Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 18
ÞAÐ VARallt á ferð og flugi í Norræna húsinu þegar blaðamaður barnasíðna Moggans leit þar inn. Þar voru fimmtán krakkar á námskeiði í að búa til teiknimyndir. Og eftir nokkra daga voru þau að klára þrjár teiknimyndir, þannig að kannski er þetta alls ekki svo flókið. Sama tækni og í South Park Allir vita að til að búa til teiknimynd þarf að teikna engan smá helling af myndum. Þegar þið sjáið eina sekúndu af teiknimynd eru 24 myndir þar að baki. Það eru nefnilega 24 myndarammar í einni sekúndu af filmu. Skilið? Krakkarnir í Norræna húsinu höfðu danskan kennara, Hanne Pedersen, sem á teiknimynda- fyrirtæki í Danmörku. Hún kenndi þeim að gera teiknimyndir í sama stíl og South Park sjón- varpsþættirnir eru gerðir. Ef þið íhugið málið, þá munið þið að hreyfingarnar í þáttunum eru nokkuð grófar. Það er af því að í stað þess að hafa 24 myndir á sekúndu, hafa þau 6 myndir á sekúndu. Sama myndin er þá 4 ramma í röð, því 4x 6 = 24. Ekki satt? Og í stað þess að teikna allar myndirnar aftur og aftur, klipptu krakkarnir út fígúrur í litaðan pappír, gerðu á þær liðamót og hreyfðu þær þannig til og mynduðu hverja hreyfingu. Þetta getið þið jafnvel gert sjálf, ef fjölskyldan á eins- konar myndbandsupptökuvél og ef þið getið klippt annað hvort með tveimur myndbands- tækjum eða í tölvu. Örlög Osama bin Ladens ráðin Blaðamaður fékk að trufla krakkana aðeins við vinnuna og spyrja þau út í myndina þeirra. „Okkar mynd heitir Mrs. Osama og er um Osama Bin Laden og þegar George Bush nær honum,“ útskýrir Dagbjört 11 ára. „Þeir breyta honum í konu og selja hann til ógeðslegs karls, þar sem hann þarf að vaska upp og hugsa um heimilið.“ Krakkarnir voru ekkert smá ánægðir með námskeiðið og flest þeirra voru í fyrsta skipti að prófa að gera teiknimyndir, nema Hlín 12 ára, en hún hefur verið að prófa sig áfram á alnetinu. Á eftirfarandi slóð fann Hlín forrit sem er hægt að kaupa, en líka hægt að prófa ókeypis allt að 50 sinnum. Slóðin er (engin smá runa!): https:// secure.element5.com/shareit/checko- ut.html?productid=140250&language=english. Morgunblaðið/ÞorkellMorgunblaðið/Þorkell Dagbjört fylgist með á tölvunni þegar strákarnir færa til munninn á Bush forseta, til að mynda aftur næstu fjóru ramma. Íslenskar teiknimyndir eftir klára krakka Teiknaðar myndir á ferð og flugi Einbeittir teiknimyndasnillingar framtíðarinnar mynda George Bush. 24 rammar á sekúndu. fyrir Simpsons-þættina sjáið þið á þriðju myndinni Lísu og Bart síga niður, út úr rammanum og síðan er farið í víðara skot þar sem myndavélin fylgir þeim niður. Það skiptir miklu máli hvernig kvikmyndir eru teknar – það er jú verið að segja sögu í myndum – og söguspjöldin hjálpa kvik- myndagerðarmönnum að sjá fyrir sér mynd- ina, og sparar einnig fullt af tíma og filmu að vita hvað maður er að gera. Svona getið þið teiknað upp ykkar eigin teikni- eða kvikmynd sem þið geymið í koll- inum ykkar. Söguspjöld hreyfimyndanna Þegar gerðar eru hreyfimyndir, bæði teikni- myndir og kvikmyndir, eru gerð svokölluð „story-boards“ sem mætti þýða lauslega á íslensku „söguspjöld“. Þessi spjöld eru ekki ólík myndasögum, nema þau eru sjaldan í í lit og engar talblöðrur. Þá er ekki teiknaður upp hver rammi myndarinnar heldur hvert skot í myndinni og þá merktar inn hreyfingar persónanna. Einn- ig eru merktar inn hreyfingar myndatökuvél- arinnar; hvort hún færist inn persónuna, eða út, fer til hliðar, upp eða niður. Á meðfylgjandi myndum af söguspjaldi Og svara nú! 1) Í hvaða teiknimynd heitir vondi kallinn Skari? 2) Hver talaði fyrir andann í Alladín? 3) Hverjum verður Fríða ástfangin af í Disney-myndinni frá 1991? 4) Á hvaða áratug kom fyrri Fantasíu-myndin út? 5) Hvað heitir strákurinn sem á dótið í Leikfangasögu? 6) Í hvaða heimsálfu býr Pókahontas? 7) Hvernig hundur er Pongó? 8) Hvað heita þríburafrændur Andrésar Andar? 9) Hver var fyrsta Disney-teiknimyndin í fullri lengd? 10) Hvernig dýr er Felix? 11) Hvað heitir Súperman þegar hann er venjulegur maður? 12) Hvað heita Stuðboltastelpurnar þrjár? 13) Í hvað bæ býr Simpsons fjölskyldan? 14) Hvað á Dexter margar systur og hvað heita þær? 15) Í hvernig ferð fara Guffi og Max í Guffagríni? Svörin birtast í næsta blaði Hún Andrea Messíana Heimisdóttir sjö ára skellti sér á teiknimyndina Skrímsli hf. í Kringlubíói. Hún fékk sér fullt af nammi í poka og skemmti sér mjög vel. „Búa er mjög sæt stelpa og skrímslin Sölli og Maggi klæða hana í skrímslabún- ing svo allir halda að hún sé líka skrímsli. Myndin er skemmtileg og líka fyndin. Maður verður ekkert hræddur því þetta er ekki í alvörunni. Samt er myndin mjög spennandi þegar hún er alveg að verða búin. Mig langar að segja öðrum krökkum að myndin sé skemmtileg og að þau eigi að fara á hana. Ég ætla líka að segja mömmu að hún eigi að horfa á hana.“ Krakkarýni: Skrímsli hf. Maður verður ekki hræddur „Bara skemmtileg skrímsli,“ segir Andrea Messíana. JÁ, nú getur þú orðið lista- maður, komist á sýningu og unnið til verðlauna! Barnasíður Moggans og Æv- intýraland Kringlunnar standa nú fyrir mynda- sögukeppni með frumskógarþema. Það fer þannig fram: 1) Semdu sögu sem gerist í frumskógi. 2) Teiknaðu úr henni myndasögu (eins og myndasögublöðin og -bækurnar eru, t.d Andrés Önd) sem kemst fyrir á 1–2 blöðum. 3) Skilaðu henni inn í Ævintýraland Kringl- unnar fyrir 4. mars. 4) Myndasagan þín verður hengd upp í Æv- intýralandi á myndasögusýningu sem stendur í hálfan mánuð. Gaman er að fara og sjá söguna sína og sjá hvað hinir krakkarnir gerðu. 5) Sunnudaginn 17. mars verða verðlaun af- hent fyrir bestu myndasöguna. 1. verðlaun eru meiriháttar flottur Harry Potter lego kastali sem Dótabúðin í Kringl- unni ætlar að vera svo góð að gefa. Og einn- ig fá fimm efstu sérstök verðlaun frá Mogg- anum. Byrja nú og vanda sig svo! Myndasögu- samkeppni Maður þarf að vera svolítið menntaður í teikni- myndafræðunum til að geta leyst þessa kross- gátu. Þið setjið nöfn teiknimyndapersónanna inn lárétt og fáið þá út lóðrétt í grænu reitunum hvaða ýkt skemmtilegu teiknimynd barnasíð- urnar mæla með. Krakkakrossgátan Einn góður … – Hvert var erfiðasta starfið á steinöld? – Að bera út dagblöðin. (Aldís Geirdal Sverrisdóttir.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.