Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 15
unum fyrir fimi sína fyrir framan mark mótherjanna í vetur. Mörgum er í fersku minni uppákoman 12. septem- ber, daginn eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum, þegar Eiður og nokkrir fé- lagar hans úr Chelsea voru ásakaðir um drykkjulæti í enskum blöðum og að hafa sært bandaríska ferðamenn sem voru að fylgjast með fréttum að heiman á hóteli í London. Eiður var ekki sáttur við þennan fréttaflutning og kom sér- staklega til Íslands til að skýra sitt mál. „Við fórum á nokkra pöbba og vor- um hressir og fjörugir. Eftir það fór ég heim og gerði ekkert af mér. Ég hitti aldrei neina Bandaríkjamenn sem við áttum að hafa svívirt og nið- urlægt, og var hvorki í keiluhöllinni né á hótelinu þar sem mestu lætin áttu að hafa átt sér stað. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég las greinina um þetta mál, hversu miklu var búið að bæta inn í, ýkja og krydda. Allt til að gera þetta að söluvöru. Vinur minn sem var með okkur var gáttaður á þessari umfjöllun. Ég átti að hafa gert hitt og þetta, meðal annars að hafa dýft mér nakinn inn á keilubraut.“ Fólk nærðist á að gera lítið úr mér „Ég hef aldrei sagt orð um þetta mál hér í Englandi, ég vildi ekki blása það frekar út. Hérna eru alltaf nýjar sögur í næsta sunnudagsblaði og þær fyrri gleymast. En það skipti mig meira máli hvað sagt var og skrifað heima á Íslandi, þar er ég jú stærra nafn en í London, og því kom ég heim til að útskýra minn hlut í íslenskum fjölmiðlum. Ég verð að viðurkenna að ég var svekktur með hvernig þeir fjölluðu um þetta til að byrja með. Þar var allt rifið upp úr ensku blöðunum án þess að ég væri spurður að neinu, og mér fannst eins og fólk nærðist á því að gera lítið úr mér og sverta mig. Flestir tóku mér vel en það vildu ekki allir leiðrétta málið og daginn eftir að ég kom heim og hafði skýrt frá minni hlið var enn ein sagan sögð á einni út- varpsstöðvanna. Ég leitaði að lokum til Colins Hutchinsons, framkvæmda- stjóra Chelsea, og hann staðfesti mína frásögn við fjölmiðla á Íslandi. Fólkið heima tók þessu máli mun alvarlegar en í Englandi. Ég vissi all- an tímann að ég hefði ekki gert neitt rangt en fjölskyldan og aðrir mér nánir vissu ekki hvað var að gerast.“ Aftur voru leikmenn Chelsea á for- síðum ensku blaðanna þegar Eiður Smári og fimm aðrir fóru ekki með liðinu í Evrópuleik í Ísrael vegna ótryggs ástands þar í landi. „Þetta er annað og öðruvísi dæmi sem fjölmiðlar hér í Englandi reyndu að gera mikið úr. Málið var einfalt; við vorum kallaðir saman á fund og spurt var hverjir væru hræddir við eða óör- uggir með að fara til Ísraels. Ég var einn af þeim og sagði að ég gæti vel farið með en ég yrði eflaust á nálum yfir því að eitthvað væri að gerast. Ef maður er kominn á leikstað og er með hugann við það nóttina fyrir leik hvort við lendum í einhverju veseni, er úti- lokað að sýna sitt besta í viðkomandi leik. Þá er betra að einhver annar fari, sem lætur þetta ekki hafa áhrif á sig og er tilbúinn til að spila. Þar fyrir ut- an vildi ég ekki láta fjölskyldu mína hafa af mér áhyggjur á meðan ég væri í svona ferð, ekki síst þar sem við átt- um þá von á okkar öðru barni. Enda sýndi það sig að daginn sem liðið kom til Ísraels var ráðherra þar drepinn. Þetta var ekkert vandamál innan fé- lagsins og þrátt fyrir allt stillti Chelsea 10 landsliðsmönnum upp í Ísrael þó að við værum sex sem yrð- um eftir heima. Við ákváðum sem hópur að hafa þetta svona, og það kom skýrt fram að þetta myndi ekki á neinn hátt bitna á þeim sem ekki færu. Allar vanga- veltur fjölmiðla um að við yrðum sett- ir út úr liðinu voru því marklausar frá byrjun. Þarna var verið að búa til af- sökun fyrir ósigrinum og reyna að skapa óróleika innan liðsins. Þetta mál þjappaði okkur saman sem hópi. Seinni leikurinn gegn ísraelska liðinu var með ólíkindum. Við áttum um 50 skot á mark, Ísraelarnir eitt. Leikur- inn endaði 1:1 og við vorum því miður fallnir úr keppni.“ Lítil heppni með landsliðinu Eftir fyrsta landsleikinn í Eistlandi leið langur tími þar til Eiður klæddist landsliðstreyjunni á ný. Nú er hann orðinn ómissandi hlekkur í A-lands- liðinu og hefur leikið 16 sinnum með því. Hann telur landsliðið hafa náð merkilegum árangri á undanförnum árum og það geti enn gert betur. „Það fylgdi okkur lítil heppni í und- ankeppni HM. Við misstum menn af velli með rauð spjöld gegn Dönum heima og Búlgörum úti, og báðir leik- ir töpuðust naumlega, 1:2. Við rúll- uðum Búlgörum upp í 80 mínútur hér heima og áttum alla möguleika á að sigra, en þeir jöfnuðu undir lokin. Þar vorum við með réttu svekktir yfir að hafa ekki unnið þjóð sem spilaði um verðlaunasæti á HM fyrir nokkrum árum. Það er óhætt að segja að við höfum unnið fyrir öllum okkar stigum og áttum meira inni. En mér fannst þó væntingarnar í okkar garð stund- um fullmiklar. Þegar við unnum Möltu 3:0, af miklu öryggi, vildi fólk að við ynnum 5:0. Sigurinn heima gegn Norður-Írum var mjög góður, betri en menn gera sér grein fyrir því þeirra menn leika flestir í tveimur efstu deildunum hér í Englandi. Heppnin gekk reyndar í lið með okk- ur þegar við unnum Tékkana hér heima, Jan Koller var rekinn af velli og við skoruðum í lok fyrri hálfleiks en fylgdum því eftir á sannfærandi hátt. Það var mikil upplifun að vinna stórþjóð eins og Tékka, og það var ekkert auðvelt að ná sér niður á jörð- ina á eftir. En við komum heldur bet- ur niður eftir tapið í Belfast. Við vorum rassskelltir í útileiknum í Tékklandi, algjörlega yfirspilaðir af góðu liði, sem er stöðugt í hópi tíu bestu í heiminum, og við því var ekk- ert að gera. Auðvitað var það síðan ömurlegt að enda keppnina svona illa en leikurinn í Danmörku var skellur frá upphafi til enda og ég vil helst gleyma honum. Það var eins gott að hann skipti ekki máli, nema að því leyti að hann særði stolt okkar, en við erum nógu sterkir til að rífa okkur upp úr því. Danska landsliðið á þess- um degi er eitt erfiðasta lið, félagslið eða landslið, sem ég hef nokkru sinni spilað við. Danirnir voru ótrúlega ag- aðir, leikur þeirra var eins og tölvu- spil. Ef einn hljóp til vinstri, fór annar til hægri; ef einn fór áfram, fór annar aftur á bak. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig þeir standa sig á HM í sumar. En þrátt fyrir þessi töp inn á milli getum við verið stoltir af því sem landsliðið hefur náð. Við höfum tvisv- ar í röð fengið 14-15 stig og veitt stór- þjóðum harða keppni. Einhvern tíma kemur að því að við förum alla leið, förum í keppni þar sem lánið leikur við okkur og boltinn fellur fyrir okkur á réttum stað í vítateignum. Ef við spilum agað eigum við möguleika gegn öllum, og ég ætla rétt að vona að ég verði hluti af því íslenska landsliði sem kemst í úrslitakeppni.“ Raunhæft að stefna á annað sætið Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Skotlandi, Litháen og Færeyjum í undankeppni Evrópumóts landsliða, sem hefst í haust, og Eiður telur að það sé raunhæft að stefna á að berjast um annað sætið. „Þýskaland er stórliðið í riðlinum en ef ég hefði mátt velja B-þjóðina fyrirfram, hefði ég valið Skota. Við þurfum að gæta okkar á Litháum, enda hefur Ísland enn ekki sigrað þá. Færeyingar hafa vaxið mikið en ef við ætlum okkur einhvern hlut í keppn- inni verðum við að sigra þá tvisvar. Við erum nokkuð sterkir á heimavelli og þetta snýst um að fá þar sem flest stig, og leika af skynsemi upp á stig í útileikjunum. Ekki með því að liggja í vörn og bíða eftir sóknum andstæð- inganna, heldur með því að verjast framar á vellinum, vera agaðir og sniðugir þegar við fáum boltann í skyndisóknum. Stemmningin í lands- liðinu er alltaf frábær, þar eru allir mættir til að leggja sig fram fyrir Ís- lands hönd þó að það skili ekki alltaf tilætluðum árangri. Ég hef aldrei skilið þegar fólk fullyrðir að við leggj- um okkur ekki fram í landsleik. Það fer enginn inn á völlinn til annars, stundum gera menn það reyndar á rangan máta, reyna að hlaupa og pressa mótherjana einir, en ef við er- um agaðir og vinnum saman sem lið er erfitt að sigra okkur. Við höfum ís- lenska eðlið, baráttuna og stoltið, og gefumst aldrei upp. Þó við lentum 4:0 undir í Tékklandi var enn reynt að fara í skyndisóknir, tækla og vinna skallabolta.“ Hver og einn þarf að þekkja sín takmörk Nokkuð var rætt og ritað um að ís- lensku landsliðsmennirnir hefðu skemmt sér einum of mikið eftir sig- urinn á Tékkum síðasta haust, sér- staklega þar sem mikilvægur leikur var gegn Norður-Írum í Belfast fjór- um dögum síðar. „Þetta voru að miklu leyti sögu- sagnir, eins og að Atli hefði verið að skemmta sér með leikmönnunum niðri í bæ. Það var fyrst og fremst verið að reyna að finna ástæður fyrir slökum leik í Belfast. Sjálfur fann ég mig frábærlega í þeim leik, nema hvað ég gat alls ekki skorað. Mér fannst ég geta hlaupið endalaust. Ef við hefðum unnið í Belfast hefði eng- inn sagt neitt. Það sem gerðist eftir Tékkaleikinn var að við fengum frí um kvöldið, og við slíkar kringum- stæður þarf hver og einn að vita hvað hann getur leyft sér; hver og einn þarf að þekkja sín takmörk. Við erum full- orðnir menn og ábyrgir fyrir sjálfum okkur. Ef ég færi út að skemmta mér á miðvikudegi og fyndi fyrir því í leik á laugardegi, myndi ég aldrei gera það aftur.“ Eiður skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea og er því bund- inn félaginu til vorsins 2005. Talsvert hefur verið rætt og ritað um áhuga annarra félaga á að fá hann í sínar raðir, lið á Ítalíu hafa verið nefnd í því sambandi og um síðustu helgi var full- yrt í enskum blöðum að Chelsea væri búið að verðleggja hann á 12 milljónir punda. Eiður segist lítið hugleiða þessi mál. „Ég leiði hugann sem minnst að því sem framtíðin ber í skauti sér. Mitt markmið er að spila reglulega fyrir Chelsea og reyna að bæta mig. Ef mér tekst að skora 20 mörk í vetur, vil ég skora fleiri á næsta tímabili. Ef við vinnum okkur meistaradeildarsæti í ár vil ég vinna deildina næsta vetur. Stærsti draumurinn er að vinna eitt- hvað, bikarinn eða deildina. Chelsea er nægilega stórt félag til að vinna þessa stærstu titla, ég tel að ég þurfi ekki að fara annað til þess. En það er aldrei hægt að hugsa of langt fram í tímann í fótboltanum. Ég gæti átt slæmt tímabil næst, dottið út úr myndinni hjá félaginu, eða átt frá- bært tímabil og fengið tilboð frá öðru félagi sem ekki væri hægt að hafna. Maður veit aldrei hvað gerist næst,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Morgunblaðið/Einar Falur Það var mikil upplifun að vinna stórþjóð eins og Tékka, segir Eiður, sem hér á í harðri baráttu við einn leikmanna þeirra, Petr Johana. Reuters rk strax á annarri mínútu og Chelsea vann þar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Eiginhandaráritanir eru daglegt brauð og hér fær ungur aðdáandi nafn Eiðs á boltann sinn. vs@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 15 Jimmy Floyd Hasselbaink, félagi Eiðs í framlínu Chelsea „Forréttindi að spila við hliðina á Eiði“ SAMVINNA Eiðs Smára Guðjohnsens og Jimmy Floyd Has- selbainks, hollenska landsliðsframherjans hjá Chelsea, hefur vakið mikla athygli í vetur. Þeir eru marka- hæsta sóknarparið í ensku úrvalsdeildinni og hafa samtals skor- að 40 mörk á tíma- bilinu; Hasselbaink 23 og Eiður 17. Enska blaðið Times sagði fyrir skömmu að Eiður væri líklega besti leik- arinn í aukahlutverki í ensku úr- valsdeildinni og vitnaði þá til sam- vinnu þeirra félaga. Morgunblaðið hitti Jimmy Floyd Hasselbaink að máli eftir æfingu hjá Chelsea á dögunum og Hol- lendingurinn bar mikið lof á félaga sinn. „Það eru forréttindi að spila við hliðina á leikmanni eins og Eiði. Hann er mjög góður og útsjón- arsamur með boltann og vegna þess að við erum á margan hátt með svipaða eiginleika er erfitt fyrir varnarmenn að einbeita sér að því að stöðva okkur báða. Eiður skorar mörk og á góðar stungu- sendingar og við náum sér- staklega vel saman. Innan vallar tölum við saman á hollensku og það hjálpar til við að koma varn- armönnunum á óvart. Eiður hefur lagt upp mörg mörk fyrir mig og ég hef lagt upp mörg mörk fyrir hann.“ Samvinna Eiðs og Hasselbainks nær ekki aðeins til knatt- spyrnuvallarins því utan hans eru þeir mestu mátar. „Við Eiður sömd- um við Chelsea á sama tíma og höf- um verið góðir vinir frá fyrstu kynnum. Við þekktumst ekki áður en ég vissi hver hann var því hann spilaði á sín- um tíma með PSV í Hollandi. Við höfum átt mikið saman að sælda, kærusturnar okkar eru góðar vinkonur, og við náum því mjög vel saman, utan vallar sem innan. Þetta hjálpar mikið til, ég vil sjá Eiði ganga vel, ég vil sjá hann skora, ég vil sjá honum líða vel.“ Hasselbaink segir að framtíð- arhorfur Eiðs Smára séu frábærar. „Hann er þegar orðinn góður leik- maður, og getur aðeins orðið betri. Hann er ekki nema 23 ára, svo hann á fjölmörg ár eftir, og ég á von á því að hann eigi eftir að leika fyrir enn stærra félag en Chelsea. Það sem Eiður þarf helst að gera betur er að skora meira, en það kemur eflaust samhliða því sem hann fær fleiri tækifæri til að spila. Fyrir sóknarmann skiptir allt- af miklu máli hve mikið af mörkum hann skorar. En hann bætir sig stöðugt, og með þessu áframhaldi á hann eftir að leika með einhverju af stærstu félögum Evrópu. Eiður Smári er rólegur og venju- legur strákur, rétt eins og ég; mjög jarðbundinn. Hann hefur alltaf tíma til að sinna öðrum og hjá honum eru aldrei nein vandamál,“ sagði Jimmy Floyd Hasselbaink.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.