hafi verið að
koma heim eftir langa fjarveru. Nú
þegar hann verður lagður í hinstu
hvílu langar mig að minnast mágs
míns.
Það var í Ólafsvík að Rúni kom
með trillu sína „Kalla á Litla landi“
og reri þaðan. Hann kynntist þar
systur minni Theodóru S. Einars-
dóttur. Það var strax greinilegt að
þarna var kraftmikill drengur á ferð,
hann var eldklár í öllu sem við kom
vélum og bílum, hann var fljótur að
finna bilanir í vélum og það var hrein
unun að horfa á vélarnar í bílunum
hans, þær glönsuðu alltaf eins og
þær væru glænýjar. Það var hans
sérgrein að finna fallega og vel með
farna bíla, stundum varð maður yfir
sig hissa hvað hann fann. Ég velti því
oft fyrir mér hvað hann var handlag-
inn, hvort sem um var að ræða járn
eða timbur, það virtist ekkert vefjast
fyrir honum. Heimili þeirra hjóna
hefur alltaf verið hlýtt og fallegt og
handbrögðin hans voru alls staðar og
gaman að skoða og til að mynda nú
síðast svalirnar á húsi þeirra í Vest-
mannaeyjum, mjög falleg smíð.
Allir sem þekkja Rúna vita að þar
var meistarakokkur á ferð, hann var
alltaf yfirkokkur á jólasteikinni í
Stekkjarholtinu hjá mömmu og
pabba, við gátum alltaf treyst á hann
þegar matur var annars vegar. Þeg-
ar hann var að elda var eins og full-
lærður kokkur væri á ferð.
Það er margs að minnast um
Rúna, hann var hjálpsamur og ég gat
alltaf leitað til hans þegar mig vant-
aði aðstoð við bílinn eða eitthvað ann-
að, við áttum margar góðar stundir
saman að pæla í hinu og þessu. Nú
hugsa ég með sjálfum mér: Af hverju
var hann tekinn frá okkur? Svona
kraftmikill maður, sem var í blóma
lífsins. Það huggar mig þó að nú er
hann kominn til litlu dóttur þeirra,
hennar Sigrúnar Óskar, þau eru
hérna einhvers staðar með okkur og
þau fylgjast með og vernda saman
Dóru, Sigurberg og Tönju.
Þegar við Rúni höfðum spjallað
saman í síma kvaddi hann mig alltaf
eins: „Ókey, Maggi minn, við
sjáumst.“ Þess vegna vil ég kveðja
Rúna með þessum sömu orðum og
vona að Guð geymi hann vel: Ókey,
Rúni minn við sjáumst.“
Elsku Dóra, Sigurberg, Tanja og
aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Magnús Einarsson og
fjölskylda.
Þetta getur ekki verið. Það hugs-
aði ég þegar ég frétti að Rúni væri
týndur. Þótt að kynni okkar hafi ver-
ið stutt hitti ég hann oft þegar ég var
lítil og man sérstaklega eftir því þeg-
ar ég kom einu sinni með pabba til
hans á Kirkjuveginn.
Á þjóðhátíðinni 2000 hittumst við
svo aftur eftir langan tíma. Það var
svo gaman að hitta hann og Dóru.
Ýmislegt sem Rúni sagði við mig þá
geymi ég í hjarta mínu. Síðastliðið
sumar kom ég oft inn í þjóðhátíðar-
tjaldið hjá honum og Dóru og við
skemmtum okkur hreint konung-
lega.
Ég bjóst samt ekki við því að það
væri í síðasta sinn sem að ég myndi
hitta hann.
Ég veit að pabbi, amma og fleiri
hafa tekið á móti honum.
Elsku Dóra, Tanja, Sigurberg,
Siggi, Solveig og aðrir aðstandendur,
ég votta ykkur mína dýpstu samúð.
Megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Arna Huld Sigurðardóttir.
RUNE VERNER
SIGURÐSSON
!"#$ # "%
%&%%
!"#$ ' ((# #& )& "%
#& *%
!"#$ "% #& + , - ' ((#
# !"#$ "% ). /' %
%'# 0 % 1 %
2
)&# +#&#
# !
%
)% "&
# 3
!"
" "
#$ " $ %&&
&$ '" $ %%( ) &&
*+ $ %%( , + & -
. . ( . . . "
! # $"% &! "
!" # $$
% &'
# ( )( (
)(
& '( $$*
!"# $
%&' "
(')"#" #('*(
!"
#$
% & '$ ($) * +%)"
!