Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 23
Hefði ég haldið áfram að gera mynd- ir á borð við The Hunger þá hefði ég fengið á mig stimpil sjálfstæðra og öðruvísi mynda. Málið er bara að sú mynd hlaut svo slæmar viðtökur að ég fékk ekki annað verkefni í heil fjögur ár.“ Og svo kom gjörólík mynd ... „Já og svo kom Top Gun. Þannig vildi bara til að hún gekk vel. Því myndaðist eftirspurn eftir kröftum mínum í gerð viðlíka spennumynda og ég vildi vinna.“ Er enn verið að biðja þig um að endurtaka Top Gun – gera samskon- ar myndir? „Ég fæ enn senda heilu bunkana af slíkum handritum. Þar sem að- alpersónan er herflugmaður, eða stríðshetja og þess háttar. Nafn mitt virðist einhverra hluta vegna koma upp þegar gera á spennumyndir. En ég er ekkert sérlega spenntur.“ Hugsandi hasar Redford talar um Spy Game sem „hasarmynd fyrir hugsandi fólk“ – þetta mætti einnig segja um síðustu myndir þínar á borð við Crimson Tide og Enemy of the State. Er það vísvitandi stefna? „Já, ég er farinn að gera þær kröf- ur til handritanna sem ég fæst við að fléttan sé krefjandi, persónurnar trúverðugar og sambönd milli þeirra áhugaverð. Ég hef lítinn áhuga á að gera innihaldslausar hasarmyndir þar sem spennan er mæld út frá sprengjuhávaðanum.“ Hinn 57 ára gamli Scott og öllu frægari eldri bróðir hans Ridley, sem á að baki eins ólíkar myndir og Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator, eiga saman framleiðslufyrirtækið Scott Free Productions og hafa framleitt mynd- ir undir nafni þess í ein 12 ár en þó engar sem þeir hafa leikstýrt sjálfir. Áður en Scott snéri sér að kvik- myndagerðinni vann hann í raun fyr- ir stóra bróður og auglýsingafram- leiðslu hans en báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa stigið sín fyrstu skref og vakið á sér athygli með gerð auglýsinga. Scott segir að þótt þeim bræðrum gangi vel að reka saman fyrirtæki þá muni aldrei nokkurn tímann koma til þess að þeir vinni saman að gerð myndar. „Við myndum ganga hvor frá öðr- um,“ segir hann og hlær. „Eina leið- in fyrir okkur að vinna saman, síðan ég hætti að gera auglýsingar fyrir hann, er á jafnréttisgrundvelli. Þeg- ar við deilum jafnt með okkur verk- um, afskiptum og fjárhagnum. Á þeim grundvelli náum við einstak- lega vel saman og erum fyrirmynd- arbræður, sem er ansi sjaldgæft í kvikmyndaiðnaðinum, get ég sagt þér.“ Besti skólinn Þú vannst við auglýsingagerð í ein tíu ár áður en þú gerðir þína fyrstu kvikmynd. Var það góður skóli? „Svo sannarlega. Maður lærir rétt handbragð, vinnuorku og skjót vinnubrögð. Ég lærði hvernig segja á sögu, hvernig skapa á neista og framvindu. Ég lærði um mikilvægi hugmyndaflugs, hins myndræna og hversu nausynlegt er að skilaboðin sem maður reynir að koma á fram- færi séu skýr. Ég lærði að eiga við leikara, bæði stjörnur og óþekkta leikara. Ég lærði að vinna á óvenju- legum tökustöðum, í lofti, neðansjáv- ar og í afskekktu landslagi, t.a.m. á Íslandi. Þetta er einfaldlega besti skóli sem kvikmyndagerðarmaður getur hugsað sér. Ég fæ svo mikið út úr auglýsinga- gerð að ég er enn að taka að mér ein- staka verkefni. Það er svo mikill létt- ir að takast á við slíkt stuttmyndaform, þurfa einungis að glíma við eina einangraða hugmynd. Þá get ég líka leikið mér svolítið, reynt hluti sem mér gefst ekki tími til er ég geri myndir í fullri lengd.“ Þá er það bara komið. Ég þakka fyrir spjallið. „Já, þakka þér. Þetta var ánægju- legt. Skilaðu svo kveðju til Jonna.“ „Það skal ég gera.“ – Jonni. Tony biður að heilsa. ngir aðrir til greina en Robert Redford og Brad Pitt.“ skarpi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 23 bíó Leitin endalausa BÍÓMYNDIN Sidewalks of New York, sem væntanleg er í íslensku bíóhúsin um næstu helgi, er afsprengi leikstjórans Edward Burns, en honum hefur gjarnan ver- ið lýst sem arftaka Woody Allen. Handbragð þessarar nýjustu myndar Burns þykir að minnsta kosti bera sterk- an keim af verkum Allens, en hún gerist í hringiðu New York-borgar og segir af sex ólíkum einstaklingum, sem allir leita langþráðrar lífsfyll- ingar. Þeir virðast einna helst finna þessa fyllingu í örmum hvers annars, en eiga það sameiginlegt að vera reknir áfram af ein- hverri blindri sambandsþrá fremur en sannri ást. Sögur þeirra skarast með ýmsum hætti og flækist alls konar misskilningur, tortryggni, skondnar aðstæður, skyndi- kynni og framhjáhald inn í endalausa leit þeirra að þessari einu réttu persónu sem þau eru sannfærð um að leynist einhvers staðar í öngstrætum stórborg- arinnar. Leikstjórinn er sjálf- ur í aðalhlutverki ásamt Rosario Dawson, Dennis Farina, Heather Graham, David Krumholtz og Britt- any Murphy. Gæfu freistað í glæpaheimi LEIKSTJÓRINN Jon Favreau vakti fyrst athygli á sínum tíma fyrir myndina Swingers og sendir í þetta skiptið frá sér kvikmyndina Made, sem fjallar um tvo lánlausa vini, sem freista gæfunnar í heimi glæpanna. Favreau leikur sjálfur Bobby, sem ætlar sér að slá í gegn sem hnefaleikakappi. Á daginn vinnur hann sem smiður, en á næturna sem lífvörður fyrir kærustuna sína, Jessicu, sem er nektardansmær og leikin er af Famke Janssen. Bobby og vinur hans Ricky (Vince Vaughn) komast í kynni við mafíósa (Peter Falk) og flækjast þeir félagarnir inn í undarlega veröld mafíunnar. Þeir telja sig hafa náð nokkuð langt á þeirri braut, en það er bara léttgeggjaður misskilningur. Made verður frumsýnd hér á landi 22. febrúar. KVIKMYNDIN A Beautiful Mind, sem hefur farið sigurför um Bandaríkin og frumsýnd verður á Ís- landi 1. mars næst- komandi, fjallar um stærðfræðisnillinginn John Forbes Nash, Jr., sem leikinn er af Russell Crowe. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 1994 og var af mörgum talinn mjög sérvitur þótt í dag sé hann lifandi goðsögn enda einna þekkt- astur fyrir að hafa beitt óhefðbundnum aðferðum við að koma með stærðfræðikenningar af ýmsum toga. Myndin hefst árið 1947 á námsárum Nash í Princeton-háskóla og ekki líður á löngu þar til hann fer að vinna fyrir bandarísk stjórnvöld. Meðal annars er hann ráðinn til að ráða dulmál sovéska hersins á dögum kalda stríðs- ins og fæst auk þess við kennslustörf í MIT-tækniskól- anum þar sem hann kynnist verðandi eiginkonu sinni, Aliciu Larde, sem leikin er af Jennifer Connelly. Myndin, sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna, hlaut fern Golden Globe-verðlaun á dögunum og var hún þar kosin besta myndin. Russell Crowe og Jenni- fer Connelly hlutu verðlaun fyrir besta leik og handrit myndarinnar hlaut einnig verðlaun. Með önnur aðal- hlutverk fara Ed Harris, Christopher Plummer, Paul Bettany og Adam Goldberg. Leikstjóri er Ron Howard. Lifandi goðsögn Raunir snillingsins: Russell Crowe í A Beautiful Mind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.