Morgunblaðið - 17.02.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 17.02.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans ÓVENJU mikið er nú um ýmsar svæsnar kvefvíruspestir að sögn Böðvars Arnar Sigurjónssonar heilsugæslulæknis sem verið hefur á vakt hjá Læknavaktinni sem sinnir höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur inflú- ensa haldið innreið sína og leggst ekki síst á yngstu börnin. Undir þetta taka læknar á heilsugæslu- stöðvunum í Árbæ og Breiðholts- hverfum en þeir telja að inflúensan hafi ekki enn náð hámarki. Böðvar Örn segir að um 140 manns hafi komið á Læknavaktina eitt kvöldið í vikunni, þ.e. á tíma- bilinu 17 til miðnættis, og séu það tvöfalt fleiri sjúklingar en venjulega. Einnig segir hann mikið um vitjanir og hafi læknar sinnt þeim á tveimur bílum en venjulega nægi einn bíll. Telur hann aukninguna einkum stafa af inflúensutilfellunum. Böðvar Örn segir mikið af umferðarpestum herja í bili og sérstaklega hafi orðið vart aukningar á streptókokkasýkingum og hálsbólgu af völdum þeirra. Haraldur Tómasson, heilsugæslu- læknir í Árbæjarhverfi, segir inflú- ensu helst hafa lagst á börn upp að þriggja–fjögurra ára aldri. Þau geti haft hita í 5–6 daga og segir hann helsta ráðið að sjá um að þau drekki nóg. Hætti þau að drekka, lyfti ekki höfði og verði sljó sé rétt að kalla til lækni. Inflúensa ekki í há- marki enn HEYRNARLAUSIR geta nú sent SMS-skilaboð til Neyðarlínunnar þurfi þeir á neyðaraðstoð að halda. Ekki er hægt að senda SMS-skila- boð í símanúmerið 112 heldur tekur farsími við skilaboðunum. Fram til þessa hafa heyrnarlausir getað hringt í Neyðarlínuna með svonefndum textasíma sem er í rauninni forrit fyrir heimilistölvur. Þegar heyrnarlausir hafa brugðið sér af bæ hafa þeir ekki haft neitt tæki til að óska aðstoðar frá lögreglu eða slökkviliði. Hafdís Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Félags heyrnarlausra, segir að GSM-númerið verði kynnt fyrir fé- lagsmönnum á næstunni. Í skilaboð- unum þarf að koma fram hvers eðlis slysið er, hve margir eru slasaðir, hvaða aðstoð þarf að berast o.s.frv. Hafdís segir að GSM-símar séu helsta öryggistæki sem heyrnarlaus- ir eigi völ á, jafnvel þó að dreifikerfi þeirra nái ekki út um allt land. Þá vilji heyrnarlausir ekki síður veita fólki í neyð aðstoð sína t.d. með því að láta vita af slysi. Enn eigi þó eftir að reyna á hvort GSM-símar verði viðurkenndir sem almenn hjálpar- tæki fyrir heyrnarlausa en lögum samkvæmt eigi Heyrnar- og tal- meinastöð að greiða niður slík tæki. „Að okkar mati er þetta mjög einfalt mál. GSM-símar eru ekkert annað en hjálpartæki því ekki geta heyrn- arlausir notað venjulegan síma.“ Viðvaranir með SMS Neyðarnúmer heyrnarlausra komst í gagnið í vikunni en Hafdís vill einnig að Almannavarnir ríkisins noti SMS-skilaboð til að koma upp- lýsingum til heyrnarlausra. Ef vara þarf við fárviðri, jarðskjálftum, eld- gosum eða öðrum hamförum verði hægt að koma stuttum, hnitmiðuðum skilaboðum til heyrnarlausra. Heyrnarlausir geta sent neyðarkall með SMS STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að þegar hann tók við embætti samgönguráðherra hafi verið búið að ganga frá því að Þór- arinn V. Þórarinsson yrði ráðinn for- stjóri Landssímans. Halldór Blön- dal, fyrrverandi samgönguráðherra, hafi verið búinn að gefa fyrirheit um ráðninguna. Sturla segir að sitt verk- efni hafi verið að efna þetta sam- komulag. Hann segist hafa fallist á kröfur Þórarins um fimm ára ráðn- ingarsamning en hafnað upphafleg- um launakröfum hans, sem hafi verið mjög háar. „Aðdragandi málsins er sá að þeg- ar ég tek við embætti samgönguráð- herra hafði forveri minn, Halldór Blöndal, gefið Þórarni V. Þórarins- syni, sem þá var stjórnarformaður Símans, fyrirheit um að hann tæki við starfi forstjóra. Verkefni mitt var þess vegna að efna þetta samkomu- lag sem þeir höfðu gert,“ segir Sturla. Sturla segist hafa fallist á kröfur Þórarins um fimm ára ráðningu, en síðan hafi Friðrik Pálsson, stjórnar- formaður Símans, séð um að ganga frá ráðningarsamningi. „Hann [Frið- rik] bar undir mig launakröfur for- stjórans og þó að það væri ekki mitt að taka ákvörðun um laun hans gerði ég stjórnarformanninum grein fyrir því að ég teldi ekki eðlilegt, miðað við fimm ára samning, að verða við þeim launakröfum sem uppi voru. Því varð niðurstaðan sú, að forstjórinn fékk samning til fimm ára, en langtum lægri laun en kröfur hans stóðu til.“ Furðar sig á ummælum Hreins Sturla segist furða sig mjög á um- mælum sem Hreinn Loftsson, for- maður einkavæðingarnefndar, hefur viðhaft í fjölmiðlum og segist ekki skilja hvaða tilgangi þau þjóni. „Þeir sem þekkja til tillagna einkavæðingarnefndar og skýrslu hennar sjá að fullyrðingar hans síð- ustu daga stangast í veigamiklum at- riðum á við fyrrnefndar tillögur nefndarinnar og skýrslu um sölu Símans. Slík framganga er óforsvar- anleg, ekki síst af manni sem hefur gegnt jafnmikilvægum trúnaðar- störfum fyrir ríkisstjórnina,“ segir Sturla. Þá segir Sturla kröfu Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um afsögn sína fráleita. Sturla Böðvarsson um ráðningu Þórarins V. Þórarinssonar til Landssímans Ég var að efna fyrirheit sem Þórarni voru gefin  Krafan um/10–11 DRENGUR á tólfta aldursári ökkla- brotnaði eftir að hafa orðið fyrir bíl í Kaupvangsstræti á Akureyri í fyrra- kvöld. Slysið varð með þeim hætti að drengurinn hljóp yfir götuna og í veg fyrir bíl sem kom aðvífandi, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Að sögn læknis þar var drengurinn ökklabrotinn en lítt meiddur að öðru leyti. Akureyri Drengur fyrir bíl SÓLIN gægðist víða fram úr skýj- um á landinu í gær, enda hækkar hún á lofti með hverjum deginum sem líður á þessum veðurmilda þorra. Sólin varpaði líka skemmti- legum skuggum á þetta fólk sem brá sér á gönguför á ísilögðu Þingvallavatni. Mistrið yfir lands- laginu í fjarska fær sömuleiðis á sig þann blæ að myndin gæti verið tekin við fegurstu vötn um víða veröld. Morgunblaðið/Ómar Sólarganga á Þingvallavatni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.