Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 17
MBA-nám • Öll kennsla fer fram á ensku. • 11 mánaða almennt MBA-stjórnunarnám með áherslu á áætlanagerð, forystu og uppbyggingu víxlstarfandi liðsheildar. • Nemendur alls staðar að, hámark 40 á námskeiði. • Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla. • „Hands on“-ráðgjafarverkefni. MSc-nám • Öll kennsla fer fram á ensku. • Tveggja ára fullt nám. • Sérgreinar. • Fjármálahagfræði. • Markaðsfræði. • Áætlanagerð. • Alþjóðaviðskipti. • Upplýsingatæknistjórnun. Við getum boðið þér eitt alþjóðlegasta MBA- og MSc-nám á Norðurlöndum Mánudaginn 18. febrúar kl. 18.00 fyrir MBA og 19.00 fyrir MSc á Hótel Sögu, fundarherbergi B. Kynningarfundur á Íslandi Netfang: mba@bi.no, msc@bi.no, http://www.bi.edu E f t i r t a l d i r s t a n d a a ð F l u g s k ó l a Í s l a n d s w w w .d es ig n. is © 20 02 Upprifjunarnámskeið fyrir flugkennara Skv. JAR-FCL 1.355 Flugkennari/flugvél FI(A) – framlenging og endurnýjun 2. tölul. a-liðar AMC FCL 1.355 Upprifjunarnámskeið fyrir flugkennara FI(A) verður haldið hjá Flugskóla Íslands hf. dagana 15.-16. mars nk.* Kennt verður föstudaginn 15. mars frá kl. 1900-2130 og laugardaginn 16. mars frá kl. 1000-1500. Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 530 5100 og/eða á www.flugskoli.is * Námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þátttöku MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 17 bílar UNNIÐ var í síðustu viku að bráðabirgðaviðgerð hjá Bílheimum á tveimur Isuzu Crew Cab-bílum ítalskra ferðalanga sem höfðu ver- ið á ferð um landið frá því um miðjan janúar. Voru þarna á ferð- inni miklir ævintýramenn sem hafa ferðast á bílum sínum um heim all- an, en á síðasta ári fóru þeir m.a. keyrandi á Isuzu-bílunum 17.000 km leið frá Feneyjum á Ítalíu og enduðu ekki fyrr en í Tókýó í Jap- an. Þeir félagar sögðu að ástæða þess að Ísland varð einnig fyrir valinu hefði verið sú að Ísland væri vissulega öðruvísi staður. „Sér- staklega var það krefjandi að geta tekist á við landið að vetrarlagi,“ sögðu þeir, og höfðu Isuzu Crew Cab-bílarnir staðið sig ákaflega vel við þau akstursskilyrði sem þeir höfðu ekið við. Ítalarnir nutu aðstoðar Péturs Björnssonar, aðalræðismanns Ítala, við undirbúning ferðarinnar og færðu honum að launum við leiðarlok sérstakt vín sem framleitt er í heimahéraði þeirra, svokallað Friðarvín, „Vino della Pace“. Adalberto Buzzin og Thomas Tonicello við annan Isuzu Crew Cab-bílinn sinn. Akandi um allan heim EINS til þriggja ára Ford Focus er ótvírætt sá bíll sem fæsta alvarlega galla hefur, samkvæmt niðurstöðum þýsku vottunar– og skoðunarstofn- unarinnar TÜV. Stofnunin gerir ár- lega könnun á gallatíðni á bílum í fimm aldursflokkum, þ.e. 1–3 ára, 4–5 ára, 6–7 ára, 8–9 ára og 10–11 ára. Könnunin byggist á skoðunum á 100 bílum af 107 bíltegundum. Í flokki 1–3 ára bíla var tíðni alvar- legra galla í Ford Focus einvörð- ungu 1%, sem þýðir að aðeins einn bíll af hundrað hafi verið með alvar- legan galla. Að öðru leyti raða japanskir bílar sér í efstu sætin. Toyota er t.a.m. í 2. til 5. sæti í flokki 1–3 ára bíla. Versta útkomu fær Chrysler Voyager en hlutfall alvarlegra galla er 20,1% en meðaltalið er 4,9%. Fæsta alvarlega galla var sömu- leiðis að finna í Toyota Starlet í flokki 4–5 ára bíla og Toyota RAV4 í flokki 6–7 ára bíla. Fæstir gallar í Ford Focus                                                                 !""                           # $%    !""                                   !""          & '                           !""         "(%                            Könnun þýsku vottunarstofnunarinnar TÜV á göllum í bílum Toyota Starlet hafði fæsta galla í flokki 4–5 ára bíla. Toyota RAV4 hafði fæsta galla í flokki 6–7 ára bíla. Mercedes SL hafði fæsta galla í flokki 8–9 ára bíla. Mercedes SL hafði fæsta galla í flokki 10–11 ára bíla. INNAN tíðar kemur á markað feiki- aflmikill Audi RS6 Avant. Þetta er langbakur sem hefur mikið forskot á aðra langbaka. Hann er með 4,2 lítra, V8 vél með tveimur for- þjöppum og skilar 480 hestöflum á 5.700-6.400 snúningum á mínútu. Togið er hvorki meira né minna en 560 Nm, eða næstum eins og í tveimur A6 Quattro bílum með 3,0 lítra vélum. Þessi Audi á eftir að rótbursta BMW M5 með sín 499 hestöfl og 500 Nm tog. Bíllinn fer í sölu í september í Evrópu og mun væntanlega kosta á milli 7 og 8 milljónir kr. Þetta er þriðji RS bíllinn frá Audi, en áður hafa komið á markað RS2 og RS4. Upptakið úr kyrrstöðu í 60 mílur á klst., um 96 km hraða, tek- ur 4,8 sekúndur og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km á klst. Í bílnum er fimm þrepa Tiptonic skipting og hann er með quattro fjórhjóladrifskerfinu, spólvörn og stöðugleikastýringu. Hægt verður að velja undir bílinn 19 tommu álfelgur eða átta spírala léttmálmsfelgur, krómpúströr með tveimur stútum, silfraða útispegla, auka loftinntak að framan og fleira. Bíllinn verður einnig framleiddur sem fernra dyra stallbakur. Að inn- an verður RS með leðurklæddu stýri, skreytingum í mælaborði úr koltrefjaefnum og leðursportsæt- um. Audi RS6 er hálfri sekúndu fljótari í hundraðið en BMW M5. Audi RS6 – 480 hestöfl BMW átti sem kunnugt er Rover í Bretlandi um nokkurt skeið. Manna á millum gekk Rover undir heitinu Enski sjúklingurinn, og þótti fjár- festing BMW ekki til marks um mikla framsýni. Nú þegar BMW hef- ur losað sig við Rover stendur það eftir að fyrirtækið tekur yfir Rolls- Royce af Volkswagen 1. janúar 2003 og óttast sumir að BMW sé enn á ný komið með enskan sjúkling í sína vörslu. Svo mun þó ekki vera því BMW hefur þróað nýtt flaggskip fyrir Rolls Royce sem heitir Silver Seraph. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að nýi bíllinn verður ekki tilbúinn til sölu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að BMW tekur form- lega við fyrirtækinu. Af þeim sökum verður eigandinn í millitíðinni að kaupa Silver Seraph bíla af eldri gerð af sínum helsta keppinaut, VW, til þess að halda uppi framboði til sinna viðskiptavina. BMW kaupir Silver Seraph af VW Silver Seraph frá BMW ekki vænt- anlegur strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.