Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 22
22 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó S VO þú ert Íslendingur?“ segir ákveðinni röddu á hinum enda línunnar. „Já, reyndar.“ „Ég þekki Jonna Sig- hvatsson mjög vel. Góður gæi.“ Það er erfitt að njörva niður hreiminn. Einhver óvenjuleg blanda af millistéttarensku og mjög svo ýkt- um bandarískum hreim – líklegast frá Kaliforníuslóðum. En hún er vinaleg þessi rödd þótt blæbrigðin séu kannski ekki svo rík. Tilefni samtalsins er nýjasta mynd eiganda raddarinnar óræðu, hins breskættaða fyrrverandi aug- lýsingamanns Tonys Scott. Myndin er Spy Game með stórstjörnunum Robert Redford og Brad Pitt í aðal- hlutverkum. Njósnamynd af gamla skólanum. Mynd sem gegn straumn- um reynir meira á þær gömlu gráu heldur en adrenalínið, sem allt virð- ist snúast í kringum nú orðið. Það skýtur svolítið skökku við að það skuli vera Scott sem segir hórmónin- um heita stríð á hendur því einmitt Scott á stóran þátt í að vegur hans í afþreyingarmyndum samtímans er eins stór og raun ber vitni, en segja má að Scott sé brautryðjandi í gerð andrenalíninnblásinna hasarmynda eins og við þekkjum þær í dag. Hann gerði t.a.m. eina þá fyrstu, Top Gun, árið 1986 og á eftir henni fylgdu Bev- erly Hills Cop II, Revenge, Days of Thunder, The Last Boy Scout, True Romance, Crimson Tide, The Fan og The Enemy of the State, allt myndir þar sem karlmennskan og hamagangurinn er í fyrirrúmi og markmiðið fyrst og fremst að skapa nægilega spennu til að koma adrena- línflæðinu af stað. Slóttug saga En hvað kom til að Scott vendir kvæði sínu nú í kross – hvað varð til þess að hann tók að sér gerð svo dramatískrar njósnamyndar? „Til að vera alveg hreinskilinn þá átti ég ekki að leikstýra henni upp- haflega. Til þess hafði verið ráðinn ónefndur ungur leikstjóri sem hafði aðeins gert eina mynd. Þegar fram- leiðendurnir sáu hversu stór þessi mynd yrði í sniðum þá guggnuðu þeir á að láta svo óreyndan mann halda utan um það og hóuðu í mig – gamla reynsluhundinn,“ segir Scott og hlær svolítið kvikindislega, rétt eins og hann hafi verið að stríða sér minni máttar. Hvað var það sem laðaði þig að verkinu? „Mér fannst handritið setja fram mjög ferska sýn á annars gamaldags kaldastríðsnjósnasögu. Það var upp- fullt af flóknum innskotum úr fortíð- inni og ég sá það sem ákveðna áskor- un og frumlega leið til þess að draga upp mynd af sambandi tveggja manna. Ég hugsa alltaf mjög mynd- rænt og sá um leið fyrir mér girni- lega klippimöguleika – hvernig hægt væri að spila með hin ólíku umhverfi, klippa snöggt á milli hins rólega og yfirvegaða yfirheyrsluherbergis CIA og blóðuga hasarsins í Beirút og annars staðar í heiminum þar sem söguhetjurnar höfðu komist í hann krappan. Þetta er mjög slóttug saga – hvernig hún togar og teygir áhorfandann til.“ Ertu unnandi samsæris- og kald- astríðsnjósnamynda eins og t.d. þeirra sem algengar voru á 8. ára- tugnum? „Nei!“ segir Scott afar ákveðið og hlær við. Hugsar sig svolítið um og segir svo nokkuð hikandi: „Ég hef vissulega verið að fást við þetta við- fangsefni undanfarið, í þremur síð- ustu myndum mínum, þannig að þetta er eðlileg ályktun. Það var samt bara tilviljun. Ég leitaði alls ekkert eftir því að fást við njósnir heldur hefur það ætíð verið drama- tíkin fyrst og fremst sem ég fell fyr- ir. Ég hef aldrei haft snefil af áhuga á kalda stríðinu sem slíku.“ Kalda stríðið hefur ekki verið neitt sérlega vinsælt viðfangsefni í kvikmyndum undanfarið. Hvers vegna að taka á því nú? „Myndin gerist árið 1991, undir lok hins eiginlega kalda stríðs. Ástæðan er sú að CIA var allt önnur stofnun en hún er í dag. Stefnan var önnur og róttækari, meiri dulúð og virðuleiki umlék njósnarana þá og aðgerðirnar sem gripið var til eru satt að segja nú þegar orðnar slá- andi. En ég sé þetta þannig að ég fékk gott handrit í hendurnar sem vildi til að fjallaði um kalda stríðið. Góð handrit eru alltof sjaldgæf þannig að ég lét þetta ekki úr greip- um mér sleppa.“ Þetta hefur vart verið auðveldasta mynd sem þú hefur gert með öllum þessum þvælingi – bæði í tíma og milli heimshorna. „Vissulega en ég leit fyrst og fremst á hana sem áskorun. Ég þrífst á ögrandi áskorunum.“ Heppinn leikstjóri Voru þeir Redford og Pitt búnir að taka að sér aðalhlutverkin þegar þú komst að verkinu? „Þeir voru orðaðir við myndina en hvorugur hafði samþykkt endanlega að vera með. Redford ákveður aldrei að leika í mynd fyrr en endanleg út- gáfa af handritinu liggur fyrir og leikstjóri hefur verið ráðinn. Hann er með skilmála í ráðningarsamningi sínum sem gefur honum vald til að hafa um það að segja hver leikstýr- ir.“ Var þetta aldrei nein spurning – voru þeir hárréttu leikararnir í hlut- verkin? „„Skarp“, ég skal segja þér eitt,“ segir Scott eins og hann sé að tala við gamlan vin. „Þegar maður fær í hendurnar handrit með aðalper- sónum á borð við þær í Spy Game og þekkir eitthvað smá til leikaraúr- valsins í Hollywood þá eru einungis tvö nöfn sem koma upp í hugann. Þegar finna á draumaleikarana í hlutverk tveggja manna sem eiga í nánu föður-sonar sambandi þá koma hreinlega engir aðrir til greina en Robert Redford og Brad Pitt.“ Scott hlær við og bætir við í gegnum fliss- ið: „Og ég var heppinn.“ Þeir þekktust vitanlega vel frá því Redford leikstýrði Pitt í A River Runs Through It. Reyndirðu að not- færa þér þetta samband þeirra? „Svo sannarlega og ég held það hafi skilað sér á hvíta tjaldið,“ segir Scott ákveðinn. „Það er alltaf erfitt að leikstýra saman tveimur leikur- um sem báðir eru vanir því að vera stjörnur númer eitt í myndum sín- um. Þá ríður einmitt sérstaklega mikið á sambandið milli þeirra, að samleikurinn verði sem eðlilegastur. Það er mikil áhætta að stefna saman tveimur viðlíka stjörnum en við viss- um að samband þeirra var gott, að það hafði staðist bæði tilhugalífið og hjónabandið. Þetta var því hreinlega eitthvað sem við vildum færa okkur í nyt og okkur tókst það að mínu mati.“ Hvernig er að leikstýra leik- stjóra? Varstu ekkert banginn við að þurfa að segja færum leikstjóra á borð við Redford fyrir verkum? „Bob studdi mig heilshugar allan tímann. Ég vissi fyrir að sem leik- stjóri væri hann afar nákvæmur og haldinn fullkomnunaráráttu á háu stigi. Auðvitað var ég óttasleginn yf- ir því að ráðskast með mann sem hefur gert svo frábærar myndir, þ. á m. Quiz Show, sem vel að merkja er ein af mínum eftirlætismyndum. Ég vonaði bara að hann myndi treysta mér og það gerði hann svo sannar- lega. Auðvitað kom fyrir að hann setti spurningarmerki við ákveðna vinnuaðferð mína en hann er maður sem gerir sér fulla grein fyrir að engir kvikmyndagerðarmenn vinna nákvæmlega eins.“ Greindirðu mun á því hvernig Redford og Pitt, stjörnur tveggja kynslóða, nálguðust hlutverk sín og vinnu? „Þeir eru svart og hvítt hvað það varðar. Bob rannsakar hlutverk sitt í þaula, kann handritið utanbókar, er búinn að sjá fyrir sér myndina upp á sekúndubrot og þekkir hvern krók og kima á tökustaðnum. Brad veit upp á hár hvers ætlast er til af honum en hann er samt alltaf að þreifa fyrir sér, alltaf til í breyt- ingar og að reyna að finna betri leið til þess að afgreiða viðkomandi senu. Þetta var drifkrafturinn í samleik þeirra, hversu ólíkir þeir eru.“ Spennandi myndir Að undanskilinni fyrstu mynd þinni The Hunger (1983) þá hefurðu nær eingöngu fengist við spennu- og hasarmyndir. Er það tilviljun eða liggur áhugasviðið þar? „Ég kýs reyndar að greina True Romance frá hinum myndunum líka. Hún er ekki þessi hefðbundna has- armynd og ég verð að segja: stendur mér næst allra mynda minna. Ég er að vona að næsta verkefni mitt verði síðan mynd um ævi Pancho Villa en hún yrði einnig mjög frábrugðin hinum, minni hasarmynd og meira í ætt við Lawrence of Arabia. Það kann að vera að spennumynd- ir hafi fyrir slysni orðið mitt fag en það breytir því ekki að þegar ég skoða handrit þá leitast ég við að þurfa ekki að endurtaka mig og einnig að hægt sé að búa til dramatík úr samböndum aðalpersónanna... Ég veit ekki. Ferill er eitthvað sem maður hefur svo litla stjórn á. Hasar fyrir hugsunina Hann er litli bróðir Ridleys, eftirlæti Bruckheimers og átti stóran þátt í að gera Cruise að stórstjörnu. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við breska leik- stjórann Tony Scott um nýju myndina Spy Game, sem frumsýnd er hérlendis um helgina, Redford, Pitt og Sigurjón Sighvatsson. „Skilaðu kveðju til Jonna,“ sagði Scott í kveðjuskyni. Tony Scott: „Nafn mitt virðist einhverra hluta vegna koma upp þegar gera á spennumyndir. En ég er ekkert sérlega spenntur.“ Tony Scott: „Þegar finna á draumaleikarana í hlutverk tveggja manna sem eiga í nánu föður-sonar sambandi þá koma hreinlega en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.