Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 13
mér hvort hann hefði náð að gefa stungusendingar á mig, hvort við hefð- um náð saman í veggspili, eða eitthvað á þá leið. Ég hefði viljað upplifa hvern- ig við hefðum fundið hvor annan innan vallar. Ég tel nefnilega að í hugsun, innan vallar sem utan, séum við mjög líkir, og það hefði verið ómetanlegt að kynnast því hvernig það hefði virkað í leik. Ég horfði á pabba spila frá barn- æsku og fyrir mér er hann besti knatt- spyrnumaður sem ég hef nokkurn tíma séð. Auðvitað er ég hlutdrægur, en mér finnst sorglegt að hafa ekki fengið tækifæri til að spila með mínum uppá- haldsleikmanni fyrr og síðar, fyrst ég var svona nálægt því. Ég sé enn eftir þessu, get ekki gleymt því og mun aldr- ei gera það. Slíkt á varla eftir að gerast oft í knattspyrnusögunni, að faðir og sonur leiki saman í landsliði.“ Það var ekki nóg með að Eiður missti af landsleiknum gegn Makedón- íu og næði aldrei að leika við hlið föður síns. Þó engan grunaði það á þessari stundu var ferillinn í bráðri hættu og það liðu meira en tvö ár þar til Eiður Smári gat leikið knattspyrnu á ný. „Ég fór beint til Hollands í aðgerð og var sagt að ég yrði frá í 4-5 mánuði, sem var ekki óeðlilegt miðað við meiðslin. Ég taldi það ekki svo slæmt, sumarið væri framundan og ég yrði kominn í toppæfingu á ný fyrir jól. En um það sem þarna tók við væri hægt að skrifa heila bók. Ég fór hvað eftir ann- að af stað, en var alltaf að drepast í fæt- inum og fór alls sex sinnum í aðgerð. Óeðlilegur beinvöxtur, samgróningar, það var alltaf eitthvað að.“ Lá inni í herbergi og grenjaði „Ég var langt niðri, þyngdist mikið og stundum lá ég bara inni í herbergi og grenjaði. En ég vildi aldrei trúa því að ferillinn væri á enda. Eftir tveggja ára fjarveru var ég þó aðeins 19 ára, og taldi ekki möguleika á því að verkurinn yrði enn til staðar þegar ég yrði 21. Spurningin væri aðeins hvað þyrfti að gera, og ég leitaði hingað og þangað. Það var skrautlegt að sjá suma náung- ana sem ég hitti á meðan þetta ferli stóð yfir. Ég tók inn náttúruefni frá Surinam, gleypti 10-20 pillur með morgunmatnum, vítamín, olíutöflur fyrir vöðva, liðamót og bein, fór í sprautumeðferð til Þýskalands. Ef ein- hver hefði hnippt í mig og boðist til að bjarga mér fyrir 5 milljónir, hefði ég tekið því. Örvæntingin var gífurleg, ég vildi gera allt til að komast í gang og trúði öllu sem mér var sagt. Að lokum fór ég til Noregs um vorið 1998 og það var það sem ég þurfti; að komast úr þessu neikvæða umhverfi í Hollandi þar sem mér var sagt að ég myndi aldrei spila fótbolta aftur. Ég fór til Rosenborg og æfði þar í viku. Allt í einu gat ég beitt mér á fullu og æft. Ég var reyndar að drepast eftir æfingarnar, var með bólginn ökkla og fleiri aukaverkanir. Læknir Rosen- borg sagði mér að æfa á fullu, og koma svo til sín og segja sér nákvæmlega hvar verkurinn væri. Ég gerði það, hann potaði í mig og sagði mér að koma aftur eftir næstu æfingu. Þá var verk- urinn minni, og svona gekk þetta í eina viku, þar til ég fann ekkert til lengur. Ég var einfaldlega kominn í hendurnar á fólki sem trúði því að ég gæti spilað á ný og kom því inn í hausinn á mér; á fólki sem var ekki með alla mína fortíð á bakinu. Þegar þarna var komið sögu vildi Rosenborg allt í einu semja við mig og ég var ekki langt frá því.“ Feitur og pattaralegur í KR En Eiður samdi ekki við norsku meistarana. Hann og Ragnhildur unn- usta hans, sem hafði verið við hlið hans frá fyrsta vetri í Hollandi, fluttu heim til Íslands þar sem frumburðurinn, Sveinn Aron, fæddist og Eiður gekk til liðs við KR. „Þetta var ekki auðvelt. Heima á Ís- landi mundu allir eftir Eiði Smára, ein- um efnilegasta knattspyrnumanni Ís- lands, en þeir þekktu ekki þennan Eið Smára sem kom heim út af meiðslum, feitur og pattaralegur. Ég skammast mín ekkert fyrir það, sá sem getur ekki æft á það á hættu að fitna og er í lélegu líkamsástandi, ekki síst þegar hugar- ástandið er ekki heldur upp á það besta. Margir hlógu að mér, en ég held að allir hafi vitað að ég kynni að spila fótbolta þó að ég gæti ekki framkvæmt það sem kom upp í huga mér inni á vell- inum þar sem ég var ekki í leikæfingu. Mig vantaði margt, og skoraði ekki einu sinni mark í sex leikjum með KR, en þetta var þó allt að koma undir lokin og þá tel ég að ég hafi verið kominn í um 50 prósent af minni eðlilegu getu.“ Miðað við það orðspor sem Eiður Smári hafði þegar getið sér mátti búast við því að einhverjir tækju við sér þeg- ar það spyrðist út að hann væri kominn af stað á ný. „Það mundu greinilega einhverjir eftir mér, sennilega vegna Barcelona-leiksins, og hin og þessi lið fóru að spyrjast fyrir um mig. Ég hafði reyndar lofað Frank Arnesen hjá PSV að hringja í hann ef ég kæmist í gang á ný, en ég sveik það loforð. Ég gat ekki farið aftur til PSV, það kom ekki til greina eftir það sem á undan var geng- ið að fara inn í það umhverfi á ný. Málin æxluðust þannig síðla sumars að Bolt- on bauð mér í æfingaferð til Írlands. Eftir fyrstu æfinguna þar hringdi um- boðsmaðurinn minn í mig og sagði við mig að Bolton vildi semja við mig strax, ég þyrfti ekki að vera stressaður yfir því hvernig ég stæði mig. Þarna fóru af stað alls konar vanga- veltur um hvers vegna KR fengi ekkert fyrir mig. En það stóð aldrei til. Ég var á lánssamningi frá PSV til að byrja með. Þegar hann rann út, borgaði KR mér laun í einn mánuð, en síðan spilaði ég nokkra leiki með KR án greiðslu. Ég vildi ekki semja, vildi vera frjáls ferða minna. Þetta var samkomulag sem báðir aðilar stóðu við, og þannig stóð á því að ég fór frítt til Bolton.“ Þó að Eiður væri kominn í atvinnu- mennskuna á ný voru enn ýmis ljón í veginum. „Ég var ennþá alltof þungur og átti eftir að komast í æfingu. Þegar ég fór í læknisskoðunina hjá Bolton var ég að deyja úr stressi og var ekki viss um að ég myndi standast hana. En á þessu stigi varð þetta að takast. Ég var ómenntaður, kominn með fjölskyldu og hefði þurft að fara að leita mér að annarri vinnu. Það var ekki um annað að ræða en að grípa tækifærið, mér bauðst þriggja ára samningur og góð undirskriftargreiðsla, og nú var undir sjálfum mér komið að standa mig og sjá fyrir mér og mínum.“ Colin Todd endalaust á bakinu á mér „Það var mjög gott að koma til Bolt- on og það hjálpaði mér mikið að þar skyldu vera fyrir þeir Guðni Bergsson og Arnar Gunnlaugsson. En þegar ég hugsa til baka, býst ég við því að fáir hjá Bolton hafi trúað því að ég ætti eft- ir að spila með aðalliði félagsins. Ég skoraði reyndar í fyrsta varaliðsleikn- um en ég var alltof þungur, og þarna kom upp hræðsla hjá mér við að fara í návígi, sem eru öllu harðari í Bretlandi en í Hollandi. Mér tókst reyndar fljót- lega að yfirvinna hana en Colin Todd, knattspyrnustjóri Bolton, hamaðist á mér og sagði mér að ef ég myndi ekki létta mig um nokkur kíló, myndi ég aldrei spila fyrir félagið. „Mér er sama hvað þú gerir á æfingum, ef þú léttir þig ekki, spilar þú ekki,“ sagði Todd. Hann var endalaust á bakinu á mér og mér fannst ég vera undir stöðugu eft- irliti. Eftir á að hyggja var þetta besta mál, hann vildi mér vel og sá vænt- anlega eitthvað gott í mér, enda hafði hann tekið áhættuna á að semja við mig og borga mér vel. Loks um miðjan september kom að því; mér var skipt inn á í 20 mínútur gegn Birmingham í 1. deildinni og ég hugsaði með mér: „Ég er kominn aftur.“ En lukkan var enn ekki á bandi Eiðs Smára. Strax eftir Birmingham-leik- inn fór hann með íslenska 21-árs lands- liðinu til Armeníu – skoraði þar gott mark en sneri sig á hné og var frá keppni um skeið á ný. „Ég hugsaði með mér að þetta ætti nú ekki eftir að stoppa mig. Það yrði ekki mikið mál að vera frá í sex vikur eftir allt sem á undan var gengið. En á þeim tíma gekk Bolton mjög vel, ég var dottinn út úr hópnum án þess að hafa komist almennilega inn í hann og sjálfstraustið beið hnekki. Það var erf- itt að vinna sætið á ný, á þessum tíma voru aðeins leyfðir þrír varamenn í 1. deild og þar af var ávallt einn mark- vörður. Það var komið fram í mars þegar ég fékk loksins tækifæri, skor- aði þá í tveimur leikjum í röð sem vara- maður og festi mig í sessi. Við áttum góðan endasprett, komumst í úrslita- keppni 1. deildar og alla leið á Wembl- ey en töpuðum þar fyrir Watford í leik um sæti í úrvalsdeildinni.“ „Nú er komið að þér“ Eiður segir að strax eftir þetta hafi verið komnar á kreik sögur um að hin ýmsu lið væru að fylgjast með honum en hann hafi viljað einbeita sér að því að spila með Bolton. „Todd sagði við mig sumarið 1999: „Nú er komið að þér, þú verður minn sóknarmaður númer eitt.“ Það gekk eftir og við spil- uðum frábæran fótbolta framan af tímabilinu en ég gat bara ekki komið boltanum í netið. Í fyrstu 15 leikjunum skoraði ég bara þrjú mörk þrátt fyrir óteljandi færi. Þá gerðist það skyndi- lega að Todd sagði af sér og Sam All- ardyce tók við. Ég skoraði í fyrsta leiknum undir hans stjórn, og þar með fór allt í gang. Þetta var „næstum-því- tímabilið“ hjá okkur á öllum vígstöðv- um. Við komumst í undanúrslit í deildabikarnum, féllum út á víta- spyrnukeppni í undanúrslitum í enska bikarnum, og fórum í úrslitakeppni 1. deildar án þess að komast upp. Ég endaði á því að skora 22 mörk í allt en hefði gert 40 ef ég hefði nýtt helming af færunum sem ég fékk. En ég vann stöðugt í þessu, var alltaf úti á æfinga- svæði og reyndi að bæta mig; æfði mig í að skjóta af nákvæmni í stað þess að þruma boltanum. Þegar upp var staðið var þetta mér geysilega mikilvægur vetur. Þetta var fyrsta heila tímabilið á mínum atvinnuferli; fyrsta tímabilið þar sem ég lék frá upphafi til enda.“ Bolton náði ekki að komast upp í úr- valsdeildina og þar með var ljóst að fé- lagið næði ekki að halda sínum marka- hæsta leikmanni. „Þarna fóru í gang miklar vanga- veltur um hvert ég færi og ég var orð- aður við nær öll liðin í úrvalsdeildinni, enda eru blöðin hér í Englandi ansi ýkt og yfirdrifin. Þegar ég fór heim í sum- arfrí var ég ansi órólegur, ég vissi ekki hvert leiðin lægi. Ef ég yrði eitt ár í viðbót færi ég frá Bolton án greiðslu og því yrði félagið að selja mig. Það lá fyr- ir að Bolton gæti ekki boðið mér ásætt- Morgunblaðið/Golli Eiður Smári leikur listir sínar með boltann á landsliðsæfingu. Hann segir að raun- hæft sé að stefna á annað sætið í Evrópuriðlinum. an í jólum. Eiður skoraði fimm mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í desember, ora að minnsta kosti 20 mörk á tímabilinu. Boltinn var nánast mitt eina leikfang, segir Eiður Smári. Reuters Marki fagnað í eitt skiptið af sautján á þessu keppnistímabili. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Eiður Smári og Hollendingurinn mark- sækni Jimmy Floyd Hasselbaink ná vel saman, bæði innan vallar og utan. Reuters n hjá Chelsea á og i“ arhorfur Eiðs Smára í knattspyrn- unni? „Hann er enn ungur að árum en er mjög þroskaður miðað við aldur. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að sjá og heyra meira um Eið Smára Guðjohnsen á næstu árum. Hann á enn eftir að bæta sig og verður frábær leikmaður með Chelsea um ókomna framtíð. Auð- vitað er erfitt að spá um það sem á eftir að gerast, en ég veit að hann er ánægður hérna. Fjölskyldunni lík- ar vel í London og hann er mikils metinn sem leikmaður í liðinu og hópnum í heild. Ég tel að hann verði hér svo lengi sem hann telur sig vera að taka framförum og þróast. Chelsea er stórt félag, hann er mjög ánægður hérna og ég tel að hann eigi eftir að vera hér um langt ára- bil.“ Le Saux sagði að Eiður væri afar vinsæll meðal stuðningsmanna Chelsea og samband hans við þá og við leikmenn liðsins væri mjög gott. „Brandararnir hans eru hinsvegar ekki sérlega góðir. Kannski er það eitthvað íslenskt, ég veit það ekki þar sem ég þekki enga íslenska grínista. Eiður er mun betri fót- boltamaður en grínisti. En að öllu gamni slepptu, er hann afar vinsæll, bæði meðal yngri og eldri leik- manna Chelsea, og hefur fallið mjög vel inn í okkar hóp,“ sagði Graeme Le Saux. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.