Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 21 bíó Notkunarsvið: Asýran inniheldur ranitidín sem er notað við sárasjúkdómum í meltingarfærum, s.s. maga- og skeifugarnasárum, og er fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Lyfið er notað við bólgum í vélinda sem stafa af því að magasýra kemst úr maga upp í vélinda. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir ranitidíni, barnshafandi konur og konur með börn á brjósti mega ekki nota lyfið. Fólki með skerta nýrnastarfsemi er bent á að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er tekið. Aukaverkanir: Um 3-5% sjúklinga finna fyrir einhverjum aukaverkunum af völdum Asýran‚ eins og t.d. höfuðverk, útbrotum, þreytu, niðurgangi og svima. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 15.10.01 Asýran DREGUR ÚR SÝRUMYNDUN NÚ um helgina er frumsýndhérlendis spennumyndin SpyGame eftir Tony Scott (sjá við- tal á næstu opnu), þar sem Redford snýr aftur á tjaldið eftir nokkurra ára fjarveru og leikur í þess konar afþreyingu sem gerði hann að gull- dreng Hollywood fyrir rúmum 30 ár- um. Í þeim gamansama vestra Butch Cassidy And the Sundance Kid og svo The Sting var hann undir vernd- arvæng Pauls Newman en í Spy Games er Brad Pitt, sem hóf feril sinn fyrir al- vöru í mynd Redfords, A River Runs Through It, undir verndarvæng hans. Redford er semsagt orðinn að gamla lærimeistaranum í stað þess að vera ungi lærisveinninn. Og þann- ig á það að vera. Það hefur ekki beinlínis verið þannig. Undanfarin ár er engu lík- ara en Redford hafi verið í eins konar tilvistarkreppu sem leikari. Næsta mynd á undan Spy Games var The Horse Whisperer, sem hann leik- stýrði einnig. Þar var eins og hann væri að ríghalda í hlutverk hins ómótstæðilega kvennagulls þótt andlitið væri eins og landakort af lífsreynslu roskins manns. Til að við- halda ljómanum lét leikstjórinn Red- ford skjóta þetta andlit í rauðgylltum sólsetursbjarma, en útkoman var því miður neyðarleg. Enn neyðarlegri var hann í þeirri hroðalegu Indecent Proposal (1993), sem þó gekk allvel. Og hann var á mörkunum í Up Close and Personal (1996), sem elskhugi Michelle Pfeiffer. Robert Redford er sannarlega vel að heiðursóskarnum kominn. Handan við bros gulldrengsins leyndist nefnilega hugsjónamaður, sem not- aði velgengni sína sem leikari og leikstjóri í Hollywood til að hjálpa ungu hæfileikafólki í kvikmyndagerð utan gróðasjónarmiða draumaverk- smiðjunnar. Með því að koma Sund- ance-stofnuninni á fót (hún var vita- skuld skírð eftir hlutverkinu sem gulltryggði hann sjálfan) og kvik- myndahátíðinni, sem við hana er kennd, skapaði Redford vettvang fyrir óháða ameríska kvikmyndagerð sem með sínum hætti innleiddi gullöld í þeirri grein. Á meðan þetta afkvæmi hans hef- ur vaxið og dafnað í tvo áratugi, svo mjög reyndar að stofnandanum hef- ur þótt nóg um, hefur Redford haldið áfram að gera Hollywood-myndir og ekki haft árangur sem erfiði um hríð. Redford var íþróttamaður ungur að árum en vegna drykkjuskapar var hann rekinn úr hornaboltaliði Color- ado-háskóla og síðar skólanum sjálf- um. Óreglan einkenndi líf hans á aldrinum 17 til 21 árs, þótt erfitt sé að sjá Redford fyrir sér ofurölvi, miðað við þá yfirvegun og aga sem hann ber með sér. En hann hafði áð- ur átt róstusama æsku, þar sem hann þurfti að berjast fyrir til- verurétti sínum í mexíkósku hverfi í Santa Monica, og stundaði skóla- námið illa. Eftir brottreksturinn úr háskólanum fór hann í listnám í Par- ís og Flórens en þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna hóf hann leiklistarnám í New York. Að því loknu fékk hann nokkur hlutverk, bæði á sviði og tjaldi, en ferillinn fór fyrst á skrið eftir leik hans í Bare- foot in the Park á Broadway 1967 og tveimur árum síðar kom Butch Cassidy And the Sundance Kid. Áttundi áratugurinn var blóma- tími Redfords: The Candidate, Jeremiah Johnson, The Way We Were, The Sting, The Great Gatsby, Three Day’s Of the Condor og um- fram allt All the President’s Men, þar sem Redford lék blaðamanninn Bob Woodward í mynd Alans Pakula um Watergate-hneykslið, auk þess að framleiða hana, en hann hefur löngum talist til róttækari arms demókrataflokksins og m.a. beitt sér með ýmsum hætti í umhverf- ismálum. Frumraun hans í leikstjórn, hið vandaða og næmlega fjölskyldu- drama Ordinary People (1980) færði honum Óskarsverðlaun fyrir leik- stjórn, þau einu á ferlinum þar til nú. Hin leikstjórnarverkefnin fimm, The Milagro Beanfield War (1988), A River Runs Through It (1992), Quiz Show (1994), The Horse Whisperer (1998) og The Legend Of Bagger Vance (2000), hafa ekki náð verulegu flugi, handbragðið vandað en snerp- una skorti. Redford hefur sjálfur sagt um 8. áratuginn: „Þá naut ég mikillar blessunar því ég gat gert þær mynd- ir sem mig langaði til, um þau við- fangsefni sem ég hafði áhuga á ... myndir sem fjölluðu um tiltekna þætti bandarískrar sögu, þjóðareðlis og samfélags. Nú segja þeir (í Holly- wood): Til hvers er þetta? Hver er stjarnan? Iðnaðurinn núna gengur út á hasarmyndir, formúlur og tæknibrellur. Það er mjög erfitt að finna mynd þar sem maður er ekki sprengdur í loft upp.“ Nú er að sjá hvort Spy Game sé nokkuð einmitt svona. Gamli Rauður á verðlaunapalli SKJANNAHVÍTT milljón dollara brosið verður á sínum stað, ljósa hárið líka, með eða án hjálparmeðala, en þegar Robert Redford tekur við heiðursóskarnum í næsta mánuði fyrir framlag sitt til bandarískrar kvikmyndagerðar, jafnt inn- an Hollywood sem utan, mun ekki fara á milli mála að rúnum rist drengjaandlit hans er komið á sjötugsaldurinn, nánar tiltekið tæplega 64 ára. Árni Þórarinsson SVIPMYND Robert Redford segir að á sínum tíma hafi hann átt erfitt með að höndla frægð sína. „Ég reiddist henni og elskaði hana. Ég fór gegn- um öll stigin, sem betur fer. Ég sneri mér ekki burt. Reyndi ekki að þykjast hafna frægð- inni. Ég ákvað að nota hana og njóta hennar...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.