Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Humarhúsinu. Í þetta skipti var mat- urinn hins vegar í alla staði óaðfinn- anlegur. Jafnt hvítlauksristaður hum- ar og sniglar í smjördeigsbollu sem glóðarsteiktur lambahryggvöðvi voru réttir í hæsta gæðaflokki, fínleg og næm matreiðsla þar sem öll litlu smá- atriðin voru í lagi. Engir stælar, ein- ungis glæsileiki og frönsk/íslensk klassík. Stælarnir hafa hins vegar frá upp- hafi verið helsta aðalsmerki Sommel- ier við Hverfisgötu. Hvergi í Reykja- vík er matargerðin djarfari og á því hefur lítil breyting orðið. Hvar annars staðar væri hægt að fá léttreykta ýsu með sætum kartöflum, djúpsteiktum hrossabjúgum og bananahollandaise- sósu? Allt þetta á eina og sama disk- inum. Yfirleitt gengur þetta vel upp hjá þeim Sommelier-mönnum og maður dáist oft að því hversu lunknir þeir eru við að velja rétt vín með þess- um réttum. Með eftirréttinum „þriggja súkkulaði-„brownie“ og Fisherman’s Friend-ís“ var t.d. valið rautt Cabernet Sauvignon-vín frá Washington-ríki í Bandaríkjunum. Columbia Crest Estate 1993. Aldrei hefði mér dottið þetta í hug, en viti menn; það smellpassaði. Mér er sagt að hið ástralska Rosemount Cabernet Reserve falli einnig vel að eftirrétt- um þar sem súkkulaði er uppistað- an. Sjálfur er ég mjög heillaður af matreiðslu-ævintýramennskunni á Sommelier en hef hins vegar spurt mig stundum hvort ekki væri skyn- samlegt fyrir þá að hafa svo sem einn eða tvo „hefðbundna“ rétti inn á milli, til að höfða til fleiri. Þegar fólk fer í litlum hópi út að borða leynist yfirleitt einhver íhaldsmaður á mat inn á milli sem leggur kannski ekki í að fara á stað þar sem hann á á hættu að fá djúpsteikt hrossabjúgu og banana- hollandaise í stað nautasteikur með béarnaise. Staður sem alltaf stendur fyrir sínu er Hótel Holt. Ég snæddi þar í hádegi að þessu sinni og valdi mér þorsk í að- alrétt. Hann kom fullkomlega eldaður með fjölbreyttu meðlæti. Í senn klassískur og íhaldssamur réttur sem nútímalegur. Holtið er og verður kjöl- festan í íslensku veitingahúsalífi. Sá staður sem kemst hins vegar næst því að minna á stóran stað í al- þjóðlegri stórborg er Apótekið. Það er einstök stemmning á Apótekinu, þessu nýtískulega brasseríi, og eftir að hafa litið aðeins upp á „fimmtu hæðina“ fer ekki á milli mála að þau hjónin Guffi og Gulla eru ennþá með nóg af hugmyndum. Á heildina litið var ég eiginlega hlessa á því hversu hár staðall var á öllum þeim stöðum er ég heimsótti. Ekki spillir fyrir að verð, jafnvel á dýrari stöðum Reykjavíkur, er mun lægra á mat og drykk en gengur og gerist á sambærilegum stöðum á austurströnd Bandaríkjanna. Steingrímur Sigurgeirsson SÚ var tíðin að nýr veitinga-staður virtist spretta upp íReykjavík á nokkurra dagafresti. Góðærið var í al-gleymingi og bjartsýnin án takmarka. Þetta er greinilega liðin tíð. Þegar ég kom til Íslands í nokkurra daga heimsókn fyrir skömmu, eftir að hafa verið búsettur í Bandaríkjunum frá því síðastliðið sumar, var greini- legt að það hefur ekki verið mikil ný- liðun á markaðnum síðastliðna mán- uði. Í raun hefur nánast engin nýliðun átt sér stað, sem er líklega eins gott. Markaðurinn virðist vera mettaður og vel það, að minnsta kosti í bili. Það þarf ekki að hafa mörg orð um stöðu efnahagsmála og eflaust kreppir víða að í veitingahúsarekstrinum. Það var hins vegar forvitnilegt að heimsækja nokkur af helstu veitinga- húsum Reykjavíkur á nýjan leik og ekki síður ánægjulegt að sjá hversu vel þau standa sig í mat og þjónustu. Þetta er sterkt tromp í baráttunni um ferðamenn því að oft verður maður var við það, er maður ræðir við fólk er hefur heimsótt Ísland, að maturinn á veitingahúsunum er eitt af því sem hefur komið því hvað mest á óvart. Fyrsti staðurinn sem ég heimsótti var Siggi Hall á Óðinsvéum. Þetta var á mánudagskvöldi og það var rólegt um að litast. Út á matinn var hins vegar ekkert hægt að setja. Þvert á móti. Í forrétt komu saltfiskbollur, áþekkar þeim sem maður fær gjarnan á spænskum tapasstöðum. Hér hafði verið gerður heill réttur í kringum boll- urnar og þær komu framreiddar á fersku salatbeði. Siggi Hall hefur á margan hátt sérhæft sig í matreiðslu saltfisks og á fáum stöðum er hann betri í Reykjavík en á Óðinsvéum. Í að- alrétt kom lambafile, með blönduðu grænmeti. Ekki flókinn réttur en vel samsettur og eldaður þannig að lambið naut sín til fulls. Og enn og aftur gat maður dáðst að því hversu vel hefur tekist til við að breyta þessum rótgróna veitingastað í nútímalegan glæsiveit- ingastað. Staður sem einnig virðist taka stöð- ugum breytingum er Humarhúsið. Þær eru hins vegar hægar og íhalds- samar. Það er samt eins og einhverju litlu smáatriði hafi verið breytt í hvert skipti sem maður kemur þangað. Nú er svo komið að Humarhúsið er orðið eitthvert fallegasta og besta veitinga- hús landsins. Lykilatriði í því sam- bandi var útþenslustefna og yfirtaka á galleríinu, er var til húsa í sömu bygg- ingu við hliðina á staðnum. Þar eru nú glæsilegar setustofur þar sem gestir geta beðið eftir borði eða þá fengið sér kaffi eftir matinn. Matsalurinn sjálfur er ekki stór en þar er gott andrúmsloft og hönnun hans er nær óaðfinnanleg. Allir innanstokksmunir og borðbúnað- ur valdir af smekkvísi sem gefur Humarhúsinu mjög elegant yfirbragð. Maturinn er líka saga út af fyrir sig. Það er orðið mjög langt síðan ég hef orðið fyrir vonbrigðum með mat á Tromp í ferðamannabaráttunni Veitingastaðurinn Sommelier við Hverfisgötu. Morgunblaðið/Golli Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Stress Nokkrar staðreyndir og ráð- leggingar varðandi álag:  Hlátur vinnur gegn stressi en því miður fækkar bros- viprunum með aldrinum og fullorðinn einstaklingur hlær að meðaltali 15 sinnum á dag á meðan barn hlær allt að 400 sinnum á dag.  Drekkið a.m.k. 8 glös af vatni á dag til þess að verjast álagseinkennum. Líkami sem fær nóg af vatni vinnur á mun skilvirkari hátt.  Setjið nokkra dropa af lav- anderolíu út í baðvatnið. Lav- anderjurtin dregur úr þreytuverkjum og róar taugakerfið.  Hlustið á tónlist sem vekur upp ljúfar minningar sem tengjast ákveðnu tímabili, ein- staklingi eða atburði.  Faðmið maka ykkar og kyssið af öllu hjarta. Ástríðu- fullur koss með þeim sem maður elskar eykur fram- leiðslu vellíðunarhormónsins endorfíns.  Ef mikið álag er í lífi þínu, ber að gæta þess að borða mikið af mat sem inniheldur C-vítamín.  Ef maginn á það til að verða viðkvæmur á álags- tímum ber að varast hvítvín, osta, tómata, vínedik og hvítan sykur. Til þess að róa magann er gott að fá sér t.d. heita mjólk eða kamillute áð- ur en sest er að snæðingi.  Skipulagsleysi er stress- valdandi og reyðileysi er langt frá því að auka á rósemi hug- ans. Allt óþarfa óskipulag ger- ir ekki annað en að kynda undir þá tilfinningu að þú náir ekki að halda utan um líf þitt. Reyndu að hafa sem mesta röð og reglu á hlutunum í kringum þig, hvort sem er í vinnunni eða á heimilinu og lærðu að skipuleggja tíma þinn betur.  Hér fylgir lítil uppskrift að góðum degi C-VÍTAMÍNRÍKUR MORGUNVERÐUR Skerið 1–2 ferskar fíkjur og nokkrar ferskar döðlur í tvennt. Hrærið saman hreinni jógúrt og hunangsdreitli og setjið ávextina út í. Stráið ristuðum furuhnetum yfir. Hanna Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.