Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EIÐUR Smári Guðjohnsenólst upp með boltann á tán-um og segir að hann hafiverið nánast sitt eina leik-fang. Sex ára gamall byrjaði hann að æfa og keppa með drengjaliði í útjaðri Brussel í Belgíu þar sem Arnór faðir hans lék sem atvinnumaður hjá Anderlecht. Á sumrin dvaldi hann með foreldrum sínum á Íslandi og keppti þá með ÍR, frá 6. flokki og upp í 4. flokk, og var meðal annars markakóngur „Tommamótsins“ í Vestmannaeyjum þegar hann var á tíunda aldursári. Eið- ur á góðar minningar frá þessum tíma og segir að Tommamótið, sem á síðari árum kallast Shellmótið, hafi verið sannkölluð heimsmeistarakeppni í augum drengja á sínum aldri og sé það eflaust ennþá. Foreldrar Eiðs skildu þegar hann var tólf ára og hann flutti þá heim til Ís- lands með Ólöfu móður sinni; lauk grunnskólanámi við Snælandsskóla í Kópavogi en lék fótbolta með ÍR þar til hann gekk til liðs við Val, 14 ára gamall. Þá hafði hann þegar spilað sína fyrstu drengjalandsleiki, 13 ára að aldri, og í þeim aldursflokki deilir hann enn leikjameti með Vali Fannari Gíslasyni en þeir léku báðir 27 leiki. Þegar Eiður var á eldra ári í 3. flokki, 15 ára gamall, var hann tekinn inn í meistaraflokkslið Vals og var um tíma yngsti leikmaður sem spilað hafði í efstu deild hér á landi. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 7 mörk í 17 leikj- um í deildinni sumarið 1994. Hann varð í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn og var kjörinn efnilegasti leikmaður deild- arinnar um haustið. Eiður segir að lík- amlegur styrkur hafi gert sér kleift að hefja keppni gegn fullorðnum mönnum á þessum tímapunkti. „Það voru eflaust margir hissa á þessu. Ég var enn aðeins 15 ára, en það sem gerði útslagið var að ég var kom- inn með líkamlega burði til að spila með meistaraflokki. Svona lagað er ekki hægt nema viðkomandi sé orðinn nægilega sterkbyggður, að öllu jöfnu er ekki rétt að henda 15 ára strákum beint inn í meistaraflokk. Ég er líka þannig gerður að ég læt engan vaða yf- ir mig, hvorki innan vallar né utan, sem veitti ekki af því ég var farinn að spila með jöxlum sem ætluðu sér ekki að láta smástrák fara illa með sig. Ég var með mín markmið á hreinu en bjóst samt ekki við því að mér gengi svona vel.“ Sjö ára samningur við PSV Eindhoven Þegar þarna var komið sögu hafði Eiður þegar farið til reynslu hjá stór- liðum á borð við Barcelona og Feyen- oord. Um haustið krækti hollenska fé- lagið PSV Eindhoven í piltinn og gerði við hann samning, fyrst til þriggja ára en þá átti að taka gildi viðbótarsamn- ingur til fjögurra ára. Eftir einn vetur með unglinga- og varaliðum PSV var Eiður valinn í að- alliðshóp hollenska félagsins, 16 ára að aldri, og kynntist þá fyrst hörku at- vinnumennskunnar undir stjórn Dicks Advocaats, núverandi þjálfara Glas- gow Rangers og hollenska landsliðsins. „Hann var með ýmiss konar skóg- arhlaup þar sem menn ældu og kúg- uðust. En mér gekk vel áður en keppn- istímabilið hófst, skoraði mörg mörk í æfingaleikjum gegn liðum úr neðri deildum og fann að Advocaat hafði álit á mér. Hann lét mig líka heyra það ef ég var ekki á tánum. Þegar leið að jól- um komst ég inn í 16 manna hópinn í fyrsta skipti og kom inn á í leik gegn NAC Breda. Ég fór á hægri kantinn, tók einn sprett og var gjörsamlega bú- inn. Hraðinn í leiknum var gífurlegur og viðbrigðin voru mikil. En þetta var svakalega gaman og í næsta heimaleik kom ég inn á og skoraði fimmta markið í 7:0 sigri á Volendam. Fljótlega eftir það meiddist Ronaldo og ég var allt í einu orðinn þriðji sóknarmaður liðsins, á eftir Luc Nilis og René Eykelkamp. Það sem eftir var tímabils var ég sex sinnum í byrjunarliðinu í deildaleikj- um, spilaði 13 leiki alls og skoraði 3 mörk. Þetta gekk mjög vel en ég vissi að um leið og allir væru orðnir heilir yrði ég að sitja á bekknum.“ Eftir að Eiður kom til Bolton og síð- an Chelsea hefur nokkuð verið gert úr því að hann hafi leikið við hliðina á hin- um brasilíska Ronaldo hjá PSV. „Ronaldo var keyptur til PSV á sama tíma og ég. Hann er tveimur árum eldri og var líka líkamlega þroskaður og tilbúinn til að spila með aðalliðinu. Enda skoraði hann 30 mörk strax á fyrsta tímabilinu. Ég kynntist honum ekki mikið, bara eins og gengur og gerist með samherja, en hann var ágætur félagi. Við lékum saman 1-2 leiki, ég fékk tækifæri til að spila meðan hann var meiddur og aðeins eftir að hann hafði náð sér.“ Eins og allir knattspyrnuáhuga- menn þekkja var Ronaldo tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins í heiminum, um tvítugt, og er nú að ná sér á strik á ný eftir nær tveggja ára fjarveru vegna meiðsla; svipaða reynslu og Eiður gekk í gegnum eftir að hafa verið atvinnumaður í tæpt ár. Meðal annarra samherja Eiðs hjá PSV tímabilið 1995-96 má nefna hol- lensku landsliðsmennina fyrr og nú, Philip Cocu, Wim Jonk, Jaap Stam, Jan Wouters, Arthur Numan, René Eykelkamp, Peter Hoekstra og Boudewijn Zenden, en sá síðastnefndi leikur nú við hlið hans hjá Chelsea. Einu útlendingarnir í hópnum voru Eiður Smári, Ronaldo og Luc Nilis, belgíski framherjinn sem lengi lék með Arnóri, föður Eiðs, hjá Anderlecht. PSV var með firnasterkt lið en varð að sætta sig við annað sætið í Hollandi þennan vetur, á eftir Ajax. Segja má að Eiður hafi fyrst slegið virkilega í gegn með PSV þegar hann lék síðari hálfleikinn í Evrópuleik gegn Barcelona. „Þegar ég fékk boltann í fyrsta skipti komst ég hálfpartinn í gegnum vörn Barcelona og þrumaði boltanum upp í stúku. Við jöfnuðum, 2:2, og ég var heitur; fann mig ótrúlega vel. Ég minnist þess alltaf að ég hugsaði með mér: „Þetta er alvöru fótbolti, um þetta snýst málið.“ Einn leikmanna Barce- lona var rekinn af velli og við vorum með leikinn í höndunum. Ég fékk því- líkt dauðafæri, skallaði á markið af 2-3 metra færi en beint í hendurnar á markmanninum. Við klúðruðum svo leiknum undir lokin, þeir fengu skyndi- sókn og skoruðu sigurmarkið. Ég náði ekki fullum svefni í heilan mánuð á eft- ir. Um leið og ég fór að hugsa um færin sem ég nýtti ekki, varð ég andvaka. Það kemur enn upp í huga mér hvað hefði eiginlega gerst ef ég, 17 ára pjakkurinn, hefði skorað gegn Barce- lona. En ég bætti það upp með því að skora fyrir PSV í næsta deildaleik.“ Upplifun og vonbrigði í Eistlandi Í apríl 1996 rann upp söguleg stund. Arnór Guðjohnsen hafði í mörg ár viðr- að þann möguleika að spila landsleik með syni sínum, og nú var komið að því. Þeir feðgar voru báðir valdir í landsliðshópinn sem mætti Eistlandi í vináttuleik í Tallinn og Eiður segir að það hafi verið ótrúleg upplifun, en um leið sár vonbrigði. „Það er ekki einsdæmi að vera val- inn í landslið, 17 ára gamall, en að vera í sama landsliði og pabbi sinn – það var algjörlega einstakt, enda vakti það gíf- urlega athygli. Fólk sem heyrir af þessu í dag hlær bara. Þegar til kom, var mér skipt inn á sem varamanni í staðinn fyrir pabba. Það voru von- brigði, en á þeirri stundu taldi ég það vera lítið mál. Það var sagt við okkur að svona yrði þetta gert í þetta sinn, en síðan myndum við vera saman í byrj- unarliðinu rúmum mánuði síðar þegar Ísland léki við Makedóníu á Laugar- dalsvellinum í undankeppni HM.“ Í millitíðinni lék unglingalandsliðið gegn Írlandi í Evrópukeppninni og átti möguleika á að komast áfram. „Þetta var viku fyrir bikarúrslita- leikinn í Hollandi og Advocaat vildi helst ekki að ég færi til Írlands, því ég ætti að spila. Ég var á báðum áttum en það var mikið hringt í mig að heiman. Einn besti vinur minn, Rúnar Ágústs- son, hringdi og sagði að ég yrði að spila, og ég ákvað að slá til. Ég man vel eftir því að þegar við borðuðum saman fyrir leikinn sagði ég við Rúnar: „Spáðu í hvernig það væri að fótbrotna og geta aldrei spilað fótbolta framar.“ Eftir á að hyggja var þetta ótrúlegt, það er vissulega ekki óalgengt að svona hugs- un brjótist fram hjá atvinnuknatt- spyrnumanni, en á þessari stundu sagði ég þetta án þess að við hugsuðum meira um það. Svo var komið fram í leikinn, við lentum undir enda voru Írarnir með mjög sterkt lið. Ég var frammi en sagði við Árna Inga Pjetursson að við skyld- um skipta, hann færi fram en ég skyldi fara á miðjuna í smástund. Um leið og þetta gerðist, sóttu Írar upp annan kantinn, ég hljóp til baka og í fyrsta skipti á ferlinum fylgdi ég eftir stungu- sendingu mótherja og skýldi boltanum þannig að hann færi afturfyrir okkar endalínu, í markspyrnu. Þegar boltinn var farinn útaf og ég ætlaði að snúa mér við fann ég smellinn. Írskur sókn- armaður hafði rennt sér beint í mig. Um leið og þetta gerðist, hugsaði ég með mér: „Landsleikurinn með pabba, hann er úr sögunni.“ Ég vissi strax að þetta væri alvar- legt. Ég var fluttur í sjúkrabíl og var óglatt á leiðinni. Á spítalanum var sagt við mig að krossleggja fingur og vona að fóturinn væri ekki brotinn. En á röntgenmyndunum kom strax fram að sperrileggurinn væri brotinn, rétt við ökklann, og öll liðbönd voru slitin. Þetta var of mikið fyrir mig og ég hringdi í mömmu og hágrét í símann.“ Ímynda mér sendingarnar frá pabba Eiður Smári hefur ekki fyrirgefið aðstandendum landsliðsins að láta þá feðga ekki leika hlið við hlið í Eistlandi. „Auðvitað sér enginn svona lagað fyrir en þegar svona einstakt tækifæri gefst, eins og í Tallinn, eiga menn að grípa það. Það er aldrei sjálfgefið að þau bjóðist aftur. Þetta er nokkuð sem ég mun sjá eftir alla tíð, þetta er mesta eftirsjá mín á knattspyrnuferlinum til þessa – að hafa ekki spilað við hliðina á pabba. Ég er enn að ímynda mér hvernig tilfinningin hefði verið að fá sendingar frá honum; ég velti því fyrir „Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér“ Eiður Smári í baráttu við tvær af skærustu stjörnum Arsenal, Sol Campbell og Patrick Vieira, í deildaleik Lundúnaliðanna á anna rétt eins og hann gerði í desember árið 2000. Mörkin hans í vetur eru orðin 17 talsins og Eiður Smári segist stefna að því að sko Graeme Le Saux, enski landsliðsmaðurinn „Eigum eftir að sjá heyra meira af Eiði GRAEME Le Saux, bakvörður enska landsliðsins um ára- bil og félagi Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Chelsea, segir að það fari ekki á milli mála að Eiður Smári njóti þess að leika knattspyrnu. „Hann varð fyrir slæmum meiðslum á unga aldri og hefur lært að meta hve heppinn hann er að vera knatt- spyrnumaður í dag. Hann nýtur þess að æfa og er yf- irleitt í góðu skapi,“ sagði Le Saux þegar Morgunblaðið hitti hann að máli á æfingasvæði Chelsea í Har- lington, úthverfi í vesturkanti Lond- on. Le Saux sagði að Eiður Smári væri mjög hæfileikaríkur knatt- spyrnumaður. „Hann er flinkari með boltann en ég hélt að hann væri þegar hann kom fyrst til okkar. Hann er fullur sjálfstrausts og nýtur samverunnar með öðrum leikmönnum liðsins. Hann virðir hæfileika félaga sinna og á þann hátt nær hann því besta út úr sjálfum sér.“ Hvernig gekk Eiði Smára að laga sig að aðstæðum hjá Chelsea? „Það gekk mjög hratt fyrir sig. Reynsla hans hjá Bolton var honum greinilega af- ar mikilvæg. Þar lærði hann á menninguna í enska fótboltanum og andann í búningsklef- anum, og var mjög fljót- ur að falla inn í hópinn hjá Chelsea. Í daglegri umgengni er hann kurt- eis og viðfelldinn ungur maður, góður persónu- leiki, og það kemur líka fram í leik hans.“ Hefur hann staðið undir væntingum eftir að hafa verið keyptur til félagsins fyrir fjórar milljónir punda? „Eiður hefur gert mikið meira en að standa undir væntingum og ég tel að allir hjá félaginu meti það sem svo að það hafi verið kjarakaup að fá hann fyrir þessa upphæð. Chelsea fékk hann á mjög góðu verði, og verðmæti hans hefur hækkað mjög, sérstaklega í vetur þar sem hann hefur leikið stórkost- lega. Hann skorar mörk en leikur hans fyrir liðið í heild er afar mik- ilvægur þar sem hann tengir vel saman miðju og sókn og samvinna hans við Jimmy [Floyd Hasselbaink] og Franco [Gianfranco Zola] er mögnuð. Hann skapar fullt af tæki- færum fyrir aðra leikmenn í liðinu.“ Hverjar telur þú vera framtíð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.