Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 51

Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 51 DAGBÓK Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 1. mars og laugardaginn 2. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafiNánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800 Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Þorra tilboð Garðar Ólafsson úrsmiður - Lækjartorgi Sími 551 0081 Úr: Omega, Gucci, Raymond Weil, Seiko, Tissot, Pierpont o.fl. Klukkur: Gólfklukkur, veggklukkur, vekjaraklukkur o.fl. Skartgripir: Demantshringar, gull- lokkar, gullhálsfestar, gullmen, gullkrossar, gullarmönd o.fl. 20% afsláttur af öllum vörum Handverksfólk - Listamenn Okkur bráðvantar íslenskar vörur Keramik - tré - stein, lopapeysur og smávöru úr ull Upplýsingar í verslun okkar Islandia Kringlunni,sími 568 9960 80 ÁRA afmæli. Átt-ræður verður á morgun, mánudaginn 18. febrúar, Stefán Bendikts- son, Sjávargrund 4a, Garðabæ. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert tilgerðarlaus, um- hyggjusamur og hvetjandi. Framtakssemi þín og metn- aður munu skila þér árangri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver þér eldri vill gefa þér góð ráð varðandi fjármálin. Gleymdu því ekki að fólk er sjaldnast sammála um það hvernig verja eigi peningum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fréttir sem tengjast ferðalög- um eða öðrum löndum valda þér vonbrigðum. Láttu ekki vonbrigðin ná tökum á þér. Enn er ekki öll von úti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er útlit fyrir að áætlunum þínum verði frestað eða aflýst. Taktu það ekki of alvarlega. Áætlanir þínar verða að öllum líkindum að veruleika. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Náinn vinur gæti fundið til af- brýðisemi vegna tilfinninga þinna til einhvers annars. Þú getur ekki borið ábyrgð á því hvað vini þínum finnst um líð- an þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert fæddur leiðtogi og því mislíkar þér þegar aðrir reyna að segja þér fyrir verk- um. Ef þú lítur í eigin barm sérðu að það er í raun stolt þitt sem veldur óánægju þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú færð tækifæri til að kenna ungmennum eitthvað mikil- vægt um framandi lönd og ólíka menningu. Reyndu að gera sem mest úr þessu tæki- færi og dýpka þannig skilning þeirra á lífinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Viðbrögð ættingja þinna við einhverju tengdu fjármálum valda þér vonbrigðum. Veltu því fyrir þér hvort vonir þínar hafi verið raunsæjar eða hvort þú hafir ætlast til of mikils. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Smávægilegar deilur við ást- vin þinn ergja þig í dag. Þú rekst á skeytingarleysi þar sem þú átt von á samvinnu og samþykki. Láttu kyrrt liggja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir orðið fyrir vonbrigð- um með tekjur þínar í dag. Þetta eru tímabundin von- brigði. Framtíð þín er björt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir orðið fyrir vonbrigð- um í ástarmálum en sannleik- urinn er sá að allir þjást af svolítilli svartsýni eins og stendur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Bíddu fram í næstu viku með að ræða mikilvæga hluti við maka þinn eða ættinga. Þá er líklegra að fólk taki vel í hlut- ina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Taktu það ekki nærri þér þótt vinur þinn sé þegjandalegur í dag. Hann þarf á samúð og skilningi að halda en ekki gagnrýni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. d4 e6 2. c4 b6 3. e4 Bb7 4. Bd3 f5 5. exf5 Bb4+ 6. Kf1 Rf6 7. Be2 0-0 8. c5 bxc5 9. a3 Ba5 10. dxc5 Rd5 11. Rf3 Df6 12. fxe6 Ra6 13. Dc2 Hae8 14. exd7 Svartur á leik 170202 Staðan kom upp í lokuðu móti í Ljublana sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegar- inn, Alexander Beljavsky (2.649) hafði svart, gegn Igor Jelen (2.374). Svartur fórnaði þrem peðum fyrir hraða liðskipan og sá sig til- neyddan til að fórna enn meiri mannskap til að halda sókninni gangandi. 14... Hxe2 15. Kxe2 De6+ 16. Be3? Áhugavert hefði verið að vita hvernig svartur hugðist svara 16. Kf1 þar sem þá er allt á huldu hvort svarta sóknin hitti í mark. Í framhaldinu stendur ekki steinn yfir steini hjá hvítum. 16... Rf4+ 17. Kd1 Be4 18. Da4 Rxc5 19. Db5 Bd3 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Alx- endar Beljavsky (2.649) 9 vinninga af 11 mögulegum. 2.-3. Andrey Kharlov (2638) og Dusko Pavasovic (2.547) 7 ½ v. 4.-5. Liviu-Dieter Nisipeanu (2.608) og Marko Tratar (2.424) 7 v. 6. Evgeny Sveshnikov (2.565) 6 ½ v. 7.-8. Andrey Volokitin (2.586) og Ivan Farago (2.500) 5½ v. 9. Primoz Soln 4 ½ v. 10.-11. Bogdan Pod- lesnik (2394) og Igor Jelen (2.374) 3 v. 12. Danilo Polaj- zer (2.421) 0 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson LJÓÐABROT UM HRAFNAGANGINN Breiða sig borginmóðar bláfjallaðir um allar grundir, nes og granda, grúfa sig ofan í þúfur, grafa með gildu nefi gormar þessir smá-orma, í sekk þann niður þeim sökkva, sjaldan fyllist eða aldrei. Stefán Ólafsson Árnað heilla ÞAÐ eru rúm 50 ár síðan Eddie Kantar var blindur í þessu spili… Suður gefur; enginn á hættu: Norður ♠ G1074 ♥ 854 ♦ 763 ♣1084 Suður ♠ ÁK ♥ ÁKG763 ♦ 104 ♣KD2 … en makker hans í suðursætinu var spilari að nafni Julien P. Philippy. Hann meldaði hressilega: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass Pass 1 spaði 4 hjörtu ! Pass Pass Pass Philippy lagði ekki fyrir sig bridsíþróttina í sama mæli og Kantar, en þetta spil hans lifir – ekki þó sagngleði hans, heldur úr- spilstæknin. Vestur kom út með spaðaáttu sem Philippy átti heima og tók ÁK í trompi. Þegar hjört- un komu 2-2 fæddist fótur. Hvernig myndi lesandinn halda áfram? Laufásinn er sennilega í austur, en hins vegar er aðeins ein innkoma í borð til að spila að hjónunum. Philippy fann ráð við því. Hann tók annan spaðaslag og spilaði sér síðan út á tígli. Allt spilið var þannig: Norður ♠ G1074 ♥ 854 ♦ 763 ♣1084 Vestur Austur ♠ 82 ♠ D9653 ♥ D9 ♥ 102 ♦ KG985 ♦ ÁD2 ♣9653 ♣ÁG7 Suður ♠ ÁK ♥ ÁKG763 ♦ 104 ♣KD2 Vörnin má ekki hreyfa við svörtu litunum og AV vörðust vel með því að taka tvo slagi á tígul og spila þeim þriðja. Philippy trompaði og spilaði lauf- kóng. Ef austur drepur, þarf hann að spila spaða frá drottningunni eða laufi frá gosanum. Og ef hann dúkkar, fer sagnhafi inn í borð á hjartaáttu og spilar laufi að drottningunni. Falleg flétta. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Mynd/Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. desember sl. í Grindavíkurkirkju af sr. Erni Bárði Jónssyni Guðný Hlíðkvist Bjarnadóttir og Sveinbjörn Ágúst Sigurðs- son. Heimili þeirra er í Óð- insvé í Danmörku. 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, sunnu- daginn 17. febrúar, Guð- mundur G. Jónsson, fv. stöðvarstjóri Flugleiða á Kastrup-flugvelli, til heim- ilis á Holtsgötu 31, Njarð- vík. Eiginkona hans er Þóra Ingibjörg Jónsdóttir. Þau verða að heiman í dag. Ég setti chili í kjöt- bollurnar, hvernig finnst þér það?       

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.