Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANN var aðalhvatamaðurað stofnun félagsinsForm Ísland og var fyrstiformaður félagsins 1985– 1988 og síðan 1993–1995. Stefán segir að rekja megi upp- haf afskipta hans af kynningu á hönnun til greinar sem hann skrif- aði í tímaritið Iðnaðarmál árið 1967, sem, þrátt fyrir að tímaritið gæti vart talist víðlesið, vakti nokkra at- hygli. „Síðan hef ég ekki losnað við þennan draug,“ segir Stefán. Stefán stundaði nám í innanhússarktitektúr við hönnunarháskólann í Ósló en á þeim tíma fóru flestir til náms í þessu fagi til Kaup- mannahafnar. Á þessum árum var veruleg uppsveifla í norskum þungaiðnaði og það sama átti við um húsgagnaiðnaðinn og byggingartengdan iðn- að. Þarna var því já- kvætt og frjósamt and- rúmsloft og mikil áhersla lögð á endurnýjun fram- leiðslu og á hinn hugmyndafræði- lega grundvöll og skilgreiningar sem öll hönnun byggist á. Stefán var ráðgjafi Iðnþróunar- stofnunar Íslands 1970–1972 og var í ritstjórn tímaritsins Iðnaðarmál á sama tíma. „Á þessum árum er Iðnþróunarstofnun að þreifa fyrir sér í sambandi við öflun heimilda um íslenska hönnun og hvernig standa megi að kynningu á henni og mikilvægi hönnunar fyrir íslenskan iðnað. Ýmislegt sem þarna var bryddað uppá er fyrst núna að festa rætur í hönnunarumhverfinu. Iðnþróunarstofnun hefur, eins og kunnugt er, lengi einbeitt sér að ráðgjöf í sambandi við fyrirtæki og nýhugmyndir framleiðslu,“ segir Stefán. Yfirborðskennd umfjöllun um hönnun Stefán segir að umtalsverð vakn- ing sé fyrir góðri hönnun í dag. „Umræðan er almennari og fólk er mun meðvitaðra en áður um gildi hönnunarinnar. Því er þó ekki að neita að í einstaka tilvikum, og þá oft hjá fjölmiðlum sem haft gætu veruleg áhrif til góðs, er umfjöllun ótrúlega yfirborðskennd og byggist á yfirdrifnu snobbmasi.“ Á árunum eftir 1970 við inngöngu Íslands í EFTA fóru menn að beina sjónum sínum í auknum mæli að stöðu iðnaðarins með tilliti til hönn- unar. Tíu ára aðlögunartími vegna aðildarinnar átti meðal annars að skapa svigrúm til að endurbyggja fyrirtæki, endurskoða framleiðslu og leiða fram nýjar framleiðsluhug- myndir. Í þessu sam- bandi gat hönnunin vissulega verið einn af lyklunum. „Margt jákvætt var gert á þessum tíma á hönnunarsviðinu og þá fyrst og fremst fyrir tilstilli Félags íslenskra iðnrekenda. Hér má t.d. nefna umbúðasamkeppni félagsins en sú fyrsta var haldin 1968 og síðan hvert annað ár um tíma. Húsgagna- samkeppni og kynn- ingar af ýmsum toga mætti einnig nefna. En það varð aldrei til neinn heill samofinn þráður. Sífellt var verið að hrinda af stað ýmsum einangr- uðum átökum á þessu sviði en eft- irfylgnin var jafnan lítil,“ segir Stefán. Form Ísland Stefán segir að hönnuðirnir hafi reynt, eftir bestu getu, í gegnum sín tiltölulega fámennu félög að hafa áhrif en jarðvegurinn virtist ekki móttækilegur. Þó hafi menn reynt að fylgjast með því sem var að gerast erlendis í sambandi við hönnunarkynningar. „Það var eiginlega fyrir þrýsting frá okkar samstarfsaðilum erlendis, þ.e. hönnunarstofnunum á Norður- löndum, og fyrir áhuga Félags iðn- rekenda og Landssambands iðnað- armanna, og margra áhugamanna um hönnun að félagið Form Ísland stofnað árið 1985. Markmiðið var að koma á framfæri góðri hönnun á sama hátt og erlendar hönnunar- stofnanir. Á sama tíma gera þessir samstarfsaðilar með sér samkomu- lag um stofnun Scandinavian De- sign Council. Form Ísland fór nán- ast sjálfkrafa inn í þetta norræna hönnunarráð og Ísland hefur notið góðs af því í sambandi við mörg verkefni og alþjóðlegar sýningar, t.d. í Japan, Bandaríkjunum og víð- ar.“ Form Ísland starfaði með þokkalegum brag í um tíu ár og hélt uppi nauðsynlegum samskiptum og kynningu á íslenskri hönnun, var einskonar miðlari íslenskrar hönn- unar. „Þetta var hægt með góðum stuðningi iðnrekenda. En við breyttar áherslur, þegar Samtök iðnaðarins urðu til úr Félagi ís- lenskra iðnrekenda, Landssam- bandi iðnaðarmanna og fleiri sam- taka iðnaðarins, var starfsemi Form Ísland ekki talin þess virði að halda henni við. Hugmyndin mun hafa verið sú að leysa mál með öðr- um hætti sem lítið hefur orðið vart.“ Stefán segir að með þessu hafi að því er virðist fjarað undan faglegu yfirbragði og sambönd sem hafi verið stofnað til á löngum tíma hafi að vissu leyti glatast. „Það er von- andi að menn hugsi málið upp á nýtt, breyti eitthvað til og opni um- ræðuna á faglegum nótum.“ Hann segir að mjög lengi hafi verið til umræðu að setja á lagg- irnar stofnun hérlendis sem kæmi á framfæri íslenskri hönnun og hefði með höndum faglega ráðgjöf til styrktar markaðstengingu innan- lands og utan. Hvað Form Ísland varði vinni fé- lagið enn, fyrir atbeina duglegrar stjórnar, að framgangi íslenskrar hönnunar. Má í því sambandi benda á sýninguna MÓT 2000 á Kjarvals- stöðum og þátttöku í sýningunni Young Design, sýningu á verkum ungra norrænna hönnuða, í Scand- inaviu-húsinu í New York árið 2000 og síðar í Mexíkó. Spurningamerki við forgangsröðun í veitingu fjármuna „Útflutningsráð hefur sinnt kynningu á íslenskri hönnun ágæt- lega en það eru tekin stutt skref, peningar ráða, og eins og áður virð- ist enn vanta samhengið og stöð- ugleikann sem er svo mikils virði. Á kynningarsviðinu höfum við Ís- lendingar tilhneigingu til þess að bíða eftir að aðrir skapi okkur tæki- færi, t.d. í gegnum norrænu menn- ingartengslin, sem Íslendingar hafa notið góðs af. Þar er okkar hlutur oft miklu stærri en höfðatalan segir til um. Við þurfum að taka frum- kvæðið en það vantar talsvert upp á að það sé hægt vegna fjárskorts. Ef til vill mætti setja spurningarmerki við forgangsröðun í sambandi við veitingu fjár til hinna ýmsu menn- ingarþátta. Við eigum fullt erindi með hönnun okkar til annarra landa og helst á eigin forsendum.“ Stefán segir að margt hafi hins vegar gerst á síð- ustu árum sem veki bjartsýni og spennandi verði að sjá hvernig hönnunardeild Listaháskólans þróist. Hann vill þó taka undir efa- semdir Sörens S. Larssen, leir- lista- og glerlista- manns, sem hann setti fram í grein fyrir nokkru, um réttmæti þess að ýta handverks- þætti formsköp- unar og mikil- vægum tengslum hönnuðarins við efnið til hliðar. Hönnunarsafni borist á fimmta hundrað muna Annað sem teljast verður til þess jákvæða hvað íslenska hönnun varðar er stofnun Hönnun- arsafns Íslands 1989. Forsaga þess er að fyrir hartnær tíu árum setti Form Ísland saman starfshóp til að undirbúa málið. 1995 var þess farið á leit við menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, að möguleikar á stofnun slíks safns yrðu kannaðir. Þetta leiddi til stofnunar safnsins með samningi menntamálaráðuneytis, Garðabæjar og Þjóðminjaráðs. Á þeim tíma sem safnið hefur starfað hafa því borist hátt á fimmta hundrað munir innlendir og erlend- ir, nýir og gamlir. Þeir sem bera hag Hönnunarsafns Íslands fyrir brjósti horfa björtum augum til framtíðar fyrir hönd safnsins en yf- irvöld í Garðabæ, menntamálaráðu- neytið og Þjóðminjasafn Íslands hafa stutt það með ráðum og dáð á byrjunarskeiði. Stjórnarnefnd safnsins, en Stefán er formaður hennar, vinnur nú að tillögum um framtíðarskipan safnsins. Stefán Snæbjörnsson innanhússarkitekt hefur um langt árabil verið driffjöður í skipulagningu hönn- unarsýninga bæði hér á landi og erlendis og verið hvatamaður að auknum skilningi og ræktun á ís- lenskri hönnun. Kaleikur úr silfri með ís- lenskum steinum. Fundarhamar úr kopar og fílabeini hannaður fyrir félagasamtök. Rennismíði Stefán Stefánsson fyrrverandi iðnskólakennari. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson gugu@mbl.is Ljósmynd/Marisa Arason Sjónarhorn úr sýningarsal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg í Garðabæ. Stefán sá um hönnun salarins. Uppsetning sýningar á gjöf danska hönnuðarins Erik Magnussen til safnsins, Ólöf Jakobína Ernudóttir. Lampi úr spunnu áli. Framleiddur af Málm- steypu Ámunda Sigurðssonar. Silfurnæla með Asurit-Malakit-steini, hönnuð af Stefáni og smíðuð afJóni Snorra Sigurðssyni. Vakning fyrir góðri hönnun Ljósmynd/Stefán Snæbjörnsson Merki Húsgagnaviku, sýninga hús- gagnaframleiðenda sem stóðu á ára- bilinu 1969–1976. Stefán var fram- kvæmdastjóri þessara sýninga. Stefán Snæbjörnsson Hillukerfi hannað fyrir HAGA hf. á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.