Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Torfi og Margrét fóru að þessu sinni til Selva í Val Gardena í Dólómítafjöllunum. Þetta er í annað skipti sem þau velja sér þorpið Selva og hótelið Somont, sem þau segja að sé heim- ilislegt hótel með um þrjátíu herbergi og frábæra þjónustu. Hvernig gengur svo dagurinn fyrir sig? „Það er vaknað snemma og borðaður góður morgunverður og í leiðinni valinn kvöldmat- ur. Síðan rennum við okkur frá hótelinu beint í kláfinn og upp í fjöllin. deg- inum er eytt þar á skíðum í alveg stórkostlegum brekkum.“ Torfi segir að tíu þorp séu í kringum fjallið Sella og hægt sé að velja milli ýmissa svæða og brekkna eftir getu og löngun. Keyptur er passi sem gengur að öllum brekkum á þessu svæði, Sella Ronda. „Það eru veitingaskálar víða í fjöll- unum og um hádegisbil fáum við okkur heitt kakó eða súpu.“ Í sex daga segjast þau síðan fara á skíðum eins og þau lifandi geta, +́ymist að æfa stílinn eða flakka um í fjalladýrðinni og á kvöldin er farið í heitan pott eða gufu. Síðan er rölt um bæinn eða spilað. Þarf fólk að vera vant skíðafólk til að fara svona ferð? „Alls ekki. Við höfum verið með fólki sem hafði skíðin með í umbúðum og fór í skíðaskóla.“ Margrét er íþróttakennari og hún segir að það sé frá- bært að sjá fólk, allt frá börnum og upp í áttrætt, sem nýtur þess að renna sér í brekkunum. „Ég hef jafnvel fylgst með fólki sem er búið að fara í mjaðmarliðsaðgerðir njóta þess að fara þarna á skíðum,“ segir hún. samt finnast ótal brekkur sem hægt er að svitna í. Þið voruð á Kanaríeyjum í desember. Hvernig líkaði ykkur þar? Torfi segist hafa haft sínar efasemdir um sólarlandaferðir en þetta var í fyrsta skipti sem þau fóru í slíka ferð. Eigi að síður kom ferðin honum þægilega á óvart. Margrét segir að loftslagið hafi hentað þeim vel en það var um 25–30 stiga hiti og sól með sjávargolu, reyndar allt að heitum norðangarra.. „Kanaríeyjar eru góður staður til að hvíla sig á. Við erum svolítið fyrir að vera á ferðinni og fórum því í allar skoðunarferðir sem voru í boði. Sumar þurfti að fella ferðir niður og þá skelltum við okkur í golf, leigðum okkur kylfur og prófuðum. Við erum svona að fikra okkur áfram í þeirri íþrótt.“ Margrét og Torfi ákváðu líka að leigja sér hjól og skoðuðu sig þannig um útfrá ensku ströndinni. Þau segjast hafa fundið stórkostlegan stað við ströndina, Duna, sem eru risastórir sandhólar. Þau eru sammála um að landslagið á eyjunni sé annars keimlíkt alls stað- ar þar sem þau komu og þau hafi skynjað hvað Íslendingar eigi fallega eyju með sínu stórbrotna og breytilega landslagi. Rákust þið á skemmtilegt veitingahús á Kanaríeyjum? Við prófuðum þau mörg og heimsóttum m.a. Klörubar í tvígang. Þangað var notalegt að koma. Það var athyglisvert að matseðlarnir voru einnig á íslensku á nokkrum stöðum.“ Þetta er í fimmta skipti sem Torfi og Margrét fara til Ítalíu á skíði enda Ítalir einstaklega gestrisnir. Með þeim á myndinni er Ásta Óskarsdóttir. Torfi og Margrét leigðu sér hjól á Kanaríeyjum og skoðuðu þannig eyjuna. Þ ótt verið sé á ferðalagi í Egyptalandi er Abu Simbel ekki beinlínis í alfaraleið. Frá Aswan, næstu stóru borg Nílardals, eru um 300 km og liggur leiðin að mestu um harðbýla eyðimörk. Að auki hafa landa- mæraerjur Egypta og Súdana valdið því að leiðin er á köflum lok- uð fyrir almenna umferð af örygg- isaðstæðum. Auðveldast er því að fljúga þangað frá Aswan. Musterið var reist af Ramses II, einum kunnasta faraó Egyptalands hins forna á árunum 1290–1224 f.Kr. Ramses II ríkti lengur en nokkur annar faraó eða í 67 ár samfellt og varð veldi Egypta hvað mest á þeim tíma. Með byggingu hofsins í Abu Simbel er talið að hann hafi viljað tryggja áhrif sín á svæðinu, sem kallast Núbía og var á suðurenda egypska veldisins. Hofið er helgað þremur guðum Forn-Egypta, Ra-Harakhty, Amun og Ptah, auk Ramsesar II sjálfs. Fornminjum bjargað Við flugum til Abu Simbel með litlu flugfélagi, Raslan Airlines. Flugleiðin er upp með Nílarfljóti og liggur yfir Aswan-stífluna með góðu útsýni yfir uppistöðulónið, sem kallast Lake Nasser. Gerð stíflunnar árin 1960–1971 var um- deild af ýmsum orsökum. Eitt deiluefnið var sú staðreynd að fjöldamargar fornminjar yrðu kaf- færðar undir uppistöðulóninu. Til að koma í veg fyrir það var gripið til þess ráðs að flytja helstu minj- arnar á öruggari staði. Stærsta að- gerðin var fólgin í því að hluta musterið í Abu Simbel í liðlega tvö þúsund hluta, flytja hærra upp í landið og endurbyggja þar. Á þann hátt var fjöldamörgum fornminjum bjargað frá því að kaffærast í Nas- servatni. Eftir um 45 mínútna flug var lent á flugvellinum í Abu Simbel. Við tókum rútu frá flugvellinum að musterinu, enda lítið annað að sjá í bænum. Inngangurinn er aftan við musterið og lætur það því afar lítið yfir sér í fyrstu. Eftir stutta göngu fer maður hins vegar að taka eftir því að eitthvað hefur verið höggvið í bergið. Skyndilega opnast sýn að styttunum glæsilegu á framhlið musterisins. Þar stendur Ramses II í allri sinni dýrð, fjórar liðlega 20 metra háar styttur sem horfa festulega út yfir uppistöðulónið sem næstum varð að votri gröf þess. Gríðarlegt mannvirki Það er óneitanlega tilkomumikið að standa frammi fyrir þessu gríð- arlega mannvirki. Musterið er höggvið út úr heilu bergi en ekki hlaðið, ólíkt flestum þekktari mannvirkjum Forn-Egypta og hef- ur heilt fjall verið notað til verks- ins. Til að fara inn í það er gengið inn á milli styttnanna stóru á fram- hliðinni. Inni í musterinu eru stór- ar hvelfingar skreyttar ótal vegg- myndum og styttum. Vegg- myndirnar lýsa gjarnan herförum Ramsesar og glæstum sigrum á óvinaherjunum. Þekja þær alla veggi og loft musterisins. Innsti hluti musterisins er helgasti hluti þess, djúpt inni í fjallinu. Þar í end- anum kemur maður að litlu her- bergi með styttum af guðunum þremur sem musterið er tileinkað, ásamt Ramsesi II. Snúa þær á móti innganginum og eru hluti af því verkfræðilega meistaraverki sem musterið er. Musterið er hannað þannig að tvisvar á ári ná geislar sólar að skína inn um þröngan innganginn, inn eftir því endilöngu og falla á stytturnar í innsta herberginu. Þar baða sól- argeislarnir þá þremenninga Ramses II, Amoun og Ra-Hartaky en ná aldrei að skína á guðinn Ptah. Þetta gerist einungis tvisvar á ári, eða dagana 22. febrúar og 22. október. Ekki eru öruggar heim- ildir fyrir því af hverju þetta gerist þessa daga, en líkur hafa verið leiddar að því að þetta séu fæð- ingar- og krýningardagur Ramses- ar. Til þess að geta gert þetta fyrir rúmum 3000 árum hefur þurft ein- staka kunnáttu í stærð- og verk- fræði. Flutningur musterisins olli því reyndar að þetta gerist nú ein- um degi fyrr en ella. Ástæða þess er sögð vera sú að musterið var flutt hærra upp í landið og orsaki það þessa skekkju. Þegar kom fram undir hádegið snerum við aft- ur til baka að flugvellinum. Ágengir sölumenn Það er hægt að mæla með því að vera snemma á ferðinni þegar forn- minjar eru skoðaðar, hvar sem er í Egyptalandi. Best er að að vera kominn á stjá um sólarupprás. Þá er hitinn og mistrið minna og mun færri ferðamenn á ferli. Á baka- leiðinni utan við musterissvæðið lentum við í hasar við ágenga sölu- menn sem buðu allskyns varning til sölu, líkt og svo víða nærri egypsk- um fornminjum. Í þeim bransa er lífsbaráttan greinilega hörð og öll- um brögðum beitt til þess að ná at- hyglinni. Sölumennskan verður þó á köflum svo yfirgengileg að hún snýst upp í andhverfu sína og mað- ur þakkar sínum sæla að sleppa inn í flugrútuna án þess að hafa keypt neitt. Til Aswan vorum við síðan komin nægilega tímanlega til þess að hitta áhöfn skútunnar, sem ætlaði að flytja okkur niður Níl- arfljót næstu dagana. Uppistöðulónið Lake Nasser mynd- aðist þegar Aswan stíflan var byggð á árunum 1960–71. Abu Simbel-musterið er höggvið út úr heilu bergi. Inngangurinn er á miðri framhliðinni og ná geislar sólarinnar að skína tvisvar á ári inn eftir musterinu. Ramses II faraó í Egyptalandi lét byggja musterið í Abu Simbel á ár- unum 1290–1224 f.kr. Eitt þekktasta musteri Egypta- lands er í Abu Simbel, nærri súdönsku landamærunum. Jón Geir Pétursson og Kristín Lóa Ólafsdóttir skelltu sér þangað. Á ferð um Egyptaland  Ferðalög til Egyptalands hafa dregist mikið saman eftir 11. september. Því hefur verð lækkað, öryggisgæsla aukist og færri eru á ferli. Því eru um margt kjöraðstæður til þess að fara þangað nú! Ágætt er að kynna sér vefsíður breska utanríkisráðuneytisins og sendiráðs Bandaríkjanna í Kaíró varðandi öryggismál í landinu. Slóðirnar eru www.fco.gov.uk/travel og www.usis.egnet.net  Jón Geir og Kristín Lóa ferðuðust með breskri ferðaskrifstofu, Tra- velbag Adventures, sem reyndist ágætlega www.travelbag-advent- ures.com Einnig er hægt er að ferðast á þessar slóðir á eigin vegum. Bæði British Airways og Egypt Air eru með daglegt flug milli London og Kaíró sem kostar um 200–300£ fram og til baka eða frá 29.000 krón- um og upp í um 44.000 krónur. Til Aswan er hægt að taka lest frá Kairo sem tekur u.þ.b. 15 tíma. Flottasta hótelið í Aswan er án efa Old Cataract. Notað í kvikmyndinni Dauðinn á Níl, enda bjó Agatha Christie þar sjálf. Nóttin kostar um 150 USD eða um 15.000 íslenskar krónur tveggja manna herbergi, sjá www.sofitel.com Afsláttur er fáanlegur ef gist er í fleiri nætur. Ágætur kostur fyrir mun minni pening er Kalabsha Hotel fyr- ir um 40 USD eða um 4.000 krónur. Musterið sem hlutað var í tvö þúsund parta Ljósmyndir/Jón Geir Pétursson Hvert ertu að fara? Í Dólómíta- fjöllin á skíði „Fjallasýnin er falleg, skíðasvæðið frábært og Ítalir kunna svo sannarlega að taka vel á móti fólki,“ segja hjónin Torfi H. Ágústsson og Margrét Jónsdóttir, sem héldu í gær til Ítalíu á skíði í fimmta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.