Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 16
Viður, leður og króm í innréttingum. NÝR Hyundai Sonata er eitt best varðveitta leyndarmálið á íslenskum bílamarkaði. Bíllinn hefur lítið eða ekkert verið auglýstur en lúrir stoltur í höfuðstöðvum B&L, tilbúinn að veita mönnum akstursupplifun sem koma þar í heimsókn. Sonata er fimm manna fólksbíll í efri millistærðar- flokki, hefðbundinn að allri gerð, og er boðinn jafnt með 2,0 lítra og 2,7 lítra V6 bensínvélum og miklum bún- aði. En það sem meira er þá býður ný Sonata af sér þokka lúxusbílsins, ekki síst vegna mikilla framfara í smíði og frágangi, velheppnaðrar hljóðein- angrunar, aflmikillar og þýðgengrar V6 vélar og mikils staðalbúnaðar. Við tókum í nýjustu gerðina, árgerð 2002, á dögunum með V6 vélinni og fjög- urra þrepa sjálfskiptingu með hand- vali. Króm og sjálfstæð fjöðrun Sonata hefur fengið smávægilega andlitslyftingu milli árgerða, bæði á ytra og innra byrði, en í öllum aðal- atriðum er hann eins og fyrri gerð. Hann er þó kominn með meira króm að utan og mýkri línur að aftan sem minna á Rover eða Jaguar frá vissum sjónarhornum. Sú breyting sem mest verður vart við milli árgerða er bætt hljóðein- angrun, sem í nýrri Sonötu er á svip- uðum staðli og hjá mestu lúxusmerkj- unum. Þetta hefur verið gert með nýrri botnplötu sem gerir undirvagn- inn jafnframt stífari en áður og bætir jafnframt aksturseiginleika bílsins. Sonata hvílir á stórum dekkjum á 16 tommu álfelgum og er með sjálf- stæðri fjöðrun á öllum hjólum, þriggja liða fjöðrun að framan og fjöl- liðafjöðrun að aftan. Hvað öryggið varðar er bíllinn ágætlega búinn. Staðalbúnaður er t.a.m. fjórir öryggispúðar, læsivarðir hemlar, fjarstýrðar samlæsingar, geislaspilari með sex hátölurum, púði í miðju aftursæti sem gegnir hlut- verki bars þegar hann er dreginn út og innréttingin er skreytt með viðar- klæðningu, leðri á stýri og gírstilk og krómi hér og þar. Bíllinn er með stórum og þægileg- um framsætum sem koma beint úr XG, flaggskipi Hyundai, og einfalt er að finna góða stöðu undir stýri. Öku- maður hefur gott útsýni og gott er að lesa á mæla. Viðarklæðningin, sem er staðalbúnaður með V6 vélinni, setur lúxusblæ á innréttinguna. Það fer vel um þrjá fullorðna í aftursætum. Þar eru þrír hnakkapúðar og þrjú þriggja punkta belti. Góð V6 vél og H-Matic sjálfskipting Stóri kosturinn við þennan bíl er hin skemmtilega V6 vél. Þetta er splunkuný vél smíðuð úr áli, 32 ventla og með tveimur yfirliggjandi knastás- um. Bíllinn hefur kraftmikið upptak og hámarkstog, 245 Nm, næst strax við 4.000 snúninga á mínútu. Þrátt fyrir sömu hestaflatölu, þ.e. 173 hestöfl, er þetta ekki nákvæmlega sama V6 vélin og í Santa Fé, sem er með 100 rúmsentimetra stærra slag- rými og þar með meira togi, 250 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Þetta er afar hljóðlát vél og þýðgeng og skilar virkilega skemmtilegum afköstum. Við hana er tengd H-Matic sjálfskipt- ing með handskiptivali. Þetta er góð- ur kostur fyrir þá sem vilja bæði geta nýtt sér þægindin af sjálfskiptingunni en vilja stundum keyra á sportlegri nótum með því að þenja bílinn meira í gírunum. Sonata er þó langan veg frá því að vera sportlegur bíll. Þetta er fyrst og fremst rúmgóður fjölskyldubíll með dálítið límúsínulegum eiginleikum, s.s. mjúkri fjöðrun sem gleypir í sig ójöfnur og léttu stýri. Hann minnir dálítið á ameríska fólksbíla í akstri. Hefðbundinn búnaður með nýtískulegum þáttum Tæknin í Sonata er fremur einföld í samanburði við flóknari lúxusbíla. Hann hefur t.a.m. ekki EBD-heml- unarátaksdreifingu né skrikvörn en spólvörn er þó staðalbúnaður. Að flestu leyti er því hefðbundinn bún- aður í Sonötu en þó með nýtískuleg- um þáttum, eins og góðri V6 vél og nútímalegum gírkassa. Það er kannski fulldjúpt í árinni tekið að setja Hyundai Sonata í flokk með lúx- usmerkjum eins og Audi A6, BMW 5 og Mercedes-Benz E, og vissulega á hann nokkuð í land með það á sviðum sem tengjast rafeindatækni alls kyns, ekki er hann boðinn með nýtískuleg- um dísilvélum og sömuleiðis er inn- réttingin nokkuð gamaldags í saman- burðinum. Sömuleiðis heldur Sonata ekki jafnvel verðgildi sínu og lúxus- merkin. En hann hefur allt annað að bjóða sem menn eiga að venjast í lúx- usbílum, þ.e. góða aksturseiginleika og fjöðrun, gott innanrými og frá- bæra hljóðeinangrun. Það sem hann hefur umfram alla aðra sambærilega bíla er mikið hagstæðara verð. Fyrir Hyundai Sonata þurfa menn að reiða fram 2.650.000 kr. og fyrir þá peninga fæst mikill og góður bíll. Sonata fyr- ir bensínfót og þægindi Frágangur er vandaður. Innbyggður barnabílstóll er í aftursæti. Ávalar línur eru í skotthlutanum. Aflmikil og þýðgeng V6 vél er hjartað í bílnum. gugu@mbl.is 16 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: Sex strokkar, 2.657 rúmsentimetrar, 32 ventl- ar, tveir knastásar. Afl: 178 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 245 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðr- un, þriggja liða að framan, fjölliða að aftan. Lengd: 4.745 mm. Breidd: 1.820 mm. Hæð: 1.422 mm. Eigin þyngd: 1.503 kg. Farangursrými: 398/430 lítrar. Hemlar: Diskahemlar, kældir að framan, ABS. Hámarkshraði: 220 km/ klst. Eyðsla: 9,7 lítrar í blönd- uðum akstri. Verð: 2.650.000 kr. Umboð: B&L. Hyundai Sonata V6 REYNSLUAKSTUR Hyundai Sonata Guðjón Guðmundsson Hyundai Sonata 2002, lítið breyttur en með meiri krómskreytingum. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.