Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 3
arnir átti sig á því og taki þetta ekki alvarlega. Þau sjái vel að þetta sé fyrst og fremst húmor hjá strákun- um. Hins vegar vitum við að eitthvað hlýtur að síast inn samt sem áður og þess vegna finnst mér að þetta sé ekki að öllu leyti heppilegt. Mér finnst einnig athyglisvert að tónlist þeirra er í raun innflutningur á tónlist ungra svartra Bandaríkja- manna í fátækrahverfum stórborga. Hreyfingarnar og handapatið eru þaðan og textarnir öðrum þræði þýðingar á hliðstæðum samsetningi í fátækra- hverfum þar. Mér finnst því ekki óeðlilegt að þeir sem veita verðlaunin svari því í hverju hún liggur þessi bjarta von? Er hún í boðskapnum, ruddalegu orðfærinu eða látbragði strákanna? Eða felst hún í því að þeir eru hvítir en ekki svartir eins og fyrir- myndirnar og þeim eru allir vegir færir ólíkt þeim sem lifa það að vera afgangsstærð í þjóðfélagi og gefa frat í það á móti?“ spyr Hjálmar. Dónalegheit á kostnað inntaks Það lítur út fyrir að séra Hjálmar hafi eitthvað til síns máls um að eitt- hvað „síist í gegn“ til krakkanna. Morgunblaðið frétti af fimm ára snáða sem hafði tileinkað sér brot úr texta Rottweilerhundanna: „mamma þín, mamma þín, mamma þín er ... beygla,“ syngur snáðinn nú og víst er að fleiri börn og hlustendur Rottweil- erhundanna hafa tekið upp setningar úr textum sveitarinnar. En skyldu textarnir hafa jafnmikil áhrif á ung- lingana og þeir fullorðnu telja? Morgunblaðið ræddi við þrjá fimm- tán ára nemendur í Hagaskóla, þau Auði Ástráðsdóttir, Odd Finnsson og Stefán Ottó Stefánsson. „Rottweilerhundunum tekst kannski að sjokkera fullorðna fólkið með textunum sínum en ég get ekki sagt að það eigi við um okkur. Við er- um vön ýmsu úr erlendu rappi og kippum okkur ekki upp við þessa texta,“ segir Oddur. Stefán Ottó, sem kallaður er Ottó tekur undir: „Full- orðna fólkið heldur að dónaskapur- inn í textunum hafi áhrif á okkur, en það gerir hann alls ekki.“ „Ég held að þetta eigi aðallega að vera grín og við tökum þessu ekki al- varlega. Ég held líka að Rottweiler- hundarnir séu aðallega að reyna að vera dónalegir og innihald textanna sé oft á kostnað þess. Þeir leggja eig- inlega það mikið púður í dónaskapinn að þeir gleyma að hafa samhengi í textunum og segja eitthvað með þeim,“ segir Auður. „Hneyksla okkur ekki“ „Dónaskapur einn og sér dugir ekki. Í erlendu rappi er til dæmis verið að fjalla um eitthvað og oft eru lögin mjög dónaleg ef tilefni er til. En ef einhver rappari er til dæmis að fjalla um vin sinn sem er dáinn þá er hann ekki að troða dónaskapnum þar inn,“ segir Oddur. „Já, og þetta gerir það að verkum að textarnir hneyksla okkur ekki,“ bætir Ottó við. Það er athyglisvert hvað ungling- arnir virðast lítið gleypa við tísku- straumum. Ef allir unglingar hugsa á þennan hátt er ljóst að ljótt orðbragð hefur lítil áhrif á þau. Hins vegar er líklegt að einnig séu skiptar skoðanir um hljómsveitina meðal þessa ald- urshóps eins og annarra. Þó skulum við ekki gleyma að XXX Rottweilerhundar og rappið í sjálfu sér eru alls ekki fyrsta hljóm- sveitin eða tónlistar- stefnan til að hneyksla. Það gerðu líka Elvis Presley, Bítlarnir, Roll- ing Stones, Björk og ýmsar pönkhljómsveitir á sínum tíma. Kannski er þessi þróun bara já- kvæð eins og Erpur Ey- vindarson „Blazroca“ bendir á í viðtali hér á síðunni. Jákvæð vegna þess að hún gefur for- eldrum og eldri kynslóð- um færi á að sjá hvað er að gerast meðal yngri kynslóðanna og kynnast þeim betur. Eða eins og Árni Matthíasson, tón- listargagnrýnandi Morgunblaðsins, orðar það: „Með Rottweilerhundunum opn- aðist rifa á dyrnar inn í unglingaher- bergið. Það er hins vegar ekki nóg að foreldrar hlusti á eitt lag og haldi að með því skilji þeir heim unglingsins. Foreldrar eiga enn eftir að fara inn í herbergið og vegna þessa hættir þeim kannski til að gera of mikið úr, og taka of alvarlega, það litla sem þeir heyra frá unglingnum.“ Hvað sem því líður vitum við ekki hver þróunin verður. Hvort aðrar ís- lenskar rappsveitir viðhafi jafn „óheflað málfar“ og Rottweiler- hundar og slíkt verði viðtekið sem nútímaskáldskapur, eða hvort þær kjósi að vekja á sér athygli með öðr- um aðferðum. „En í sjálfu sér erum við ekkert slæmar fyrirmynd- ir, við reykjum ekki, við stundum ekki ofbeldi, not- um ekki eiturlyf o.s.frv. Ef ég ætti börn myndi ég hafa meiri áhyggjur af Britney Spears „fyrirmynd- um“ undir 18 ár aldri með anorexíu, sílikonbrjóst og einhverjum nautheimskum „action-mönnum“ sem geta ekki talað fyrir vöðvum. “ Erpur „Ég held líka að Rottweilerhundarnir séu aðallega að reyna að vera dónalegir og innihald textanna sé oft á kostnað þess.“ Auður rsj@mbl.is líf okkar kynslóðar og við berum ekkert fram með rjóma. Eldri kyn- slóðir myndu frekar vilja vita af skátastrákunum sem halda á ís- lenskum fánum á 17. júní sem dæmi- gerðum fulltrúum okkar kynslóðar. Þeir eru það kannski, en við erum það engu að síður.“ Ég hef spjallað við þónokkra um tónlistina ykkar og margir virðast telja að textarnir séu „einhvers konar húmor hjá ykkur“. Stenst það eða eruð þið að reyna að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri? „Diskurinn er maukfullur af skila- boðum. Það eru meira að segja leynd skilaboð sem heyrast bara ef diskurinn er spilaður aftur á bak. Stundum er þetta húmor, stundum ekki. En hver einasti maður með gáfur um eða yfir meðallagi getur greint á milli þegar við erum að grínast og þegar við tölum í alvöru.“ Ykkar helsti aðdáendahópur er strákar á aldrinum 10–15 ára, a.m.k. eru þeir stærsti hópurinn sem kaupir diskana ykkar í versl- unum. Haldið þið að textarnir ykk- ar hafi einhver áhrif á þennan unga hlustendahóp? „Við eigum mjög stóran aðdá- endahóp og mínar helstu hetjur úr íslenskri tónlist eru þar á meðal. XXX Rottweiler er ekkert barnaefni, við höfum aldrei kynnt okkur sem slíka og ég myndi aldrei gera mála- miðlanir í þá átt. Ég er listamaður og get ekki staðið í því að ritskoða mína tjáningu. En í sjálfu sér erum við ekkert slæmar fyrirmyndir, við reykjum ekki, við stundum ekki ofbeldi, not- um ekki eiturlyf o.s.frv. Ef ég ætti börn myndi ég hafa meiri áhyggjur af Britney Spears „fyrirmyndum“ undir 18 ár aldri með anorexíu, síli- konbrjóst og einhverjum naut- heimskum „action-mönnum“ sem geta ekki talað fyrir vöðvum. Ef fólki finnst við of grófir og vill ekki leyfa börnunum sínum að hlusta á okkur þá er það þeirra mál. En þá ætti þetta sama fólk fyrst að byrja að skera niður slatta af þessu barnaefni sem það leyfir börnunum sínum að horfa á, sem byggist oft fyrst og fremst á ofbeldi. Aðalmálið er að við höfum aldrei boðist til að vera barnapíur, fólk verður bara að ala börnin sín upp sjálft.“ Hvað finnst ykkur um þau við- brögð og umræðu sem hefur orðið út af textunum ykkar. Haldið þið að þau séu stormur í vatnsglasi eins og þegar Elvis sveiflaði mjöðmunum og Rolling Stones sungu: „Let’s Spend the Night Together“ eða eitthvað sem ristir dýpra? „Samfélag okkar verður alltaf hraðara og hraðara. Sífellt meira flæði af upplýsingum og skilaboðum. Sífellt meira áreiti. Það þarf alltaf meira og meira til að ná athygli fólks. Sterkari tjáningarform eru tekin í gagnið og sterkari orð eru notuð. Þótt maður sé að segja frá nákvæmlega því sama og hét fyrir 40 árum „að njóta ásta“ þá eru orðin mun sterkari. Það gerist bara með hverri kynslóð.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.