Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 20
Hasar handa gráu sellunum Njósnamyndin Spy Game eftir Tony Scott frum- sýnd um helgina svona rosaleg. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé farsælla að veita meira fé héðan í færri mynd- ir, stækka framlag sjóðsins til færri verkefna. Auðvitað er í sjálfu sér gott að koma svona mörgum verkefnum á flot, en verra ef þau sigla í strand á miðri fjármögnunarleið vegna þess að þau rekast hvert á annað í poll- inum. Kannski er til marks um þetta sú staðreynd að fyrir síð- ustu úthlutun var aðeins eitt af sjö verkefnum, sem fengu styrkvil- yrði í fyrra, orðið fullfjármagnað. Hin sex fengu framlengingu vil- yrða fram á sumar. Annað atriði, sem vert er að hugleiða, er hvort Kvikmynda- sjóður Íslands þurfi ekki að vera opnari fyrir veitingu framleiðslu- styrkja í verkefni, sem erlend fyr- irtæki eiga að stórum hluta á móti íslenskum meðframleiðendum en eru undir listrænni forystu er- lendra manna. Mér er kunnugt um a.m.k. tvö slík verkefni, sem þýtt hefðu verulegt fjárstreymi inn í landið og skapað fjölda starfa í faginu, en fengu ekki brautargengi hjá sjóðnum nú. Það orkar tvímælis að skilgreina okkar hagsmuni þröngt í þessum efnum, vegna þess að íslenskar kvikmyndir eiga í reynd framtíð sína undir erlendu samstarfi og fjármagni. Eitt er því að breyta formi úthlutunar, annað að breyta eðli hennar. Kannski ættum við að huga að því síðarnefnda, ekki síður en hinu fyrrnefnda. Neyðin kennir naktri konu að spinna, en dugi lopinn aðeins í sokkapar stendur hún jafn- nakin eftir.  EINN vinsælasti og virtasti sakamálasagnahöf- undur samtímans er Bandaríkjamaðurinn Michael Connelly. Hann er þekktastur fyrir syrpuna um rannsóknarlögguna Harry (Hieronymous) Bosch, en fyrsta bíómyndin, sem gerð er eftir bókum hans er þó ekki um Bosch. Myndin heitir Blood Work og er byggð á samnefndri sögu um FBI-manninn Terry McCaleb, sem er sérfræðingur í fjöldamorðingjum. Hann hefur nýgengist undir erfiða hjartaskiptaað- gerð þegar morðmál togar hann aftur til starfa og er þar ekki allt sem sýn- ist. Það er gamla brýnið Clint Eastwood, sem leikur McCaleb og leik- stýrir myndinni að auki. Í öðru aðalhlutverki er Jeff Daniels. Eastwood kvikmyndar Connelly  ZHANG Yimou, sem sennilega er frægasti kvikmyndaleikstjóri Kínverja um þessar mundir (Blóð- akrar, Rauða luktin, Ju Dou), hef- ur nýlokið tökum í Kína á næstu mynd sinni. Hún heitir Hero eða Hetja og er epísk hasarmynd, sem gerist á hinum róstusömu tímum sameiningar Kína. Þar segir frá þremur frægum flugumönnum sem gerðir eru út af örkinni til að myrða konunginn af Qin. Aðal- hlutverkið er í höndum bardaga- listamannsins Jets Li, sem leikur mann sem falið er að koma í veg fyrir morðtilræðið. Í öðrum hlutverkum eru Maggie Cheung, Tony Leung, Zhang Ziyi og Donnie Yen. Yimou með hasarmynd Jet Li: Hetjuhasar hjá Yimou.  HIN makalausa velgengni myndarinnar um Harry Potter er nú orðin að viðmiðun í kvikmynda- heiminum og eru margir framleiðendur með allar klær úti til að reyna að krækja í svipuð dæmi. Þetta gildir um sjö bóka ævintýri, sem nefnist The Chronicles Of Narnia og er eftir rithöfundinn C.S. Lewis. Bandaríski framleiðandinn Cary Granat, sem fyrir nokkrum árum kom hingað til lands að kynna sér kaup og kjör fyrir erlenda kvikmynda- gerð á Íslandi, er aðalsprautan í þessu verkefni, ásamt erfingjum Lewis. Fyrsta myndin á að verða önnur bókin í syrpunni, The Lion, the Witch And the Wardrobe, sem út kom árið 1950. Þar segir frá fjórum krökkum sem stíga gegnum töfraskáp inn í Narníu, land þar sem eitt sinn bjuggu talandi dýr, dvergar, risar og álfar í sátt og samlyndi en er núna í heljargreipum Hvítu nornarinnar. Skyldi Granat finna þessu landi stað í íslensku landslagi? Narníusyrpa í kjölfar Potters?  ROBERTINN, verðlaun dönsku kvikmyndaka- demíunnar, var afhentur nýlega. Flesta verðlauna- gripi eða fimm fékk dogmamyndin En kærlig- hedshistorie eða Ástarsaga eftir Ole Christian Madsen. Hún hafði fengið alls 13 tilnefningar en vann verðlaunin fyrir m.a. bestu mynd, bestu leik- stjórn og besta handrit, auk leikkonuverðlaunanna til Stine Stengade, en hún leikur konu sem snýr aftur til eiginmanns og barna eftir dvöl á geðdeild. Myndin er frumraun Madsens og hefur verið seld til Bandaríkjanna, rétt eins og Ítalska fyrir byrjendur, sem gengið hefur þar vel. Tvær aðrar dogmamyndir hlutu verðlaun, Kóngurinn lifir eftir Kristian Levr- ing fyrir kvikmyndatöku og Sönn manneskja eftir Åke Sandgren fyrir besta karlleikara. Rómantíska gamanmyndin Stutt og langt eftir Hella Joof, sem 12 þúsund Danir hafa séð, fékk þrjá Roberta, auk áhorfendaverðlaunanna. Þrjár dogmamyndir fá Robertinn  SÆNSKI unglingasmellurinn Fucking Åmål eftir Lukas Mood- ysson verður endurgerður í Hol- landi, af öllum löndum. Handritshöf- undurinn Kim van Kooten er nú að laga söguna að hollenskum að- stæðum en leikstjórinn heitir Pasc- ale Simons. Til að leika sænska bæ- inn Åmål með sína 20 þúsund íbúa nærri norsku landamærunum hefur verið valið sambærilegt hollenskt krummaskuð, sem heitir Ommen. Semsagt, Fucking Ommen. Fucking Åmål endurgerð ÉG hef sjálfur lent í því aðhafa ekki slíka greind, þjón-aði í fyrrnefndri nefnd um nokkurra ára skeið. Dómnefndir af þessu tagi liggja ævinlega vel við höggi, rétt eins og kviðdómar og dómarar. Dómur felst í því að gera upp á milli valkosta. Og val- kostirnir, sem ekki eru valdir, eru stundum með kjaft. Þannig hefur það verið, þannig er það og þann- ig mun það verða. Á þessum stað næstsíðasta sunnudag gerði ég fyrirhugaðar breytingar á úthlutunarfyr- irkomulaginu að umtalsefni og reyndi að færa rök fyrir því að okkar aðstæðum á Íslandi hentaði þrátt fyrir allt betur fjölskipaður dómur, hvort sem það kallast nefnd eða samstarf konsúlenta og forstöðumanns, en hið menntaða veldi forstöðumannsins, sem ný kvikmyndalög geta haft í för með sér. Þannig er áreiðanlega erf- iðara að spilla þremur mann- eskjum en einni. Pólitískur eða persónulegur þrýstingur á einn er auðveldari en á þrjá. Og erfiðara að efna til samsæris með þremur en einum. Þetta liggur í hlutarins eðli. Ekki meira um það – í bili. Sem fyrr segir verður úthlut- unarstarf af þessu tagi alltaf vandasamt og umdeilanlegt og fjarri mér að blanda mér í deilur um einstakar styrkveitingar, hvorki nú né fyrr, enda veit ég að úthlutunarnefnd vinnur eftir eðli- legum leikreglum, þótt sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. Mig langar þó að nefna tvennt, sem telst til almennrar stefnu- mörkunar við úthlutanir. Í viðtali hér á síðunum nýlega við Önnu G. Magnúsdóttur, kvikmyndaframleið- anda í Svíþjóð, sem sæti átti í síð- ustu úthlutunarnefnd, kom fram að hún teldi íslenska kvikmynda- gerðarmenn betur tengda inn í al- þjóðlegt eða evrópskt fjármögn- unarumhverfi en starfssystkini þeirra á hinum Norðurlöndunum. „Það er auðvitað vegna þess að „neyðin kennir naktri konu að spinna“. Kvikmyndasjóður hefur ekki bolmagn til meirihluta- fjármögnunar,“ sagði hún. Við síðustu úthlutun fengu fimm nýjar myndir fram- leiðslustyrksvilyrði úr sjóðnum. Þau duga aðeins fyrir broti af framleiðslukostnaðinum, kannski á bilinu 15%–30%. Þá er að leita að hinum 70–85% erlendis. Þetta gæti þýtt að fimm umsóknir bær- ust á sama tíma frá Íslandi um fjármagn úr þeim fáu norrænu og evrópsku sjóðum sem við eigum aðgang að og að á sama tíma verði leitað eftir erlendum meðfram- leiðendum að þessum sömu fimm- myndum. Ljóst má vera að ár eft- ir ár gengur þetta ekki; erlend eftirspurn eftir fjárfestingum í ís- lenskum bíómyndum er ekki Spuni nöktu konunnar „Þegar þú gengur inn í réttarsal leggurðu örlög þín í hendur tólf manna sem ekki höfðu greind til að losa sig undan kviðdómsstörfum,“ sagði lögfræðirefurinn. Hann gæti sagt við umsækjendur um styrki úr Kvikmyndasjóði Íslands: „Þegar þú sækir um í sjóðinn leggur þú örlög þín í hendur þriggja manna sem ekki höfðu greind til að losa sig undan út- hlutunarnefndarstörfum.“ Reuters Frá úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands? Nei, ekki alveg, en... SJÓNARHORN Árni Þórarinsson Clint Eastwood: Krimmi eftir Conn- elly.  Hrollvekjusmiðurinn bandaríski Wes Craven (Martröð á Álmstræti, Scream) er að und- irbúa gerð gotneskrar hrollvekju sem byggir á hinu sígilda „barna- ævintýri“ Lewis Car- rolls um Lísu í Undra- landi. Höfundar handritsins eru bræð- urnir Jon og Erich Hoeber, sem eru upp- rennandi vestra með tvær myndir í smíðum um þessar mundir og eina nýfrumsýnda. Myndin á að heita Alice og segist Wes Craven ekki geta beðið þess að elta Lísu niður í kanínuholuna „í al- gjörlega nýtt og mar- traðarkennt ferðalag.“ Hrollvekja um Lísu í Undralandi Wes Craven: Getur ekki beðið... HEIMILDA- og stuttmyndadeild Kvikmyndasjóðs Íslands bárust í fyrra um 170 umsóknir og fengu 39 verkefni styrk eða styrkvilyrði það ár, auk 16 til viðbótar við út- hlutun nýverið. Til úthlutunar í ár eru 42,4 milljónir króna. Að sögn Kristínar Pálsdóttur, deildarstjóra sem annast úthlut- unina, heldur gróskan í íslenskri heimildamyndagerð áfram, en næsta verkefni sé að efla stutt- myndagerðina. „Stuttmyndin hef- ur ekki notið sín sem skyldi hér- lendis, hvort sem það er nú vegna áhugaleysis á forminu eða þekk- ingarleysis á því. Við hyggjumst reyna að bæta úr þessu og munum senn auglýsa eftir hugmyndum að 3–5 mínútna stuttmyndum og munum svo velja nokkrar þær snjöllustu til þróunar með erlend- um sérfræðingi á námskeiði í sum- ar. Síðan munum við setja fé í framleiðslu þeirra bestu, sem út úr þeirri vinnu koma.“ Meðal þeirra verkefna sem hæstu styrki hljóta eru Reykjavík, hvað næst? sem Hrafn Gunn- laugsson gerir og er eins konar framhald Reykjavíkurmyndar hans, sem mikla athygli og um- ræður vakti, en í nýju myndinni er mannlífið í höfuðborginni í fyrir- rúmi, Tíu Laxnessmyndir, sem Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar en þar munu tíu leikstjórar glíma við að myndskreyta valda kafla úr verkum Nóbelskáldsins, Hlemm- ur eftir Ólaf Sveinsson, Nordisk dans for kamera sem Saga Film gerir en fyrirtækið gerir einnig mynd um flugsögu Íslands, þá eru myndir um Rockville, Bítlabæinn Keflavík, Erla B. Skúladóttir ger- ir mynd sem heitir Ferðin, Ein- stefna myndina Skjóni fer á fjall, The Impossibility Of Filming Róska, sem Litla gula hænan ehf. gerir og Árásin á Goðafoss sem Hugsjón gerir, svo nokkur dæmi séu tekin. Rúmar 42 milljónir til úthlutunar 2002 úr Heimilda- og stuttmyndasjóði Átak í þróun stuttmyndaverkefna í sumar  LEIKUR mús- arinnar að kett- inum undir stjórn Stevens Spielberg hófst nú í vikunni þeg- ar tökur byrjuðu á nýrri mynd hans Catch Me If You Can. Vænn stjörnuf- ans tekur þátt í leiknum, – Leon- ardo DiCaprio, Tom Hanks, Christopher Walken, Martin Sheen og Amy Adams. DiCaprioer músin, Frank Abagnale jr., sem fyrir 18 ára aldur hafði starfað sem læknir, lög- fræðingur og flugmaður, en er jafn- framt snillingur í sjónhverfingum og fölsunum og gerist umfangsmesti bankaræningi í sögu Bandaríkjanna og yngsti maður sem lendir á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýsta stórglæpamenn. Adams er konan sem músin er skotin í, Sheen er pabbi hennar, Walkenpabbi mús- arinnar en fulltrúi kattarins er FBI- maðurinn Tom Hanks. Mús leikur sér að ketti hjá Spielberg Leonardo Di- Caprio: Hættu- lega snjall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.