Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR gripu andann á lofti þegar fyrsta plata XXX Rottweilerhunda kom út í nóvember síðastliðnum, en textar sveitarinnar þóttu með ein- dæmum ósiðlegir. Nú, tveimur mán- uðum síðar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Platan hefur selst og selst og setið á toppi Tónlistans síðustu sex vikurnar. Samt sem áður fá lög þeirra ekki dagspilun í útvarpi og myndband hljómsveitarinnar er bannað á öllum sjónvarpsstöðvum, að sögn Erps Eyvindssonar eins for- sprakka sveitarinnar. Það eru börn og unglingar sem rífa plöturnar úr hillum hljómplötuversl- ana og höfðu um 8.000 eintök selst í liðinni viku. Strákar á aldrinum 10– 15 ára eru þeir sem einna helst hafa keypt plötuna til þessa, samkvæmt upplýsingum úr verslunum Skífunn- ar og Japis. Þá keyptu ófáir foreldrar plötuna fyrir jólin, samkvæmt óska- listum barnanna, þrátt fyrir að á framhlið disksins sé aðvörun til for- eldra: „Foreldrar athugið óheflað málfar“. Það má segja að það séu orð að sönnu. Ekkert virðist Rottweiler- hundunum heilagt, þeir rappa um kynskiptinga, morð, framhjáhöld, mannát, dóp, heimilisofbeldi, sam- kynhneigð og kynlíf. Kalla mæður óvina sinna svo ófögrum orðum að ekki er hægt að hafa eftir hér. Segj- ast hata „ríkar pabbastelpur hang- andi í Versló“ og líkja sjálfum sér við Guð: „Ég er Hann, ég er Jahve, Jah, ég er fokkin’ Óðinn.“ Margverðlaunuð sveit Ótal margt fleira ber á góma í text- um hundannna og hefur platan feng- ið afar góða dóma: „Það má svo sem skilja það að fólki hitni um eyrun þegar þeir Rottweilerhundar láta í sér heyra því ekki er bara að þeir séu sóðalega klæmnir, heldur eru þeir hreint frábærlega dónalegir, sið- blindir og uppfullir með guðlasti og ég veit ekki hvað ... þvílík veisla!“ skrifaði Árni Matthíasson, tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins um plötuna í nóvember sl. Og það eru ekki bara gagnrýnendur sem eru hrifnir af plötunni því sveitin hlaut þrenn verðlaun á Íslensku tónlistar- verðlaununum sem haldin var um síðustu helgi. XXX Rottweilerhundar eru „bjartasta vonin“ í íslensku tónlistar- lífi, tónlistarflytjandi ársins og platan þeirra var kosin sú besta í flokki popp- og rokktónlistar. Dómnefnd fimm einstaklinga velur verðlauna- hafana í hverjum flokki en nefndirn- ar eru skipaðar fagaðilum sem til- nefndir eru úr sex aðildarfélögum tónlistarmanna, að sögn Einars Bárðarsonar, framkvæmdastjóra stjórnar Íslensku tónlistarverð- launanna. Að hans sögn eru um 80 manns í dómnefndunum, fimm í hverri nefnd. Einar Bárðarson segir að XXX Rottweilerhundar hafi brotið blað í íslenskri tónlistarsögu með því að rappa á íslensku, og því eigi sveitin öll verðlaunin fyllilega skilið. Þessu er Árni Matthíasson sammála í fyrr- nefndum dómi: „með því að rappa á íslensku og af slíkum krafti taka Rottweilerhundarnir samkeppnina í nefið; fyrsta sveitin sem hefur eitt- hvað að segja og segir það því á ís- lensku,“ segir Árni. Tilviljunarkennd kvenfyrirlitning Þrátt fyrir góðu dómana og öll verðlaunin sem sveitinni hafa hlotn- ast, þá er hún afar umdeild. Orð- bragð hljómsveitarinnar veldur mörgum áhyggjum, og segja ungir feministar til dæmis votta fyrir kven- fyrirlitningu í textum sveitarinnar. „Textar XXX Rottweilerhunda státa vissulega af tilviljunarkenndri kvenfyrirlitningu á köflum. Að okkar mati ristir þessi fyrirlitning þó ekki djúpt þar sem textarnir saman- standa af miklum þversögnum af ýmsum toga, frekar en einhvers kon- ar boðskap. Þeir ætla til dæmis ekki bara að „hafa samfarir“ við mömmur, eins og okkur skilst að sé helsta áhugamál „markaðs-rapparans“, heldur einnig við ýmsa karlkyns fjöl- skyldumeðlimi. Þetta gefur textan- um nýjar víddir og ekki skrítið að hundarnir séu bjartasta von Íslend- inga í dag. Við skorum á þá foreldra og for- ráðamenn barna, sem hafa áhyggjur af vafasömum boðskap XXX Rott- weilerhundanna, að fá þá inn í skólana til þess að ræða við krakkana um texta sína. Þannig geta krakk- arnir einfaldlega spurt þá hvað þeir meina með textum sínum og hund- arnir geta gert grein fyrir skoðunum sínum,“ segja meðlimir í Bríeti, félagi ungra feminista, sem segjast síður en svo hafa áhyggjur af þessu framferði Rottweilerhundanna. Rappinu er ekkert heilagt Það er ekkert nýtt að rapp sé dónalegt. Bandaríski rapparinn Em- inem hefur hneykslað marga hin síð- ustu ár eins og margar fleiri rapp- sveitir. Í rappinu er ekkert dregið undan og eru textarnir því oft grófir og ósparir á stóryrði, jafnvel um hluti sem eru heilagir í augum hins al- menna borgara, eins og Guð, Jesú og Maríu mey. Þessar persónur eru þó ekki heilagar í augum XXX Rottweil- erhunda, þeir syngja meðal annars: „fokk Biblían, mín rímnabók er allt“ ... „Guð og Jesú eru ekkert nema dyraverðir í leðri“ og fleira. Hvað skyldi kirkjunnar mönnum finnast um tal á þessum nótum? Séra Hjálmar Jónsson Dómkirkju- prestur hefur hlustað á Rottweiler- hundana. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst grín hjá þeim og leið til þess að vekja á sér athygli. Mér finnst hins vegar athugandi hvort ástæða sé til að vekja á sér athygli með þessum hætti. Aðrir menn yrðu dæmdir fyrir svona orðbragð og við höfum nýlegt dæmi þess. Varafor- maður félags þjóðernissinna var dæmdur fyrir ummæli um Afríku- negra en ummæli hans eru ekkert í líkingu við það sem kemur frá Rott- weilerhundunum,“ segir séra Hjálm- ar. Hann segist telja að textarnir hljóti að hafa einhver áhrif á ungan aðdáendahóp hljómsveitarinnar. „Ef við trúum því að fyrirbænir og falleg vers hafi eitthvað að segja í þeirra eyrum, þá hljótum við líka að reikna með að ljót orð og gróf hafi eitthvað að segja. Tónlist sveitarinnar og framganga hljómsveitarmeðlima er á margan hátt nýstárleg og gerð til þess að hneyksla. Ég held að krakk- Morgunblaðið/Jim Smart XXX Rottweilerhundar taka glaðir og reifir við verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum um síðustu helgi. Textar þeirra eru mjög „óheflaðir“ og umdeildir. Þeir eru jafnframt útbreiddir og eru dæmi þess að krakkar allt niður í fimm ára, syngi: „Mamma þín, mamma þín, mamma þín er beygla.“ XXX Rottweilerhundar hafa vakið mikla athygli undanfarið og hlutu meðal annars þrenn verðlaun á Íslensku tónlist- arverðlaununum um síðustu helgi. Textar sveitarinnar hafa þó hneykslað marga og gagnrýna sumir að sveit með slíkan boð- skap skuli vera álitin „bjartasta vonin“ í íslensku tónlistarlífi. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við Erp Eyvindarson, einn for- sprakka sveitarinnar, um gagn- rýnina, aðra sem telja boðskap- inn athugaverðan og unglinga sem hlusta á sveitina. Siðlausir klámhundar eða listamenn nútímans? Erpur Eyvindarson, einn forsprakka XXX Rottweilerhunda, vísar því á bug að meðlimir hljómsveitarinnar séu með framferði sínu slæmar fyr- irmyndir. Hann segir tvískinnung í barnauppeldi og foreldrar ættu að líta sér nær áður en þeir banna börnunum að hlusta á tónlistina þeirra. Þegar þið veittuð verðlaununum viðtöku um síðustu helgi sögðuð þið eitthvað á þá leið að þetta væri í fyrsta skipti sem hljómsveit sem hvorki kann að syngja né spila á hljóðfæri hlýtur verðlaunin. Hvern- ig skilgreinið þið ykkur? „Þórunn Björnsdóttir, gamli kór- stjórinn minn, sagði við mig eftir af- hendinguna að þarna hefði ég skrökvað fyrir framan alþjóð því ég kynni alveg að syngja. Ég efast ekki um að það sé rétt hjá henni en við sögðum þetta til að benda fólki á að tónlist snýst ekki um hversu góður þú ert á lúður eða rafmagnsgítar. Hversu mörg stig þú hefur tekið eða hversu háa eða lága tóna þú getur sungið. Þetta eru allt tækniat- riði sem hjálpa þér en ekki aðal- atriði. Tónlist verður ekki meiri og merkilegri listsköpun eftir því sem fleiri hámenntaðir tónlistarmenn flytja tónverkið. Hjá okkur snýst tónlistin um inni- hald og orku, og við sögðum þetta vegna þess að við vorum svo ánægðir með að akademían skyldi vera sammála okkur. Það var ekki verið að verðlauna fyrir besta lúð- urleikinn eða erfiðasta gítarsólóið, heldur innihaldsríkustu tónlistina það árið, að mati dómnefndar. Innihaldið er og verður alltaf ofar tækninni.“ Ákveðin myndbönd ykkar hafa verið bönnuð á íslenskum sjón- varpsstöðvum og sum laga ykkar líka. Hvað er það í lögunum ykkar sem fer svona fyrir brjóstið á fólki að ykkar mati? „Sönn íslensk sakamál“ var til- nefnt til Íslensku tónlistarverð- launanna sem besta myndband árs- ins. Það myndband er bannað á öllum sjónvarpsstöðvum og flest laga okkar fá ekki dagspilun í út- varpi. Ég held að sumt fólk sé bara allt of viðkvæmt. Fólk hefur ekki heyrt svona hispurslausa texta síð- an á pönktímabilinu. Það er fátt þarna sem gengur fram af okkar kynslóð en almennt er fólk smeykt við það sem það þekkir ekki og eldri kynslóðir þekkja okkar kynslóð greinilega ekki betur en þetta. XXX Rottweiler er einn margra glugga inn í málfar, hugsanagang og Erum engar barnapíur Morgunblaðið/Jim Smart „Ég held að sumt fólk sé bara allt of viðkvæmt. Fólk hefur ekki heyrt svona hispurslausa texta síðan á pönktímabilinu,“ segir Erpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.