Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 10
Geislavarnir! Er verið að mæla þig út? Öflugir radarvarar frá ESCORT og FUZZBUSTER Hyundai Sonata V6 Aflmikill, þægilegur og á hagstæðu verði. BRIMBORG hf., umboðsaðili Ford, hefur riðið á vaðið með nýja viðskiptahætti með Ford Focus. Fyrirtækið hefur að und- anförnu staðið í samningavið- ræðum við Ford um sérpantanir á bílum sem leiða til allt að 200 þúsund kr. lækkunar frá lista- verði. Í fyrstu atrennu verður að- eins um 35 bíla að ræða með 1,4 lítra vél, en Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir að það ráðist af viðtökunum og þolinmæði viðskiptavina, sem þurfa að bíða allt að 6–8 vikur, hvort frekara framhald verði á þessu. „Við höfum minnkað birgðir hjá okkur verulega og höfum lít- inn birgðahaldskostnað. Við vilj- um reyna að koma upp kerfi þar sem við erum með litlar birgðir en bílar séu stöðugt að streyma inn. Við sömdum við Ford um Focus 1,4 og fáum hann á góðu verði í grunninn. Við fengum við- bótarafslátt á bílinn og skerum okkar álagningu niður. Við reyn- um að forselja alla bílana, þannig að þeir stoppa stutt hjá okkur og viðskiptavinirnir taka strax við þeim og allir hagnast á þessu. Við högnumst minna á hverjum bíl en seljum fleiri bíla. Þannig fáum við fleiri bíla á götuna og þjónustu við þá í framtíðinni. Síð- an koma þeir vonandi til okkar aftur í endursölu og menn skipta upp í nýjan bíl,“ segir Egill Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar. Í fyrstu kostaði Ford Focus 1,4 Ambiente fimm dyra 1.760.000 kr. en Brimborg fékk því framgengt að verðið lækkaði niður í 1.650.000 kr. En með þessum samningi við Ford verk- smiðjurnar fer bíllinn niður í 1.499.000 kr. sem er 151.000 kr. lækkun frá listaverði. Þriggja dyra bíllinn kostaði upphaflega 1.700.000 kr. en lækkaði síðan í 1.590.000 kr. en samkvæmt þessu tilboði kostar hann 1.399.000 kr. sem er 191.000 kr. lækkun frá listaverði. Bílarnir sem hér um ræðir eru fullbúnir, þ.e. með fjórum öryggispúðum, ABS-hemlakerfi, upphituðum sætum, rafmagnsrúðum að fram- an, samlæsingu og fleiru. Það er því ekki verið að lækka verðið með því að draga úr búnaði bílanna. Bílarnir eru framleiddir í Þýskalandi. „Nú kemur í ljós hvort Íslend- ingar eru nægilega þolinmóðir til að panta og bíða í rólegheitunum eftir bílnum sínum. Kaupandinn pantar sinn lit og innréttingu og getur bætt þeim búnaði í sem hann óskar eftir. Hann greiðir 10% inn á bílinn við samning, við metum gamla bílinn sem síðan er tekinn upp í nýja bílinn. Þeir sem eru mjög óþolinmóðir eiga þó hugsanlega kost á því að fá nýja bílinn fyrr ef aðrir umboðsmenn í Evrópu eiga bíl á lager þeir eru tilbúnir að gefa eftir. En þá þarf viðskiptavinurinn hugsanlega að sætta sig við annan lit en hann hafði hugsað sér.“ Ljóst er að útspil Brimborgar mun setja þrýsting á önnur bíla- umboð í landinu því samkeppnin er hörð á þessum markaði. Núna stendur Brimborg með pálmann í höndunum. Helstu keppinaut- arnir, þ.e. þriggja dyra bílar með 1,4 l vél, eru Toyota Corolla, sem kostar 1.639.000 kr., VW Golf, sem kostar 1.720.000 kr., Opel Astra 1,2 l, sem kostar 1.595.000 kr. og Peugeot 307, sem kostar 1.576.000 kr. Verðfall á Focus en lengri bið Morgunblaðið/Þorkell Ford Focus kom best út í árlegri gæðakönnun þýsku vottunarstofn- unarinnar TÜV. Hann lækkar nú um allt að 191.000 kr. í verði.  BANDARÍSKA umferðaröryggisstofnunin, The Nat- ional Highway Traffic Safety Administration (NHTSA), lýsti því yfir sl. þriðjudag að stofnunin myndi ekki fara í sérstaka rannsókn á Ford Explorer vegna ásakana Firestone um að bíllinn en ekki dekkin væri valdur að umtöluðum slysum í Bandaríkjunum í fyrra. Stofnunin fór yfir gögn frá Firestone sem bentu til þess að stýrisbúnaður og aksturseiginleikar gætu átt þátt í umræddum slysum sem urðu þegar bílarnir ultu eftir að dekk sprakk. Fulltrúi NHTSA, Jeffrey Runge, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að gögnin frá Firestone styddu ekki þessar fullyrðingar og sýndu ekki fram á að Ford Explorer væri hættulegri en aðrir jeppar ef til þess kæmi að dekk spryngi í akstri. Firestone kallaði inn á sínum tíma 6,5 milljónir dekkja og Ford bætti við innköllun á 13,5 milljónum dekkja til þess að tryggja öryggi viðskiptavina sinna þó ekki væri sannað að öll þessi dekk væru haldin þessum galla. Brimborg hefur, fyrir hönd Ford, séð um þessa inn- köllun á Íslandi og fyrir starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hefur innköllunin gengið mjög vel, samkvæmt upplýsingum frá Brimborg og telur fyr- irtækið að búið sé að ná inn öllum þeim dekkjum sem voru í umferð á Íslandi. Hefur þeim verið fargað í sam- ræmi við kröfur Ford og kaupendur bílanna fengið ný dekk í staðinn. Engin sérstök rannsókn á Ford The North Face Ford Explorer.  VOLVO var mest seldi vörubíllinn á Íslandi á síðasta ári. Alls seldist 41 Volvo vörubíll yfir 10 tonn á árinu og er markaðshlutdeild Volvo 31,3%. Samdráttur í skrán- ingum vörubíla yfir 10 tonn var á síðasta ári 53%. Volvo mest seldi vörubíllinn KIA frumsýnir stóran jeppa, Sorr- ento, á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Jeppinn var frum- sýndur í Bandaríkjunum í síðustu viku og er væntanlegur á markað á Íslandi í sumar, í júní eða júlí. Hann verður boðinn með tveimur vélum, þ.e. 2,5 l dísilvél með sam- rásarinnsprautun, 145 hestafla og með 330 Nm togi. Hin vélin er 3,5 lítra V6 bensínvél, 192 hest- afla. Þetta er fullbúinn jeppi byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Ekki er ennþá vitað hvert verðið verður á bílnum en ef draga má einhverjar ályktanir af verði Kia almennt og Kia Sportage sérstaklega, er ekki ólíklegt að verðið verði afar hag- stætt. Þetta er fyrsti stóri jeppi Kia og er hann mun stærri en Sportage, eða svipaður og Mercedes-Benz M-línan. Sportage verður áfram í framleiðslu og sölu meðfram Sorrento. Sorrento er með hallandi vél- arhlíf og boga í þaklínunni og það ásamt hornmynduðum aftur- ljósaklasa gerir bílinn verklegan á að líta. Ríkulegur staðalbúnaður á síðan að gera Sorrento að val- kosti gagnvart mun dýrari og þekktari bílum. Talsmenn Kia vonast til þess að Sorrento breyti ímynd Kia í Evr- ópu. „Sorrento er til marks um stefnubreytingu hjá okkur. Bíllinn er frísklega hannaður og hann hefur yfir sér svipaðan stíl og gæðaímynd og kaupendur tengja vanalega við mun dýrari bíla. Verðið á honum verður hins vegar mun lægra,“ segir talsmaðurinn. Eins og fyrr segir er ekki ljóst hvað bíllinn mun kosta hérlendis. Flaggskipið verður með V6 vélinni og leður- og viðarklæðningu. Dís- ilbíllinn verður fáanlegur með handskiptingu og sjálfskiptingu en V6 bíllinn einvörðungu með sjálfskiptingu. Kia hefur einnig lýst því yfir að fyrirtækið þrói nú nýjan smábíl sem á að koma í stað Pride, sem hætt var að framleiða árið 2000. Nýr og stærri Kia-jeppi í sumar Nýi Kia Sorrento-jeppinn er með millikassa og byggður á sjálfstæða grind.  LÖGREGLAN í London hefur tekið í notkun tvo Think City-rafbíla. Bílarnir verða notaðir af lög- reglumönnum í West End. Bílarnir eru tveggja sæta og upphaflega hannaðir í Nor- egi. Ford hefur þróað bílana til hlítar og er nú að mark- aðssetja þá víða um heim. Bílarnir verða ekki notaðir til að veita eftirför en þeir eru nánast alveg hljóðlausir og því auðveldara fyrir lög- regluna að læðast að lög- brjótunum. Þeir eru líka mengunarlausir og yfirbygging þeirra er að öllu leyti endurvinnanleg. Hámarkshraðinn er 90 km á klst. og bílarnir komast í hæsta lagi 85 km á einni hleðslu. Það tekur hins vegar átta klukkustundir að hlaða rafhlöð- urnar ef þær tæmast að fullu. Myndin sýnir lög- reglustjórann í London, Sir John Stevens, undir stýri á Think við höfuðstöðvar Scotland Yard í London. Lögreglan í London á rafbíla Lögreglan í London hefur tekið í notkun Think-rafbíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.